Þjóðviljinn - 15.04.1987, Blaðsíða 13
ÖRFRÉTTIR
ERLENPAR FRÉTTIR_____________
Noregur
SV-menn deila um EBE
Umdeildur formaður vill betri tengsl við Efnahagsbandalagið
Erik Solheim formaður SV í Noregi: Ef það þarf að velja á milli erum við með Evróþu gegn Bandaríkjunum.
Finnski seðlabanka-
stjórinn
og hægri maðurinn Harri Holkeri
á nú í viðræðum við foringja Jafn-
aðarmannaflokksins um hugsan-
lega samstjórn flokks síns, Þjóð-
lega Sameiningarflokksins, og
krata. Ef barn verður í brók þá er
það fyrsta sinni í sögu landsins
að þessir flokkar taka höndum
saman um stjórn Finnlands.
„Lukkunnar pamfíir
væri hæfilegt nafn á Ijósmynd
sem ástralska lögreglan sýndi
fréttamönnum í gær. A myndinni
gefur að líta konu sem var svo
óheppin að vera stödd í banka á
meðan vopnaðir skúrkar rændu
hann. Eitthvað fór hún í taugarn-
ar á einum ræningjanna og hann
hleypti af skoti í átt til hennar. Kúl-
an fór svo nærri höfði konunnar
að hárlokkur feyktist til hliðar og
sést það greinilega á Ijósmynd-
inni sem tekin var í sama mund.
Sýrlenskir hermenn
héldu í gær suður frá Beirút í því
augnamiði að ná á sitt vald þjóð-
veginum til Sídon. Þetta er liður í
áætlun sýrlensku stjórnarinnar
um að kveða niður átök stríðandi
fylkinga múslima en nærri Sídon
berast Palestínumenn og Amals-
ítar á banaspjót.
Kampútsea
virðist aðal bitbeinið í viðræðum
sovéskra og kínverskra ráða-
manna um bætt samskipti ríkja
sinna. Kínverjar krefjast þess að
Víetnamar hverfi þaðan tafar-
laust og setja það sem skilyrði
þess að sambandið við Sovét-
menn batni. Þeir vilja ennfremur
að Kremlverjar hætti að herja í
Afganistan og að sveitum Rauða
hersins við kínversku landamær-
in verði fækkað.
Richard von Weizsacker
forseti þykir smáfríðastur vest-
urþýskra karlmanna ef marka má
nýlega skoðanakönnun sem birt
var í tímaritinu Bunte. Tvöþúsund
karlar og konur um gervallt
Vestur-Þýskaland völdu snöfur-
mennið, leikarinn Goetz George
kom næstur en í þriðja sæti lenti
tenniskappinn Boris Becker.
Mozart
mun koma nokkuð við sögu á
uppboði sem haldið verður innan
skamms í Lundúnum. Þá verða
frumhandrit að níu symfóníum
hans seld hæstbjóðanda.
Forsætisráðherra
Tékkóslóvakíu, Lubomir Stroug-
al, hefur ítrekað þá afstöðu sína
að landsmenn eigi ekki annarra
kosta völ en að taka nýsköpun
Gorbatsjofs f Sovétríkjunum sér
til fyrirmyndar. Vandamál ríkj-
anna væru keimlík og til að vinna
bug á þeim þyrfti að dreifa valdi
og ábyrgð meðal þegnanna.
Átök
ísraelskra landnema og Palest-
ínumanna færast sífellt í aukana
á vesturbakka árinnar Jórdan. (
fyrradag skutu ísraelskir her-
menn palestínskan námsmann til
bana og fyrir fáeinum dögum var
ísraelsk kona myrt á þessum
slóðum. Ekki virðist þurfa nema
örlítinn neista til að allt fari í bál og
brand.
Sósíalíski vinstriflokkurinn í
Noregi, SV, kaus sér nýjan
formann á landsfundi sínum í
Ósló fyrstu helgina í aprfl. Með
kjöri Eriks Solheim staðfestir
flokkurinn nýjar áherslur í
stefnu, og hefur ekki gengið á-
takalaust. Meðal annars vill ný
forysta flokksins endurskoða
tengsl Noregs við Efnahags-
bandalagið án þess þó að Norð-
menn gerist aðilar að banda-
laginu.
Hinn nýi formaður er 32 ára
sérfræðingur um málefni þróun-
arlanda og situr ekki á Stórþing-
inu. Hann var einn í kjöri á lands-
fundi flokksins, en afstaða hans
vakti þó ýmsar deilur og urðu
miklar umræður á fundinum um
framtíðarstefnu flokksins.
Solheim er afdráttarlaust á
móti husanlegri aðild Noregs að
Efnahagsbandalaginu. Hann
segir þó að andstæðingar aðildar
verði að endurskoða andúð sína á
bandalaginu, ekki síst í ljósi þess
að vesturevrópsk samvinna og
samstaða geti verið mótvægi við
veldi Bandaríkjanna. Solheim
vill að vinstrimenn í Noregi taki
upp stóraukna samvinnu við
skoðanabræður sína í EBE, ekki
síst verkalýðssamtökin.
„Norðmenn eiga að standa
utan Efnahagsbandalagsins,
meðal annars til að tryggja öflugt
norrænt samstarf og til að geta
byggt brýr milli blokkanna í
austri og vestri" segir Solheim í
viðtali við flokksmálgagnið Ny
tid, „en við verðum að vita hver
okkar staður er ef það þarf að
velja á milli Evrópu og Banda-
ríkjanna.“
Samfara kjöri Solheims leggur
flokkurinn aukna áherslu á um-
hverfisvernd og byggðastefna var
eitt af helstu málum landsfundar-
ins. Ýmsum af hinum reyndari
flokksmönnum líst lítt á áherslu-
breytingamar, telja þær ekki
munu verða SV til framdráttar í
hinum hefðbundnari hluta verka-
Iýðshreyfingarinnar, og vilja
harðari baráttu gegn krötum sem
nú eru í minnihlutastjórn og
styðjast meðal annars við þing-
styrk SV.
Norðmenn felldu aðild að
Efanhagsbandalaginu árið 1972,
og uppúr þeirri baráttu myndað-
ist Sósíalíski vinstriflokkurinn,
sem upphaflega var kosninga-
bandalag Sósíalíska þjóðar-
flokksins, Kommúnistaflokksins
og hluta Verkamannaflokksins.
SV vann mikinn kosningasigur
rétt eftir þjóðaratkvæðagreiðs-
luna en fylgi flokksins dvínaði
mjög í næstu kosningum og hefur
síðan haldist rétt yfir 5 prósent. í
síðustu kosningum fékk SV 5,5%
og sex þingmenn en hefur síðan
sótt á í könnunum. SV hefur á
vettvangi Norðurlandaráðs starf-
að með Alþýðubandalaginu, SF
og VS í Danmörku, sænska VPK
og finnskum kommum.
Þótt Erik Solheim sé orðinn
formaður SV er helsti leiðtogi
flokksins ennþá þingmaðurinn
Hanna Kvanmo sem nýtur pers-
ónuvinsælda langt umfram
flokksfylgi.
-m
Opið
í
kvöld
til kl. 20
í öllum
deildum
Allt í
páskamatinn
Laugardaginn
fyrir páska,
opið í matvörumarkaði kl. 9-16
Lokað í öðrum deildum
Jli KORT
E EOOOCAOa mmmm
Verslið þar sem úrvalið
er mest og kjörin best
Munið JL-
kaupsamningana
/AAAAAA % %
u Eiubai
ljjíi taoaaaa hí,
23 LJ-UpagjHjffJ
UMriUUMUUHI •■tln
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600