Þjóðviljinn - 22.03.1987, Blaðsíða 15
Bjami P. Magnússon: Það er til
munnlegt samkomulag á milli
stjórnmálaflokkanna að auglýsa ekki
I sjónvarpi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Það er
einsog 5-6 efstu menn listanna séu
bara I framboði en allir hinir séu
•tuðningsmenn.
röntgentæki á stjóramálamenn-
ina og ég tel það gott. Sumir þeir
sem gagnrýna þessa þróun og
telja að allt hafi verið betra áður
fyrr gleyma því að stjórnmálabar-
áttan var ekki síður persónuleg
fyrr á öldinni en nú, í tíð manna
einsog Ólaf Thors, Einars Ol-
geirssonar og Jónasar frá Hriflu.
Það er mjögt eðlilegt því
stjórnmál eru líka spurning um
traust.“
Framboðsfundir
á undanhaldi
Eru hinir hefðbundnu kosn-
ingafundir að hverfa, þar sem
stjórnmálamennirnir mættu hver
öðrum og hnakkrifust? Bjarni P.
Magnússon:
„Áður fyrr kom fólkið til
stjórnmálaflokkanna og þessir
sameiginlegu framboðsfundir
voru upplyfting í fábreyttu tóm-
stundalífi fólks. Þetta hefur mjög
breyst. Nú verða flokkarnir að
leita út til fólksins. Það er næsta
víst að þeir sem sækja framboðs-
fundi ákveðins stjórnmálaflokks
nú eru fyrst og fremst harðir
stuðningsmenn hans. Slíkir fund-
ir eru því fyrst og fremst eyðsla á
þeim fjármunum sem flokkarnir
hafa í kosningabaráttuna. Því
hefur verið gripið til þess að nota
fjölmiðlana til að ná til fólksins.
Menn eru farnir að gera sér grein
fyrir því að peningunum er miklu
betur varið í auglýsingar en fram-
boðsfundi. Það er möguleiki að
halda sameiginlega framboðs-
fundi á minni stöðum en í
Reykjavík er það hinsvegar mjög
erfítt.“
Kjartan Gunnarsson telur slíka
fundi mjög tilgangslausa. „Fram-
bjóðendur hafa þurft að eyða
alltof miklum tíma og alltof
mikilli orku í slíka fundi. í þetta
fara margar vikur að ferðast á
milli staða til að taka þátt í rifrili.
Og nú þegar framboðin eru orðin
þetta mörg þurfa fundirnir að
standa í hálfan sólarhring til að
allir geti talað. Þetta eru því til-
gangslausar uppákomur sem
verða vonandi lagðar af í framtíð-
inni. í kosningunum nú verða
hinsvegar sameiginlegir fundir í
öllum kjördæmum nema Reykja-
vík og eftilvill ekki heldur í
Reykjanesi.“
Frambjóðendur
í návígi
Ólafur Ragnar er sammála
þeim Bjama P. og Kjartani um
að flokksfundir þjóni ekki lengur
því hlutverki að afla flokknum at-
kvæða, hinsvegar séu þeir gagn-
legir fyrir flokksmenn til að kynn-
ast nýjum frambjóðendum, til að
leggja upp kosningabaráttuna og
meta hvað skuli leggja áherslu á í
kosningabaráttunni.
„Við héldum slíka fundi í janú-
ar og febrúar og voru þeir mjög
gagnlegir fyrir baráttuna. Þeir
eru því gagnlegir enn en hlutverk
þeirra hefur breyst. Hvað sam-
eiginlega framboðsfundi varðar,
þá tel ég þá mjög gagnlega, eink-
um ef útvarpað og sjónvarpað er
frá þeim. Á slíkum fundum þurfa
frambjóðendur að reyna sig í ná-
vígi við aðra frambjóðendur.
