Þjóðviljinn - 26.03.1987, Page 16

Þjóðviljinn - 26.03.1987, Page 16
þiömnuiNN Fimmtudagur 26. mars 1987 71. tölublað 52. órgangur SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Eg tel að faðír minn eigi einskis annars úrkosts en að fara í sérframboð,“ sagði Helena Al- bertsdóttir í samtali við Þjóðvilj- ann í gær, en Albert Guðmunds- son mun gefa endanlega yfirlýs- ingu um það í dag hvort hann gef- ur kost á sér í framboð fyrir Borg- araflokkinn. Undirbúningur framboðs er langt kominn í öllum kjördæmum og flest bendir til þess að Albert ákveði að fara í sérframboð, ekki síst eftir þær yf- irlýsingar Þorsteins Pálssonar að hann eigi ekki lengur möguleika á ráðherradómi innan Sjálfstæðis- flokksins. „í ljósi síðustu yfírlýsinga Þor- steins að nafn Alberts verði ekki á ráðherralista flokksins að lokn- um kosningum, þrátt fyrir að hann sé nógu góður til að leiða kosningabaráttuna í Reykjavík, kemur tæpast annað til greina en að bjóða fram. Ella væri Albert Stuðningsmenn Alberts œfir útíÞorstein. Helena Albertsdóttir: Sérframboð einaleiðin. Þorsteinn Pálssonhugsanlegaflutturhreppaflutningum og settur ífyrsta sœtið í Reykjavík gerður pólitískt óvirkur,“ sagði Helena Albertsdóttir. „Úr þessu fær Albert ekki upp- reisn æru nema að leggja málið undir dóm fólksins - hinn eina sanna hæstarétt,“ sagði Ásgeir Hannes Eiríksson, verslunar- maður og einn dyggasti stuðn- ingsmaður Alberts Guðmunds- sonar, fyrrum iðnaðarráðherra. „Okkur er ekkert að vanbúnaði, við bíðum eftir grænu ljósi frá Al- bert,“ sagði Ásgeir Hannes í gær- kvöld. Mikiil titringur er nú innan for- ystu Sjálfstæðisflokksins vegna 4>ess hve formaður flokksins Þor- steinn Pálsson hefur „farið klaufalega með mál Alberts“, eins og einn forystumanna flokksins orðaði það í gær. Þor- steinn og helstu ráðgjafar hans í málinu, þeir Friðrik Sophusson varaformaður, 2. maður á listan- um í Reykjavík, og Geir Haarde aðstoðarmaður Þorsteins og fyrrum aðstoðarmaður Alberts liggja undir hörðu ámæli vegna framgöngu sinnar því um allt land óttast frambjóðendur flokksins væntanlegt sérframboð Alberts- manna. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er rætt um að Þorsteinn Pálsson fari í 1. sætið í Reykjavík, gangi Albert út af listanum. Hann fundaði með stuðnings- mönnum sínum fyrir austan fjall í gær en þar er orðið mjög heitt í kolunum því margir stuðnings- manna Eggerts Haukdal vilja að hann fari fram á lista Alberts gegn Þorsteini. Helena Albertsdóttir á heimili foreldra sinna (gær. Skeyti frá stuðningsmönnum á við vænan skeytabunka úr tveimur stórafmælum. Mynd E.ÓI. Kennaradeilan m stendur fast Gunnlaugur Ástgeirsson: Það hefur ekkert gerst og ekkifyrirsjáanlegt að neittgerist „Ég skil ekkert í hvað rflds- valdið ætlast fyrir með skólahald í landinu. Það má vera ljóst að við getum ekki samið nema samn- ingamenn rfldsins breyti eitthvað sínu tilboði og bjóði einhverjar raunverulegar hækkanir,“ sagði Gunnlaugur Ástgeirsson í samtali við Þjóðvfljann f gærkvöld. Gunnlaugnr sagði að samn- ingamenn ríkisins hefðu hingað til staðið fast á sínu og meðan svo væri, yrði ekki annað séð en að skólarnir yrðu lokaðir fram á vor. Sagði hann að kennarar væru að undirbúa úthlutanir úr verkfalls- sjóði. Þeir hefðu einnig haft sam- band við félaga sína á hinum Norðurlöndunum. „Aðalábyrgðarmaður þessa og aðal viðsemjandi okkar heitir Þorsteinn Pálsson og hann hefur nú verið upptekinn í öðru upp á síðkastið, en við vonum að hann gefi sér smá tíma til að hugsa sitt ráð.