Þjóðviljinn - 15.04.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.04.1987, Blaðsíða 8
SfÐA - ÞJÖÐVILJINN Mlftvlkudagur 15. aprfl 1987 Alþýðubandalagið stendur vel að vígi f Norðurlandskjördæmi vestra og á möguleika á að bæta við sig þingmanni. Ragnar Arn- alds hefur verið þingmaður kjör- dæmisins um árbil, fyrst 1963- ’67, og síðan frá 1971. Hann var formaður Alþýðubandalagsins 1963-’77, menntamálaráðherra 1978-’79 og ijármálaráðherra 1980-’83. Átta listar eru í fram- boði fyrir kosningarnar í Norður- landskjördæmi vestra: Alþýðu- flokkur, Alþýðubandalag, Fram- sóknarflokkur, Sjálfstæðisflokk- ur, Borgaraflokkur, Kvennalisti, Flokkur mannsins og Þjóðar- flokkur. Framsókn og Sjáifstæðisflokk- ur eiga tvo þingmenn hvor og Al- þýðubandalagið einn. Allt útlit er fyrir að þetta breytist í kosningunum: Vil- hjálmi Egilssyni, sem tók annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins eftir að hafa faliið í prófkjöri í Reykjavík, hefur á skömmum tíma tekist að tæta fylgið af flokknum. Borgaraflokkur og Al- þýðuflokkur höggva skörð í fylgi íhaldsins og vonir Vilhjáims um þingsæti eru að engu orðnar. Þórður Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga, skipar annað sætið hjá Alþýðubandalaginu og á mikla möguleika á að ná kjöri til alþingis. Ragnar Arnalds ávann sér virðingu fyrir störf sín sem ráð- herra og nýtur vinsælda innan kjördæmisins. Hann er nú í við- tali við Þjóðviljann. nBHBBBHHHi - Halli ríkissjóðs nú í ár er þrír milljarðar króna og samtals sjö milljarðar á kjörtímabilinu. Þú skilaðir hins vegar hallalausum ríkissjóði sem fjármálaráðherra - hvað finnst þér um þessa stefnu? „Mér finnst það ógnvekjandi niðurstaða að standa frammi fyrir svo gífurlegri skuldasöfnun sem raun ber vitni. í stjórnmálaum- ræðunni nú finnst mér það ein- kennandi hve menn einblína á verðbólgutölur en hafa litlar áhyggjur af þessum feiknalega halla á ríkissjóði. Vissulega hefur verðbólgan gengið niður, fyrst og fremst vegna hagstæðra ytri aðstæðna, hversu lengi sem það endist nú. Það er eftirtektarvert að hag- fræðingar spá mjög vaxandi verð- bólgu á þessu ári, enda er enginn vafi á því að í efnahagslífinu er nú verulega mikil dulin verðbólga. í raun og veru er þessi gífurlegi halli hvort tveggja í senn vitnis- burður um þunga undiröldu og síðan bein ávísun á nýja verð- bólgusprengingu. Fólk hefur vanist því að einblína á verð- bólgutölurnar og segja sem svo að allt sé í fínu lagi í efnahagslíf- inu þegar þær fara lækkandi. Hitt er aftur miklu flóknara mál hvort rikissjóður stefnir í fjárþrot eða ekki. Það virðist vera svo auðvelt að blekkja fólk með alls kyns ein- földunum um stöðu ríkissjóðs.“ - Sverrir Hermannsson héltþví fram á fundi austur áfjörðum að í þinni ráðherratíð hefði líka verið fjárlagahalli en hann hefði verið borgaður upp með erlendum lán- um. „Auðvitað er þetta hin argasta firra og einungis til marks um málflutning Sverris. Það var af- gangur hjá ríkissjóði öll árin 1980-’82 og þess vegna þurfti ekki að jafna eitt eða neitt með er- lendum lánum. Þvert á móti lækkuðu skuldir ríkissjóðs mjög verulega á þessum árum. Þegar menn tala um miklar er- lendar