Þjóðviljinn - 15.04.1987, Blaðsíða 3
Guðmundur
Magnússon
er látinn
í gærmorgun lést á Gjörgæslu-
deild Borgarspítalans Guðmund-
ur Magnússon verkfræðingur.
Guðmundur var fæddur í
Grindavík 28. september 1927.
Hann lauk verkfræðiprófi í
Kaupmannahöfn árið 1953 og rak
um langt skeið eigin verkfræði-
stofu. Ungur varð Guðmundur
einn af forystumönnum ungra
sósíalista, hann var forseti Æsku-
lýðsfylkingarinnar, gegndi ýms-
um trúnaðarstörfum fyrir Sósíal-
istaflokkinn og síðar Alþýðu-
bandalagið, var um skeið for-
maður Alþýðubandalagsins í.
Reykjavík.
Eftirlifandi kona hans er Mar-
grét Tómasdóttir og eignuðust
þau fimm börn.
FRETTIR
Hamborg
Hvalurínn orðinn fiskur?
Kristján Loftsson: Kjötgámarnir ennþá í vörslu hafnaryfirvalda í Hamborg.
Losna eftirpáska Jakob Lagerkranz hjá Greenpeace:
Farmskjölin hljóðu upp á „frystar sjávarafurðir“
vertu nú ekki að skrifa um
þetta og gefa þessu liði upp-
lýsingar,“ sagði Kristján Lofts-
son framkvæmdastjóri Hvals hf.
við Þjóðviljann í gær. Aðspurður
um hvort farmskjölin hefði hljóð-
að upp á frosnar fískafurðir eða
frosnar sjávarafurðir sagði Krist-
ján svo ekki vera. I farmskjölun-
um hefði staðið frosið hvalkjöt
eins og alltaf áður, en hvalkjötið
hefði verið um fjölda ára flutt til
Japan um Hamborg og aldrei fyrr
gerðar athugasemdir, hvað þá
farmurinn stöðvaður eins og nú.
Kristján sagði þýsk yfírvöld hafa
beðið um viðbótarupplýsingar,
en ekki væri Ijóst hvers konar
upplýsingar nákvæmlega það
væru.
Hjá vesturþýska sendiráðinu
fengust þær upplýsingar að fyrir
nokkru hefði gengið í gildi reglu-
gerð í Þýskalandi sem byggir á
alþjóðalögum sem banna sölu og
flutninga á afurðum dýra og
plantna sem eru í útrýmingar-
hættu og ætti bæði stjómvöldum
hérlendis sem gefa útflutnings-
leyfi vegna hvalkjötsins og for-
ystumönnum Hvals hf. að vera
fullkunnugt um þessar reglur.
Þjóðviljinn hafði samband við
einn forystumanna Greenpeace,
Jakob Lagerkranz, og fullyrti
hann að farmskjölin með hval-
kjötinu í Hamborg hefðu hljóðað
upp á „Frozen Seaproducts and
Frosen Fish“, eða frystar sjávar-
afurðir og frosinn fisk og sagði
hann að samtökin hefðu í hönd-
um afrit af farmskjölunum. Sagði
hann að samtökin fylgdust með
málinu og teldu að senn fengjust
úrslit í því og þar sem um ólög-
legan flutning væri að ræða yrði
kjötinu að líkindum eytt.
-«á.
Samningamál
Ný
röðun í
iaunaflokka
Hjúkrunarfrœðingar,
sálfrœðingar, félagsráð-
gjafar og Ijósmœður
sömdu ífyrrinótt. Samn-
ingarnir svipaðir samn-
ingum náttúrufrœðinga
Hólmavík
Styðja RÚV
Sveitarstjórn Hólmavíkur hef-
ur mótmælt þeirri ákvörðun
ríkisstjórnarinnar að neita ríkis-
útvarpinu um hækkun útvarps-
gjalda. Átelur hreppsnefndin af-
greiðsluna og skorar á stjórnina
að taka hana til endurskoðunar.
Minnt er á að ríkisútvarpið
þjónar allri landsbyggðinni og
hafi enginn annar fjölmiðill gert
það betur hingað til. Einnig er
bent á að útvarpsgjöld séu mjög
lág miðað við hve dagskrá er
mikil að vöxtum og vönduð.
Með því að þrengja kost RUV
telur hreppsnefndin verið að
grafa undan einum af hornstein-
um íslenskrar menningar og verði
að mótmæla slíkum aðgerðum.
-ing.
Kristinn Sigmundsson söngvari.
Aföstudaginn langa verður
haldin ljóðavaka á vegum Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík í
kapellu Hallgrímskirkju kl.
20.00. Heitir Ijóðavakan Bara
þetta líf, en nafnið mun fengið úr
kvæði eftir Pétur Gunnarsson.
Þórunn Sigurðardóttir kosn-
ingastjóri ABR sagði að það væri
ákaflega ánægjulegt að fá að
Bríet Héðinsdóttir.
