Þjóðviljinn - 22.03.1987, Blaðsíða 12
markaðarins vegna
væri talið, þykir mega ákveða að
þeim skuli eigi refsing gerð.“ Ja
svo...
Ákærðu voru því dæmdir til að
greiða sakarkostnað og plakötin
voru gerð upptæk. í dómi Hæsta-
réttar segir m.a.: „Fallast ber á
það mat héraðsdóms að vegg-
spjöld þessi séu ekki liður í list-
rænni tjáningu. Myndir þessar
eru klámfengnar."
Svívirðilegur texti
Tilgangurinn með því að rekja
þessi mál var að gefa lesendum
einhverja hugmynd um hvað er
klám og hvað ekki að mati dóm-
stóla. Ef til vill eru lesendur ein-
hverju nær, undirrituð er það þó
ekki.
í viðtali við Miðil, fylgirit Pjóð-
viljans, segir Ingibjörg Hafstað,
ein úr hópi þeirra kvenna sem
skorið hafa upp herör gegn klám-
inu, að sín skilgreining á því hvað
sé erótík og hvað klám sé einföld:
„Erótík er samskipti fólks þar
sem báðir aðilar eru með og
byggjast á gagnkvæmri virðingu.
Klámið hinsvegar, það höfum við
þegar annar aðilinn - eða einn
aðilinn ef því er að skipta - er
niðurlægður. Og boðskapurinn
er mjög skýr í kláminu; sá sem er
stillt upp, oftast konan og börnin,
er neysluvara sem er aðgengileg
öllum þeim sem girnast.“
Og síðar í viðtalinu segir Ingi-
björg: „Eitt finnst mér mjög
merkilegt og það er það að þau
blöð sem oft eru álitin í skárri
kantinum, s.s. Penthouse og
Playboy, og þá vegna þess að
myndirnar eru ekki sérlega
svæsnar miðað við það sem
gengur og gerist, innihalda alveg
svívirðilegan texta í bland við al-
varlegt efni.
Goðsögnin
um nauðgun
Það er oft kona í fyrstu persónu
sem segir frá. Til dæmis hvernig
hún upplifir nauðgunina; það er
soldið kalt þegar hann stingur
byssunni í klofið á henni, en svo
er það æðislega gott og hún fær
fullnægingu aftur og aftur. Og
aftur. Oft er þetta líka í draum-
formi og hvort tveggja styrkir þá
goðsögn að konan vilji láta
nauðga sér.“
„Við teljum okkur ekki vera að
flytja inn ólögleg blöð,“ sagði
Haukur Gröndal, framkvæmda-
stjóri Innkaupasambands bók-
sala, sem flytur inn fjölda af
djörfum blöðum. Hann sagði að
Innkaupasambandið hefði aldrei
verið kært fyrir þennan innflutn-
ing né heldur fengið kvartanir
vegna hans. Hann kvaðst ekki
treysta sér til að dæma um það
hvað væri klám og hvað ekki en
menn myndu þiggja eitthvert
leiðarljós í þeim efnum. Þegar
hann var inntur álits á orðum
Ingibjargar um texta „saklausari
Hvað er klám og hvað
er ekki klám?
Flett í gegnum hœstaréttardóma,
djörf blöð og fleira
í leit að svörum
Undanfarnar vikur hefur hóp-
ur kvenna, sem hefur hafið
baráttu gegn klámi, vakið at-
hygli fólks og nokkur umræða
hefur átt sér stað um aðgerðir
þeirra. Konurnar hafa farið í
bókabúðir sem selja djörf blöð
og sagt verslunarstjórum að
þeir séu að selja ólöglegar
vörur. Árangurinn er sá að ein
bókabúð hefur þegar hætt
sölu slíkra blaða, umræðan
hefur verið opnuð og fjölmiðl-
arnir hafa tekið við sér.
