Þjóðviljinn - 26.03.1987, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 26.03.1987, Qupperneq 13
HEIMURINN Spánn Sótt að Gonzales Verkföll íalgleymingi þrátt fyrir ákall forsœtisráðherrans. Hægri menn leggjafram vantrauststillögu á þingi Verkföll voru vítt og breitt um Spán í gær þrátt fyrir ákall Fellpe Gonzales í fyrrakvöld til spænsku þjóöarinnar um að hún tæki upp betri háttu og sýndi baráttu stjórnvalda gegn verðbólgu og annarri efna- hagsóáran meiri skilning. Verkalýðsarmur Sósíalista- flokksins, flokks forsætisráðherr- ans, er honum þungur í skauti og segja fyrirmenn hans að hvergi verði hvikað frá kröfum um sjö prósent launahækkun þótt ríkis- stjórnin hafi ítrekað hamrað á því að fimm prósent hækkun sé al- gert hámark. Heimildir úr verkalýðshreyf- ingunni hermdu að ekkert væri unnið í kolanámum í Asturias- héraði því námumenn krefðust þess að uppsagnir fjölmargra kollega þeirra yrðu dregnar til baka. Sólarhrings vinnustöðvun er yfirvofandi á fimmtudaginn hjá hinu ríkisrekna jámb- rautarfélagi og á sama tíma munu starfsmenn tveggja flugfélaga leggja niður störf. Ennfremur i ætla byggingarverkamenn að fara í fimm daga verkfall í næstu viku. Ekkert miðar í samkomulagsátt í deilum ráðamanna við há- skólastúdenta sem skrópa hópum saman. Vilja þeir fá að hafa hönd í bagga með framkvæmd umbóta við æðri skóla og ennfremur krefjast þeir aukinna útgjalda til háskóla landsins. í ávarpi sínu til spænsku þjóð- arinnar í fyrrakvöld rökstuddi Gonzales stefnu sína í launamál- um með því að nauðsynlegt væri að ná verðbólgunni niður í fimm prósent úr þeim rúmu átta pró- sentum sem voru meðaltal síðastliðins árs. Hann sagði það af og frá að stjórnin gæti komið til móts við allar kröfur verkalýðsfélaganna og bætti við að „múgæsingar" myndu ekki slá sig út af laginu. Hinsvegar hefði hann af því tals- verðar áhyggjur að vinnudeilum- ar sköðuðu efnahag landsins sem og ímynd þess í augum um- heimsins. Antonio Hemandez Mancha, leiðtogi helsta stjómarandstöðu- flokksins, hinnar hægri sinnuðu Alþýðufylkingar, sagði að Gonzales væri orðinn uppi- skroppa með hugmyndir til lausnar vandanum. „Hann hefur gert ailt sem í hans valdi stóð og nú getur hann ekki meira.“ Mancha hefur lagt fram tillögu á þingi um vantraust á stjórnina sem tekin verður til fyrstu um- ræðu í dag. Sósíalistaflokkurinn hefur tryggan meiríhluta á spænska þinginu svo trauðla þarf Gonzales að óttast þetta upp- hlaup stjómarandstöðunnar. -ks. Felipe Gonzales er fastur fyrir og lætur ekki „múgæsingar" slá sig út af laginu. Evrópa Efnahagsbandalagið þrrtugt Umfang og völdframkvœmdanefndar og þings EBE hafa aukist og munu aukast stórum í gær var mlkið um dýrðlr í aðalstöðvum Efnahagsbanda- lags Evrópu því þar héldu menn hátíðlegt þrjátíu ára af- mæli bandalagsins. Menn vom á einu máli um að bandalagið hefði náð flestum þeim efnahagslegu og pólitísku markmiðum sem stefnt var að við stofnun þess í Róm þann tuttug- asta og fimmta mars árið 1957. Að vísu teldu ýmsir að ekki mætti láta staðar numið fyrr en aðildar- þjóðirnar gerðu bandalagið að einu ríki með fylkjasambandi í líkingu við