Þjóðviljinn - 15.04.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.04.1987, Blaðsíða 4
LEIDARI Hvað viljið þið hafa það betra? Hinn 25. apríl næstkomanda verður búið að lofa ótrúlega miklu, það er að segja ef rauðgló- andi loforðamaskínur stjórnarflokkanna verða ekki búnar að bræða úr sér. Eftir konsingar á að gera allt fyrir alla. Allt sem ríkisstjórnin hefði átt að gera í góð- ærinu á því kjörtímabili sem nú er að Ijúka - en gerði ekki - ætlar hún að gera á því næsta. Batnandi manni er best að lifa. Sjálfstæðisflokkurinn segist vera á réttri leið. Framsóknarflokkurinn segist vera klettur í hafinu. „Kjósið okkur aftur," segja þeir. „Hvað viljið þið hafa það betra?“ Jú. Við hefðum gjarna viljað að hér hefði verið við völd ríkisstjórn, sem hefði skilað góðærinu til allrar þjóðarinnar, en ekki aðeins til þeirra sem best höfðu það fyrir. Við hefðum gjarna viljað jafnari skiptingu á þeim 52 milljörðum króna, sem þjóðarbúið hef- ur hagnast um á síðustu fjórum árum vegna stórbættra ytri aðstæðna. Þessir 52 milljarðar samsvara svosem einni milljón króna á hverja fimm manna fjölskyldu á íslandi. Við hefðum gjarna viljað ríkisstjórn sem hefði tekist á við verðbólguna án þess að skerða kjör launafólks um þriðjung. Við hefðum gjarna viljað ríkisstjórn sem hefði tekist á við verðbólguna án þess að skerða kjör launafólks um þriðjung. Við hefðum gjarna viljað ríkisstjórn sem hefði séð sóma sinn í því að byggja upp heilbrigt atvinnulíf í landinu í stað þess að eltast við mýraljós stóriðju. Við hefðum gjarna viijað ríkisstjórn sem hefði rekið sjálfstæða utanríkisstefnu og endurspegl- að friðarvilja þjóðarinnar. Við hefðum viljað ríkisstjórn sem hefði hugs- að fyrst og fremst um íslenska hagsmuni í varn- armálum en ekki bandaríska, ríkisstjórn sem hefði haft forustu um kjarnorkuvopnalaus Norð- urlönd og friðlýst ísland. Við hefðum viljað hafa alltöðruvísi ríkisstjórn en þá sem við höfum þurft að drattast með undanfarin ár. En það tjóir ekki að tala um orðinn hlut. Og við getum verið þakklát fyrir það glópalán sem fylgt hefur stjórninni að fá að starfa mestu góðærisár í sögu lýðveldisins. En kosningarnar 25. apríl snúast ekki um glópalán. Þær snúast um það, hvort við viljum mark- aðshyggju eða manneskjulegt þjóðfélag. Þær snúast um það, hvort við teljum að vinn- andi fólk eigi heimtingu á mannsæmandi launum. Þær snúast um það, hvort við viljum vernda náttúruauðlindir landsins með virkri stefnu í um- hverfismálum. Þær snúast um það, hvort við viljum halda áfram að eltast við drauma um erlenda stóriðju, eða hvort við viljum byggja upp íslenskt atvinnu- líf með áherslu á stuðningi við smærri fyrirtæki; hvort við viljum ríkisstjórn sem starfar fyrir launafólk eða gegn því. Kosningarnar snúast um það, hvort við viljum byggja hér upp þjóðfélag þar sem jöfnuður ríkir, þjóðfélag þar sem konur og karlar starfa hlið við hlið á jafnréttisgrundvelli. Og kosningarnar snúast líka um það, hvort við viljum setja endapunktinn fyrir aftan hneykslismál og spillingu: Höfum við ekki enn- þá fengið nóg af Hafskipsmálum, kaffibauna- málum, pólitískum hjaðningavígum, ættarveldi og samtryggingu? Höfum við ekki ennþá fengið nóg af „hinni réttu leið“ Sjálfstæðisflokksins og þeim „kletti í hafinu" eða „geirfuglaskeri" sem Framssókn- arflokkurinn vill nú kenna sig við? Höfum við ekki fengið nóg af sundrungu og glundroða: S-listi gegn D-lista, J-listi gegn B- lista, landsbyggð gegn borgarbúum, konur gegn körlum, allir á móti