Þjóðviljinn - 26.03.1987, Side 15

Þjóðviljinn - 26.03.1987, Side 15
ÍÞRÓTTIR HandboltilBikar Þrjú rauðspjöld r Handboltil Bikar Létt hjá Stjörnunni Stjarnan átti ekki í miklu erfíð- leikum með Fylki í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Stjarnan sigr- aði 22-31 í slökum leik. Stjarnan haföi yfirhöndina all- an leikinn og staðan í hálfleik var 10-15. Hannes Leifsson skoraði flest mörk Stjömunnar, 10, Gylfi Birgisson 7 og þeir Sigurjón Guð- mundsson og Skúli Gunnsteins- son 4 hvor. Einar Einarsson skoraði flest mörk Fylkis, 7 og Magnús Gunn- arsson 6. HS/lbe Knattspyrna Prír Víkingar fengu rautt spjald þegar Víkingar unnu nauman sigur gegn ÍBV, 18-21 í Vestmannaeyjum, í bikarkeppninni í handbolta. Leikurinn var jafn en Víkingar höfðu þó lengst af undirtökin. í hálf- leik var staðan 13-13. Vest- mannnaeyingar náðu að jafna aftur, 17-17, þegar um 10 mínútur voru til leiksloka, en Víkingar tryggðu sér sigur á lokamínútunum, 18-21. „Ég hef aldrei kynnst öðru eins,“ sagði Guðmundur Guðmundsson í samtali við Þjóðviljann eftir leikinn. Það var greinilegt að Eyjamenn komu ekki til að spila handbolta og þetta er í fyrsta sinn sem ég hef verið sleginn í andlitið að yfirlögðu ráði.“ Árni Indriðason þjálfari Víkinga tók í sama streng: „Það eru villidýr í Eyjum, gróf villidýr sem hafa ekki áhuga á að spila handbolta.“ Eyjamenn vildu meina að leikurinn hefði ekki verið harðari en gengur og gerist. „Víkingar eiga ekki að vera að væla þó þeir mæti smá mótspyrnu og ég held að þetta sýni á hvaða stigi 1. deildarkeppnin er. Víkingar eru ekki vanir því að fá mótspyrnu," sagði Páll Scheving. Eyjólfur Bragason sagði: „Ég er mjög undrandi á framkomu Víkinga. Við spiluðum fasta vörn, það var allt og sumt.“ Hilmar Sigurgíslason fékk rautt spjald fyrir að sparka í markvörð Éyjamanna eftir samstuð og Guð- mundur Guðmundsson og Árni Frið- leifsson fyrir að slá frá sér undir lok leiksins. Mörk IBV: Þorsteinn Viktorsson 6, Eyj- ólfur Bragason 3, Sigurbjörn Óskarsson 3, Jóhann Pótursson 3, Óskar Brynjarsson 1, Páll Scheving 1 og Sigurður Friðriksson 1. Mörk Vfklngs: Karl Þráinsson 5, Árni Friðleifsson 4, Bjarki Sigurðsson 4, Siggeir Magnússon 2, GuðmundurGuðmundsson 2, Árni Indriðason 2 og Hilmar Sigurgísla- son 1. JR/Vestmannaeyjum Jafnt í Handbolti/ Bikar FH-ingar úr leik Grikkir eru enn efstir í 5. riðli Evrópukeppninnar í knattspyrnu eftir jafntefli 1-1 gegn Hollandi. Saravakos náði forystunni fyrir Grikki á 6. mínútu en Arnold Muhren jafnaði fyrir Holland á 55. mínútu. Þá sigraði Rúmenía Albaníu 5- 1 í 1. riðli. Einnig voru nokkrir vináttu- landsleikir. Sviss sigraði Tékkó- slóvakíu 2-1, Vestur-Þýskaland sigraði ísrael 2-0, Júgóslavía vann Austurríki 4-0 og Tyrkland sigraði Austur-Þjóðverja 3-1. -Ibe/Reuter Framarar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Bikarkeppninnar með sigri gegn FH, 25-24 í æsi- spennandi leik sem undarleg dómgæsla setti svip sinn á. FH-ingar voru lengst af yfir, en í hálfleik var staðan 10-11 FH í vil. Framarar voru öllu ákveðnari í síðari hálfleik og með góðri baráttu tókst þeim að vinna upp forskot FH-inga. Þeir