Þjóðviljinn - 18.03.1987, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 18.03.1987, Qupperneq 13
Finnland Vayrynen líklega í forystu íhaldsmenn vœntanlegir í ríkisstjórn eftir tap krata. Breytingarvarla miklar í utanríkismálum og efnahagsstjórn Þótt samsteypustjórn Kale- vis Sorsa hafi haldið þing- meirihluta sínum í þingkosn- ingunum í Finnlandi á sunnu- dag og mánudag er ólíklegt að stjórnin verði endurnýjuð á sömu nótum, og nær víst að Sameiningarflokkurinn, sem er heisti hægriflokkurinn í landinu, verði með í næstu stjórn í Helsinki eftir rúma tvo áratugi í stjórnarandstöðu. Forystumenn fínnsku flokk- anna eru enn þöglir um stjórn- armyndunarmöguleika, en helst er talað tvo kosti. Annarsvegar kemur til greina bandalag þriggja stærstu flokkanna, Jafnaðar- manna, Miðflokksins og Samein- ingarflokksins, hinsvegar er rætt um stjórn Miðflokksins og Sam- einingarflokksins sem gæti náð meirihlurta með bæði Sænska þjóðarflokknum og Landsbyggð- arflokknum. Sennilegast forsæt- isráðherraefni, hvor kosturinn sem uppi verður, er Paavo Vayr- ynen formaður Miðflokksins og núverandi utanríkisráðherra. Finnar þykja hafa snúist heldur á hægrisveifina í kosningunum. Jafnaðarmenn töpuðu 2,5% og klofnir kommúnistar einnig ör- litlu. Sameiningarflokkurinn og Miðflokkurinn unnu hvor eitt prósent, en græningjar unnu þó mest á, þótt sigur þeirra væri ekki eins stór og útlit var fyrir í könn- unum. Landsbyggðarflokkurinn tapaði meira en þriðjungi kjör- fylgis frá 83, þegar flokkurinn vann mikinn sigur. Breytingarnar á fylgi finnsku flokkanna eru ekki miklar, en kosningakerfi sér til þess að þeg- ar kemur að þingmannaskiptingu verður annað uppá teningi. Krat- ar tapa þannig aðeins einum þingmanni, og Sameiningar- flokkurinn fær heila níu menn útá Výrynen Miðflokksformaður, tekur sennilega við af forsætisráðherranum Sorsa (til hægri) plúsprósentið. Formaður hans, Ilkka Suominen, sagði talning- arnóttina að eftir þetta væri ekki hægt að halda flokknum lengur utan stjórnar. Flokkurinn hefur á undanförnum árum færst að miðju, til dæmis í utanríkispóli- tík, og er ekki talið að þátttaka hans í stjórn mundi breyta utan- ríkisstefnu Finna, og síður er bú- ist við miklum umbyltingum í efnahags- og atvinnumálum. Á næsta ári verður kosið um forseta í Finnlandi, og benda úr- slitin nú til þess að jafnaðar- mönnum muni reynast snúið að halda sínum manni í því embætti. Vayrynen hefur sýnt forsetahöll- inni áhuga og er sennilegur fram- bjóðandi. Meðal annars þess- vegna er ólíklegt að sú stjórn sem mynduð verður í Helsinki næstu viku eigi sér óbreytt langa líf- daga. Séu úrslitin nú borin saman við síðustu og næstsíðustu kosningar eru breytingar á þingstyrk flokk- anna í raun óverulegar, nema að kommúnistar hafa beðið veru- legan hnekki eftir áralangar innri deilur. Þótt pólitísk hlutföll hafí ekki breyst á þingi Finna hafa kynja- hlutföll tekið stakkaskiptum, og sitja nú 63 konur á 200 manna þingi, 31,5 prósent, sem er eitt hæsta kvenhlutfall á þingum Evr- ópulanda og miklu skárra en hjá okkur, 8 af 60; 13,3 prósent. _m Úrslitin í Finnlandi Jafnaðarmenn 24,3% (-2,5) 56 þm. (57-52) Sameiningarflokkurinn 23,2% (+1,0) 53 þm. (44-46) Miðflokkurinn 17,7% (+1,0) 40 þm. (37-37) Evrókommúnistar 9,4% (-0,5) 16 þm. (17 (-35)) Landsbyggðarflokkurinn 6,4% (-3,3) 9 þm. (17-6) Sænski þjóðarflokkurinn 5,3% (+0,7) 13 þm. (11-10) Moskvukommúnistar 4,2%(+0,l) 4 þm. (10 (-35)) Græningjar 4,l%(+2,7) 4 þm. (2-0) Kristilegir 2,6% (-0,4) 5 þm. (3-10) Aðrir 2,8%(+l,2) 0 þm. (2-4) Taflan sýnir úrslit að lokinni talningu 99,9% atkvæða. í fyrri sviga eru prósentubreytingar frá 1983, í seinni sviga þingmannatala úr síðustu og næstsíðustu kosningum. Kommúnistar klofnuðu á síðasta kjörtímabili og sýnir síðari svigatala þeirra samanlagðan þingstyrk fyrir 83. „Aðrir“ eru Frjálslyndi flokkurinn (1%), Hægri stjórnarskrárflokkurinn (0,1%, missti þingmann sinn), álenskur flokkur sem missti sinn þing- mann, bandalag ellilífeyrisþega (1,3%) og fleiri. Hvalveiðar Japanir vilja aflétta banni Verðlag Olíuhækkun segir til sín Verðbólga jókst í aðildar- löndum OECD í janúarmánuði, og segja talsmenn stofnunar- innar í París að ástæðan sé fyrst og fremst hærra olíuverð. Verðbólga var að meðaltali 0,4% í janúar í OECD-löndum, en 0,2% þrjá mánuði þar áður. Olíuframleiðendum í OPEC hef- ur undanfarið tekist að hækka ol- íufatið uppí 18 dollara, sem er um fímmtungi hærra en almennt verð í fyrra. Verðbólga á þeim vesturlanda sem mestu skipta fyrir alþjóða- efnahag var sem hér segir frá fe- brúar 1986 til janúar 1987: Bandaríkin 1,4%, Japan mínus 1,5%, Vestur-Þýskaland mínus 0,8%, Frakkland3,0%, Bretland 3,9%, Ítalía 4,4%, Kanada 3,9%. -m Skák íbið Níunda skákin í einvígi Sókó- lofs og Karpofs fór í bið í gær- kveldi eftir fjörutíu og einn leik. Sókolof hafði hvítt, lék kóngs- peðinu fram og Karpof svaraði með Karó-Kann vörn. Biðskákin verður væntanlega leidd til lykta í dag. Karpof stendur betur. -ks. Japanir hafa farið fram á stuðning norsku stjórnarinnar gegn veiðibanni Alþjóða hval- veiðiráðsins frá 1982. Bjarne Mörk Eidem, sjávarút- vegsráðherra Noregs skýrði norska útvarpinu frá þessu um síðustu helgi, en hann var þá í Tókíó. Sjávarútvegsráðherrann sagði að samvinnutilboð Japana vekti áhuga, en hann þyrfti að ræða málin í stjórninni. „Ég geri ráð fyrir að íslendingar mundu vilja vera með,“ sagði ráðherr- ann. Um þúsund manns hafa at- vinnu sína af hvalveiðum í Noregi og eru þar nú stundaðar veiðar í vísindaskyni, sem hafa sætt svip- aðri gagnrýni og hliðstæðar veiðar íslendinga. -m PLO Arafat slakar á kröfum Jassír Arafat, leiðtogi PLO, lét þau orð falla á dögunum að ekki bæri brýna nauðsyn til að fulltrúi Palestínumanna á friðarráðstefnu um málefni miðausturlanda væri félagi samtaka sinna. Hann sagðist vongóður um að undirbúningsfundur aðildar- þjóða öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna myndi skila árangri og að ráðstefnan færi fram í ár. Arafat var þeirrar skoðunar að best færi á því að arabar sendu eina sameiginlega sveit á fundinn og myndi palestínski fulltrúinn eiga sæti í henni. Alls er óvíst hvort af nokkurri friðarráðstefnu verður. Ríkis- stjórn fsraels er klofin um málið, Perez utanríkisráðherra er hlynntur en Shamir forsætisráð- herra andvígur. Ennfremur hafa bæði ísraelsmenn og Bandaríkja- menn sett það skilyrði fyrir þátt- töku Sovétmanna að þeir taki upp formleg diplómatísk sam- skipti við ísrael. -ks. Jassír Arafat vonast til að friðar- ráðstefna um miðausturlönd verði haldin í ár. Miðvikudagur 18. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Apartheid Sinatra óvelkominn Borgarstjórnin i Osló hefur neitað Frank Sinatra um leyfi til að halda tónleika í borginni vegna upptroðslu söngvarans í Suður-Afríku. Til stóð að Sinatra kæmi fram á útitónleikum 7. júní, en borgar- stjórnin segir slíka uppákomu brjóta í bág við reglugerð sem bannar í Osló skemmtimenn sem hafa komið fram í Suður-Afríku. Sinatra hefur skemmt margsinnis í svonefndri Sólarborg í Bophut- haswana, sem er eitt þeirra svert- ingjaríkja sem Pretoríu-stjórn hefur búið til í landinu án þess að aðrir viðurkenni. Fyrirhugaðir tónleikar Sinatra í Gautaborg í júní eru einnig í hættu af svipuðum ástæðum. - ni Útboð Tilboð óskast í viðhald utanhúss á húsi Rannsóknastofnana sjávarútvegsins að Skúla- götu 4. Utboðsgögn verða afhent á Teiknistofunni, Óðin- storgi 7, gegn 3 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 31. mars kl. 11 að viðstöddum bjóðendum. DJÓÐVILJINN Hfl Timinn eo -io on 1 ■ 1 ^—r 1 r* co co nn ZJ 68 13 33 0 6818 66 0 68 63 00 Blaðburður er BESTA TRIMMIÐ og borgar sig Blaðbera vantar víðsvegar um borgina 1 1 í lí Síðumúla 6 W 68 13 33 '—/ )„

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.