Þjóðviljinn - 15.04.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.04.1987, Blaðsíða 5
VIÐHORF ísland úr NATÓ, herinn Guðmundur Georgsson skrifar Þetta eru kjörorð sem tugþús- undir íslendinga hafa valið bar- áttu sinni fyrir hlutlausu og her- lausu landi. Þessi barátta getur ekki gert kröfu til þess að teljast frumleg. Það er ekki verið að berjast fyrir neinu nýmæli í sögu þessarar þjóðar, ekki neinni stað- leysu eða útópíu. Nei, það er ein- faldlega verið að berjast fyrir því að þjóðin endurheimti þá sér- stöðu í samfélagi þjóðanna sem hún valdi sér þegar hún varð fullvalda en misvitrir stjórnmála- menn blindaðir og blekktir af áróðri kalda stríðsins glutruðu niður með því að samþykkja inngöngu í hernaðarbandalagið NATO og kalla yfir okkur erlent herlið. Þessi barátta fyrir friðlýstu landi hefur nú staðið í nærfellt fjóra áratugi. Það hafa verið sveiflur í henni og hún verið háð undir merkjum ýmissa samtaka, „Þjóðareiningar gegn her í landi,” „Friðlýsts lands,” og „Samtaka hernámsandstæð- inga”, sem hafa valið baráttu sinni mismunandi kjörorð. Þau samtök sem nú bera uppi barátt- una og hafa reynst lífseigust þeirra allra, Samtök herstöðva- andstæðinga hafa valið sér kjör- orðin: „ísland úr NATO, herinn burt.” Nú kynni einhver að spyrja, hví er verið að rifja upp þessar alkunnu staðreyndir? Jú, ástæð- an er sú, að nú er verið að draga ofangreind kjörorð inn í kosning- abaráttuna á heldur neikvæðan hátt. í kosningabæklingi sem barst inn um dyralúguna hjá mér fyrir nokkrum dögum stendur „að friður verði ekki tryggður með að hrópa ísland úr NATO, herinn burt”. Þessi orð voru ekki í kosningabæklingi Sjálfstæðis- flokksins, eins og margir kynnu að ætla. Ef svo hefði verið hefði þessi greinarstúfur ekki verið orðum felist óvirðing við það fólk sem áratugum saman hefur verið að berjast fyrir friðlýstu landi, og vanmat á þeirri friðarbaráttu sem lengst af var eina friðarbaráttan sem háð var hérlendis. Mér hefði fundist það frekar í samræmi við stans fyrir næstu kosningar að stefnan í utanríkismálum hafi verið skýrð og skerpt. Ég hef því litið á Kvennalistann sem banda- mann okkar í friðarbaráttunni, innan þeirra marka sem þær hafa sett sér. Því er það að hnútur sem „Stafi þessi orð þingmannsins afvan- þekkingu, skalþeirrar sjálfsögðu stað- reyndar getið, að engan herstöðvaand- stæðing þekki ég sem telur að það sé nœgilegt að hrópa „ísland úr NATÓ, herinn burtu, til að tryggja frið í heiminum“ skrifaður. Við herstöðvaand- stæðingar erum orðnir lang- þreyttir á að bregðast við hnútum úr þeim herbúðum. Nei, þessi orð er að finna í greinarstúf sem ritaður er af Sigriði Dúnu Kristmundsdóttur alþingismanni og birtist í kosningabæklingi Kvennalistans. Ég skil ekki hvaða tilgangi þessi orð eiga að þjóna. í þessum tilgreinda greinarstúf eru dregin saman í stuttu máli helstu atriði sem alþingismanninum virðast efst í huga og friðarmál fá ekki frekari umfjöllun og verður því að ætla að henni finnist þessi boð- skapur skipta mestu máli í þeim málum. Mér finnst að í þessum málflutning Kvennalistans á al- þingi og stefnuskrá hans í utan- rikismálum að þessi stuttaralega umfjöllun hefði hljóðað svo: „að friður verði ekki tryggður með auknum vígbúnaði”. Ég var á sínum tíma óhress með ýmis ummæli forystumanna Kvennalistans fyrir síðustu kosn- ingar og hafði vissar efasendir um hvert framlag þeirra yrði í friðar- baráttunni. Hins vegar hef ég fylgst með störfum þeirra á al- þingi