Þjóðviljinn - 15.04.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.04.1987, Blaðsíða 2
FRETTIR —SPURNINGIN- Eru nýbirtar skoöanakannanir ávitull á úrslit komandi alþing- iskosninga? Sigrún Björnsdóttir dagskrárgerðarmaður: Því miður hef ég svo til ekkert fylgst með niðurstöðum síðustu skoðanakannana. Það má reikna með töluverðri sveiflu til miðju í þessum kosningum. Ný fram- boð, s.s. Borgaraflokksins, held ég að dragi töluvert fylgi að sér. Það er bæði vegna þess að mörgum finnst að sínir gömlu flokkar hafi ekki staðið sig sem skyldi og það er mikið til af pólit- ískum villingum._________ Hlldur Petersen framkvæmdastjóri Ég held að úrslit kosninganna verði nokkuð önnur en skoðana- kannanir gefa til kynna. Borgar- aflokkurinn missir fylgi yfir til Sjálfstæðisflokksins. Lúðvík Eggertsson fyrn/. kaupmaður: Nei. Úrtakið er of lítið og spurn- ingarnar of einhliða. Annars er venjulegast fátt um svör þegar stórt er spurt. Bragi Kort skrifstofumaður: Ég veit ekki. Það eru mjög margir óánægðir með gömlu flokkana. Ég held að Borgara- flokkurinn eigi eftir að spjara sig. önnur ný framboð fá svo til ekk- ert fylgi. Stefán Friðgeirsson bankamaður: Ég tel að skoðanakannanirnar gefi nokkuð rétta vísbendingu um úrslit kosninganna. Annars eru þessar kannanir ekki skoðana- bindandi fyrir mig. Ég þori ekki neinu aó spá um úrslit kosning- anna. Háskólinn Baráttustjóm mynduð Vinstri menn og Umbótasinnar hafa myndað meirihluta ístúdentaráði „Við leggjum fyrst og fremst áherslu á virka baráttu í lánamál- um og gott upplýsingastreymi til hins almenna stúdents,“ sagði Ómar Geirsson nýkjörinn for- maður og framkvæmdastjóri stúdentaráðs Háskóla íslands, en Félag vinstri manna og Félag um- bótasinna hafa nú myndað nýjan meirihluta sem samanstendur af 13 vinstri mönnum og 4 umbóta- sinnum. í minnihluta eru 13 Vökumenn. Fulltrúar umbótasinna í stjórn- inni eru auk Ómars, Kristján Sigtryggsson gjaldkeri og Agúst Ómar Ágústsson. Fyrir hönd vinstri manna sitja í stjórn Birna Gunnlaugsdóttir varaformaður, Þóra Jónsdóttir, Skúli H. Skúla- son og Theódór Guðmundsson sem er annar framkvæmdastjóri ráðsins og fulltrúi þess í stjórn LÍN. Að sögn Ómars verður lögð áhersla á að málflutningur tals- manna stúdentaráðs sé málefna- legur og ábyrgur og að unnið verði að því að efla traust al- mennings á námsmönnum. „Við ætlum okkur einnig stóra hluti í samstarfi námsmannahreyfing- anna og munum halda þar uppi öflugri baráttu. Auk þess viljum við hafa góð tengsl við deildafé- lögin og munum beita okkur fyrir virkri stefnu í málum Háskólans, bæði gagnvart skólayfirvöldum og ríkinu. í málefnum Félags- stofnunar er markmiðið að bæta ímynd hennar þannig að menn verði varir við góða og frambæri- lega þjónustu á viðráðanlegu verði,“ sagði Ómar. Vinstri menn og umbótasinnar hafa myndað nýja stjórn Stúdentaráðs Háskólans. F.v.: Ómar Geirsson formaður, Theódór Guðmundsson LlN-fulltrúi, Þóra Jónsdóttir fulltrúi utanríkismálanefndar og fyrir framan er Birna Gunnlaugsdóttir varaformaður. Mynd Sig. „Það verður að ná fram tafar- lausri leiðréttingu á framfærslu- grunni LÍN, í dag er fullt lán að- eins 23.420 krónur, sem er alltof lítið,“ sagði Theódór Guðmunds- son fulltrúi í stjórn LÍN. „Við munum einnig beita okk- ur fyrir því að 1. árs nemar fái aftur fulla fyrirgreiðslu hjá sjóðn- um og að hætt verði að íþyngja honum með dýrum erlendum lánum.