öllum. Er ekki kominn tími til að alvarlega þenkjandi vinstri menn taki höndum saman og byggi upp það fyrirmyndarþjóðfélag, sem við höfum efni á að eiga; það fyrirmyndarþjóðfélag, sem vinnu- semi og dugnaður jDjóðarinnar gerir okkur kleift að eignast? Það líður engum vel í þjóðfélagi þar sem ein- hverjum líður illa. Við viljum betra þjóðfélag. Handa öllum. - Þráinn _______________KLIPPT í ieit að kosningamálum Maður verður töluvert var við það í kosningaslagnum þessa dagana að mönnum er mál að tala, en það er eins og þeir viti ekki hvern fjandann þeir eigi að gera að kosningamáli. Fer svo fyrir mörgum að þeir fá endur- tekningarhiksta og losna ekki við hann hvernig sem þeir rembast. Sjálfstæðismenn til dæmis, þeir eru líklega verr haldnir en flestir aðrir um þessar mundir. Peir hafa klappað þann stein í djöfulmóð að Sjálfstæðisflokkurinn sé eini flokkurinn sem heldur fram ein- staklingnum og tryggi um leið festu í stjórnmálum. Hafið þið heyrt nokkuð annað frá þeim flokki að undanförnu? Ekki svo eftir verður tekið að minnsta kosti. Þetta er náttúrlega einn angi af því fjölmiðlafári, að eftir því sem blöð, útvarp og sjónvarp mala fleira og lengur, þeim mun daufari verður athygli hinna frjálsunotenda. Umræðan rýrnar skref fyrir skref og eftir standa berstrípuð lögmál auglýsinga- heimsins þar sem allt stendur og fellur með því að lemja inn í haus- inn á fólki með músflc, sykursæt- um röddum og hröðum mynd- galdri örfáum vígorðum. Kók er það sem þig sælan gjörir. Öll erum við Johnsons börn. Komið til Alberts, þið sem erfiðið og þungar byrðar berið... Lítillækkun stjórnmála Stundum bregður þó svo við að menn eru í Morgunblaðinu að reyna að finna sér einhver sérstök kosningamál. Það hefur meðal annars borið tölvert á því í skrif- um blaðsins og aðsendum grein- um, að Sjálfstæðismenn eru feiknalega stoltir af þeim út- varpslögum sem nú hafa stór- aukið fjölmiðlaframboðið. Hver eftir annan tíundar syndir Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista, sem allir höfðu sína fyrirvara á því útvarpsfrelsi sem hefur verið að breyta þjóðlífinu undanfama mánuði. Rétt er að menn muni, að flest- ir, og þá sósíalistar, tóku undir það að breyta þyrfti útvarps- lögum og gefa fleirum en ríkinu kost á að láta að sér kveða á þeim vettvangi. Og það er sjálfsagt að viðurkenna það líka, að ýmislegt nýtilegt kemur öðru hvoru fram í nýju fjölmiðlunum. Hitt er jafnvíst, að fyrirvarar t.d. al- þýðubandalagsmanna um fjöl- miðlaþensluna áttu fyllilega rétt á sér. Það var og er mikil þörf á því að menn láti sér ekki nægja að æpa: meira er betra. Menn þurfa að gera sér grein fyrir því, á hvaða leið þeir eru. íslendingar hafa vegna sérstöðu og fámennis sérstaka og brýna þörf á því að reka fjölmiðlapólitík sem stefnir eithvað annað en til hins amríska ástands. Við erum að sönnu ekki komnir þangað, en við höfum þokast óþarflega langt í þá átt. Eitt dæmi um þessa amríkanís- eringu er meðferð þeirra fjöl- miðla sem sjálfumglaðastir eru, sjónvarpssstöðvanna, á pólitík. Þar þokar viðleitni til að láta menn vita að umræða fer fram í landinu fyrir duttlungum þess fréttamats sem lætur athyglina snúast um allskonar persónu- legar uppákomur hjá áhrifa- mönnum - eins og Albertsmálin sýna og sanna. Jón Baldvin Hannibalsson vék að þessu í við- tali í Alþýðublaðinu og sagði m.a.: „Þessir menn ( ný stétt fjöl- miðlunga) ætlast til þess að pólit- íkusar tali í andarteppuviðtölum, nánast andi í tólin á nokkrum sekúndum, þeir segja alltaf við mann sisona.