Samkvæmt 210. grein hegning-
arlaganna er bannað að birta
klám á prenti, flytja inn klámrit
og klámmyndir, selja slíkt, út-
býta eða dreifa á annan hátt, svo
og að efna til opinbers fyrirlestr-
ar, eða leiks, sem er ósiðlegur á
sama hátt. Ennfremur er bannað
að láta af hendi við unglinga yngri
en 18 ára klámrit og klámmyndir.
Sá sem fundinn er sekur um
ofangreint skal samkvæmt lögum
sæta sektum eða varðhaldi allt að
6 mánuðum.
Hvað er klám
og hvað ekki?
Skýrt og skorinort, ekki satt?
Gallinn er hins vegar sá að hvergi
er að finna neinn lagabókstaf um
það hvað er klám.
í orðabók Menningarsjóðs er
þessa skilgreiningu á orðinu
klámi að finna: „Gróft orð, klúr-
yrði (einkum um kynferðismál
eða kynfæri); málfar, mynd eða
annað sem beinir athyglinni að
kynlífí án nauðsynjar í listrænu
samhengi, fræðslu eða þess hátt-
ar.“ Ekki komumst við langt á
þessu, eða hvað?
„Það er dómstólanna að á-
kveða hvað er klám og hvað
ekki,“ sagði Bjarki Elíasson,
yfirlögregluþjónn í Reykjavík,
þegar hann var inntur álits á
þessu. Að sögn Bjarka er hinn
venjulegi gangur mála, þegar
kært er brot á ofangreindum
lögum, sá að lögreglan sendir
málið til ríkissaksóknara, ásamt
gögnum, tímaritum eða mynd-
um, ef um siíkt er að ræða, og
saksóknari tekur ákvörðun um
hvort gefa skal út kæru.“
„Jú, það vill nú vefjast fyrir
mönnum að meta þetta“ sagði
Hallvarður Einvarðsson ríkis-
saksóknari í samtali við Þjóðvilj-
ann. „Viðhorfin taka breytingum
á hverjum tíma og við verðum að
eftirláta dómstólum að meta
þetta.“
Að sögn Bjarka hafa þó nokk-
ur mál komið til athugunar en
mörg verið felld niður. Ekki eru
til neinar tölur um fjölda slíkra
mála. Ríkissaksóknari benti á
þrjá hæstaréttardóma sem fallið
hafa vegna ákæra um brot á 210.
greininni á tímabilinu 1972 til
1984, en vera má að þau séu
fleiri. Til þess að glöggva sig
nánar á því hvað dómstólar telja
klám er reynandi að grípa niður í
þessi mál:
Getnaðarlimur
í hœttu
Eitt þeirra er hið fræga Speg-
ilsmál þar sem ákærði var dæmd-
ur til fjársekta og tímarit voru
gerð upptæk, þar eð myndefni í
þeim og lesmál var talið brot á
210. greinini.
Einni myndanna er lýst sem
svo í dómi Hæstaréttar: „Hún
sýnir konu og barn og karlmann,
sem mundar sveðju að nöktum
getnaðarlim sínum.“ Þessi mynd
var dæmd sorafengin klámmynd.
Ákærði var hins vegar sýknað-
ur af ákærulið sem snerist um
tvær hálfsíðumyndir.
Um þennan Iið ákærunnar
segir meðal annars: „Á efri
myndinni er framhliðin af
nöktum karlmanni. Maðurinn
heldur í hægri hendi á lykkju á
snæri sem liggur yfir hægri öxl, og
gefur þessi staða mannsins til
kynna að hann haldi á einhverju
fyrir aftan bak með snærinu.
Höfuð mannsins sést ekki á
myndinni. Ekki sést getnaðarlim-
ur mannsins, heldur aðeins kyn-
hár hans, þannig að hann líkist
kvenmanni að þessu leyti.