Hallgrímskirkja
halda þessa ljóðavöku á þessum
stað, „ljóð og klassísk tónlist eiga
svo vei heima í kirkju og það er
okkur mikil ánægja að hafa feng-
ið að fara þarna inn og á þessum
degi. Þetta er svona hliðarspor í
venjulegri kosningabaráttu."
Á ljóðavökunni verða flutt
ljóð eftir íslensk skáld bæði lífs og
liðin, þekkt og minna þekkt, allt
fr áJóhannesi úr Kötlum til Péturs
Gunnarssonar í samantekt Sig-
Vigdís Grímsdóttir.
urdar Svavarssonar, Vigdísar
Grímsdóttur og Inga Boga Boga-
sonar. Flytjendur eru Bríet Héð-
insdóttir, Guðrún Gísladóttir,
Sigurður Skúlason og Jakob Pór
Einarsson. Þá mun Kristinn Sig-
mundsson syngja við undirleik
Jónasar Ingimundarsonar og
Laufey og Guðrún Sigurðardœt-
ur munu leika saman ítölsk verk.
Kynnir verður Silja Aðal-
steinsdóttir.
Ljóðavaka í kapellunni
Ljóð og klassísk tónlistáföstudaginn langa, á vegumAlþýðubanda-
lagsins. Hliðarspor í kosningabaráttunni
Vegaframkvœmdir
Ný leið yfir
Mýrdalssand
Hríngvegurinn nr. 1 yfir Mýrdalssand fœrður á syðri
leið. Framkvæmdir hefjast á nœsta ári og munu kosta
um 70 milljónir
Astæðurnar fyrir því að ráðist
er í þetta verkefni eru tvær,
annars vegar er snjóþyngra þegar
dregur upp á sandinn og hins veg-
ar er sandfokshætta því meiri sem
ofar dregur á sandinn, sagði
Helgi Hallgrímsson hjá Vegagerð
ríkisins, en ákveðið hefur verið
að færa þjóðveg nr.l, sem liggur
yfir Mýrdalssand, og byggja nýj-
an veg á svokaliaðri syðri leið.
Um 20 kflómetrar verða á milli
tenginga.
Núverandi vegur liggur í um
100 metra hæð en sá nýi mun
verða í um 40 metra hæð. Fram-
kvæmdir hefjast á næsta ári, þeg-
ar fyrsta fjárveiting verður veitt í
verkið. Áætlað er að það taki 2-3
ár og kosti um 70 milljónir.
Athygli vekur að nýja leiðin er
örskammt frá gömlu gönguleið-
inni yfir sandinn. „Það er líklega
ekki tilviljun að svo er,“ sagði
Helgi. „Mönnum hefur fundist
viðráðanlegra að ferðast þá leið
og höfðu enda reynslu aldanna til
að byggja á.“ _vd.
Dökka ræman sýnir áætlað svasði fyrir framtíðarveg yfir sandinn. Beina línan
sýnir núverandi veg en brotalínumar em gamlar gönguleiðir. Úr „Vegamálum".
,JÉg er mjög ánægður með að
samningar hafa loks tekist,“ sagði
Magnús Ólafsson formaður Fé-
lags háskólamenntaðra hjúkrun-
arfræðinga í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær, en í gærmorgun tókust
samningar við hjúkrunarfræð-
inga, félagsráðgjafa, sálfræðinga
og Ijósmæður sem starfa hjá rfk-
inu, eftir næturlangan fund hjá
sóttasemjara.
Að sögn Magnúsar eru samn-
ingarnir á sömu nótum og þeir
samningnar sem gerðir voru við
náttúrufræðinga nýlega, nema
hvað ýmis ákvæði eru í hverjum
samningi sem snerta hvern við-
komandi hóp fyrir sig.
Síðustu stundirnar áður en
samningar tókust fóru að mestu í
nýja röðun í launaflokka að sögn
Magnúsar, en að öðru leyti vildi
hann ekki tjá sig um gerð samn-
ingsins, þar sem eftir er að kynna
hann félagsmönnum.
Enn er óvíst hvort allir þeir
hjúkrunarfræðingar, félagsráð-
gjafar og sálfræðingar sem sögðu
upp störfum á ríkisspítölunum
snúa aftur til starfa.
Enn er ósamið við sjúkraþjálf-
ara, iðjuþjálfa, héraðslækna,
símamenn, háskólakennara,
kennara í Kennaraháskólanum,
múrara, málara, arkitekta, dýra-
lækna og leiðsögumenn og því
enn nóg að gera hjá ríkissátta-
semjara.
-vd
Áskrifendur
athugið
Afgreiðsla blaðsins verður
opin á milli kl. 9.00 og 12.00
fimmtudag, þ.e. skírdag. Af-
greiðslan opnar aftur eftir páska
þriðjudaginn 21. apríl. Síðasta
blað fyrir páska verður gefið út
fimmtudaginn 16. aprfl. Fyrsta
blað eftir páska kemur út miðvik-
udaginn 22. aprfl. Gleðilega
páska.
Miövikudagur 15. aprfl 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3