Þjóðviljinn - 15.04.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.04.1987, Blaðsíða 15
Lokahóf KKl var haldið í Sigtúni á föstudag að loknum úrslitaleikjum Bikarkeppninnar. Þá voru afhent verðlaun. Á myndinni má sjá verðlaunahafana. Fr.v. Kristinn Albertsson, frkvstj KK(, Ómar Scheving sem sýndi mestar framfarir af dómurum, Linda Jónasdóttir best í kvennaflokki og stigahæst, Jóhannes Kristbjörnsson besti leikmaður úrslital- eiksins hann tók einnig við verðlaunum fyrir föður sinn, Kristbjörn Albertsson besta dómarann, Pálmar Sigurðsson, bestur, stigahæstur, besta vítahittni og flestar þriggja stiga körfur, Anna María Sveinsdóttir besta vitahittni, Falur Harðarson besti nýliðinn, Guðni Guðnason prúðasti leikmaðurinn og Björn Björgvinsson formaður KKl. ÍÞRÓTTIR Knattspyrna Leggst vel í okkur ísland leikur í kvöld gegn Italíu í undankeppni Olympíuleikanna í knattspyrnu. Lið Ítalíu er mjög sterkt, en engu að síður var ekki annað að heyra á Guðna Kjart- anssyni aðstoðarþjálfara lands- liðsins að hann væri bjartsýnn. „Þetta hefur gengið ágætlega. Við fengum þó að vísu slakt hót- el, en leikurinn leggst vel í okk- ur.“ „ítalir eru með mjög sterkt lið. Allir leikmennirnir eru úr 1. deild. Það háir okkur að við erum ekki búnair að æfa lengi, en hjá þeim er keppnístímabilið í há- marki. Einu takmarkanirnar sem sett- ar eru að leikmenn mega ekki hjafa leikið í HM. Byrjunarliðið í kvöld: Markvörður: Friðrik Friðriksson Aðrir leikmenn: Guðni Bergsson Ágúst Már Jónsson Loftur Ólafsson Ólafur Þórðarson Viðar Þorkelsson Njáll Eiðsson Halldór Áskelsson Pétur Arnþórsson Guðmundur Steinsson Guðmundur Torfason Leikurinn hefst kl. 18. að ís- lenskum tíma. -Ibe Helgl Bentsson farinn aftur til (BK. Knattspyrna Helgi til Keflavíkur Helgi Bentsson sem lék með Víði Garði síðasta sumar hefur nú gengið til liðs við ÍBK að nýju. Helgi lék með ÍBK 1984-85 og næsta ár lék hann með Víðis- mönnum. Það áður lék hann með Breiða- blik og Þór Akureyri. _|þc 29 íslandsmetsett á alþjóðlegu móti íAberdeen. Ragnheiður besta sundkonan. Yfir 50 met frá áramótum Ragnheiður Runólfsdóttlr stóð sig mjög vel í Aberdeen og fékk verðlaun sem besta sundkona mótsins. íslenska landsliðið í sundi hafnaði í 2. sæti á sterku alþjóð- legu sundmóti í Aberdeen. Ár- angur landsliðsins er frábær og hvorki meira né minna en 29 Is- landsmet voru sett. Alls fékk landliðið 11 gullverð- laun, 13 silfurverðlaun og 5 bronsverðlaun. Ragnheiður Runólfsdóttir fékk bikar sem besta sundkona mótsins. Sex þjóðir tóku þátt í þessu móti sem var mjög sterkt. „Þetta er alveg ótrúlegur ár- angur og frábært hvað þessir krakkar geta bætt sig endalaust,“ sagði Sigrún Harðardóttir, farar- stjóri íslenska liðsins í samtali við Þjóðviljann í gær. „Krakkarnir hafa alveg ótrúlegt úthald og það virðist vera hægt að leggja enda- laust á þau.