Þjóðviljinn - 20.05.1987, Side 8
ÞRIÐJA GREIN
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 20. maí 1987
Miðvikudagur 20. maí 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Gbsnost- eða
nauðsyn opin-
skátrar umræðu
Gestur í Moskvu jafnt sem áhugamaður sem fylgist með úr málin í hreinskilni. Og reyni ekki barasta að segja satt og rétt
fjarska verður fyrst og síðast var við það að fjölmiðlar sovéskir frá, heldur viðurkenni um leið að „enginn hefur einkarétt á
hafa gjörbreyst. Svo er glasnost fyrir að þakka, þeirri stefnu að sannleiknaum" eins og Gorbatsjof sjálfur kemst að orði.
framfarir verði ekki í þjóðfélaginu nema menn tali um vanda-
setja aðra í staðinn undir nýju
vöruheiti - og á miklu hærra
verði).
Heilsugœslan
sem brást
Glasnost er einatt stór biti að
kyngja. Heilsugæslukerfið hefur
til dæmis verið eitt af því sem So-
vétmenn hafa verið stoltastir af.
Og vissulega eiga þeir mikinn
fjölda lækna og sjúkrarúma og
vítt hefur farið frægð ágætra sérf-
ræðinga á hinum einstöku sviðum
læknisfræðinnar (augnlækningar
til dæmis). En einnig á þessu sviði
hefur feimnismálum fjölgað að
undanförnu, menn tóku til dæmis
eftir því að upplýsingar um ung-
barnadauða og meðalaldur hurfu
úr sovéskum skýrslum.
F>að er svo glasnost sem leiðir
fram ástæður fyrir þessari feimni.
Og það kemur fram í blöðum, að
ungbarnadauði, sem er vitaskuld
merkur mælikvarði á heilsufar
þjóðar, hefur færst í vöxt. Hann
nemur nú 26 á þúsund fæðingar
og skipar Sovétríkjunum í
fimmtugasta sæti meðal ríkja
heimsins. Og meðalaldur karl-
manna hefur minnkað um fjögur
ár að undanförnu og er nú kom-
inn niður í 62 ár.
Hvernig stendur á þessari
neikvæðu þróun?
Alkóhólismi hefur sitt að
segja, en því fer fjarri að sovésk
blöð láti við það sitja að benda á
hann. í Prövdu mátti lesa það á
dögunum að 104 borgir landsins
byggju við tíu sinnum meiri
mengun en leyfileg er að lögum.
Konur í vissum starfsgreinum
eignast tvisvar sinnum fleiri van-
burða og vansköpuð börn en
konur að meðalatali. Á liðnum
tuttugu árum hafa reykingar
færst í vöxt og dauðsföll af völd-
um lungnakrabba tvöfölduðust.
Þar fyrir utan heldur Pravda því
fram að heilsugæslan sé vanrækt,
látin mæta afgangi og því komi
upp ný heilbrigðisvandamál. Sjö
fermetrar eiga að koma á hvert
sjúkrarúm skv. reglugerðum, en
reyndin er 4,2 fermetrar. Utbún-
aður sjúkrahúsa er lélegur.
Kunningjar í læknastétt sögðu
okkur að hjúkrunarfólk væri ófá-
anlegt vegna lágra launa og ekki
hafði það breyst sem við vissum
frá því í gamla daga að ættingjar
verða að færa sjúklingum mat ef
ekki á illa að fara, svo lélegt er
sjúkrahúsafæðið.
Glasnost á að segja hvað er að,
perestrojkan á að bæta úr vanda.
Og við skulum taka smá forskot á
sjálfa perestrojkuna með því að
rekja það, sem eitt helsta ljós
sovéskra læknavísinda, Anosof,
leggur til. Hann vill hækka laun
lækna (það hefur þegar verið
gert, en enn eru þeir nálægt
miðju launaskalans). Það á að
leggja fé í góð tæki. Það á að sía
strax frá um 30% þeirra sem
komast í læknaskóla og reka
óhæfa kennara þar sem komist
hafa inn á því að vera virkir í fé-
lagsmálum eins og það heitir.
Pravda vill svo leyfa fólki að velja
sér heimilislækni, taka upp borg-
un ( ekki háa) fyrir ýmsa læknis-
þjónustu, efla fjárhagslegt sjálf-
stæði sjúkrahúsa. Og í Izvestía
mátti á dögnunum sjá tilmæli um
að stofna „Miskunnarsjóð" með
frjálsum framlögum almennings
til að hressa upp á illa búin
sjúkrahús og elliheimili. Munum
að hjálpsemi og góðverk eru ekki
einhver borgaraleg uppfinning,
stendur þar....
