Þjóðviljinn - 22.03.1987, Blaðsíða 5
Snæbjörg, Hallfríður,
Marie Louise, Sólveig
Ebba: Ef til vill er réttara
aðtalaumþjálfun...
Myndir: Sig.
numa í tónlist og menn eru aldrei
búnir að læra að skrifa.
Hvers vegna?
Það var engin ein ástæða fyrir
því, að þau höfðu valist saman á
þetta námskeið. Þau voru þó
sammála um að þessi vinna væri
virkari og meira skapandi en á
öðrum námskeiðum, þar sem
nemendur væru meira í hlutverki
þiggjanda. Þetta er, sagði Snæ-
björg, stuðningur við að stíga það
skref að fara að sýna öðrum það
'sem maður er að gera. Maður
skrifar ekki fyrir skúffuna til
lengdar af neinni alvöru.
Þau voru á námskeiðinu ekki
endilega vegna þess að þau ætl-
uðu sér að verða rithöfundar.
Alls ekki, sagði Sólveig Ebba
fyrir sína parta. En hún taldi það
mikils virði að fá viðbrögð við
einhverju sem er frá manni sjálf-
um, ekki bara unnið upp úr heim-
ildum. Ólöf játaði að hún hefði
smitast af skrifbakteríunni og
minnti líka á það, að í bamaskóla
fá menn að láta gamminn geisa í
frásögnum af hinu og þessu, síð-
an er skrúfað fyrir það og bara
kennt að semja heimildarritgerð-
ir.
Guðrún Richter, sem hefur
gefið út bamabók, fannst að fólk
væri óeðlilega viðkvæmt eða
feimið við að segja: ég ætla að
verða rithöfundur. Hvers vegna?
Ætli það sé ekki vegna þess, sagði
Eiríkur, að menn eiga að vera
fæddir rithöfundar. Og bíða eftir
að aðrir lýsi því yfir að þeir geti
risið undir því heiti.
Hvað er hœgt
að lœra
Spurning: Þegar allt kemur til
alls - hvað er hægt að læra á slíku
námskeiði og hvað ekki?
Og nú komu svör úr öllum átt-
um.
Maður getur Iært að varast ým-
islegt.
Það er kannski rangt að tala um
að „læra“. Við fáum vissa þjálf-
un.
Maður lærir ákveðna tækni,
lærir að glíma við mismunandi
form.
Maður lærir vitanlega ekkert
frá grunni - við höfum öll lesið
margt áður en við komum hing-
að. En við fáum vissa þjálfun.
Við erum líka að læra að lesa
öðmvísi...
Aðdragandi
Að kennslustundum lokum var
Njörður P. Njarðvík spurður um
aðdraganda þess að námskeiði í
ritlist var ýtt á flot.
Undanfari þess að hugmyndin
kviknaði, sagði hann, var sú, að
ég var fenginn til að taka þátt í
svona námskeiðum á Biskops
Arnö í Svíþjóð og svo hefi ég við-
að að mér heimildum frá banda-
rískum háskólum þar sem haldin
eru námskeið í „creative writ-
ing“. Ég sótti líka um það til
háskólaráðs, að mínar skáldskap-
ariðkanir yrðu metnar ígildi
rannsókna, og það var samþykkt.
í Bandaríkjunum og Kanada er
það reyndar viðtekinn siður að
bókmenntakennarar sem um leið
eru rithöfundar fái ritstörf sín
viðurkennd með þessum hætti.
Við íslendingar emm einatt að
tala um nauðsyn þess að sinna vel
okkar menningararfi og því fylgir
nauðsyn á að viðurkenna að hann
þurfi að endumýja. Og það er því
ekki nema eðlilegt að bók-
menntakennari sem sjálfur
stundar skáldskap láti sér detta í
hug að efla tengslin við skáld-
skapinn sjálfan með þeim hætti
sem hér er reynt.
Þetta er tilraun
Sumir urðu óneitanlega lang-
leitir þegar ég gerði þetta nám-
skeið að tillögu minni. Þessi
spuming hér lá í Ioftinu: Þykist
þú geta kennt mönnum að verða
skáld? Og er það yfirhöfuð hægt?
Sumir halda því fram að allir
lumi á einhverjum skáldskapar-
neista. Ekki skal ég fullyrða neitt
um það. En ég er sannfærður um
að það er hægt að kenna fólki
ýmislegt í handverki, þjálfa það,
stytta því leið, benda á það sem
helst er að varast.
Það er ljóst að ýmsar hættur
vofa yfir þegar af stað er farið.
Við höfum minnst á þær áður - þá
hættu að nemendur dragi um of
dám hver af öðmm, að þeir taki
gagnrýni of persónulega - og svo
eru þess dæmi að hópurinn
splundrist vegna þess að sam-
keppnisandinn verður mjög
sterkur: ég er betri en þú.
Ég held svo að ég hafi verið
mjög heppinn með þennan hóp.
Það gat t.d. vel gerst að inn kæmi
fólk sem alls ekki gæti skrifað. En
það varð ekki og í hópnum hafa
komið fram mjög góðir hlutir. Og
samkeppnin hefur ekki staðið
okkur fyrir þrifum. Þau kunna að
gleðjast yfir því að aðrir gera vel.
Þetta námskeið í vetur er til-
raun. Ég ætla svo í rannsókna-
leyfi á næsta vormisseri, ég ætla
þá að heimsækja þrjá bandaríska
háskóla og Uppsalaháskóla,
kynnast því sem þar er gert og
bera síðan upp tillögur um fram-
haldið.
Árni Bergmann.
Ný tilraun - frá vinstri: Guðlaua Konráðsdóttir,
Guðríður Lillý Guðbjörnsdóttir, Olöf Pétursdóttir,
Guðlaug Richter, blaðamaður, NjörðurP. Njarð-
vík, Eiríkur Brynjólfsson, Valgerður Benedikts-
dóttir, Snæbjörg Sigurjónsdóttir, Hallfríður
Jakobsdóttir, Marie Louise von Halem, Sólveig
EbbaÓlafsdóttir.
í
i