“ „Við erum nú að ná okkur nið- ur og hvfla okkur. Þetta hefur verið mjög erfitt. Við förum næst til Edinborgar. Þar keppum við í 50 metra laug og þó þetta mót sé ekki jafn sterkt og mótið í Aber- deen er það ekki síður mikil- vægt.“ Eðvarð Þór Eðarðsson sigraði í 200 m. fjórsundi karla á nýju íslandsmeti, 2.05.22 og bætti það gamla um tæpa sekúndu. Hann setti einnig ísland- smet í 200 m. brignusundi, synti á 2.18.23, en þar hafnaði hann í 2. sæti. Ragnheiður Runólfsdóttir setti íslandsmet í 200 metra fjórsundi kvenna synti á 2.22.96 sek. Hún hafn- aði þar í 2. sæti. Bryndís Ólafsdóttir jafnaði gamla metið og setti nýtt stúlknamet í sömu grein á 2.23.35. Ragnheiður setti einnig fslandsmet í 200 m. bringusundi á 2.34.60. Þar synti hún undir mótsmeti. Bryndís Ólafsdóttir setti íslands- met í 50 metra skriðsundi. Hún sy nti á 26.78. Hugrún Ólafsdóttir setti íslands- met í 200 m. flugsundi í undanrásum. Hún synti á 2.21.90, og hún synti á svipuðum tíma í úrslitum sem færði henni 2. sætið. Magnús Már Ólafsson setti íslands- met í 10 metra flugsundi. Hann synti á 58.13 sekúndum í undarásum en náði ekki jafn góðum tíma í úrslitum. Ragnheiður Runólfsdóttir sló enn eitt metið í 100 m. baksundi kvenna. Hún hafnaði þar í 3. sæti á nýju meti, 1.06.93. Eðvarð Þór Eðvarðsson setti ís- landsmet í 50 metra baksundi. Hann synti á 26.58 og bætti gamla metið um tæplega hálfa sekúndu. Landsveitin setti íslandsmet í 4x50 metra fjórsundi karla. Sveitin synti á 1.47.90 sekúndum og bætti gamla metið um rúmar 8 sekúndur. Landsveit kvenna bætti ísland- smetið í 4x50 metra skriðsundi kvenna um 6 sekúndur. Sveitin synti á 1.48.71 og sigraði í greininni. Eðvarð Þór Eðvarðsson bætti enn eitt metið í 400 m.. fjórsundi karla. Hann synti á 4.28.34 og sigraði í greininni. Ragnheiður Runólfsdóttir hafnaði í 2. sæti í 400 m. fjórsundi kvenna. Hún synti á 5.02.27 og bætti ísland- smetið um 6 sekúndur. Það met var Hugrún Ólafsdóttir nýbúin að setja. Magnús Már Ólafsson sigraði í 200 m. skriðsundi karla á 1.50.68 sem er íslandsmet. Bryndís Ólafsdóttir sigraði í 200 metra skriðsundi kvenn á nýju fs- landsmeti, 2.04.70. Gamla metið var 2.08.61 og þær Hugrún Ólafsdóttir og Helga Sigurðardóttir voru einnig undir þeim tíma. A-sveit íslands setti fslandsmet í 4x50 metra skriðsundi karla á 1.36.66. Magnús Már Ólafsson synti fyrsta sprett á nýju meti, 23.64. f 4x50 metra fjórsundi kvenna setti A-sveitin met. Synti á 2.04.76. Ragnheiður Runólfsdóttir setti ís- landmet í 200 m. baksundi kvenna á 2.27.69. Magnús Már Ólafsson setti met í 100 m. skriðsundi karla á 51.21 og sigraði. Bryndís Ólafsdóttir sigraði í 100 m. skriðsundi kvenna á 57.00 sem er fs- landsmet. Eðvarð Eðvarðsson sigraði í 100 m. bringusundi karla á nýju fslands- meiti, 1.04.13. A-sveitin setti fslandsmet