Ekki meir, ekki meir
Sem sagt: blöðin eru allt önnur
en þau voru. Og vitanlega eru
ekki allir hrifnir af því. Blaða-
menn hafa margar sögur að segja
af forstjórum og ábyrgðar-
mönnum sem fara í flæmingi
undan þeim (eins og menn kann-
ast við úr öðrum plássum). Og
ekki bara þeir. Félagsfræðingar
hafa komist að því, að um 25
prósent iðnverkamanna, hvort
sem væri í Kazakstan eða
Moskvu, telja að „ ítarleg um-
fjöllun um galla og erfiðleika geri
meira ógagn en gagn“.
Breytingar Gorbatsjofs eru
ekki sjálfsagður hlutur, segir Al-
exandr Bovín, þekktur frétta-
skýrandi. Á morgun heldur þessi
dagbók áfram með viðtali við
hann um alþjóðlega þýðingu
þeirrar þróunar sem nú gengur
yfir land hans.
Ekki verður sagt að sú þróun
sem kennd er við glasnost hafi
byrjað allt í einu um leið og Gor-
batsjof gaf merki. Ýmsir mætir
menn, ekki síst þeir rithöfundar
sem mestrar virðingar njóta, Val-
entín Raspútín, Tsjingis Ajt-
matov og fleiri, höfðu þegar fyrir
allmörgum árum gert sitt besta til
að setja fram óþægilega gagnrýni
á opinbera stefnu og fram-
kvæmdir í veigamiklum málum.
Upphaf ádrepunnar
En þá ber að hafa í huga, að
sjálft umræðusviðið var takmark-
að, gagnrýnin beindist helst að
mengun náttúrunnar og öðrum
hörmulegum stríðskotnaði hag-
vaxtarhyggjunnar. Raspútín
barðist til dæmis mikið og lengi
gegn mengun Bæjkalvatns í Síbír-
íu. En við það undur veraldar,
sem geymir reyndar fimmtung af
öllu fersku vatni sem finnanlegt
er á yfirborði jarðar, höfðu fram-
kvæmdastjórar reist sellulósafa-
brikkur og önnur fyrirtæki sem
stórspilltu öllu lífi í og við vatnið.
Annað dæmi er barátta Raspút-
íns, Zaligíns og fleiri, gegn áfor-
mum um að snúa við stórfljótum
sem renna til norðurs, setja undir
vatn landflæmi sem er á stærð við
mörg þjóðríki og nota í áveitur.
Þessir forgöngumenn umræð-
unnar fengu einatt kaldar kveðj-
ur hjá valdamönnum - það var
talað um að þeir færu með rangar
upplýsingar, þeir skildu ekki
dæmið, þeir væru andvígir fram-
förum og þar fram eftir götum.
En sem betur fer hafa þeir unnið
umtalsverða sigra: nú er búið að
samþykkja víðtækar ráðstafanir
um að bjarga Bæjkal (og gengur
þó seint að fá loforð um að loka
verstu mengunarfabrikkum) og
Kommúnistaflokkurinn hefur
samþykkt að hætta við áætlanir
um að breyta rennsli fljóta, eins
þótt feiknamiklu fé hafi verið
varið til að undirbúa þær.
Slysið mikla
í fyrra tók glasnost svo stórt
stökk fram á við einmitt í tengsl-
um við spurninguna um það,
hvað framfarir og framleiðsla
niættu kosta; það var kjarnork-
í marga hópa sem einatt eigi sér
hagsmuni sem rekast á. Og það
eigi ekki að breiða yfir þessa
árekstra heldur viðurkenna þá og
fjalla um þá - í þeirri von að
þjóðfélaginu líði betur á eftir.
Verkfall í Moskvu
Tökum dæmi. Það kom stund-
um fyrir hér áður, að verkamenn
höfðu fengið nóg af illum aðbún-
aði eða órétti og lögðu niður
vinnu. En með slíka atburði var
farið eins og mannsmorð, og
með forsprakkana eins og glæpa-
menn. Nú gefur hinsvegar að líta
í sjónvarpi á dögunum splunkun-
ýja fréttamynd um verkamenn
við stórfyrirtæki í Moskvu sem
lögðu niður vinnu og heimtuðu
að aðbúnaður þeirra yrði bættur.