Mér þætti því miður ef Sjálfstæð-
isflokkur og Alþýðuflokkur ætla
að setja sig upp á móti slíkum
fundi hér í Reykjanesi."
Ingibjörg Sólrún er sammála
Ólafí Ragnari í að flokksfundirn-
ir þjóni því hlutverki að þjappa
flokksmönnum saman fyrir kosn-
ingabaráttuna. „Það er orðin
hefð hjá okkur að efna til stór-
fundar á Hótel Borg í þau skipti
sem við höfum boðið fram, í upp-
hafi kosningabaráttunnar. Sá
fundur verður haldinn nú um
helgina. Tilgangurinn með þessu
er kannski fyrst og fremst sá að
fínna samstöðuna og hleypa í
okkur baráttuhug. Hvað sjálft
kosningastarfið varðar munum
við gefa út eitt blað sem verður
dreift um allt landið, auk þess
sem mikil vinna hefur verið lögð í
stefnuskrá Kvennalistans. Hún
er einar 44 síður á stærð og verður
prentuð í töluverðu upplagi.“
Sjónvarpið nœst
Hvert verður framhaldið á bar-
áttu flokkanna um hylli kjós-
enda. Má búast við því að þegar
nær dregur að kosningum, eða
kosningum framtíðarinnar, að
auglýsingatímar sjónvarpsstöðv-
anna verði lagðir undir kosninga-
auglýsingar?
Ólafur Ragnar:
„Það er í sjálfu sér enginn eðlis-
munur á að nota dagblöð og út-
varp einsog nú eða því að nota
sjónvarp til að auglýsa menn og
málefni stjórnmálaflokkanna.
Vandinn er hinsvegar sá að sjón-
varpið er dýrari miðill og því
verður aðstaða flokkanna mis-
munandi vegna ólíkrar fjár-
hagsgetu þeirra. Fjárhagslegt
jafnræði milli flokka er mjög
mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi.“
Kjartan Gunnarsson er for-
maður útvarpsréttarnefndar.
Hann var sammála Ólafi Ragnari
um að í sjálfu sér væri enginn eðl-
ismunur á því að auglýsa í ljós-
vakamiðlum og í blöðum. „Hins-
vegar er fjallað um auglýsingar
stjórnmálaflokka í almennri
reglugerð um auglýsingar í út-
varpi. Samkvæmt þeirri reglu-
gerð mega stjórnmálaflokkarnir
ekki vera með áróður í auglýsing-
um né heldur skrum. Þetta er
mjög almennt orðalag og hægt að
túlka á mismunandi máta. Hvað
auglýsingar í sjónvarpi varðar,
geri ég hinsvegar ekki ráð fyrir
því að Sjálfstæðisflokkurinn
muni hafa forgöngu um slíkt
stríð. Ef hinsvegar flokkarnir
sem börðust hvað harðast gegn
því að frjálsu útvarps- og sjón-
varpsstöðvarnar gætu fjármagn-
að starfsemi sína með auglýsing-
um, hefðu forgöngu um slíkt til
marks um innihaldsleysi orða
þeirra.“
Bjarni P. Magnússon sagði að
það væri til munnlegt samkomu-
lag á milli stjómmálaflokkanna
um að fría sjónvarpsáhorfendur
við kosningaauglýsingum.
Það er svo annað mál hvað ger-
ist þegar fer að hitna í kolunum
þegar dregur að kjördegi. Og
eitthvað mun svo slagurinn
kosta. Almennt búast menn við
að kosningabaráttan fari á fullt
strax upp úr mánaðamótum.
Fram til þessa hafa þingmenn
verið uppteknir við að hreinsa til
eftir kjörtímabilið á Alþingi.
„Slagurinn verður stuttur en
snarpur og ekkert gefið eftir,“
enda mikið í húfi því sumstaðar
geta þingsæti jafnvel oltið á ör-
fáum atkvæðum og samkvæmt
skoðanakönnunum er töluverður
fjöldi kjósenda enn óákveðinn,
en til þeirra er fyrst og fremst ver-
ið að höfða.