“ Framhaldsskólanemendur þeir sem hófu mótmælasetu í fjár- málaráðuneytinu í fyrradag héldu út hungurvökuna í fyrri- nótt og enn í gærkvöld þegar blaðið fór í prentun. Sögðust nemendurnir ætla að halda út þar til samið yrði og skólahald hæfist að nýju. -sá' Kjaradeilur Enn versnar ástandið Ósamið við 1 ófélög í BHM og 12félög í BSRB. Fjögurfélög eru í verkfalli, sex bœtastvið efekkisemst. Neyðarástand verðurá sjúkrahúsum. Læknaráð Landspítalans: Þjóðarváfyrir dyrum Stoðunum hefur verið kippt undan mikllvægustu heil- brigðisstofnun landsins og heilbrigðisþjónustunni stefnt í ógöngur. Meðal annars mun starfsemi Blóðbankans lamast. Þar með verða skurðlækningar að mestu aflagðar á öllum sjúkra- húsum landsins. Einnig blóðgjaf- ir fyrir slasaða og sjúklinga með krabbamein. Þessari vá verður að bægja frá, segir m.a. í harð- orðri yfírlýsingu sem læknaráð Landsspítalans sendi frá sér f gær. 537 sjúkraliðar á höfðuborgar- svæðinu ganga út af sjúkrastofn- unum í byrjun næstu viku en þeir hafa sagt upp störfum. Fyrir eru í verkfalli háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálf- arar og sálfræðingar og í næstu viku skellur á verkfall iðjuþjálfa, matvæla- og næringarfræðinga, náttúrufræðinga og bókasafns- fræðinga.Nær allir félagsmenn í ofangreindum félögum sem starfa við ríkisspítalana hafa sagt upp störfum sínum frá l.apríl, samtals um 140 manns. Fyrir viku slitnaði upp úr við- ræðum við sjúkraþjálfara, en í gær var svo haldinn fundur með þeim hjá sáttasemjara ríkisins. Þá var einnig fundað með fé- lagsráðgjöfum, símamönnum, heilsugæslulæknum, málurum, múrurum, veggfóðrurum og pípulagningamönnum. Enginn fundur hefur verið boðaður með hjúkrunarfræðing- um síðan á mánudag, en fundað var með náttúrufræðingum í fyrradag og annar fundur er boð- aður í dag. Ljóst er að ef til verkfalla og uppsagna heilbrigðishópanna kemur verður nánast neyðar- ástand á sjúkrahúsum. BHM- hópamir sjö hafa sett á stofn að- gerðanefnd vegna fjöldaupp- sagnanna og einn nefndarmanna, Ingileif Jónsdóttir náttúrufræð- ingur, sagði í samtali við Þjóðvilj- ann að þau litu á þessa deilu sem vinnustaðadeilu við stjórn ríkis- spítalanna. „Við sögðum upp fyrir 6 mán- uðum, síðan var fresturinn fram- lengdur um 3 mánuði, en í allan þennan tíma hefur stjómin ekki látið svo lítið að boða fund með okkur til að kanna samkomu- lagsgmndvöll," sagði Ingileif. „Við viljum fá kjarabætur í ein- hverju formi til jafns við aðra háskólamenntaða starfsmenn án breytinga á kjarasamningum.“ Utganga sjúkraliða mun lama starfsemi sjúkrahúsanna að miklu leyti og að sögn Sigríðar Kristinsdóttur sjúkraliða er á- standið nú í dag mjög erfítt, með- al annars í heimahjúkrun eftir að 90 sjúklingar vom sendir heim vegna verkfalls hjúkmnarfræð- inga og mun það versna enn eftir útgöngu sjúkraliðanna. Deila þeirra er nú komin til sáttasemj- ara en enginn fundur hefur verið boðaður enn. -vd. Sjá nánar á síðu 3. Albertsmálið Sérframboð eina lausnin

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.