Þjóðviljinn - 22.03.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.03.1987, Blaðsíða 16
HúsnæÖisstofnun ríkisins Tæknideild Laugavegi 77. R. Sími 28500 Útboó Ölfushreppur Stjórn verkamannabústaöa Ölfushrepps óskar eftir tilboðum í byggingu tveggja íbúða í parhúsi, byggðu úr steinsteypu. Verk nr. U.05.01 úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 195m2 Brúttórúmmál húss 675m3 Húsið verður byggt við götuna Norðurbyggð 1 a og 1b Þorlákshöfn og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á sveitarstjórnarskrif- stofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, Þorlákshöfn og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá þriðjudeginum 17. mars 1987 gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 7. apríl kl. 11.00 og verða þau opn- uð viðstöddum bjóðendum. F.h. stjórnar verkamannabústaða Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tii- boðum í verkið: V//Æ f Norðurlandsvegur við Ljósavatn (Lengd 4,5 km, fyllingar 94.000 rúmmetrar, burðarlag 26.000 rúmmetrar, steypt brú 8 m). Æwmm Yerkinu skal að fullu lokið 1. nóvember 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Ak- ureyri og I Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 23. mars n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 13. apríl 1987. Vegamálastjóri Sm Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir til- boðum í verkið: V Efnlsvlnnsla 11987 á Norðurlandl vestra (Magn 43.000 rúmmetrar) Verkl skal lokið 1. ágúst 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavfk (aðalgjaldkera) frá og með 23. mars n.k. Sklla skal tllboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 6. apríl 1987. Vegamálastjóri Skytturnar Grímsi og Búbbi á skrafi við flensara á plani í Hvalfirði. Atriði úr kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Skytturnar. Mannúðleg mynd um utangarðsmenn Þegar fyrsta kvikmyndahátíðin var haldin á íslandi snerum við Hrafn Gunnlaugsson bökum saman að koma þessu mikla fyrir- tæki á fót og beittum okkar of- forsi báðir, og máttum ráða okk- ur hjálparmann. Ég vissi af væn- um ungum manni úr Vogahverfi, Friðriki Þór Friðrikssyni, sem kom varla fermdur til mín að fá lánaðar bækur og ræða við mig um hátinda heimsmennta,. bækur, myndlist og verk þeirra Eisensteins og Dziga Vertovs á gullöld sovézkra kvikmynda, og annað fréttnæmt úr heimslist. Ég segi Hrafni frá þessum manni sem nú var orðinn fulltíða maður og hélt með ágætum út í kvik- myndaklúbbi æðri skólanna. Ráðum hann, segir Hrafn og var rokinn. Við Hrafn vorum umburðar- lausir ofstopamenn að færa þjóð- inni fyrstu kvikmyndahátíðina og sáumst ekki fyrir, Friðrik skáld og heimspekingur og þurfti oft að velta vöngum og vagga í álitum. Tímaskyn hans var eins og vill þar sem snjallar hugdettur ólmast í höfðinu og kom ekki vel heim við skrifstofutíma ríkisstofnana með stimpilvöldin, svo maður tali nú ekki um almennan háttatíma ef slíkt á við á íslandi. Eitt sinn vor- um við Hrafn á suðupunkti út af þess konar tímaskekkju og vor- um báðir á leið upp á háa c-ið. Því æstari sem við urðum því meiri ró færðist yfir Friðrik eins og títt er um þá sem eiga náttúrulegan að- gang að Taó. Og steig ölduna í þessum krappa sjó, og pírir út í veðrið þar til hann tekur til máls fremur seinmæltur; og segir okk- ur söguna af því þegar hann á sumarhóteli rotaði heildsalann með franskbrauði. Og mun vera eina skiptið í veraldarsögunni sem það hefur unnizt með slíku vopni. Það kom við hjartað í mér, öðr- um ofsamanninum í storminum forðum, þegar ég sá að hinn ber- serkurinn, Hrafn, frá þeim dögum í hugsjónaframkvæmd- inni, skrifar grein af drenglyndi og einlægni tilað vekja athygli á því hvert afrek Friðrik hefur unn- ið með kvikmynd sinni Skytturn- ar. Að vísu hafði mér flogið í hug að eggja landa mína að láta ekki þessa skemmtilegu og vel gerðu mynd fram hjá sér fara, en drengilegt viðbragð Hrafns ýtti við mér og minnti mig á það að tíminn Iíður. Ég neytti því færis og gerði mér ferð á miðnætursýn- ingu í Regnboganum að sjá myndina öðru sinni til að vera ör- uggur um að væntumþykja glepti mér ekki sýn. Og ég kom út í nóttina myrka og kalda með ylinn ThorVilhjálmsson skrifarum Skyttur Friðriks Þórs Friðrikssonar af mannúð Friðriks og vissi að þessi mynd markaði með sínum hætti tímamót í okkar kvik- myndalist. Mannúð, sagði ég: er þetta mjög mannúðleg mynd? Já það þykir mér. Friðrik lýsir ráð- villtum utangarðsmönnum sínum af glöggskyggnri samúð, gagn- rýni hans er alls ekki drápfús þótt endalykt sögupersónanna sé án miskunnar. Og þar með hefur hann kannski líka af hyggjuviti sínu tryggt sér að lenda ekki í þeirri keldu eins og sumir kol- legar hans að spóla í sama farið með sömu persónurnar vegna þess að áhorfendum hafi þótt þær svo sérstæðar og skemmtilegar að þeir heimti meira og meira, og langteygða runu mynda eins og títt er í Hollywood og víðar. Þama er komin mynd þar sem er ákveðinn höfundarpersónu- leiki sem setur sinn svip á verkið, sérstök viðhorf að baki sem vaka í hverju spori rökvíst á enda þar sem fáránlegur endirinn er sam- kvæmur hugsun myndarinnar, þó virðist viðskila við þann veru- leika sem fram undir hann hefur verið lýst svo hver Reykvíkingur, ef ekki hver íslendingur, ætti að geta kinkað kolli með sjálfum sér og sagt: já, svona er þetta. Það er gott að sjá myndina tvisvar til að nema blæbrigðin sem styðja sýn höfundanna, því að ekki má gleyma því að Friðrik hafði góð- an mann með sér að semja verk- ið, Einar Kárason. Hér er loksins mynd sem byggir á drjúgu og dugandi handriti, sem er túlkað lögmætt á kvikmyndavísu af skáldlegu næmi og kunnáttu. Þegar ég sá þessa mynd á frum- sýningu hugsaði ég með sjálfum mér: Hér er góð kvikmynd sem ætti að geta gengið lengi og fært aðstandendum sínum verðskuld- aðan arð, afl til nýrra afreka. Ég hugsa þetta enn: Þegar það fer að kvisast hve þessi mynd er vel við almannahæfi og segir okk- ur hugvekjandi sögu úr okkar eigin þjóðlífi. Loksins. MYNDL/STA- . OG HANDÍÐASKÓLI ÍSLANDS auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skóiaárið 1987-1988. Umsónareyðublöð ásamt upplýsingum um skólann fást hjá skrifstofu skólans Skipholti 1, 105 Reykjavík, sími 19821 frá og með miðviku- deginum 25. mars n.k. Skrifstofan er opin virka daga frá kl.09-12.00 og 13.00-15.00. Umsóknarfrestur um skólavist rennur út 30. apríl n.k. Inntökupróf verður haldið dagana 1.-4. júní. Áríðandi er að væntanlegir umsækjendur afli sér nauðsynlegra gagna hið allra fyrsta. Skolastjori 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.