Þjóðviljinn - 18.03.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.03.1987, Blaðsíða 14
Sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki óskar að ráða eftirtalið starfsfólk: 1. Hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga, einn- ig í föst störf áfram. 2. Ljósmóður til sumarafleysinga og í fast starf. 3. Meinatækni til sumarafleysinga. 4. Sjúkraliða til sumarafleysinga og í föst störf. 5. Sjúkraþjálfa til sumarafleysinga. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til sumarafl- eysinga á Heilsugæslustöðina á Sauðárkróki og Hofsósi. Upplýsingar um laun og fleira veita: Fyrir sjúkrahús, Birgitta s. 5270. Fyrir heilsugæslu, Elísabet s. 5270. Hjúkrunarforstjórar. Lausar stöður Við námsbraut í hjúkrunarfræði við læknadeild Háskóla ís- lands eru lausar til umsóknar eftirtaldar stöður: 1. Staðadósents íhjúkrunarfræöi. Aðalkennslugrein: Hjúkr- un aldraðra. 2. Staða lektors I hjúkrunarfræði. Aðalkennslugrein: Hjúkr- un sjúklinga á handlækninga- og lyflækningadeildum. 3. Staða lektors í hjúkrunarfræði. Aðalkennslugrein: Fæðingar- og kvenhjúkrun. 4. Staða dósents í hjúkrunarfræði, 50% staða. Aðal- kennslugrein: Hjúkrunarstjórnun. 5. Staða dósents í sýkla- og ónæmisfræði, 37% staða til eins árs. 6. Staða lektors í hjúkrunarfræði, 37% staða. Aðalkennslu- grein: Geðhjúkrun. 7. Staða lektors í hjúkrunarfræði, 37% staða. Aðalkennslu- grein: Barnahjúkrun. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækj- enda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. apríl nk. Menntamálaráðuneytið, 16. mars 1987. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Sigurlaug Guðmundsdóttir Vatnsnesvegi 34, Keflavík lést 2. mars sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kærar þakkir til allra sem hafa vottað okkur samúö sína. Haukur Þórðarson Magnea Aðalgeirsdóttir Alda Þórðardóttir Jóhann P. Halldórsson Sólveig Þórðardóttir Jónatan Einarsson Einar Þórðarson Steinunn Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. FRETTIR Skemmtistaðir Hollí skiptir um ham Diskóið kvatt í Hollywood, hafin leit að „týndu kynslóðinni, “ með lifandi rokki á virðulegum aldri Háborg diskóáranna, glans- og glimmer-skeinmtistaðurinn Hollywood i Ármúlanum, er kominn á breytingaskeiðið. Undir forystu Björgvins Hall- dórssonar og félaga hans á að kasta af sér diskóhamnum og fara í gömlu, góðu fötin. Lifandi tón- list er slagorðið, og helst ekki yng- ri en frá 1975. Nú er verið að rusla út innréttingunum og setja inn nýj- ar, - eða gamlar, eftir því hvernig á er litið. Svo á að hefja leit að „týndu kynslóðinni" þeirri sem skemmti sér hvað villtast áratug- inn 1965 til '15, og leiða fram tón- listarmenn þessara ára. Ballið byrjaði með þjófstarti á fimmtudagskvöldið þarsem upp trommuðu ólíklegustu menn, Rúnar Júl, Bjöggi, Guðmundur Ingólfsson, Steini úr Dúmbó og Steina, og undir lokin var rokk- gleðin orðin slík að bæði Einar Nýjung Nýtt viðbit frá Mb. Flóamanna Mjólkuriðnaðurinn á íslandi hefur verið fundvís á nýjar fram- leiðsluvörur. Og enn ein er nú að koma á markaðinn. Var hún kynnt I húsakynnum Osta- og smjörsölunnar á Bitruhálsi í gær. Þetta er nýtt viðbit, „Létt og laggott", eins og það nefnist. Það er að meginhluta til framleitt úr þremur efnum: smjöri, mjólkur- próteinum og jurtafeiti, með háu hlutfalli af fjölómettuðum fitu- sýrum. Það inniheldur aðeins helming þeirrar fitu, sem er í venjulegu viðbiti. Svíar voru upphafsmenn þess- arar framleiðslu en hér fer hún fram í Mjólkurbúi Flóamanna, sem hefur einkaleyfi frá Svíum. Þessi vara hefur hvarvetna unnið sér miklar vinsældir og er full ástæða til að ætla að svo verði einnig hér. - mhg Vilberg og Jónas „slappað’af" Jónsson voru komnir að hljóð- nemunum. Bjöggi, Birgir Hrafnsson og aðrir Laufdælingar lofa ekki minna fjöri næstu mánuðina, með þremur til fjórum hljóm- sveitum eða söngvurum hvert föstu- og laugardagskvöld, og tala líka um erlenda krafta. Grunnástæða breytinganna í Hollí er sennilega að yngsta skemmtikynslóðin var farin