Þjóðviljinn - 26.03.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.03.1987, Blaðsíða 5
Umsjón: Magnús H. Gíslason Búnaðarþing Andvígt viröisauka- skatti Frumvarp um virðisaukaskatt var iagt fram á Alþingi 1984, en náði þó ekki fram að ganga. Það hefur nú verið endurflutt með lít- ilsháttar breytingum. Fullvíst þykir þó að það verði heldur ekki afgreitt nú. Allt um það taldi Búnaðarþing rétt að álykta um málið svo sem það hafði raunar einnig gert 1985. Búnaðarþing lýsti sig andvígt lögfestingu frumvarpsins þar sem ljóst sé að þrátt fyrir þær „hliðar- ráðstafanir“, sem rætt sé um að gera, muni áhrif þess á verð- myndun og markaðsstöðu búvara verða þessi: 1. Aukin rekstrarfjárþörf. 2. Flóknara og viðameira bók- hald hjá bændum. 3. Sveiflur á söluverði búvara á markaði, vegna neikvæðra áhrifa niðurgreiðslna. Reynslan hefur sýnt, að ríkisvaldið hefur notað niðurgreiðslur á búvörum sem stjórnun á kaupgjaldsvísitölu. 4. Lakari samkeppnisaðstöðu við innfluttar matvörur, sem nú eru háðar söluskattsákvæðum. 5. Þær hliðarráðstafanir, sem boðaðar eru vegna upptöku virð- isaukaskatts, virðast erfiðar í framkvæmd, og einnig virðist neikvæð reynsla af þeim erlendis. -mhg. Tímarit Ásgeir Bjamason, fráfarandi formaður B.l. Hjörtur E. Þórarinsson, núverandi formaður B.l. Búnaðarþing Höfum haft góðan húsbónda Eiðfaxi Pingslit. Nýr formaður B./. 50 mál afgreidd - Við munum berjast til þrautar fyrir landbúnaðinn og dreifbýlið, sagði Ásgeir Bjarna- son er hann sleit Búnaðarþingi. Hafði þingið þá staðið í 10 daga og afgreitt öll þau mál, sem fyrir það voru lögð, um 50 að tölu. í þinglokin fór fram kosning á mönnum í stjóm Búnaðarfélags- ins. Ásgeir Bjarnason, bóndi í Ásgarði, sem verið hefur formað- ur félagsins sl. 16 ár, gaf nú ekki lengur kost á sér til stjómarsetu. í hans stað var kjörinn Magnús Sigurðsson, bóndi á Gilsbakka. Hjörtur E. Þórarinsson, bóndi á Tjöm, og Steinþór Gestsson, bóndi á Hæli, voru endurkjörnir í stjórnina og er Hjörtur nú for- maður hennar. Varamenn í stjórninni eru þeir Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, Sigurður Þórólfsson, bóndi í Innri- Fagradal í Dölum, og Siggeir Björnsson, bóndi í Holti á Síðu. Sigurður Líndal, bóndi á Lækja- móti, var endurkjörinn endur- skoðandi en varamaður hans er Bjami Guðráðsson, bóndi í Nesi. Kosin var sérstök hátíðarnefnd til þess að annast undirbúning 150 ára afmælishátíðar Búnað- arfélags íslands á komandi sumri. í nefndina voru kjörnir: Bjarni Guðráðsson, Egill Bjarnason, Jón Ólafsson, Jón Hólm Stefáns- son og Stefán Halldórsson. Loksins fór fram kosning á mönnum í stjórn Bændahallar- innar. Kosnir voru sem aðalmenn Hjalti Gestsson og Ólafur Stef- ánsson en varamenn þeirra eru Jónas Jónsson og Guttormur Þormar. Ásgeir Bjamason þakkaði öllum þeim, sem hann hefði átt samstarf við á vegum búnaðar- samtakanna sl. 36 ár og óskaði þeim og Búnaðarfélagi íslands allra heilla í bráð og lengd. Jón Ólafsson bóndi í Eystra- Geldingaholti, þakkaði Ásgeiri mikil störf og góð. - Búnaðarþing er eins og stórt heimili, sagði Jón. - Við höfum haft þar góðan hús- bónda og munum sakna hans. Ég þakka þér, Ingibjörg (kona Ás- geirs), fyrir að hafa lánað okkur hann Ásgeir í öll þessi ár. Guttormur Þormar afhenti þeim hjónum gjöf frá Búnaðar- þingi. Er hún hringlaga borð á renndum fæti en platan þakin austfirskum steinum, jaspis og kvarsi. Þorsteinn Sigurðsson, fyrrverandi héraðslæknir á Egils- stöðum, gerði plötuna en þeir feðgar, Halldór og Hlynur í Mið- húsum fótinn. Er þetta borð hinn mesti kjörgripur. - mhg. Búnaðarmálasjóður Misjöfn skil á gjöldum Framleiðsluráð segir eitt-Hagstofan annað Vöfflukaffi hjá Bjössa á Hofsstöðum - Ég skal gefa þér staup af 12 ára gömlu viskíi ef þú tekur viðtal við mig, þótt ekki væri nema vegna þess að ég er eini bóndinn hér um slóðir sem býr aðeins með hross. Þetta álitlega tilboð gerði Ævar Þorsteinsson, bóndi í Enni í A-Hún., Hjalta Jóni Sveinssyni, er hann