lántökur á þessum tíma þá eru þeir fyrst og fremst að vísa til þess að það voru miklar fram- kvæmdir í þjóðfélaginu: Upp- bygging á ýmsum sviðum sem kostaði verulegar erlendar lán- tökur. Við þurftum að ljúka við Hrauneyjarfossvirkjun og hún tók til sín feiknamiklar fjárhæðir. Við vorum líka að byggja upp hit- aveitur um allt land. Það voru fyrst og fremst þessar fjárveiting- ar - sem síðar skila þjóðinni ómældum fjármunum í gjald- eyrisspamaði - sem ollu því að við þurftum að taka umtalsverð erlend lán. Það er hinsvegar mjög villandi að blanda því á einhvem tekjuskatt. Helmingur þeirra borgar hreint ekki neitt og einn fjórði borgar sáralítið. Við vinstrimenn leggjum líka áherslu á aðhald i ríkisrekstri. sjálfsagðasta leiðin sú að bæta þannig launakjör í landinu að hægt sé að vega þennan mun upp. Spumingin er hinsvegar sú hvemig hægt sé að bæta það tjón veg ljóst að álagning hans í stað söluskatts er ekkert töfraorð til að koma í veg fyrir skattsvik. Það verða nákvæmlega sömu glufum- ar áfram, einkum fyrir hvers kyns hátt inn í umræðu um rekstur rík- issjóðs.” Fyrirtækin skili sínu - En hvernig á nœsta ríkis- stjórn að borga niður hallarekstur síðustu ára? „Við verðum að afla aukinna tekna og fyrirtækin verða að skila sínu með eðlilegum hætti: Þau verða að standa á eðlilegan hátt undir sameiginlegum útgjöldum landsmanna. Við viljum að það verði tekið til í þessum fmmskógi frádráttar- liða sem fyrirtækin hafa, þegar gengið er frá skattframtali þeirra, þannig að öll fyrirtæki borgi sinn hlut: Nú er þetta þannig að 75% fyrirtækja borga lítinn eða engan - Ragnar Amalds, fyrrver- andi ráðherra: Sjötíu og fimm prósentfyrirtœkja borga nœr engan tekjuskatt. Meira aðhald í ríkisrekstri. Gegn virðisaukaskatti, Stöðnun á landsbyggðinni. Stórefiumframlög tUmenn- ingarmála. Útflutningamið- stöðfyrír íslenska list? Það aðhald má þó aldrei lýsa sér í nísku og samdrætti á félagslegum viðfangsefnum. Við viljum ekki aðhald sem felst í því að skera niður framlög til dagvistunar- heimila, skóla, hafna og sjúkra- húsa svo dæmi séu tekin. Enn má nefna að á meðan ríkisstjómin heldur uppi svo gríð- arlega háu vaxtastigi sem raun ber vitni og eykur halla ríkissjóðs ár frá ári, þá fer vandinn vegna vaxtagreiðslna hraðvaxandi. Það myndi strax létta á þeim þætti, ef vaxtastigið væri með hóflegum hætti.“ - Misgengi launa og verðlags hefur komið gífurlega illa niður á mörgum, ekki síst húsbyggjend- um. Hvað er hœgt að gera til að leiðrétta mismuninn? „Auðvitað er eðlilegasta og sem menn urðu fyrir á meðan að þetta misgengi var sem allra verst. Ég held að skattaleiðin sé nú sú eðlilegasta í því sambandi. Þetta kom einmitt til umræðu við afgreiðslu skattalaganna í vetur, þar sem við Alþýðubandalags- menn vildum koma til móts við húsnæðishópinn og tillögur hans, svo hægt væri að endurgreiða þær háu fjárhæðir sem teknar voru af fólki.