náðu forystunni 24-22 og þegar tæp mínúta var til leiksloka var staðan 25-24 Fram í vil og þeir með boltann. Birgir Sigurðsson skaut yfir þegar 38 sekúndur voru til leiksloka, en FH- ingum tókst ekki að nýta lokasekúnd- urnar og Guðmundar A Jónsson varði skot Héðins Gilssonar á loka- sekúndunum. Agnar Sigurðsson og Guðmundur A. Jónsson voru bestu menn Fram og Birgir Sigurðsson var sterkur í vörn- inni. Héðinn Gilsson átti góðan leik fyrir FH og þeir Óskar Ármannsson og Pétur Petersen áttu góða spretti. Guðjón Sigurðsson og Hákon Sig- urjónsson dæmdu leikinn og gekk á ýmsu hjá þeim félögum. Þeir gerðu nokkuð mikið af því að stöðva leikinn of snemma og voru FH-ingar ekki hressir með það, enda má segja að hallað hafi á þá í dómgæslunni. Mörk Fram: Júlíus Gunnarsson 5, Agn- ar Sigurðsson 5, Per Skaarup 4, Birgir Sig- urðsson 4, Ragnar Hilmarsson 3, Ólafur Vilhjálmsson 2, Hermann Bjömsson 1 og Tryggvi Tryggvason 1. Mörk FH: Hóðinn Gilsson 8, Pétur Pet- ersen 5, Óskar Ármannsson 5, Þorgils Ótt- ar Mathiesen 3, Gunnar Beinteinsson 2 og Guðjón Árnason 1. HS/lbe Jakob Slgurbsson og Jón Þórir Jónsson háðu marga hildi í leiknum. Mynd: E.ÓI Handbolti/Bikar Naumt hjá Valsmönnum Síðustu mínútur seinni hálfleiks í leik Breiðabliks og Vals voru æsi- spennandi. Þcgar um 3 mfnútur voru til leiksloka var staðan 22-25, Vals- mönnum í vil. Þá kom Þórir Siggeirs- son inná í mark Blikanna og varði tvö viti á lokamínútum. Blikar náðu að jafna 25-25 og komast þannig í fram- lengingu en það dugði ekki til því Valsmenn unnu leikinn 30-28. Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn leiddu þó alltaf með 1-2 mörkum. Um miðjan fyrri hálfleik sigu þó Valsmenn “hægt og hljótt“ frammúr Blikum og hreinlega yfir- spiluðu þá. Valsvörnin small saman á þessum kafla og sóknir þeirra mjög markvissar. Staðan í hálfleik var 15- 11 Val í vil. Blikar komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af leiknum voru þeir búnir að minnka muninn í eitt mark 18-19. Valsmenn tók nú aftur á og komust 4 mörk yfir. Nú fór leikurinn að æsast. Blikar tóku nú tvo menn úr umferð þá Júlíus Jónasson og Stefán Halldórs- son. Við það riðlaðist sókn Vals og Blikar sigu á. Nú voru Blikar kontnir í ham og eftir venjulegan leiktíma var staðan 25-25. Nú var leikurinn framlengdur um 2x5 mínútur. Blikar byrjuð framleng- inguna og yfir í fyrsta skiptið í leiknum. Valsmenn svöruðu strax fyrir sig með tveimur mörkum, en Blikar náðu að jafna og staðan í hálf- leik framlengingarinnar var jöfn 27- 27. Valur skoraði tvö mörk í röð og gerðu þar með út um leikinn. Leikur- inn endaði svo 30-28 fyrir Val. Markmenn Breiðabliks þeir Guð- mundur Hrafnkelsson og Þórir Sigg- eirsson voru bestir ásamt horna- mönnunum Jóni Þóri Jónssyni og Þórði Davíðssyni. Það er ekki hægt að taka neinn út úr Valsliðinu því þeir stóðu sig allir mjög vel. Ó.St. Mörk Breiöabliks: Jón Þórir Jónsson 11, Þórður Davíðsson 6, Kristján Halldórs- son 3, Björn Jónsson 3, Svafar Magnús- son 3, Aðalsteinn Jónsson 1 og Poul Dem- psey 1. Mörk Vals: Stefán Halldórsson 10, Jak- ob Sigurðsson 8, Valdimar Grímsson 7, Geir Sveinsson 2, Júlfus Jónasson 2 og Gunnar Sigurðsson 1. Oylfl Þorfcelsson skorar eina af fjölmörgum körfum sínum, en Leifur Gúst- afsson virðist vera á leið út úr myndinni. Mynd:E.