Þjóðviljinn - 15.04.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.04.1987, Blaðsíða 1
íhaldsáróðurinn hmantómar Mekkingar Svavar Gestsson: Spilaborgin er hrunin. Áróður íhaldsins byggir á blekkingum. Lofa 5prósent verðbólgu síðar á árinuþegar Ijóst er að verðbólgan stefnir í30prósent. Hrósa sér afkaupmœtti ellilífeyris þráttfyrir að 4þúsund krónur vanti tilað hann náilágmarkslaunum. Guma afvaxandi kaupmætti en „gleyma“ að getaþess að íslendingar vinna einna lengstan vinnudag í heimi Blekkingavefur íhaldsins hefur sjaldan verið jafn ómerki- legur og í þessari kosningabaráttu einsog kemur til dæmis fram í nýjum glamorbæklingi sem Sjálf- stæðisflokkurinn er nýbúinn að dreifa. Þar stendur ekki steinn yfir steini þegar betur er að gáð, sagði Svavar Gestsson, þegar Þjóðviljinn bar undir hann staðhæflngar Sjálfstæðisflokks- ins um cfnahagsmál, sem þar koma fram. „Stórfelldasta blekkingin er auðvitað verðbólguspáin sem þeir birta, og halda þar fram án þess að blikna að verðbólgan muni á árinu fara niður í fimm prósent! Þetta er beinlínis hlægi- legt. Verðbólgan er nú þegar um 18 prósent, og það bendir allt til að seinna á árinu fari hún i 30 prósent eða sexfalda þá tölu sem Sjálfstæðisflokkurinn reynir að halda að fólki.“ „Það er líka áberandi að það er ekki minnst í bæklingnum á stöðu ríkisfjármálanna, en staðreyndin er sú að viðskilnaður ríkisstjórn- arinnar er sá versti í manna minnum. Hallinn á ríkissjóði er kominn upp í 3,5 miljarði sam- kvæmt allra nýjustu tölum. Hver á að borga?“ „Því má ekki heldur gleyma,“ sagði Svavar, „að íhaldið gortar af hækkandi kaupmætti, en gleyma að geta þess að íslending- ar hafa aldrei unnið jafn langan vinnudag og núna, og raunar lengri en allar þjóðir í heimi að Singapúr undanskildu, enda kemur í ljós, að kaupmáttur kauptaxta hefur lækkað stórkost- lega í tíð þessarar stjórnar.“ „Sömu sögu er að segja af elli- lífeyri, sem íhaldið gortar af í bæklingnum. En um langt skeið hefur ellilífeyrir fylgt lágmarks- launum, en ekki lengur. Núna vantar nefnilega 4 þúsund krónur á að hann fylgi lágmarkslaunun- um. Svona er málflutningur Sjálfstæðismanna, þeir draga upp glansmynd sem er ekkert að marka, sem er tómt fals“. „Menn geta svo sem háð kosn- ingabaráttu með jafn sérkenni- legum hætti ef þeir vilja,“ sagði Svavar. „Staðreyndin er samt sem áður sú, að einungis góður stuðningur við Alþýðubandalag- ið getur komið í veg fyrir nýja atlögu íhaldsaflanna að kjörum launamanna, þegar þarf að leysa vanda ríkissjóðs eftir kosningar.“ -Sáf Ráðherrakvótinn Krafist svara um Halhtarð Lögfrœðingur Hafskipsmanna vill svör Þor- steins Pálssonar um hvort Hallvarður Ein- varðssonfékk lán hjáAlbert Guðmundssyni af „ráðherrakvótanum“. Albert: Blaður Þor- steins á að breiða yfir fjárlagahallann Jón Magnússon lögfræðingur hefur skrifað Þorsteini Pálssyni bréf og farið fram á að hann upplýsi hvort Hallvarður Einvarðsson sakadómari og fyrr- verandi rannsóknarlögreglustjóri hafi fengið lán úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins af „ráðherr- akvóta“ Alberts Guðmunds- sonar. Um mun að ræða tvö lán sem Hallvarður fékk úr sjóðnum árin 1984 og 1985, hvort lán 300 þús- und krónur. Ekki tókst að ná tali af Hallvarði í gær og Albert Guð- mundsson vill