“ Kyrrstaða á landsbyggðinni - Áfram með skattamálin. Hver er afstaða þín til virðis- aukaskattsins? „Við Alþýðubandalagsmenn höftim af ýmsum ástæðum lýst eindreginni andstöðu við virðis- aukaskattinn. í fyrsta lagi er al- þjónustufyrirtæki sem hafa stað- ið illa í skilum með söluskattinn. í annan stað er það fyrirsjáan- legt að skriffinnskan í tengslum við þennan skatt yrði margföld á við það sem er með söluskattinn: Þeir sem ættu að standa skil á honum eru fjórum sinnum fleiri en þeir sem greiða söluskatt. Það sem þó vegur þyngst í and- stöðu okkar gegn virðisauka- skattinum er það, að hann myndi leggjast með fullum þunga á allar matvörur, sem nú eru söluskatts- lausar, svo og á menningarstarf- semi. Landbúnaðarvörur myndu stórhækka og stuðla ennfrekar að minnkandi neyslu. Það er því ljóst að með álagn- ingu virðisaukaskattsins væri ver- ið að færa skattbyrðina frá fyrir- tækjunum og yfir á hinn almenna launþega.“ - Snúum okkur að byggðamál- unum. Hvernig hefur byggða- stefna ríkisstjórnarinnar verið rekin? „Ástandið á landsbyggðinni nú minir einna helst á það hvernig umhorfs var undir lok Viðreisn- artímabilsins: Alger stöðnun og kyrrstaða og fólksflótti á þéttbýl- issvæðin. í mínu kjördæmi hefur fólk miklar áhyggjur af því hversu lítið er byggt - af gífurlegum fjölda umsókna um lán til ný- bygginga hjá Húsnæðisstofnun eru aðeins 20 frá Norðurlandi ve- stra. Fólk þorir hreinlega ekki að byggja sér hús. Það óttast að ef það þarf að selja aftur þá sé endursöluverðið miklum mun lægra en byggingarkostnaðurinn og það verði hreinlega gjald- þrota, af því að lánin sem hvfla á húsinu verði miklu hærri en það verð sem fyrir það fengist. Þetta er ástand sem núverandi ríkisstjórn skapaði því það var ólíkt meiri kraftur í uppbyggingu fyrir hennar tíð.“ Tvöfalt meira til menningarinnar - Hvað er til ráða til þess að snúa þessari þróun við? „Það er auðvitað margt til ráða en fyrst og fremst þarf að mynda nýjan þingmeirihluta um öfluga byggðastefnu, til þess að unnt sé að snúa þessari þróun við. Það þarf að efla og tryggja sveitarfélögunum aukið fram- kvæmdavald og hætta að skerða Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Það þarf að auka sjálfstjórn héraða og dreifa þjónustustarfseminni um landið allt.“ - Víkjum að menningarmálun- um. Alþýðubandalagið vill tvö- falda framlög til þeirra. Er það raunhœfur möguleiki? „Já, það er fullkomlega raun- hæfur möguleiki og raunar nauðsynlegt að stefna að því. Á tímum fjölmiðlabyltingar er al- veg sérstök þörf fýrir að efla ís- lenskt menningarstarf: Við þurf- um að tryggja frjálsu leikhópun- um nauðsynlega starfsaðstöðu og örva starf áhugaleikfélaga um allt land. Eins þarf að skoða lista- mannalaunin upp á nýtt og byggja upp sem starfslaun til á- kveðinna verkefna og stórhækka framlögin til þeirra. Eins þarf að styrkja stoðir list- askólanna enda þjóna þeir ekki bara því hlutverki að útskrifa listafólk, heldur ekki síður út- vega þeir öflugt og fjölmennt starfslið sem getur staðið fyrir miklu meiri listakennslu í skólum landsins. Ég vil jafnframt minna á það, að íslenskir listamenn hafa mikla möguleika á að sækja út fyrir landsteinana og í því sambandi hef ég komið með þá hugmynd að sett verði á laggimar útflutnings- miðstöð fyrir íslenska list.