“ -vd. Sjónvarp limlent efni aukið hjjá Stöð 2 Líkur á að framleiðsla innlends efnis hjá ríkissjónvarpinu dragist enn saman vegnafjárskorts. Egill Eðvarsson: Ég tek við sumrinu og reyni að spila úrþvíeins og hœgt er „Ég leysi af sem dagskrárstjóri innlends efnis og tek við 1. maí nk. og kem ekki til að móta neina stefnu til lengri tíma. Ég tek við þessu eins og það verður lagt í hendurnar á mér og reyni að spila úr því eins og ég veit mögulega best,“ sagði Egill Eðvarðsson, sem leysa mun af Hrafn Gunn- laugsson um fimm mánaða skeið. Aðspurður um hvort nokkurt fjárhagslegt svigrúm væri til stór- ræða í íslenskri dagskrárgerð hjá ríkissjónvarpinu sagði Egill: „Sjálfsagt eru til litlir peningar til að gera eitthvað fyrir mikla pen- inga en spurningin er hvort er hægt að láta þá nýtast betur en Vesturland Skúli vinsæll Skúli Alexandersson alþingis- maður hefur undanfarnar vikur ferðast vítt og breitt um Vestur- landskjördæmi og haldið vinnu- staðafundi þar sem hann hefur m.a. notað skyggnur og myndrit til upplýsingar. Fundir Skúla hafa mælst mjög vel fýrir og á fundi sem hann hélt með starfsmönnum Loftorku í Borgarnesi í vikunni var sérstak- lega farið fram á það við hann að koma aftur og halda fundarhöld- um áfram með starfsfólkinu. Mun þetta ekki vera einsdæmi á fundarferðalagi Skúla. gert hefur verið hingað til. Það get ég ekki metið fyrr en ég kemst betur inn í stöðuna." „Dagskrárdeildinni verður skipt upp í tvær deildir, aðra fyrir erlent efni, en hina fyrir innlent. Fyrirhugað er að efla verulega hlut innlendrar dagskrárgerðar,“ sagði Lovísa Óladóttir Starfs- maður Stöðvar 2 við Þjóðviljann. Þjóðviljinn ræddi við Björn Björnsson og sagðist hann vinna að skipulagningu íslenskrar dag- ‘‘skrárgerðar hjá Stöð 2 sem verk- taki, eða ráðgjafi á vegum fyrir- tækis síns og Egils Eðvarðssonar, „Hugmyndar" og taldi hann að það yrði þriggja til fimm mánaða verkefni. Sagði Björn að Egill tæki sér frí frá „Hugmynd" þá fimm mánuði sem hann verður dagskrárstjóri hjá ríkissjónvarpinu og yrði verk- efnið á Stöð 2 alfarið á hans herð- um. -sá. Flugstjórn Meint afglöp fyrir dóm Ríkisaksóknari hefur lagt fram ákærur á hendur þremur flugum- ferðarstjórum og einum flug- stjóra hjá Flugleiðum fyrir van- rækslu í starfi og brot á ákvæðum loftferðarlaga. Krefst ríkissak- sóknari að þeim verði gert að taka út refsingu, að viðbættum réttindamissi. Ákærurnar byggir ríkissak- sóknari á tveimur flugumferðar- atvikum, er minnstu munaði að farþegaflugvélar, með mörg hundruð manns innanborðs, skyllu saman í lofti. Fyrra atvikið átti sér stað í sept- ember 1980. Þá munaði svo til engu að tvær farþegaþotur Flug- leiða, með yfir 400 farþega, skyllu saman stuttu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli. Tildrög málsins voru þau að þoturnar höfðu tekið sig upp af sömu flugbraut, með stuttu millibili. Dró sú seinni hina fyrri uppi. Meðan þetta gerðist rifust flug- umferðarstjórinn á flugbylgjunni og flugstjóri aftari þotunnar. Síðara atvikið átti sér stað yfir Austurlandi í júní 1986, er engu mátti muna að risaþota British Airways og þota frá SAS rækjust saman. Tveir flugumferðar- stjórar á Reykjavíkurflugvelli eru ákærðir vegna þessa tilviks. -rk Kjósið mig! Kjósið fámenna festu! Kjósið tlokk klettsins í hafinu! 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 15. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.