engu svara um hugsanleg lán til Hallvarðs og vís- ar á arftaka sinn. „Maðurinn hefur nú blaðrað meira en nokkur fjármálaráð- herra í bráð og lengd. Hví skyldi hann þá ekki segja alla sólarsög- una, fremur en að skilja við hálf- klárað verk. Ég vil ekkert um það segja hverjum ég veitti lán, þið verðið að spyrja Þorstein Páls- son,“ sagði Albert í gær um mál- ið. Eins og kunnugt er hefur Þor- steinn Pálsson þráfaldlega neitað hingað til að birta nöfn pólitískra lánþega fjármálaráðherra í gegn- um árin. „Þetta er hans verklag og það er því best að hann svari því sjálf- ur hverjir hafa fengið lán síðustu 30 árin eða svo. Annars vil ég ekki láta í ljós neina skoðun á verklagi Þorsteins. En eitt er að með því að þyrla upp ryki í allar áttir, er hann að fela þann stór- fellda halla sem er á ríkissjóði í hans fjármálaráðherratíð," sagði Albert Guðmundsson. Að vonum velta menn því nú fyrir sér hvort tilurð þessara lán- taka Hallvarðs Einvarðssonar kunni að veikja allan málatilbún- að hans í Hafskipsmálinu. En Al- bert Guðmundsson tengdist á margvíslegan máta rannsókn Hafskipsmálsins, sem Hallvarður stjórnaði er hann skipaði embætti rannsóknarlögreglustj óra. -RK Byggðamál Einsog í lok Við- reisnarinnar Ragnar Arnalds: Stöðnun og kyrrstaða á landsbyggðinni minnirá síðustu ár Viðreisnarstjórn- arinnar Sjá síður 8-9 MS-FLOKKUMNN vill níu menn á þing! Þeir þurfa að vísu að taka stúdentsprófið fyrst... Þessa daga stenduryfir gleðskapur í flestum framhalds- skólum landsins, þegar upplestrarfrí hefjast fyrir lokaprófin. Hin dularfullu þingmannsefni á myndinni eru úr MS, - Menntaskólanum við Sund. Fóstrulaun Borgarstjóri söðlar um Borgarráð samþykkti að fóstrurfái tvo launa- flokka 1. maí til að koma í vegfyrir uppsagnir þeirra. Starfsmannafé- lagið frestar talningu um samninginn. Strætóbíl- stjórar lögðu niður vinnu í gœr vegna fundahalda Fóstrur, þroskaþjálfar og gæsl- ukonur á launaskrá hjá borginni fengu mjög óvæntan glaðning í gær þegar Davíð Oddsson borg- arstjóri ákvað skyndilega að þess- ar starfsstéttir fengju einn til tvo launaflokka ofan á umsamin laun frá og með 1. maí. Kemur þessi ákvörðun borg- arstjórans mönnum í opna skjöldu því atkvæðagreiðsla um samning við borgarstarfsmenn stendur enn yfir. Stjórn Starfs- mannafélags Reykjavíkur hefur mótmælt ákvörðun borgarráðs og ákveðið að fresta talningu og athuga hvort Reykjavíkurborg vilji taka allan samninginn til endurskoðunar. Vagnar SVR gengu ekki í gærkvöld eftir hálf níu vegna fundahalda bflstjóra um stöðuna. Borgarstjórinn lagði fram til- lögu um að laun gæslukvenna skyldu hækka um einn launa- flokk en hinna hópanna um tvo launaflokka. Var tillagan sam- þykkt samhljóða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lagði fram tillögu fyrir viku um að teknar yrðu upp viðræður við fulltrúa fóstra um lausn, sem gæti komið í veg fyrir að uppsagnir þeirra tækju gildi 1. maí. Þessa tillögu dró hún til baka í gær á meðan fóstrur fjalla um stöðuna sem nú er komin upp. Kvaðst Ingibjörg Sólrún fagna ófyrirséð- um sinnaskiptum borgarstjórnar- meirihlutans. Þær fóstrur sem rætt var við í gær sögðust eiga eftir að skoða þessa nýju stöðu og vildu ekki tjá sig að svo stöddu. -HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.