-Sáf
Askrift hlutafjár í
Útvegsbanka íslands h.f.
í samræmi viö ákvæði laga nr. 7/1987 gengst
ríkisstjórnin fyrir stofnun hlutafélagsbanka um
Útvegsbanka íslands. Samkvæmt tillögu að
samþykktum fyrir hlutafélagsbankann, sem lagt
er til að heiti Útvegsbanki íslands h.f., er lág-
markshlutur kr. 10.000.- en að öðru leyti skiptist
hlutafé í hluti að nafnverði kr. 100.000.-, kr.
1.000.000.-, kr. 10.000.000,- og kr.
100.000.000.-.
Frá og með mánudeginum 23. mars n.k. mun
áskriftaskrá ásamt tillögu að samþykktum fyrir
Útvegsbanka íslands h.f. liggja frammi í viðskipt-
aráðuneytinu, Arnarhvoli, Reykjavík í Útvegs-
banka íslands, aðalbanka, 5. hæð við Austur-
stræti í Reykjavík og í útibúum Útvegsbanka ís-
lands.
Frestur til að skrifa sig fyrir hlutafé í Útvegsbanka
íslands h.f. stendurtil kl. 16.00 mánudaginn 30.
mars n.k. Hlutafé ber að greiða eigi síðar en hinn
30. apríl n.k.
Stofnfundur Útvegsbanka íslands h.f. verður
haldinn 7. apríl 1987 að Hótel Sögu, sal A og
hefst fundurinn kl. 15.00. Skrá yfir áskrifendur
hlutafjár mun liggja frammi til sýnis fyrir áskri-
fendur í viðskiptaráðuneytinu í eina viku fyrir
stofnfund.
Viðskiptaráðuneytið, 20. mars 1987.
A
iS&J
Forstöðumaður -
fóstrur
Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsireftirtaldar
stöður á dagvistarheimilum bæjarins lausar til
umsóknar:
- Stöðu forstöðumanns á skóladagheimilinu
Dalbrekku. Er laus frá 15. maí. Umsóknarfrestur
ertil 30. mars. Upplýsingar veitir dagvistarfulltrúi í
síma 45700.
- Fóstru að skóladagheimilinu Dalbrekku. Upp-
lýsingar gefur forstöðumaður í síma 41750.
- Fóstru að dagvistarheimilinu Efstahjalla. Upp-
lýsingar gefur forstöðumaður i síma 46150.
- Fóstru að dagvistarheimilinu Grænatúni. Upp-
lýsingar gefur forstöðumaður í síma 56580.
- Fóstru að leikskólanum Kópahvoli. Upplýsing-
ar gefur forstöðumaður í síma 40120.
- Fóstru að dagvistarheimilinu Kópasteini.
- Einnig óskast starfsfólk til afleysinga á sama
stað.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 41565.
- Fóstru að leikskólanum Fögrubrekku. Einnig
óskast starfsfólk til afleysinga á sama stað. Upp-
lýsingar gefur forstöðumaður í síma 42560.
Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu-
blöðum sem liggja frammi í Félagsmálastofnun
Kópavogs. Einnig veitir dagvistarfulltrúi upplýs-
ingar um störfin í síma 45700.
Félagsmálastofnun Kópavogs
Söngfólk
Söngsveitin Fílharmonía óskar eftir söngfólki
í allar raddir.
Verkefni: Fjalla-Eyvindur eftir Frans Mixa
og 9. sinfónía Beethovens.
Uppiýsingar gefa Emma í síma 688939 og
Þórhallur í síma 44237.
Eiginkona m(n og móðir
Hildur Þuríður Bóasdóttir
andaðist að morgni 20. mars
Hlöðver Kristinsson
Hermann Hlöðversson
Sunnudagur 22. mars 1987
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15