Þjóðviljinn - 15.04.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.04.1987, Blaðsíða 12
Moskva Schultz ræðir við Gorbatsjof í gær ræddust þeir við í Kreml, George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Míkael Gorbatsjof, leiðtogi Sovétríkj- anna. Ekki var greint frá því hvað þeim fór á milli en fáum blandast hugur um að afvopnunarmál hafi verið efst á baugi. Áður en þeir fóru afsíðis til við- ræðnanna bar Shultz Sovétleið- toganum boð frá húsbónda sín- um, Ronald Reagan, þess efnis að honum sé boðið að sækja Bandaríkin heim á þessu ári. Gorbatsjóf þekktist boðið með þeim skilyrðum að heimsóknin yrði gagngert til að undirrita friðarsamninga. Hann nennti ekki að ferðast milli landa í erind- isleysu, allra síst til Bandaríkj- anna. -ks. ERLENDAR FRETTIR Indland Saumað að Gandhi Stjómarandstaðan krefst skýringa á brottvikningu Singhs landvarnaráðherra Igær sætti Rajiv Gandhi, for- sætisráðherra Indlands, mikl- um kárínum á indverska þinginu vegna brotthvarfs landvarna- ráðherrans, Vishwanath Pratap Singh, úr ríkisstjórn landsins. Hann kvað hafa verið knúinn til afsagnar vegna atorku sinnar við rannsókn vopnasöluhneykslis sem tengist ýmsum framá- mönnum Kongressflokksins. t>að voru þingmenn stjórnar- andstöðunnar sem hófu máls á því að Gandhi þyrfti að gera hreint fyrir sínum dyrum og sannfæra þingheim um að Singh hefði orðið á skyssa. Það yrði ekki gert nema á þann veg einan að vopnasöluhneykslið yrði rannsakað ofan í kjölinn. Rajiv, fyrrum „herra Hreinn", Gandhi. Siglingar Morðmenn hafa löngum verið roggnir yfir glæstum kaup- skipaflota sf num og vissulega hafa siglingar með vörur milli landa verið einn af undirstöðuatvinnu- vegum landsins um langt árabil. Hinsvegar hefur það færst mjög í vöxt að undanförnu að norskir skipaeigendur hlaupist undan merkjum og láti skrá skip sín erlendis, einkum í Líberíu og Panama. Þeir bera því við að kostnaður við skatt- og launa- greiðsiur sé það mikill í heima- Flotann heim til Noregs! landinu að þeir standi frammi fyrir tveim kostum og sé hvorug- ur góður: að flýja land en lúta ella í duftið, gjaldþrota menn. Nú hefur hefur minnihluta- stjórn Verkamannaflokksins tekið ákvörðun um að stemma stigu við þessari óheillaþróun með ráðstöfunum sem valdið hafa nokkrum deilum í Noregi. Lög höfðu kveðið á um það að tveir af hverjum þremur sjó- mönnum í áhöfn norskra kaup- skipa skyldu vera norskir. Sam- kvæmt breytingunni á þetta skil- yrði að falla brott en eftir sem áður fá skipin að sigla undir norskum fána. Ennfremur á að lokka útlenda skipaeigendur til að láta skrá skip sín í Noregi með ívilnunum af ýmsu tagi. Til að mynda munu þeir losna að hluta undan því að greiða opinber gjöld og sömu sögu er að segja af erlendum sjó- mönnum; þeir verða undanþegn- ir greiðslu tekjuskatts. Norska sjómannasambandið hefur barist með kjafti og klóm gegn nýmælunum og halda for- svarsmenn þess því fram að breytingin muni hafa í för með sér mikið atvinnuleysi norskra farmanna en þeir eru nú fimmtán þúsund talsins. Ennfremur hafa þeir af því miklar áhyggjur að kjör þeirra norsku farmanna sem ekki verður sagt upp versni til muna þar sem stéttarfélagi þeirra sé nánast gert ókleift að gæta hagsmuna þeirra vegna hins er- lenda og ódýra vinnuafls sem húsbændum þeirra standi til boða. -ks. Er Gandhi myndaði núverandi stjórn árið 1985 tók Singh að sér ríkisfjármálin. í janúar síð- astliðnum flutti forsætisráðherr- ann Singh úr fjármálunum yfir í varnarmálin. Það er opinbert leyndarmál í Nýju-Delhi að