bar að garði með Guð- mundi Þóri Sigurðssyni hesta- flutningabílstjóra. Hjalti Jón brá sér í flutningaleiðangur með Guðmundi Þóri frá Akureyri, vestur um Skagafjörð og Húna- vatnssýslur og segir frá því ferða- lagi í skemmtilegri frásögn í síð- asta tölublaði Eiðfaxa (2. tbl. 1987). Annars hefst þetta Eiðfaxa- blað á forystugrein eftir Erling A. Jónsson, þar sem hann hvetur hestamenn til þess að hirða betur um reiðtygi sín, - hnakka og beisli - en manni skilst að ýmsir geri. Hjalti Jón ræðir einnig við Pétur Jökul Hákonarson um undirbúning væntanlegs Evrópu- móts í Austurríki og starf íþrótta- ráðs. Sigurborg Davíðsdóttir skrifar um loftræstingu í hesthús- um. „Sannleikurinn er sagna bestur“ nefnist grein eftir Einar E. Gíslason á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, þar sem hann leiðréttir missögn, sem hann tel- ur vera í blaðinu Bóndanum. Þorgeir Guðlaugsson ritar um nýjar kynbótaeinkunnir og kynbótaspár. Skúli Steinsson bendir á þau einkenni, sem hann telur að „draumahesturinn" þurfi að hafa. Hjalti Jón segir frá heim- sókn sinni að Ragnheiðarstöðum í Flóa, en þá jörð eiga Fáksfé- lagar og nota til hrossabeitar. Ýmislegt er enn ótalið af efni blaðsins, sem er hið prýðilegasta eins og ætíð áður. Töluvert mun misjafnt hversu vel gjöld af gjaldskyldum bú- vörum skila sér i innheimtu. Góð skil eru frá afurðastöðvunum og hliðstæðum stofnunum. Öðru máli þykir gegna með búnaðar- málasjóðsgjöld af þeim vörum, sem seldar eru eftir öðrum leiðum og erfitt að finna það innheimtu- form, sem tryggir örugg skil. Framleiðsluráð landbúnaðar- ins leggur árlega áætlun um heildarverðmæti búvörufram- leiðslunnar fyrir Hagstofuna til úrskurðar og endanlegrar af- greiðslu. Á undanförnum árum hefur nokkuð borið á milli til- lagna Framleiðsluráðs og Hagstofunnar. Hefur mismunur þessi farið vaxandi hin síðari ár. Fyrir verðlagsárið 1985/1986 nemur hann hvorki meira né minna en 524 milj. kr., auk þeirra liða, sem ekki eru viðurkenndir. Munar um minna. Helstu liðir, sem Framleiðsluráð telur að meta beri sem búvöruframleiðslu en Hagstofan viðurkennir ekki eru: 1. Heimaslátrun nautgripa lækkuð um 100 tonn, mismunur kr. 14,1 milj. 2. Selt hrossablóð, mismunur 2,0 milj. kr. 3. Verðmæti hrossa, sem seld eru innanlands, mism. 64,9 milj. kr. 4. Útflutt hross, mism. 0,5 milj. kr. 5. Garðávextir og gróðurhúsa- afurðir, mism. 21,5 milj. kr. 6. Blóm og runnar, mism. 124,8 milj. kr. 7. Heimaslátrun svína, mism. 8,9 milj. kr. 8. Hlunnindi, mism. 287,3 milj. kr. Alls nemur því munurinn á verðmætaáætlun Framleiðslu- ráðs og þeirri upphæð, sem Hag- stofan viðurkennir, 524,0 milj. kr. Við þetta bætist svo að liðir svo sem ferðamannaþjónusta, loðdýrarækt og kanínurækt eru utan við verðmætaáætlunina en Framleiðsluráð telur að áætla megi verðmæti þessara greina 155 milj. kr. Með hliðsjón af framansögðu samþykkti Búnaðarsamband Kjalarnesþings tillögu - sem síð- an var vísað til búnaðarþings - um að innheimtur og skil á Bún- aðarmálasjóðsgjaldi verði gerðar markvissari og að Búnaðarmála- sjóður geti á hverjum tíma gefið glöggt yfirlit um greiðslur eftir búvörutegundum og greiðend- um. Búnaðarþing afgreiddi málið með áskorun til landbúnaðarráð- herra um skipun þriggja manna nefndar er geri: a) tillögur um hvemig tryggja megi betri skil á gjöldum til Búnaðarmálasjóðs og b) geri tillögur að reglugerð, sem kveði á um hvernig meta beri heildarverðmæti búvöru og þar með þann gjaldstofn, sem byggt er á varðandi ákvörðun þeirrar fjárhæðar, sem greiða ber samkv. lögum nr. 46/1985. Hagstofan mun byggja úrskurð sinn um heildarverðmæti búvöru- framleiðslunnar á tölu frá ríkis- valdinu. Tilhneiging þess til að vanmeta verðmæti fram- leiðslunnar stafar hins vegar trú- lega af því, að því minna sem það er talið vera, því lægri upphæð greiðir ríkið til lífeyrissjóðs bænda og búnaðarsambandanna. - mhg. - mhg. Flmmtudagur 26. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.