og glaðst yfir skeleggum stuðningi þeirra við öll þau mál sem til friðar horfa og upp hafa komið á liðnu kjörtímabili á þeirri samkundu. Ég þykist ein- nig sjá á stefnuskrá Kvennali- koma úr þeirri átt koma fremur við kvikuna en komi þær frá fors- varsmönnum hernaðarhyggju. Stafi þessi orð þingmannsins af vanþekkingu skal þeirrar sjálf- sögðu staðreyndar getið, að eng- an herstöðvaandstæðing þekki ég sem telur að það sé nægilegt að hrópa „ísland úr Nató, herinn burt”, til að tryggja frið í heimin- um. Við höldum ekki einu sinni að það dugi að hrópa þessi kjör- orð til að koma hernum úr landi. Við gerum ýmislegt annað, ekki aðeins á heimavettvangi heldur á alþjóðlegum vettvangi. Það má minna á að það voru Samtök herstöðvaandstæðinga sem komu því til leiðar að aðrar burt friðarhreyfingar á Norður- löndum tóku Island með inn í þær hugmyndir, sem þær voru að ræða um Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd fyrir nærfellt áratug. Samtökin áttu þátt í að móta þær hugmyndir um svæðið sem gengið var frá á fundi í Norræna húsinu árið 1983. Það má telja líklegt að sú vandaða samþykkt verði þeirri embættismanna- nefnd sem nú hefur verið stofnuð mjög gagnlegt leiðarljós. Sam- tökin hafa einnig tekið virkan þátt í starfi Friðarsambands Norðurhafa og einn félagi okkar hefur getið sér orð á alþjóðavett- vangi fyrir friðarbaráttu svo að eitthvað sé nefnt. Heima fyrir höfum við tekið virkan þátt í sam- starfi þeirra margvíslegu friðar- hreyfinga sem sprottið hafa upp á undanförnum árum. Rökin fyrir baráttu herstöðva- andstæðinga heimafyrir eru ein- föld. Við verðum sjálf að hreinsa til í eigin landi. Það eitt er á okkar valdi. Við eigum að sjálfsögðu að halda áfram að styðja við friða- rviðleitni hvar sem er í heimin- um, en það ætti öllum að vera ljóst að við ráðum ekki afstöðu annarra þjóða. Herstöðvaandstæðingar hafa aldrei litið svo á að nái þeir mark- miðum sínum sé heimsfriðnum borgið og frekari friðarbaráttu ekki þörf. En hljóðni þær raddir sem hrópa kjörorð baráttunnar fyrir friðlýstu landi, áður en því marki er náð að ísland sé á ný orðið hlutlaust og herlaust land, verður myrkt yfir þessu landi. Guðmundur Georgsson Til þín sem kýst í fyrsta sinn Reynir Sigurðsson skrifar Þar sem ég tala um vinstri menn í greininni, á ég við Al- þýðubandalagið. Eins og þú ef- laust veist eru samankomnir í þeim flokki kommúnistar, sósíal- istar og slæðingur af krötum - of margir að mínu viti. Þér að segja höfum við viðhald, þar sem fer Kvennalistinn. Margur hefur far- ið flatt á framhjáhaldi en vonandi verður það ekki til þess að við vinstri menn komum ekki inn manni á Vestfjörðum. Með hægri mönnum á ég við Sjálfstæðis- flokkinn, Borgaraflokkinn, svo og ráðandi öfl hjá Framsókn og og krötum. það er nefnilega svo að Steini Páls er ekkert annað en laumukommi í samanburði við Jón Baldvin. Og Steingrímur er eins og góðum framsóknarfor- manni sæmir, svona báðum megin og einhvers staðar þar á milli. Hver er sinnar gæfu smiður Hægri menn tala oft og mikið um frelsi einstaklingsins. Þeir eiga sér einnig uppáhalds máls- hátt sem er vel til þess fallinn að við fáum þá flugu í höfuðið að okkur sé það í sjálfsvald sett, hvort við erum rík eða fátæk. Þetta er málshátturinn: Hver er sinnar gæfu smiður. Á honum byggja þeir í raun hugmynda- fræði sína, frjálshygguna. En það er galli á gjöf Njarðar. Þetta er nefnilega sá málsháttur, sem hvað auðvaldast er að hrekja, vegna þess að hann