ÓI. Körfubolti Stórleikur Gylfa í síðari hálfleik tryggði Keflvíkingum sigur gegn Val Keflvíkingar geta þakkað Gylfa Þorkelssyni sigur þeirra gegn Val í úrslitakeppninni í körfubolta. Keflvíkingar sig- ruðu, 73-84 og sautján stig frá Gylfa vógu þungt í síðari hálfleik. Leikurinn var jafn og skemmti- legur og góð stemning í Seljaskól- anum. Keflvíkingar náðu foryst- unni strax í byrjun og héldu henni nær allan leikinn. í fyrri hálfleik var munurinn lengst af 5-10 stig, en þó náðu Valsmenn tvívegis að minnka muninn í tvö stig. Valsmenn byrjuðu síðari hálf- leikinn vel og náðu að jafna. En smátt og smátt náðu Keflvíkingar yfirhöndinni að nýju. En Vals- menn voru ekki af baki dottnir og lokamínúturnar voru æsispenn- andi. Valsmenn náðu að minnka muninn og þegar tæpar tvær mín- útur voru til leiksloka var staðan 68-76, Keflvíkingum í hag. Tóm- as Holton og Einar Olafsson minnkuðu muninn í þrjú stig þeg- ar ein og hálf mínúta var til leiks- loka. Þá misstu Keflvíkingar boltann og Valsmenn áttu færi á að jafna. En ónákvæmar send- ingar færðu Keflvíkingum tvö hraðaupphlaup sem Gylfi Þor- kelsson skoraði úr og Guðjón Skúlason bætti við tveimur körf- um og innsiglaði sigur Keflvíkinga, 73-84. Síðari hálfleikurinn var mjög fjörugur og jafn. Keflvíkingar höfðu þó yfirleitt undirtökin, en góðir kaflar Valsmanna héldu leiknum opnum. Seljaskóli 25. mars Valur-ÍBK 73-84 (36-38) 2-2, 6-16, 15-25, 27-29, 36-38, 40-40, 49-55, 62-63, 68-76, 73-76, 73-84. Stig Vals: Tómas Holton 28, Sturia örlygsson 16, Einar Ólafsson 12, Leifur Gústafsson 10, Torli Magnús- son 3, Páll Arnar 2 og Björn Zoega 2. Stlg IBK: Guðjón Skúlason 20, Gylfi Þorkelsson 19, Ólafur Gottskálksson 17, Sigurður Ingimundarson 12, Hreinn Þorkelsson 10 og Jón Kr. Glslason 6. Dómarar: Jön Otti Ólafsson og Jó- hann Dagur-slakir. Maöur lelkaina: Gylfl Þorkelsson, IBK. Gylfi Þorkelsson átti stórleik fyrir Keflvíkinga í síðari hálfleik. Hitti vel og var sterkur í vörninni. Hann skoraði 19 stig í leiknum þar af 17 í síðari hálfleik. Guðjón Skúlason stóð sig mjög vel í fyrri hálfleik og sama má segja um Sig- urð Ingimundarson. Þá átti Ólafur Gottskálksson góðan leik. Valsmenn gerðu nokkuð af mistökum í sókninni og vömin hefur oft verið sterkari. En þrátt fyrir það áttu þeir nokkuð góðan leik. Tómas Holton var bestur í liði Valsmanna, hitti mjög vel. Þá áttu þeir Sturla Örlygsson og Leifur Gústafsson góðan leik. Með þessum sigri tryggðu Keflvíkingar sér þriðja leikinn, um hvort liðið mætir Njarðvík- ingum 1 úrslitaleik íslandsmóts- ins. Liðin leika því aftur á laugar- daginn í Keflavík. -Ibe BYGGINGA viSrur Þú býrö kannski ekki til naglasúpu úr nöglunum sem fást í byggingavörudeildinni, jafnvel þó úrvalið sé mikiö. En þaö er þægilegt aö grípa með sér nagla eða skrúfur um leið og keypt er í matinn. HAGKAUP Fimmtudagur 26. mars 1987 i ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15 Skeifunni

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.