Sjónvarpsmenn höfðu fylgst vel
með - menn sáu forstjórann
stjarfan af skelfingu, formann
verklýðsfélagsins mjög sakbitinn
babbla eitthvað óskiljanlegt,
heyrðu verkamenn lýsa því yfir
hvernig öll ákvæði um heilsu
þeirra hefðu verið hundsuð og
kaup þeirra væri lágt m.a. vegna
þess að þeir hefðu ekki nema úr-
elt og hálfónýt verkfæri og vélar
að vinna við. Verkamenn sögðu
iíka frá því, hvernig yfirmenn
reyndu að hræða þá frá mótþróa
eða múta þeim með loforðum um
nýja íbúð. Og svo fór allt tiltölu-
lega vel - forstjórinn var rekinn
og verkamenn beðnir um að
kjósa sjálfir annan í staðinn, lag-
færingar voru gerðar á kaupi,
byrjað var að bæta aðstöðu á
vinnustað. Þó var þessu ekki lýst
sem farsælum málalokum - þetta
er bara byrjunin hér, sögðu
verkamenn.
Pukur með verðlag
Annað dæmi. Ég hefi stundum
minnt á það hér í Þjóðviljanum
að vísitala framfærslukostnaðar
væri ríkisleyndarmál í Sovétríkj-
unum, það væri erfitt að taka
mark á glæsilegum skýrslum
sovéskra um kjaraþróun þegar
hvergi væri hægt að fá aðgang að
sæmilega útfærðum upplýsingum
um kaupgjald og verðlag. Þið
kannist við þetta: birtar voru
uslysið mikla í Tsjernobyl sem
bar hana fram af skelfilegum
þunga. Eins og menn rekur minni
til virtust sovéskir fjölmiðlar í
fyrstu ætla að hrökkva í gamlan
kút andspænis ótíðindum: við
skulum segja sem minnst, annars
missum við andlitið. En eftir
nokkra stund hafði sú tilskipun
komið - bersýnilega frá æðstu
stöðum, að slík þagnarstefna væri
hinn lakasti kostur. Og nú var
ekki bara sagt frá atburðum
væru einskonar undantekningar
frá ágætu ástandi í hinum besta
mögulega heimi.
Andstœðir
hagsmunir
Með öðrum orðum: það er
horfið frá þeim sið, að fela eða
skammta óþægilegar upplýsingar
- sið sem áður var réttlættur með
því, að allt væri nú á réttri leið, að
Tsjernobylslysið ýtti mjög undir þróun glasnost.
tölur um meðallaun, um útgjöld
ríkisins til mennta- og heilbrigðis-
mála (lítt sundurliðaðar) og síðan
tíundað að það væri ódýrt að fara
í strætó, kaupa bók, sömuleiðis
að húsaleiga væri lág. Sem er allt
rétt. En færra var sagt um hátt
verð á fatnaði og hið sveiflukenn-
da verð á matvælum, sem einatt
hleypur mjög upp vegna vöru-
skorts.
Starfsbræður við blaðið Liter-
atúrnaja gazéta hafa með rann-
sóknarblaðamennsku afhjúpað
þær blekkingar sem hér eru hafð-
ar í frammi. Þeir fengu frá
Hagstofunni þær upplýsingar, að
síðan 1980 hefði almennt verðlag
hækkað um aðeins eitt prósent
(að undanskildu áfengi sem hefur
hækkað víst um 100 prósent).
Þeir svara með tilvísunum í ótal
lesendabréf sem nefna miklu
hærri tölur. Þeir lýsa því hvernig
fyrirtæki og stofnanir uppfylla
áætlanir og fá lof og bónus - allt á
kostnað neytandans. Með því að
hækka þegjandi og hljóðalaust
hvort sem væri verð á þjónustu
þvottahúsa eða farangusr-
geymslna, skófatnaði eða jakk-
afötum. (Eitt algengt bragð til að
gefa falska mynd af verðlagsþró-
un er að taka vöru úr umferð og
Glasnost - sovésk verðlaunaskopmynd.
tengdum slysinu heldur og mörgu
því sem fyrr og síðar hefur valdið
mannskæðum slysum og náttúr-
uspjöllum í landinu. Til dæmis
því, hvernig sjálft „kerfið" undir-
býr slysin með því að freista for-
stjóra og byggingastjóra til að
spara fé og tíma og fyrirhöfn með
því að nota óleyfilega léleg bygg-
ingarefni eða styrktarbúnað. Og
svo mætti áfram telja.