er í öllum megintilfellum rangur. Enginn ræður því, hvemig hann er fædd- ur; heilbrigður, sjúkur, vanskap- aður eða rét, svartur, hvítur, gul- ur, rauður, gáfaður eða heimsk- ur. Enginn ræður hvort hann er fæddur í auð eða örbirgð í velf- sem samneyslunni er úthýst en frumskógarlögmálið leitt til önd- vegis: Hinn sterkari ræður. Gerum hina ríku ríkari Við vinstri menn viljum ekki skógarsamfélaginu. Þjóðfélaginu sem sniðið er eftir óskum þeirra sem eiga aðeins eina hugsjón: Að verða ríkir. Þjóðfélag sem gerir allt til að tryggja hag þeirra sterku, þeirra sem eiga peninga og/eða hafa góðan aðgang að peningum. Gemm hina ríku ríka- „Ýttufrá þér gömlufordómunum og láttu samviskuna ráða, hvarþú seturx-ið á kjördag. “ erðarríki ellegar þróunarlandi. Enginn velur sér foreldra, hvort hann á nokkurn að eða hvers konar uppeldi hann fær. Enda- laust væri hægt að tína til. Getum við ekki verið sammála um að ofangreind atriði ráði mestu um, í flestum tilfellum, hvers konar lífi við komum til með að lifa? Jafnvel þó við fáum óskastart, em ótal tilviljanir sem geta gert það að engu. í öllu falli er hann gjörsamlega út í bláinn í draumarfki hægri manna, frjálshyggjuríkinu, þar einungis verja þau réttindi og ör- yggi sem við þegar höfum náð, með áratuga baráttu við hægri höflin. Við stefnum ótrauðir á uppbyggingu okkar drauma- þjóðfélags, þar sem réttlætið sit- ur í fyrirrúmi. Þjóðfélag sem dregur úr eða eyðir þáttum nei- kvæðum sem við fáum engu um ráðið og ég tíundaði hér að fram- an. Þjóðfélag sem hefur það að leiðarljósi að tryggja hag allra þegna sinna. Þessu þjóðfélagi teflum við vinstri menn gegn því sem hægri menn aðhyllast, fmm- ri, er fyrsta boðorðið, og það sem þeir í raun eiga við er þeir tala um frelsi einstaklingsins. Þetta er stóra lygin Hægri menn reka gífurlegan blekkingaráróður fyrir þessari samfélagsgerð og segja: Allir geta komist í hópinn hólpna, séu þeir nógu duglegir. Getur þú séð fyrir þér 250 þúsund íslenska milla? Þetta er stóra lygin. Lygin sem á að sætta þig við lítið. Þú skalt láta þig dreyma meðan þeir maka krókinn. Ameríski draumurinn. Draumurinn um bæklaða svert- ingjann frá Harlem, sem einn góðan veðurdag verður forseti Bandarikjanna, vegna þess hversu duglegur hann er. Ég þekki fullt af hörkuduglegu fólki, konum og körlum, verka- mönnum, iðnaðarmönnum, lista- mönnum, húsmæðmm, kennur- um, sjómönnum, fóstmm, bænd- um, skrifsíofufólki og fiskverk- unarfólki. Þrátt fyrir dugnaðinn er ekkert af því ríkt eða kemur til með að verða það. Og fæst af því leiðir að því hugann. Það á fullt í fangi með að framfleyta sér og sínum og hefur sáralítinn tíma til að sinna börnum sínum eða hugðarefnum. Allt sem þetta fólk fer fram á, er mannsæmandi líf. Réttlátt þjóðfélag, sem gerir fólkinu kleift að lifa lífinu lifandi. Eitt af uppáhaldsboðorðum hægri manna, enda undirstaða frjálshyggjunnar, er: Útrýmum samneyslunni. Ég þekki fólk sem hefur verið heilaþvegið af þess- um áróðri og hrópar: Niður með samneysluna. Fólk sem hefur eignast andlega og/eða líkamiega fötluð börn, lent í slysum eða langvarandi sjúkdómum og hefur af þeim sökum verið þiggjendur en ekki veitendur í sam- neyslunni, og væru löngu komið í skítinn eða undir græna torfu ef það hefði þurft að borga hælis- eða sjúkrahúsvist, hjúkrun og læknishjálp fullu verði. Slíkur er máttur Morgunblaðsins. Ég þekki líka venjulegt launa- Miðvlkudagur 15. aprfl 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.