“ - Að lokum Ragnar, um stjórnmálaástandið, nú þegar fleiri flokkar bjóða fram en nokkru sinni áður. „Það er augljóst að eftir þessar kosningar verður staðan í stjórnmálum miklu flóknari en nú er. Eftir sem áður eru þó tveir höfuðpólar í íslenskum stjórn- málum: Sjálfstæðisflokkarnir tveir annars vegar, Alþýðu- bandalagið hinsvegar. Alþýðubandalagið er eini flokkurinn með hreinræktaða vinstristefnu á öllum sviðum. Það gildir bæði um afstöðu okkar til vígbúnaðar og hernaðarbrölts og það lýsir sér í mjög markvissri kröfu um jafnrétti þegnanna á öllum sviðum. Þessvegna er það úrslitaatriði í þessum kosningum að allir vinstrimenn leggi sitt lóð á vogar- skál jafnréttis, félagshyggju og friðarstefnu." -þj- Ríkishallinn ávísun verðbólgu Styrkir úr Menningar- og framfarasjóði Ludvigs Storr Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Menningar- og framfarasjóöi Ludvig Storr fyrir árið 1987. Sjóöurinn var formlega stofnaður árið 1979, en tilgangur hans er eins og stendur í skipulagsskrá: „Að stuðla að framförum á sviði jarðefnafræða, byggingariðnaðar og skipasmíða með því að styrkja vísindamenn á sviði jarðefna- fræða, verkfræðinga, arkitekta, tæknifræðinga og iðnaðarmenn til framhaldsnáms, svo og að veita styrki til rannsókna á hagnýtum úrlausnar- efnum í þessum greinum". Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu Háskólans og ber að skila umsóknum fyrir 1. júní n.k. Auglýsing um akstursgjald Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið aksturs- gjald í aksturssamningum ríkisstarfsmanna og ríkisstofnana sem hér segir: Almennt gjald Fyrstu 10.000 km kr. 13,20 pr.km Frá 10.000 til 20.000 km kr. 11,80 pr.km Umfram 20.000 km kr. 10,40 pr.km Sérstakt gjald Fyrstu 10.000 km kr. 15,40 pr.km Frá 10.000 til 20.000 km kr. 13,75 pr.km Umfram 20.000 km kr. 12,15 pr.km Torfærugjald Fyrstu 10.000 km kr. 17,70 pr.km Frá 10.000 til 20.000 km kr. 15,80 pr.km Umfram 20.000 km kr. 13,95 pr.km Akstursgjald þetta gildir frá og með 1. apríl 1987. Reykjavík 9. apríl 1987 FERÐAKOSTNAÐARNEFND Sumaratvinna Flugmálastjórn auglýsir eftir aðstoðarfólki til sumarafleysinga í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Stúdentspróf, góð ensku- kunnátta og greinileg rithönd tilskilin. Handrituð- um umsóknum skal skila til símaafgreiðslu flug- málastjórnar fyrir 1. maí n.k. Flugmálastjóri getrluna- VINNINGAR! 34. leikvika - 11. apríl 1987 Vinningsröð: 221 - X21 - XXX - X21 1. vinningur: 11 réttir, kr. 71.745,- 14420(1/10) 125252(6/10) 127202(6/10)+ 127205(6/10)+ 223542(14/10) 127204(6/10)+ 127706(6/10) 2. vinningur: 10 réttir, | kr. 2.089,- | 1142 45374+ 55966 8486 46382** 58145 12983 47631* 58470 14419 49573 96299 42351 + 50571* + 96358 43686+ 53834 97970 45353 53845 98713+ 98719+ 126001+ 218298* 622622* 98722+ 126002+ 223659* 654497 101121 126168 223797 Úr 33. viku: 125051+ 127611 594067 9725+ 125078 129618** 594078 53155+ 125253 215393 594079 * =2/10 125254 218286*+ 622385 ** =4/10 Kærufrestur er til mánudagsins 4. maí 1987 kl. 12:00 á hádegi. Kaerur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunm í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða tekn- :ar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til íslenskra Getrauna fyrir loka kæru- frests.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.