En núna hefur glasnost breitt
sig út yfir flest svið (þótt undan-
tekningar séu þar á, t.d. bentu
vinir mér mér á að enn sem fyrr
væri sambúð þjóða í landinu
mikið feimnismál á opinberum
vettvangi). Það er blátt áfram tal-
að og skrifað um hluti sem áður
var ekki hægt að tala um nema í
sleipum afsókunartón og var þá
bæði mjög dregið úr hverjum
vanda, og látið sem einstök dæmi
(fjármálaspilling, alkóhólismi,
valdníðsla í dómskerfi osfrv.)
það hefði slæm uppeldisáhrif og
afleit áhrif á álit Sovétríkjanna út
á við ef menn töluðu og skrifuðu
af hreinskilni. Það er ekki talað
lengur eins og vandamálin séu
leyst, heldur gengið út frá því, að
þau séu mikil og stór.
í annan stað - og það er kann-
ski merkilegast við glasnost - er
horfið frá þeirri sælu mynd sem
allir sovétleiðtogar fram að Gor-
batsjof hafa haldið á lofti: þeirri
að í Sovétríkjunum hafi þegar
tekist að sætta og samræma alla
hagsmuni. Allir rói á sama báti í
góðum takti að sama marki og
séu ánægðir hver með sinn háset-
ahlut - nema örfáir undanvill-
ingar sem hafi þá orðið fyrir skað-
legum áhrifum frá vestrænum
áróðri. Nú er einmitt gengið út
frá því sem vísu, að þótt í Sovétr-
íkjunum séu ekki fjandsamlegar
stéttir skv. marxískri skil-
greiningu, þá skiptist þjóðfélagið
Moskvu-
dagbók
eftirÁma
Bergmann
HAi-
ffl LAUSAR STÖDUR HJÁ
mÞ reykjavíkurborg
Hitaveita Reykjavíkur óskar eftir aö ráöa raf-
eindaverkfræöing eða tæknifræðing til starfa viö
stjórnkerfi og rafeindabúnað veitunnar. Upplýs-
ingar um starfið veitir Árni Gunnarsson í síma
82400.
Umsóknarfrestur er til 1. júní 1987.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
Byggingadeildar óskar eftir tilboðum í fram-
kvæmdir við byggingu 1. hæðar og þaks heilsu-
gæslustöðvar við Hraunberg 6 í Reykjavík.
Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 15.000,- skila-
tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað
miðvikudaginn 10. júní n.k. kl. 14.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fnkirk|uvegi 3 Simi 25800
UTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
byggingadeildar óskar eftir tilboðum í fram-
kvæmdir við byggingu 1. hæðar og þaks heilsu-
gæslustöðvarvið Hraunberg 6 í Reykjavík. Um er
að ræða uppsteypt einingahús.
Útboðsgögn verða afhent' á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag-
inn 10. júní n.k. kl. 14.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Matráðskona
Matráðskona óskast til starfa við dagvistarheimil-
ið Ægisborg, Ægisíðu 104.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
14810.
Námsbraut í hjúkrunarfræði á Akureyri
Kennsla á námsbraut í hjúkrunarfræði á háskólastigi hefst á Akur-
eyri á hausti komanda.
Námsbrautin verður rekin í nánu samstarfi við hliðstæða námsbraut
í Háskóla íslands og eru inntökuskilyrði þau sömu.
Umsóknir um námsvist ásamt staðfestu Ijósriti af stúdentsprófs-
skírteini skulu sendar fyrir 1. júli n.k. til Ólínu Torfadóttur, hjúkrunar-
forstjóra, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, sem veitir nánari upp-
lýsingar.
Margrét Tómasdóttir, M.S., námsbrautarstjóri, verður til viðtals í
Fjórðungssjúkrahúsinu mánudaginn 1. júní og skv. samkomulagi.
Menntamálaráðuneytið,
18. maí 1987
Námsbraut í iðnrekstrarfræði á Akureyri
Kennsla á námsbraut í iðnrekstrarfræði á háskólastigi hefst á Akur-
eyri á hausti komanda.
Námsbrautin verður rekin í nánu samstarfi við hliðstæða námsbraut
í Tækniskóla Islands og eru inntökuskilyrði þau sömu.
Umsóknir um námsvist ásamt staðfestu Ijósriti af stúdentsprofs-
skírteini skulu sendar fyrir 1. júlí n.k. til Bernharðs Haraldssonar,
skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri, sem veitir nánari
upplýsingar.
Menntamálaráðuneytið,
18. maí 1987