að Ieita annað, meðal annars á Borgina, sem er í sömu ballhús- akeðju, enda var glansumhverfið í Hollywood soldið gamaldags. Svo er að sjá hvernig allt fer. Finna þeir Hollywood-menn kynslóðina sína úr Glaumbæ og Tjarnarbúð? Verður hægt að rífa hana frá stresstöskunum og bleyjuþvottinum? Þeir Björgvin og félagar eru að minnsta kosti glaðbeittir í startholunum, - einn ræðumanna fyrsta kvöldið sagði að það væri löngu kominn tími á „athvarf fyrir venjulegt fólk“. - m Borgarstarfsmenn Almennurfélagsfundur um nýgerðan kjarasamn- ing milli Starfsmannafélagsins og Reykjavíkur- borgar verður haldinn að Grettisgötu 89,4. hæð, miðvikudaginn 18. mars nk. kl. 17.00. ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA um kjarasamninginn fer fram að Grettisgötu 89, 3. hæð (skrifstofu félagsins), fimmtudaginn 19. mars kl. 10-21 og föstudaginn 20. mars kl. 10- 21. FÉLAGSMENN, TAKIÐ ÞÁTT í ATKVÆÐAG- REIÐSLUNNI. Stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. KOSNINGASKRIFSTOFUR Kosningamiðstöðin Reykjavík Opið allan daginn að Hverfisgötu 105, sími 17500. Skráning sjálfboðaliða í kosningavinnu hafin. Takið þátt í kosningabarátt- unni. Vestfirðir Kosningaskrifstofan í Hæstakaupstað, Aðalstræti 42, ísafirði, er opin allan daginn. Sími: 94-4242 og -4298. Kosningastjóri er Gísli Þór Guðmundsson. Alltaf heitt á könnunni. Alþýðubandalagið Utankjörfundarkosning Utankjörstaðaskrifstofa Alþýðubandalagsins er að Hverfisgötu 105. Opið til að byrja með frá kl. 9-17. Síminn er 91-22335 og 91-22361. Norðurlandskjördæmi vestra Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins í V-Húnavatnssýslu að Spítalastíg 16, Hvammstanga, var opnuð sunnudaginn 15. mars. Fyrst um sinn verður opið iaugardaga og sunnudaga frá kl. 14-18. Síminn er 95-1460. Áhugafólk er hvatt til að koma eða hafa samband. Norðurlandskjördæmi eystra Aðalkosningaskrifstofan er á Akureyri í Lárusarhúsi, Eiðsvalla- götu 18. Opið alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-18. Síminn er 96-25875 og -27413. Kosningastjóri erGunnar Helgason. Fra- mlögum veitt móttaka á skrifstofunni og á tékkareikning nr. 8790 í Alþýðubankanum Akureyri. G-listinn Reykjanesi Aðalkosningaskrifstofa G-listans í Reykjaneskjördæmi er í Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Þar er opið alla virka daga frá kl. 10.00-19.00. Alltaf heitt á könnunni og starfsmennirnir Valþór, Ásdís, Helgi og Unnur til þjónustu reiðubúin. Símarnir eru 41746 og 46275. Þá hefur einnig verið opnuð kosningaskrifstofa í Keflavík, að Hafnargötu 34. Síminn þar er 92-4286. - G-listinn Reykjanesi. Austfirðir Aðalskrifstofa Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi er á Reyðarfirði, Heiðarvegi 22, neðri hæð. Opið alla virka dagafrá kl. 10-18 og á kvöldin frá kl. 20-22. Um helgar fyrst um sinn frá kl. 14-17. Síminn er 97-4361. Kosningastjóri er Jóhanna III- ugadóttir, heimasími: 97-4377. Alltaf heitt á könnunni. FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Kosningaskrifstofan er á Búðavegi 6. Sími 97-5444. Opið á fimmtudagskvöldum frá kl. 20.00 fyrst um sinn. NESKAUPSTAÐUR: Kosningaskrifstofan er að Egilsbraut 11. Síminn er 97-7571. HÖFN í HORNAFIRÐI: Kosningaskrifstofan er á Hafnarbraut 26 (neðri hæð). Opið frá kl. 17-19.30 og 20-22 virka daga og 13-19 um helgar. Síminn er 97-81426. Suðurland Aðalkosningaskrifstofan er að Sigtúni 1, Selfossi. Fyrst í stað verður skrifstofan opin frá 17-22 alla daga vikunnar. Síminn er 99-1006. Kosningastjóri er Guðvarður Kjartansson. VESTMANNAEYJAR: Kosningaskrifstofan er á Bárugötu 9 (Kreml). Fyrst um sinn verður skrifstofan opin sunnudaga- mánudaga og föstudaga frá kl. 16-18. Síminn er 98-1570. Alþýðubandalagið Suðurlandi Opið hús Opið hús verður á kosningaskrifstofunni Sigtúni 1, Selfossi, á hverjum laugardegi fram að kosningum frá kl. 14—3 7. Frambjóðendur verða á staðnum. Kaffi og kökur. Allir velkomn- 'r- Stjórnin 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 18. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.