or- sök sætaskiptanna megi rekja til vasklegrar framgöngu Singhs í baráttunni gegn efnuðum skatt- svikurum og gjaldeyrisbröskur- um. Og nú hverfur hann úr ríkis- stjórninni fyrir fullt og fast vegna þess lastar síns að vilja uppræta hneykslismál. Að þessu sinni eru það vopnasölumútur sem leikur- inn snýst um. Árið 1980 keypti indverska rík- ið umtalsvert magn vopna, meðal annars kafbáta frá vesturþýskum framleiðanda. Fullyrt hefur verið að ýmsir háttsettir embættismenn og félagar í Kongressflokknum hafi þegið allt að tuttugu og þrjár miljónir bandaríkjadala í mútur frá vopnaframleiðendum sem voru áfram um að tól sín yrðu fyrir valinu. Singh vildi komast til botns í þessu máli og Singh var sparkað. Það er altalað f Nýju-Delhi að margir brodda Kongressflokks- ins noti aðstöðu sína ótæpt til að skara eld að köku sinni. Fram að þessu var talið að Rajiv Gand- hi hefði horn í síðu slíkra einka- umsvifa en nú hefur hann gengið fram fyrir skjöldu til vemdar spilliröftum flokks síns. Goð- sögnin um „Hrein Gandhi“ hefur beðið mikinn hnekki. -ks. Afvopnun Eins og fjallgöngumenn í reipi APN um nýjustu tillögur Gorbatsjofs Það eru ekki ýkjur að segja að ræða Mikhails Gorbatsjovs, sem hann hélt þann 10. apríl s.l. hafi vakið einlægan áhuga fólks um heim allan. Tvær hugmyndir, sem komu fram í ræðu Gorbatsjovs verð- skulda sérlega athygli. ífyrsta lagi: í dag eru innbyrðis tengsl í heiminum slík, að þjóð- irnar eru eins og fjallgöngumenn í reipi. Þeir geta annað hvort klifið saman upp á tindinn eða fallið saman niður í hyldýpið. íöðru lagi: Jafnvel „hefðbund- in“ styrjöld hefði í för með sér mikla eyðileggingu í Evrópu. Það er ekki aðeins vegna þess að hefðbundin vopn eru nú margfalt afkastameiri en í heimsstyrjöld- inni síðari. Einnig vegna þess að í álfunni eru um 200 einingar í kjarnorkuverum og þar er net öflugra efnaverksmiðja og eyði- Iegging þessara mannvirkja hefði það í för með sér, að álfan yrði óbyggileg. Verður hafin afvopnun? Sovéski leiðtoginn sagði hrein- skilnislega: Von er fyrir hendi, það er hægt að draga úr hernað- arhættunni. Svo að það megi verða, verður að leita lausnar á öllum þáttum kjarnorkuafvopn- unar, sem allir geta sætt sig við. Hér er brýnasta vandamálið rót- tækur niðurskurður langdrægra eldflauga. Sovétríkin eru tilbúin til að taka ákveðin skref í þessu sambandi - fækka þeim um 50% á fimm ára tímabili, svo og til að útrýma þeim á tíu ára tímabili. Það yrði auðvitað að því til- skildu, að farið yrði í einu og öllu að samningi um bann við gagn- eldflaugakerfum. Ef næðist samkomulag um meðaldraégar eldflaugar yrði það fyrsta skrefið á leið til afvopnun- ar og þess vegna afar mikilvægt. Hér lýsti Gorbatsjov yfir að því miður væru sumir stjórnmála- menn og ríkisstjórnir að gefa „núll-lausnina“ upp á bátinn, sem væri þó frá þeim komin, og reyndu að hafa alls kyns fyrirvara hvað varðaði meðaldrægar eld- flaugar. A Vesturlöndum er nú mikið rætt um skammdrægar eld - flaugar.Hvaö Sovétríkin varðar, eru þau tilbúin til þess að leysa þetta vandamál líka en á þann hátt að það komi ekki í veg fyrir að náð verði samkomulagi um meðaldrægar eldflaugar, sem eru mál málanna í dag. Sovétríkin leggja til að hafnar verði við- ræður um fækkun og síðan eyði - leggingu eldflauga, sem draga 500-1000 km og eru staðsettar í Evrópu án þess að þær tengist framgangi eða niðurstöðu við- ræðnanna um meðaldrægar eld- flaugar. Síðar, þegar M. Gorbatsjov fór aftur að rœða um meðaldrœgar eldflaugar, lýsti hann yfir að eftir að búið yrði að