í 4x50 m. fjórsundi kvenna á 1.04.13 og sigraði í greininni. Þá setti A-sveit karla fslandsmet í 4x50 m. skriðsundi á 1.36.52 sekúnd- um. Þetta ár hefur verið mjög gott hjá íslensku sundfólki, og Guðmundur Árnason sagði í samtali við Þjóðvilj- ann að yfir 50 fslandsmet hafi verið sett frá áramótum. Það sýnir best þá miklu grósku sem er í sundinu. -Ibe England Enn tapar Arsenal Arsenal virðist vera á niðurleið að nýju eftir tvo sigra í röð. Þeir töpuðu í gær gegn botnliði Newc- astle 0-1 á heimavelli. Þessi sigur var mikilvægur fyrir Newcastle og þeir eru nú úr bráð- ustu fallhættu. Paul Goddarf skoraði sigurmarkið á 29. mín- útu. Hann hefur nú skorað sex mörk í jafn mörgum leikjum. Landsliðsfyrirliðinn Brynan Robson meiddist enn einu sinni þegar Manchester United gerði markalauyst jafntefli gegn West Ham. Robson meiddist á ökla og varð að yfirgefa völlinn á 60. mín- útu. Hann lék reyndar lítið með í fyrra vegna meiðsla í hné og öxl. Nottingham sigraði Sheffield Wednesday á útivelli, 2-3. Það var Brian Rice sem skoraði sigur- mark Forest á síðustu sekúndum leiksins. Watford sigraði Chelsea 3-1. Þá voru einnig þrír leikir í 2. deild. Leeds sigraði Shrewsbury 0-ö2 á útivelli og komst þarmeð í 6. sæti. Hull sigraði Millwall 2-1 og Blackburn og Reading skildu jöfn 0-0. í skosku úrvalsdeildinni sigraði Rangers Dundee 2-0. Falkirk og St.Mirren og Hamilton og Dund- ee United gerðu markalaus jafn- tefli. -Ibe V-Pýskaland Þrír leikir Þrír leikir voru í þýsku Bund- esligunni í gærkvöld. Gladbach sigraði Bayer Le- verkusen nokkuð óvænt á útivelli í gær, 0-2. Schalke sigraði Fortuna Duss- eldorf 4-2 og BW Berlin og Borr- ussia Dortmund gerðu jafntefli 1-1. -Ibe/Reuter Körfubolti Landsliðið marði sigur íslenska landsliðið sigraði Pressuliðið í gær, 102-91. Leikurinn var í Njarðvík og var frekar dapur en pressuliðið náði að standa í landsliðinu. Fáir áhorfendur voru utan „fasta- kúnna". Valur Ingimundarson skoraði flest stig fyrir landsliðið 23, ívar Webster 22, Jóhannes Krist- björnsson 17, Guðmundur Bragason 14 og Guðni Guðnason 8. Guðjón Skúlason skoraði 13 stig fyrir pressuliðið, ísak Tómas- son 12, Ölafur Gottskálkssoi> 11 og Símon Ólafsson og Sigurður Ingimundarson 10 hvor. SÓM/Suðurnesjum 1X2...1X2...1X2...1X2. ..1X2... 35. vika fsi Aston Villa-Everton Leicester-West Ham Liverpool-Nott.Forest Luton-Coventry Manch.City-Watford Newcastle-Manch.United Norwich-Sheff.Wed Q.P.R.-Chelsea Wimbledon-Arsenal Leeds-lpswich.... Reading-Portsmouth Sheff.Utd.-Oldham Bylgjan er efst með 174 rétta eftir 29 vikur, DV í 2. sæti með 166, Tíminn með 164, Morgunblaðið með 162, Dagur með 161, Útvarpið með 158 og Þjóðviljinn er í baráttusætinu með 155 rétta. En bráðum kemur betri tíð.... Sund Metaregn í Aberdeen ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.