Bandaríkin en fulltrú- ar stærstu þjóðanna, svo sem Bretlands, Frakklands og Vestur-Þýsklands, vísa öllum slíkum hugmyndum á bug sem helberu draumórahjali. Stjómvöld í Sovétríkjunum vilja nú óð og uppvæg taka upp náin samskipti við EBE en um langt árabil létu þau sem banda- lagið væri ekki til. Kremlverjar telja að öflugt Efnahagsbandalag Evrópu geti skotið Bandaríkja- mönnum ref fyrir rass og rifið úr höndum þeirra forystu fyrir vest- rænum þjóðum. EBE var upphaflega stofnsett í því augnamiði að liðka til í mark- aðsmálum aðildarlandanna sem flest áttu undir högg að sækja í efnahagsmálum eftir lok síðari heimsstyrjaldar. Stofnríkin voru sex; Frakkland, ■ Vestur- Þýskaland, Ítalía, Belgía, Hol- land og Lúxemborg. Síðan hafa sex aðrar þjóðir slegist í hópinn; Bretland, Danmörk, írland, Grikkland, Spánn og Portúgal. Samanlagður íbúafjöldi þessara landa er nú þrjúhundruð og tutt- ugu milljónir. í efnahagsmálum fylgja því ýmsir kostir fyrir þjóðimar að vera í bandalaginu. Til dæmis hafa bæði Bandaríkjamenn og Japanir gefist upp á því að reyna að gera stóra viðskiptasamninga við hvert aðildarríki fyrir sig og semja nú við þau öll í einu í gegn- um bandalagið. Þannig ná þjóð- imar yfirleitt hagstæðari skilmál- um en ella. Á stjómmálasviðinu hafa þjóðirnar hvert sína utanríkis- stefnu að nafninu til en þess gætir nú í æ ríkari mæli að þetta sé að breytast. Háttsettir embættis- menn úr utanríkisráðuneytum aðildarlandanna mæla sér oft og reglulega mót til að bera saman bækur sínar. Stjómvöld í pastursmeiri að- ildarríkjunum; Frakklandi, Bret- landi og Vestur-Þýskalandi, hafa fram til þessa áskilið sér rétt til að sniðganga ákvarðanir EBE sem þau telja ganga í berhögg við hagsmuni sína. En það gerist sí- fellt sjaldnar að ríkisstjómimar hunsi samþykktir bandalagsins og þær fela því jafnt og þétt aukin völd. Árið 1974 var sá siður tekinn upp að leiðtogar aðildarþjóð- anna hittust tvívegis ár hvert og ráðguðust um málefni bandalags- ins. Árið 1979 var þing EBE sett á laggirnar og fór almennt þing- kjör fram í öllum aðildarríkjun- um sama ár. Ennfremur var tekið upp sérstakt peninga- og myntkerfi þetta athafnaár. í hittifyrra var tekið í notkun sérstakt EBE-vegabréf og í ár, af- mælisárið, er ætlunin að láta hendur heldur betur standa fram úr ermum. Auka á völd þings og fram- kvæmdanefndar bandalagsins til muna og færa ýms mikilvæg mál beint undir stjórn þess, mál sem einstök ríki glímdu fymim við hvert í sínu lagi. Þau helstu þeirra em umhverfismál og vísinda- rannsóknir. Jafnframt á að eyða síðustu hindmnunum úr vegi fyrir frjálsum ferðalögum ein- staklinga milli landanna og enn- fremur verður flutningur fjár- magns og allskyns vömtegunda þeirra á milli mönnum heimilað- ur. -ks. Ítalía Giulio Andreotti varð stjómarmynd- unin of tormelt. Andreotti hefur gefist upp Nýjar kosningar eina lausnin á stjórnarkreppunni íRóm. Andreotti gefst upp, - og ekkifyrir aðra að reyna Sennilegt er að í dag verðl boðað til þingkosninga á Ítalíu. Heimlldamenn Reuters- fréttastofunnar sögðu að í gær hefðl Giullo Andreotti tilkynnt Cossiga Ítalíuforseta að