Snúðu þér við góða
Annar maður fullklæddur, er á
myndinni með einkennishúfu
(sennilega fransks lögreglu-
manns). Sá síðarnefndi segir við
þann nakta: „Snúðu þér við
góða.“ Hin myndin er af bakhlið
á nöktum karlmanni (væntanlega
þeim sama) og sýnir hann aðeins
frá mitti og niður á mið læri. Á
milli þeirra sjást kynfæri karl-
mannsins, og er snærislykkju
brugðið um framenda limsins og
síðan liggur snærið eftir öðrum
þjóhnapp og baki mannsins svo
langt sem myndin nær.“
Textinn sem myndunum fylgdi
er tilgreindur í dómnum og meg-
inmál hans er að hér sé sýnt
hvernig karlmaður reynir að
Mikið úrval er af djörfum blöðum í bókaverslunum. Innflytjendur segja þau ekki
vera klámrit, en eiga þó í vissum erfiðleikum með að skilgreina „bók-
menntirnar".
smygla sér inn á framboðslista
Samtaka um kvennalista með því
að villa á sér heimildir. Ekki er
kært út af textunum, aðeins
myndunum. Um ákæruna segir:
„Telja verður að myndin sé hluti
af háðsádeilu á nýtt þjóðfélags-
fyrirbæri, sérframboð kvenna,
notuð til að skopast að karlmanni
sem á að hafa laumast þar inn á
lista undir fölsku flaggi."
Með þetta í huga kemst Hæsti-
réttur að þeirri niðurstöðu að
„sýkna verður ákærða af þessum
ákærulið, enda ekki um klám að
ræða.“
Árið 1972 er kært út af dreif-
ingu og útgáfu klámritsins „Kyn-
blendingsstúlkan“. í dómnum
segir: „I umsögn saksóknara er
litið svo á að allt meginefni um-
getinnar bókar einkennist svo af
klámi, að útgáfa og dreifing þess
háttar lesefnis falli undir ákvæði
210. gr. hegningarlaganna.“
Veggspjöldin
voru klám
Ákæru í málinu er hins vegar
vísað frá þrátt fyrir þessa umsögn
þar eð :„I ákærunni er eigi vitnað
til einstaks eða einstakra kafla,
blaðsíðna, málsgreina, setninga
né orða í bókinni til að renna
stoðum undir það, að hún sé
klámrit.“ Sem sé, klám eða ekki
klám, það var formgalli á ákær-
unni.
Þriðja málið er frá 1973, það er
ákæra vegna prentunar á vegg-
spjöldum (plakötum) sem seld
voru í umboðssölu í versluninni
Karnabæ. Mynd af slíku plakati
er að finna hér í opnunni.
f dómi Sakadóms Reykjavíkur
er myndunum lýst þannig að þær
sýni „konu og karl að ýmis konar
kynferðisleik. Sumar sýna beinar
samræðisstöður en aðrar líkams-
stöður einhliða eða gagnkvæmrar
kynertingar. Undir hverri þess-
arra mynda stendur heiti eins
eiginleika... Ekki verður séð að
heiti þess né heldur stjörnumerk-
in eigi nokkur merkingartengsl
við aðalmyndina.“
Ennfremur segir Sakadómur
og takið nú eftir:
„Af hálfu ákærðu hefur ekki
verið bent á neitt sem hér á landi
hefur verið gefið út myndefnis, er
gangi jafnlangt í klámkennda átt.
Þykir dóminum ekki rétt að hann
gangi fram fyrir skjöldu til þess
að rýmka mörkin í þessum efn-
um.
Samkvæmt þessu þykja
ákærðu hafa gerzt brotlegir gegn
210. gr., 2.mgr., almennra hegn-
ingarlaga nr. 19/1940.
Með tilliti til þess, að skiptar
skoðanir geta verið um, hvað
teljast skuli klám, og að ákærðu
kunni að hafa haft nokkra ástæðu
til að ætla, að gerð og dreifing
fyrmefndra veggspjalda væri
innan marka þess sem leyfilegt
12 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. mars 1987