Þjóðviljinn - 15.04.1987, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 15.04.1987, Qupperneq 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þjómfiuiNN Miðvikudagur 15. aprfl 1987 88. tölublað 52. drgangur SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Sjálfstœðisflokkurinn Ögrun við verkfallsmenn Frambjóðendur Sjálfstœðisflokksins leiðsögumenn í skemmtiferðum. Friðrik Haraldssonformaður Félags leiðsögumanna: Ögrunvið okkur. Verkfall hefur staðiðí3 vikur án viðrœðna Stjórn félagsins hefur sam- þykkt ályktun þar sem hún lýsir yfir undrun sinni og van- þóknun á því að landsfeðurnir séu að auglýsa það að þeir gangi inn í okkar störf á sama tíma og við stöndum í kjarabaráttu og verkfalli, sagði Friðrik Haralds- son formaður Félags leiðsögu- manna í samtali við Þjóðviljann, en auglýsingar þær sem hann vitnar í hafa birst í Morgunblað- inu að undanförnu og eru um skemmtiferðir Sjálfstæðisfélag- anna. f þeim segir að frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins séu leiðsögumenn í ferðunum. „Við vitum að þessar ferðir hafa tíðkast árum saman án þess að það hafi verið leitað til okkar og við erum ekki að fetta fingur út í það,“ sagði Friðrik. „En við lítum á það sem ögrun að auglýst sé að þarna sé verið að ganga í okkar störf.“ Verkfall leiðsögumanna hefur staðið yfir í þrjár vikur og engir Opið hús í KOSNINGAMIÐSTÖÐINNI skírdag kl. 16.00-18.00 Álfheiður Ingadottir, blaðamaður, situr fyrir svörum um atburði líðandi stundar í þjóðmálum í Kosn- ingamiðstöðinni, Hverfisgötu 105, 4. hæð. Kvartettinn syngur af alkunnri snilld við undirleik Ara Einars- sonar og Birgir Bragasonar. Sölusýning Gunnars Arnar á veggjunum. Kaffi og meðlæti. Húsið opnað kl. 14.00. ALLIR VELK0MNIR ' í Reykjavík Munið eftir kosningahappdrættinu Alþýðubandalagið í Reykjavík fundir hafa verið haldnir síðan það hófst. „Við förum fram á það sama og samþykkt var í samningum ASI og VSÍ í desember, það er að segja 35.000 króna laun fyrir fag- lært fólk“ sagði Friðrik. „En það hefur viðsemjendum okkar ekki þótt fýsilegt að samþykkja og talsvert vantar enn á að náist saman. Við erum með þessar kröfur í endurskoðun í ljósi þeirrar þró- unar sem hefur átt sér stað að undanförnu og við megum ekki vera að því að bíða eftir því að ASÍ og VSÍ komist að niðurstöðu um hana. Vertíðin er að hefjast og ef við gerum ekkert til að jafna leikinn strax þá missum við af lestinni," sagði Friðrik. „Ef ekki semst fljótlega eru horfumar í ferðaþjónustu innan- lands mjög dökkar,“ sagði And- rés Guðmundsson leiðsögumað- ur í samtali við Þjóðviljann. „Og þær versna enn ef ekki fæst fagl- ært fólk til að sinna þessum störf- um vegna lágra launa." -vd. Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra afhendir Pétri Guðmundssyni, flugvallarstjóra, lyklavöldin að flugstöðinni. Mynd Sig. Nýja flugstöðin Kátt í höllinni í gœr að viðstöddu miklu fjölmenni Vígsluhátíð Nýja flugstöðin á Keflavíkur- flugvelli var vígð í gær að við- stöddu miklu fjölmenni. Áætlað er að allt að 3000 manns hafi sótt flugstöðina heim. Fyrsta farþeg- aflugið var afgreitt frá stöðinni í býtið í morgun. Framkvæmdum við stöðina er þó ekki lokið, því enn á eftir að ganga frá starfs- mannaaðstöðu og skrifstofuálmu hússins. Þrátt fyrir nokkra agnúa á byggingunni, er engum blöðum um að fletta að flugstöðin er hið glæstasta hús. Vigdís Finnbogadóttir vígði flugstöðina og afhjúpaði af því tilefni lágmynd af Leifi Eiríkssyni, en stöðin er nefnd í höfuðið á honum. Pétur Sigurg- eirsson biskup flutti stutta bæn og bað æðri máttarvöld um að flug- stöðin mætti verða íslensku þjóð- inni til heilla um ókomin ár. Önnur stórmenni fluttu einnig stutta tölu í tilefni dagsins, þeir Matthías Á. Mathiesen, utan- ríkisráðherra, nafni hans Bjarna- son, samgönguráðherra og Sverr- ir Haukur Gunnlaugsson, for- maður byggingarnefndar. All nokkra athygli vöktu þau ummæli Sverris Hauks að sér- staklega bæri að þakka örlæti bandarískra stjórnvalda í garð byggingar flugstöðvar. Má það til sanns vegar færa. Af þeim 3.2 milljörðum ísl. kr., sem talið er að flugstöðin muni kosta full- gerð, borgar íslenska ríkið aðeins 0.8 milljarða á móti 2.4 milljörðum frá bandaríska her- málaráðuneytinu. Á móti þessu örlæti hefur íslenska ríkið skuld- bundið sig til að láta hernum stöðina eftir til afnota á ófriðart- ímum. -RK Veiðihugur Sést í sjóbirtinginn Nokkur veiði hafin en kuldinn gerir strik í reikninginn k egar fer að halla undir vorið w kemur veiðihugur í menn og er sjóbirtingsveiði vinsæl snemma vors. „Það er aðeins far- ið að sjást í silungin" sagði Helga Eysteinsdóttir á Hrauni í Ölfusi en þar er yfirleitt mikil sjóbirt- ingsveiði á vorin. „Við hlýindin í byrjun apríl fór hann að koma og það hefur veiðst svolítið síðustu daga en hann spá- ir nú fremur kólnandi svo maður veit ekki hvernig veiðin verður á næstunni. Bleikjan er ekki komin ennþá en hún er oft mislynd að eiga við og menn reyna oft við hana á flugu.“ Hjá Stangveiðifélagi Reykja- víkur fengust þær upplýsingar að nokkuð hefði veiðst í Þorleifslæk upp á síðkastið en væri nú eitthvað farið að minnka vegna kuldans. -ing.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.