hálfs- mánaðartilraunfr til stjórnarm- yndunar í Róm hefðu mistek- Ist, og vitmenn um ítalska pó- litfk telja að fyrst Andreotti gat ekki þýði lítið fyrir aðra að reyna. Að réttu lagl hefði fimm- flokkastjórnin í Róm átt að sitja ár í viðbót. Andreotti ætlaði í gær að reyna í síðasta sinn að ná samkomulagi milli stjómarflokkanna fjögurra um nýja stjóm, en líkur vora ekki taldar vænlegar. Þó var búist við að Andreotti biði einn dag eða fleiri með að tilkynna opinber- lega um uppgjöf þarsem menn vom að fagna 30 ára afmæli Efna- hagsbandalagsins í Róm, og að auki vom sagðar mjög slæmar fréttir af heilsufari Sandro Pert- ini, hins vinsæla fyrrverandi for- seta. Stjómarkreppan, sem hófst fyrir um þremur vikum með af- sögn sósíalistans Bettino Craxi, var upphaflega afleiðing af fyrra samkomulagi flokkanna, -uppúr síðustu stjómarkreppu í fyrrasumar-, um að kristilegur demókrati tæki við af Craxi í mars. Craxi var ekki á þeim bux- unum að muna eftir þeim samn- ingi og dró embættaskiptin sem hann mátti þangaðtil kristilegir demókratar fóm að hafa í hótun- um, og síðan hafa sósíalistar fundið nýrri samstjórn flokkanna flest í vegi án þess þó að neita þátttöku og heimta kosningar. Þverstæðasti biti í hálsi nýrrar stjómar kristilegra demókrata, sósíalista, frjálslyndra og lýð- veldissinna hefur verið fyrirhug- uð þjóðaratkvæðagreiðsla í sumar um kjamorkuver og fleira. Sósíalistar vilja að hún fari fram og segjast munu halda uppi flokksafstöðu til þeirra málefna sem kosið er um, en kristilegir segja að ef af verði þurfi stjóm- arflokkamir að standa sameinað- ir í atkvæðagreiðslunum. Þeir, og litlu flokkarnir þrír, vilja helst að ekki fari fram neitt þjóðarat- kvæði heldur verði sett lög um málefnin í staðinn, en þessu hafa Craxi og hans menn þvemeitað. Málamiðlunartillagan, sem Andreotti ætlaði að reyna að fá sósíalista inná í gær, var þannig að stjómarflokkamir kæmu sér saman um orkustefnu, þar á með- al hlé á byggingu kjamorkuvera, og yrði þjóðaratkvæðið síðan um þá stefnu, og einungis til ráðgjaf- ar. Til þess ama þarf að breyta stjórnarskránni, sem segir þjóð- aratkvæði aðeins um að afnema gildandi ákvæði, og er ráðabmgg Júlíusar Andreotti talið ólíklegt til árangurs. Augljóst að stóm flokkarnir hafa fara kringum stjómarmynd- unarmálin einsog kettir um heitan graut til að geta kennt hvor öðmm um ófarir, þarsem sá flokkur sem veldur kosningum á Ítalíu er ekki líklegur til að vinna á í þeim. Telja má hinsvegar að Craxi hafi alltaf gefið nýjum kosning- um hýrt auga frá því að Ijóst varð að hann mundi ekki geta orðið forsætisráðherra áfram. Craxi hefur getið sér gott orð meðal ít- ala, enda hefur stjóm hans haldið lengur út en aðrar eftirstríðs- stjómir og ítölum á stjómartím- anum vaxið efnahagslega ás- megin sem aldrei fyrr. Sósíalista- flokkurinn vonast því til að geta spilað þannig úr spilunum að hann komist að fylgi til í nám- unda við kristilega og kommún- ista, sem nú hafa um og yfir 30%. Flokkur Craxis er þriðji stærstur, fékk síðast rúmlega ellefu pró- sent atkvæða. -m 1 Miðvikudagur 25. mars 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.