„Þetta verður bara stutt. Þú færð innan við eina mín- útu“ Þú átt venjulega að afgreiða fjárlögin á einni mínútu“ Ekki nema furða að Jóni Bald- vin finnist að hér fari einföldun og vanvirðing á pólitískri rök- ræðu, og mun hann ekki einn um það. Og skiptir þá ekki höfuð- máli í þessu samhengi að hann sjálfur hefur verið skratti veikur fyrir þeirri kvöð sjónvarpstím- anna sem setur sjónræna og leikræna hönnun stjórnmála- mannsins ofar því sem hann kann að hafa fram að færa. í annan stað var það vitanlega sjálfsagt að vinstrimenn reyndu að setja fyrir þann leka, að svo- kallað fjölmiðlafrelsi yrði ekki notað til að skerða í reynd mögu- leika og þar með frelsi ríkisút- varpsins til að gegna mikilsverð- um skyldum sínum: En það er reynt - meira að segja Ingvi OG SKORIÐ Hrafn fréttastjóri segir að Sjálf- stæðisflokkurinn sé að kyrkja Ríkisútvarpið og er bragð að þá hann finnur. Tvíbent sjálfumgleði Einn angi af sjálfumgleði nýrra fjölmiðla er sú viðleitni að draga öll hugsanleg mannleg vandamál fram fyrir myndavélar. Og tala um þau. Því meir þeim mun betra. Með þessu ætlar sjónvarp- ið eins og koma í staðinn fyrir alla mögulega aðila - vini og vanda- menn, lögreglu og félagsfræð- inga, sálfræðinga og sálusorgara. Stöð 2 hefur sýnt flokk þátta af þessu tagi. Um vímugjafa og of- beldi, nauðganir og illa meðferð á börnum, sifjaspell og nú síðast sjálfsvíg. Það var reyndar eftir- tektarverk, að þeir gestir, sem boðaðir höfðu.verið í auglýsing- um um þáttinn - þeir sem höfðu persónulega reynslu af sjálfsvíg- um og tilraunum til þeirra, létu á sér standa. Allir nema einn mað- ur. Og það var ekki nema von. Það er vitanlega ekkert að því að ræða um hvað sem er. Vitan- lega er og hægt að hjálpa einstak- lingum sem fyrir áföllum hafa orðið, meðal annars með því að þeir hafi samband við aðra sem fyrir svipaðri reynslu hafa orðið. En það er ekki sama hvernig það er gert. Og ótal aðrar leiðir til en sú að draga ógæfusamt fólk upp í sjónvarp. Meira en svo: það get- ur verið beinlínis hættulegt þeim sem síst skyldi. Ellert Schram ritstjóri sat í þessum þætti og hann hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði á þessa leið: persónulegur vandi manna af þessu tagi hér verður ekki leystur fyrir opnum tjöldum. áb þJOÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÖlafurGíslason, Ragnar Karisson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. LJóamyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitateiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdaatjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Skrlfatofuatjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýaingaatjóri: Sigríður HannaSigurbjörnsdóttir. Auglýaingar: Baldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Sfmvarala: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húamóðlr: Soffía Björgúlfsdóttir. Bflatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðalu- og afgreiðaluatjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðala: Bára Siguröardóttir, Krístfn Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkeyrala, afgreiðala, ritatjórn: Sfðumúla 6, Reykjavfk, afml 681333. Auglýalngar: Sfðumúla 6, afmar 681331 og 681310. Umbrot og aetning: Prentamiöja ÞJóðvilJana hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lauaaaölu: 55 kr. Helgarblöð:60kr. Áakrtftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 15. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.