Þjóðviljinn - 22.03.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.03.1987, Blaðsíða 11
Syndgað með listagyðjunni Ólg rœðir við Sigurð Sigurðsson listmálara, en í dag opnar Listasafn íslands yfir- litssýningu á verkum hans „Þetta er eins og að rifja upp gamlar syndir, það er skelfi- legt að þurfa að horfast í augu við þetta,“ sagði Sigurður Sig- urðsson þegar ég spurði hann hvort ég mætti ekki spjalla við hann eina eftirmiðdagsstund í tilefni þess að Listasafn ís- lands hefur nú sett upþ yfir- litssýningu sem spannar 43 ára feril hans sem málara. „Þetta er allt henni Selmu að kenna,“ bætti hann við, og VERTU ORUGGUR- VELDU VEL I LIÐIÐ ÞITT. VELDU VOLVOVARAHLUTI. vbbtiibM: Kerti B-19, B-20, B-230 441,- Platína b-19, b-21, b-230 165,- Membra í blöndung 286,- Framdemparí 240 2.982,- Afturdempari 240 1.373,- Olíusía Allar bensínvélar 354,- Pústkerfi 240 7.222,- Tímareim B-19, B-21, B-230 548,- Spíndilkúla 240 1.232,- Framhjólalegusett 240 frá 968,- xfnnnn* SUÐURLANDSBRAUT 16 SÍMI 3S200 orðin eru dæmigerð fyrir þá hæversku sem einkennir þennan listamann, sem á að baki merkan feril sem listmálari, forystumaður í samtökum listamanna og sá kennari, sem trúlega á flesta nemendur í hópi starfandi listamanna á íslandi í dag. Við hittumst á heimili hans í Fögrubrekku, og það var ekki fyrr en daginn eftir sem ég fékk tækifæri til að skoða sýninguna. Og af þeirri reynslu verður ekki annað sagt en að það eru ljúfar syndir sem Sigurður hefur drýgt með listagyðjunni um dagana, og þar státar móðir náttúra af stöðu- gri nærveru sinni. „Ég hef prófað ýmislegt í myndlistinni um dagana,“ hélt hann áfram, „en ég hef alltaf endað í landslaginu. Kannski er þetta sveitamaðurinn í manni, en ég hef alltaf haft óbeit á stórborg- arlífinu og ekki viljað búa í borg ótilneyddur, þótt það sé gaman að skoða borgir og það sem þar er að finna.“ Oft hefur sú spurning hvarflað að mér, hvers vegna íslenskir málarar hafi, sérstaklega á fyrri hluta aldarinnar, fundið hjá sér svo ríka hvöt til þess að mála landslag. Ekki eins og á endur- reisnartímanum, þar sem lands- lagið myndaði bakgrunn fyrir manninn sem herra jarðarinnar og kórónu sköpunarverksins, heldur þvert á móti þar sem mað- urinn og hans vegsummerki eru víðs fjarri og náttúran drottnar ein og óspjölluð. Og þetta á ekki hvað síst við um landslagsmyndir Sigurðar Sigurðssonar. f lands- lagsmyndum hans uppiifum við það eintal við náttúruna sem er í ætt við trúarlega reynslu, og ekki verður ástundað í þeim skipu- lagða glundroða sem tæknibylt- ingin hefur fært nútímamannin- um. Syndin, sem Sigurður talaði um, er kannski fólgin í því stefnu- móti manns og náttúru, þar sem maðurinn verður landslag og finnur sig þá fyrst heilan þegar öll mannleg verksummerki eru af- máð. En þegar við höfðum komið okkur fyrir í stofunni í Fögrubrekku og Anna hafði fært okkur kaffi og sérrí spurði ég Si- gurð hvað hefði fengið hann til þess að yfirgefa Sauðárkrók og sigla til Kaupmannahafnar til þess að læra listmálun. Líkkistusmíði eða listmálun „Ég veit eiginlega ekki hvað það var, segir Sigurður. Ég hafði gaman að þessu. Það voru falleg málverk á veggjunum í Menntaskólanum á Akureyri, og ég hafði meðal annars tekið þátt í því að skreyta skólann