Þjóðviljinn - 22.03.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.03.1987, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTILL Eiflu hrœddur við menningar- sJefnu? í tilefni opins málþings um listir og menn- ingarmál sem Alþýðubandalagið gengst fyrir í Átthagasal Hótel Sögu kl 13. í dag, sunnudag Já. það er ekki nema satt og rétt-Aiþýðubandalagið gengst fyrir málþingi um menningarmái í dag. Og það er opið - bæði í þeim skilningi að þar koma fram menn úr ýmsum pólitískum áttum og svo þeim að allir áhugamenn eru velkomnir boðnir. Til hvers? Eitt af því sem menn væntan- legsa spyrja sjálfa sig að á slíkri málstefnu er þetta: Eiga stjórnmálaflokkar að hafa menn- ingarstefnu? Kannski er spurn- ingin óþörf að því leyti, að flokk- ar hafa í reynd einhverja slíka stefnu - hún kemur fram í því hvernig þeir bregðast við nauðsynjamálum menningar þegar þau koma upp. Stundum er þó erfitt að greina átta sig á þeirri stefnu, ekki síst vegna þess, að í einum og sama flokki geta verið duglegir áhugamenn um menn- ingarstarf, og svo aðrir sem láta sér fátt um þá hluti finnast. Æ, segja þeir, mér leiðist. Og verður framganga pólitískra samherja í þessum málaflokki einatt misvís- andi, mjög í skötulíki. En þeim mun meiri ástæða er til þess fyrir Menning, sagðifóstramín, það er rímorð sem þeir hafa fyrirsunnan tilað ríma á móti þrenningunni. STEINN STEINARR Menning er viðræða þar sem skipst erá hugmynd- um og reynslu og gildi og siðirannarra eru metnir. UNESCO-ráðstefna íMexíkó. Aföllum smáþjóðum á að kúga þjóðerni. Alheimur- inn að verða Rússi eða Englendingureða Þjóð- verji, en það ersama sem að höggva á ræturheims- menningarinnar STEPHAN G. STEPHANSSON áhugamenn um menningu í til- tekinni stjórnmálahreyfingu að þeir berjist um á hæl og hnakka - ekki síst til að fá samherja sína í heildarpólitíkinni til að gefa virk- an gaum að þeirri lífsnauðsyn sem menning heitir. Til að þeir svo komi ekki af fjöllum eða sofi þegar ágæt menningarstarfsemi þarf á liðveislu að halda. Gegn straumi Það er sérstaklega nauðsynlegt fyrir vinstriflokk að halda vöku sinni í menningarmálum. Vegna þess að vinstriflokkur stendur í því vonandi að róa gegn straumi, hann þarf að geta af innri sannfæringarkrafti bent á val- kosti, ekki aðeins að því er varðar tekjuskiptingu og uppbyggingu atvinnuvega, heldur og að því er varðar það sem vert er að keppa að í mannlífi, í þjóðlífi. Og eitt af því er að einstaklingurinn sé ekki þægur viðtakandi áróðurs og þeirrar ódýru fjöldaframleiðslu skemtanaiðnaðar, sem gerir sig líklega til að leggja undir sig tóm- stundir manna. Heldur haldi hann sjálfstæði sínu, andlegri forvitni, sé gagnrýninn á það ástand sem reynt er að gera að sjálfsögðum hlut. Menningarlíf er meðal annars tæki til að styðja við bakið á hverjum og einum í þessum tilvistarmálum. Að gegna hlutverki Vinstrimenn hafa fyrr og síðar talið sig eiga hlutverki að gegna í menningarmálum. En vitanlega verða þeir að sanna það í verki að þeir geti gert tilkall til einhvers slíks hlutverks. Og við vinstri- menn „eigum“ ekki menninguna. Eins gott að gleyma því ekki. Vit- anlega ganga menn úr öllu hinu pólitíska litrófi um með skylda þanka um nauðsyn blómlegs menningarh'fs. Þó nú væri. Þurfa menn ekki að fá svar við því, hvað geti helst eflt lífsnautnina frjóu? Við vitum líka, að það er til allvíðtæk samstaða um að menningin sé okkar besta land- vörn. Því daufara sem íslenskt menningarlíf er þeim mun auðveldari bráð erum við þeim amríkanisma, sem nú er kenndur við „heimsþorpið" eða „global village". Alheimurinn á að verða engilsaxi, hefði Stephan G. sagt. Hátt og lágt og fleira Fyrr og siðar hafa menn á vinstri væng deilt um inntak menningar. Reynt að finna til sérstakra meðmæla þá sagna- skemmtan, þá söngva og þær myndir, sem best væri við hæfi alþýðu og efldu hana í hennar lífsbaráttu. Og í framhaldi af því varað við borgaralegri menn- ingu, yfirstéttarmenningu. Aðrir - einnig vinstrimenn - hafa hins- vegar fyrr og síðar lagt mesta áherslu á að skapa sem best al- menn skilyrði til menningarlífs, til þess m.a. að kveða niður þá hættu, að menningin einangrist, verði séreign þröngs hóps. Margt merkilegt hefur fram komið í umræðu af þessu tagi. En hvort sem mönnum líkar það bet- ur eða verr þá horfa þessi mál nokkuð öðruvísi við á líðandi stund en oft áður. Það er svo margt í listum og menningarlífi sem til lítils er að vera að tileinka borgaraskapnum eða alþýðunni. Beethoven er í dag ekki borgara- leg menning og rokkið er ekki uppreisnarsöngur alþýðuæsk- unnar. Hitt er svo prýðilegt ef erfiðismenn hlusta á Beethoven og ef popparar slöngva andófs- reiði fram í mannskapinn frekar en þeir fari með tóma sætumullu með stjömur í augum. Réttur til andófs Hinu skulu vinstriliðar ekki gleyma, að það er alltaf ærin ástæða til að minna á rétt listar til samfélagsgagnrýni, til ádrepu. En oftar en ekki geta menn orðið varir við tilhneigingu til að kæfa þann rétt í mjög almennu og af- strakt tali um háleitt hlutverk list- ar, sem ekki eigi að lúta að lágum deilumálum heldur stunda það eitt sem sammannlegt er. Hið sammannlega er ágæt hugsjón, mikil ósköp, en það keppikefli má ekki enda í allsherjar mein- leysi. Listir og bókmenntir verða að fá að koma við kaunin á mönnum og þá ekki síst vald- höfum. Það er fals og tvöfeldni að ætlast til slíks framtaks af lista- mönnum í ríkjum þar sem menn búa við mjög takmarkað tjáning- arfrelsi, en láta sem það sé óþarfi og ómark hér hjá okkur. En um leið er það rétt og nauðsynlegt að einmitt vinstrimenn forðist þröngt sjónarhorn, kreddu, að þeir viti og viðurkenni í verki að ef hundrað blóm fá ekki að blóm- stra þá munu fimm blóm ekki njóta sín heldur. -áb Samspil æðri menningar og alþýðumenningar hefur verið og hlýturað vera lífsskilyrði sjálfstæðrar menningará íslandi. JÓHANNES ÚR KÖTLUM Hinn mikli iistamaður hefur oftast verið mikill einstak- lingurog mikil félagsvera í senn. SIGFÚS DAÐASON Mér vitanlega hefurís- lenska þjóðin aldrei beðið um skáldskap frá neinum. Hreppstjórinn í Stóruberuvík (Heimsljós). 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.