Þjóðviljinn - 22.03.1987, Blaðsíða 3
_____Tvær plötur
og eitt myndband
Eitthvað eru þau aumleg
bókasafnsmálin í Garðabæn-
um. í fundargerð stjórnar
bókasafns Garðabæjar frá í
febrúar kemur fram að fjár-
veitingar nægja ekki til að
standa undir venjulegu við-
haldi, og bókakaup safnsins,
sem einnig er skólasafn
Garðaskóla (um 600 nem-
endur), drógust á síðasta ári
saman um þriðjung. Nánast
átakanleg verður fundargerð-
in þegar rætt er um mynd-
bönd og plötur: „Safnið er
þegar orðið langt á eftir öðrum
bókasöfnum í myndbanda-
eign og getur því alls ekki
staðið undir kröfum fólks um
kennsluefni á myndböndum."
...Keyptar voru 2 hljómplötur
og 1 myndband með kennslu-
efni á sl. ári. Þróun þessara
mála er bæjarfélaginu til
skammar," segir bókasafnss-
tjórnin, „og hefur þegar leitt af
sér að börnin verða að sækja
á bókasöfn annarra sveitarfé-
laga.“ Þess má geta að í
Garðabæ ríkir meirihluti
Sjálfstæðisflokks og er leið-
togi meirihlutans Agnar Frið-
riksson, betur þekktur sem
fyrrverandi forstjóri Arnar-
flugs, sá sem „gleymdi" 200
milljónunum um árið.B
Framboðsfrestur
til alþingiskosninga í Reykjavík 25. apríl 1987
rennur út föstudaginn 27. mars n.k.
Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðum að Austur-
stræti 16, 5. hæð (inngangur frá Pósthússtræti),
föstudaginn 27. mars kl. 13.00-15.00 og kl.
23.00-24.00. Fylgja skal tilkynning um, hverjir
séu umboðsmenn lista.
19. mars 1987
Yfirskjörstjórn Reykjavíkur
Jón G. Tómasson
Skúli Pálmason Sigurður Baldursson
Hrafn Bragason Hjörtur Torfason
Félagsfundur
El Salvador-
nefndarinnar
þriðjudaginn 24. mars kl. 20.30 að Mjöln-
isholti 14, 3. hæð.
Helstu mál á dagskrá fundarins verða:
1. Uppgjör jólasöfnunar.
2. Nafnbreyting á nefndinni. Mið-Ameríku-
nefndin??
3. Stuðningsstarfið við Nicaragua - fjailað
um ráðstefnuhugmynd.
4. Næstu verkefni nefndarinnar, fjármál o.fl.
Allir sem áhuga hafa á að kynnast starfi nefndar-
innar eru velkomnir á fundinn.
Stjórnin
Frá
skólaskrifstofu
Reykjavíkur
Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem
þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur fer
fram í Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu
12, sími 28544, þriðjudaginn 24. og miðvikudag-
inn 25. mars n.k., kl. 10-15 báða dagana.
Þetta gildir um þá nemendur, sem flytjast til
Reykjavíkur eða úr borginni, koma úr einka-
skólum eða þurfa að skipta um skóla vegna
breytinga á búsetu innan borgarinnar.
Það er mjög áríðandi vegna nauðsynlegrar skip-
ulagningar og undirbúningsvinnu að öll börn og
unglingar sem svo er ástatt um verði skráð á
ofangreindum tíma.
Þá nemendahópa, sem flytjast í heild milli skóla,
þarf ekki að innrita.
Frá grunnskólum
Reykjavíkur
Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru
á árinu 1981) fer fram í skólum borgarinnar
þriðjudaginn 24. og miðvikudaginn 25. mars nk.,
kl. 15-17 báða dagana.
Það er mjög áríðandi að foreldrar láti innrita börn-
in á þessum tilgreinda tíma, eigi þau að stunda
forskólanám næsta vetur.
Ath.: Innritun forskólabarna, sem eiga skólasókn
í Ártúnsskóla, fer fram í félagsheimili Rafmagns-
veitu Reykjavíkur á sama tíma.
esjamenn
að er„lítil“
et á her-
r á gang-
r-sex“
• • •
.. þá endar leitin
í JÁRN & SKIP
- ekki bara af gömlum vana,
heldur einfaldlega að þar er
verð hagstætt, ótrúlegt úrval
og lipur þjónusta.
Skemmtileg staðreynd.
KAUPFÉLAG SUÐURNESJA
^99inqQi/A
v' Hreinl J. Vor'Jr
V /Mril
v" teppí 0n '70rur
v' Parket
V' MottUr
V" Dúkar
V' Verkfaerj
^ Sl*ávörUr
V'
Járn & Skip
V/VÍKURBRAUT - 230 KEFLAVÍK - SÍMI 92-1505 aÖ vers|a