fyrir hátíð- ir mér til skemmtunar. Svo hafði ég séð sýningu Þorvaldar Skúla- sonar í Reykjavík, sem vakti áhuga minn, þótt mörgum hafi þótt hún undarleg. Þegar ég á- málgaði þetta við Sigurð föður minn, þá var hann með efa- semdir, sem eðlilegt er, og sagði að ég skyldi nú hugsa mig vel um. Ég man þetta vel, við sátum við stofuborðið á Króknum og Skag- afjörðurinn blasti við út um gluggann, þar sem móðir mín stóð og sagði af sinni móðurlegu umhyggju: „Heyrðu, Siggi minn, væri ekki ráð fyrir þig að læra líkkistusmíði hjá honum Guðjóni í Vatnskoti, það er þó alltaf brúk fyrir það“. Þá fór karl að skelli- hlæja og lét mig í friði með þetta eftir það. Ég sigldi til Hafnar sumarið 1939 og hitti þar Jón Stefánsson, sem þá bjó í Höfn. Ég kynntist honum vel og heimsótti hann oft, og hann lagði inn gott orð fyrir mig á Akademíunni hjá Kræsten Iversen prófessor, sem sagði við mig að það væri hvort sem er ekki hægt að senda mig heim aftur, þar sem það væri um allt of langan veg að fara. Reyndar vor- um við Islendingar, Grænlend- ingar og Færeyingar nokkuð sér á parti þarna í Akademíunni, við vorum frá „de danske öer i Atl- anterhavet“, eins og þeir kölluðu það í gamla daga. Ég var hjá þessum sama kenn- ara á Akademíunni öll stríðsárin, og var eini íslendingurinn á mál- araskólanum. Sigurjón Ólafsson var þá að vinna að stórum granít- skúlptúrum úti í garðinum í Charlottenborg.“ Listamanna- nýlendan í Höfn - Voru ekkifleiri íslenskir lista- menn í Höfn á stríðsárunum? - Jú, eins og ég sagði þér, þá hafði ég talsvert náið samband við Jón Stefánsson á þessum tíma. Við ræddum um franska málaralist, og svo sagði hann mér ferðasögur úr óbyggðum á ís- landi. Júlíana Sveinsdóttir bjó þá í Höfn og lét talsvert að sér kveða. Hún var þá í sýningar- nefnd á Charlottenborg og hafði orð á sér fyrir að taka unga fólkið inn á kostnað gömlu mannanna. Ég held að þeir hafi verið hræddir við hana. Júlíana var góður kól- oristi og máiaði mikið í danska grá-skalanum. Hún hefur kann- ski verið vanmetin hér heima, enda eru flest hennar verk í Dan- mörku.“ - Var Svavar Guðnason ekki í Höfn á þessum árum? „Jú, ég kynntist Svavari vel. Hann var fyrst á málaraskólanum hjá Iversen, en lenti upp á kant við hann og fór. Það var nú út af misskilningi, því Iversen sagði mér að hann hefði mætur á Sva- vari, en það átti ekki við Svavar að vera á Akademíunni að teikna módel.“ - Kynntist þú eitthvað félögum Svavars úr Cobra-hreyfingunni? „Nei, ég kynntist ekki hinum Cobra-málurunum. Hreyfingin var ekki orðin áberandi þá, en margir félagar Svavars voru þó farnir að sýna.“ - Þú hefur ekki orðið fyrir áhrifum frá þeim straumum? „Nei, ég var aldrei sérlega hrif- inn af þýska expressíónismanum, fannst hann of brokkgengur í teikningu og lit. Þeir áttu ekki við mitt skaplyndi. Ég hreifst hins vegar af frönsku málurunum, mönnum eins og Cézanne, Mat- isse og Gaugin. Það voru verk eftir þá og fleiri á Statens Muse- 10 SfÐA - ÞJÓÐVIþJINN Sunnudagur 22. mars 1987 „Slóð í sandinn" - olíumálve k frá 1983. um for Kunst og Glyptotekinu. Annars varð ég líka fyrir áhrifum frá danska málverkinu eins og eðlilegt er, málaði í danska grá- skalanum. En ég held að þau áhrif hafi dvínað eftir að ég kom heim.