undirrita sam- komulag íþessum efnum, mundu Sovétríkin flytja frá Tékkóslóva- kíu og DDR þcer eldflaugar, sem komið var fyrir þar til þess að vega upp á móti Pershing-2 eld- flaugunum og stýriflaugunum í Vestur-Evrópu og þarna mundi framgangur viðrceðnanna um taktískar eldflaugar ekki hafa nein áhrif Snúum að því e'fni, sem drepið var á í upphafi greinarinnar, og hefðbundnum vígbúnaði í Evr- ópu. Ollum er Ijóst, að hin feikilega uppsöfnun skammdrcegra kjarn- orkuvopna og hefðbundinna vopna og vígvœddir herir and- spœnis hvor öðrum, eru ekki í samrœmi við hugmyndina um ör- uggan heim. Gorbatsjov leggur til að hrint verði í framkvœmd Búdapest- áœtlun Varsjárbandalagsland- anna, þar sem gert var ráðfyrir að þau mál, sem varðafækkun íherj- um og niðurskurð hefðbundins vígbúnaðar verði rcedd í einni heild um leið og rœtt er um takt- ískar eldflaugar, árásarflugher, atómstórskotaliði og önnur takt- ísk kjarnorkuvopn. Pað er nauð- synlegt aðþetta verði skoðað íein- niheild, vegnaþess að flest taktísk kjarnorkuvopn geta borið bœði hefðbundna odda og kjarnaodda. Gorbatsjov telur með réttu, að nauðsyn sé á átaki allra ríkjanna í Evrópu svo og Bandaríkjanna og Kanada til að koma á fœkkun í herjum og niðurskurði vígbúnað- ar í Evrópu. Hér vaknar spurn- ing: Er ekki kominn tími til fyrir alla utanríkisráðherra landanna, sem eru aðilar að Evrópuráð- stefnunni, til að hittast og taka ákvörðun um að hefja yfir- gripsmiklar viðræður í því skyni að fækka taktískum kjarnorku- vopnum og draga úr hefðbundn- um vígbúnaði svo um munar? Á slíkum viðræðum vœri m.a. hægt að fjalla um það hvernig á að koma í veg fyrir óvænta árás og um að hættulegustu árásarvopnin yrðuflutt á brott frá þvísvæði, þar sem landsvæði hernaðarbanda - laganna tveggja snertast. Lokamarkmið þessara við- rœðna gæti orðið stórfelld fækk- un í herjum og niðurskurður víg- búnaðar undir alþjóðlegu eftirliti sem væri viðhaft á staðnum. Kjarnorkuvopna- laus svæði Tillögur um að koma á fót kjarnorkuvopnalausum svæðum í ýmsum heimshlutum hafa kom- ið frá ýmsum ríkjahópum. Hvernig skyldu Sovétríkin líta á þessar tillögur? Þau styðja ávarp rfkisstjórna DDR og Tékkóslóvakíu sem sent var til ríkisstjórnar Þýska sam- bandslýðveldisins, þar sem lagt var til að komið yrði á fót kjarn- orkuvopnalausu belti í Mið- Evrópu. Eins og kunnugt er, var hugmyndin um slíka ræmu mótuð hjá Jafnaðarmannaflokki Þýska- lands. Fyrir sitt leyti eru Sovét- ríkin tilbúin til að flytja öll sovésk kjarnorkuvopn frá slíku svæði. Þau eru reiðubúin til þess að Gorbatsjof í Prag: Þjóðir heims eru eins og fjallgöngumenn I reipi, hrasi einn þeirra er hætta á að allir falli tryggja og virða kjamorkuvopna- leysi slíks svæðis. Það er auðvitað að því tilskildu, að engin kjarn- orkuvopn í eigu NATO verði á umræddu svæði. Tillaga Póllands um að koma á í Evrópu svæði, þar sem fækkað hefur verið vopnum, verðskuldar athygii og stuðning, svo og tillaga Finniands og annarra landa í Norður-Evrópu um kjarnorku- vopnalaust svæði á þessum slóð- um. Niðurstaðan, sem dregin verð- ur af því sem Mikhail Gorbatsjov lagði til í Prag, verður ýkjulaust sú, að þessar tillögur eru afar málefnalegar og raunhæfar. Vestrið og austrið verða að taka fyrsta raunhæfa skrefið, sem þjóðirnar bíða eftir með óþreyju, en þær eru þreyttar á spennu og vonleysi vígbúnaðarkapphlaups- ins. Evgení Barbukho, yfirmaður APN á íslandi 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Ml&vlkudagur 15. aprfl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.