“ -Var lífið ekki erfitt í Kaup- mannahöfn á stríðsárunum? Hvaðan fenguð þið peninga? „Stríðið hafði furðu lítil áhrif á okkur, þetta komst upp í vana. Það voru að vísu sprengingar annað slagið og stundum varð maður var við rassíur, en þetta varð nánast að eðlilegum hlut. Það var ekki fyrr en heim var komið sem skelfingin gerði vart við sig. Einu sinni hrundi þak- glugginn á vinnustofunni minni yfir mig þegar þeir sprengdu Löngubrú, en maður tók þessu eins og hverju öðru hundsbiti. Ég man það þó að einu sinni gerðu Þjóðverjarnir rassíu og skotárás á verksmiðju þar sem Anna kona mín vann, ég bað hana þá um að fá sér vinnu einhvers staðar ann- Sigurður Sigurðsson í vinnustofu sinni í Fögrubrekku. ars staðar. Við bjuggum náttúr- lega ekki við neinn lúxus, því það var skortur í landinu, en sendi- ráðið gekkst í ábyrgð fyrir okkur námsmenn og skaffaði okkur líf- eyri, og við þökkuðum það Jóni Krabbe, sem þá starfaði þar.“ Heimkoman - Þú komst heim strax eftir stríðið, hvencer hélstu þína fyrstu sýningu hér? „Það var í Listamannaskálan- um haustið 1947. Annars hef ég ekki gert mikið af því að halda einkasýningar, það er allt of mikið vesen í kringum þetta. Ég hef hins vegar tekið þátt í mörg- um samsýningum. Én ég sýndi einu sinni á Norðfirði, og það var gaman. Það var Menningarfé- lagið á staðnum sem stóð fyrir þessu og við fórum saman með skipi, ég og Björn Th., sem hélt fyrirlestur um íslenska myndlist. Guðmundur Jónsson óperusöngvari kom líka austur með flugi og dubbaði sig upp í kjólföt til þess að syngja. Þetta var mikill menningarviðburður, og þegar hann hóf upp raustina í „Hraustir menn“ fóru krakkarnir í salnum að hlæja, en Guðmund- ur gaf sig ekki fyrr en hann hafði þaggað niður í þeim. Annars gerðu Norðfirðingar vel við okk- ur, og við áttum þarna góða daga. Ég held að þetta hafi verið 1958.“ - Þú hefur kennt lengi við Myndlistaskólann, hvernig átti það við þig? „Jú blessaður vertu, ég var að þessu í yfir 30 ár. Það átti að mörgu leyti vel við mig, ekki síst félagsskapurinn við unga fólkið. Ég held að Myndlistaskólinn hafi þrátt fyrir allt haft góð áhrif í þá átt að kenna íslendingum að meta myndlist. Ég hef haft marga nemendur um dagana, en sem betur fer - þeirra vegna - hafa þeir ekki allir orðið starfandi myndlistarmenn. Annars er þetta eins og sjúkdómur, menn geta illa vanið sig af því að mála þegar þeir eru einu sinni byrjaðir- ...þekkir þú nokkurn sem hefur getað hætt?“ Og Sigurður gengur með mér í vinnustofu sína þar sem mætir manni þessi sæta og seiðandi lykt sem alltaf fylgir olíumálverkinu. Litaspjaldið hans er ennþá blautt þótt brátt sé liðin hálf öld frá því að hann sigldi ungur sveinn til Hafnar... -ólg- HANA ÞESSA enda er Létt og laggott sér á parti! Nú er tækifærið til að laga línurnar - grenna sig en smyrja brauðið samt. Létt og laggott er nýtt viðbit og helmingi fituminna en allt borð- smjörlíki, taktu eftir því. Létt og laggott er eingöngu ætlað ofan á brauð en hentar ekki til steikingar. Létt og laggott er framleitt úr mjólkurpróteinum, sojaolíu og smjöri. Það hefur smjörbragð og er símjúkt. Komdu þér á kreik og haltu ummálinu í skefjum - Létt og laggott léttir undir með þér. Sunnudagur 22. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.