Þjóðviljinn - 20.05.1987, Blaðsíða 12
ERLENDAR FRETTIR
Bretland
Stefnuskrár Verkamannaflokksins og íhaldsflokksins lagðarfram ígœr.
Aherslur á atvinnuleysi og landvörnum
r
Ifyrradag voru breskir þing-
menn sendir til síns heima og
þar með hófst kosningabaráttan
formlega á Bretlandi vegna þing-
kjörsins sem þar fer fram þann
ellefta júní, eftir þrjár og hálfa
viku.
Formælendur helstu flokka
sögðu allir í kór að þeir hygðust
forðast skítkast og persónuníð
eftir megni og byndu vonir við að
keppnin um hylli alþýðu manna
yrði málefnaleg og drengileg.
Samdægurs kom fyrir almenn-
ingssjónir stefnuskrá miðju-
bandalags Frjálslynda flokksins
og Jafnaðarmannaflokksins en í
gær litu svo málefnaplögg íhalds-
flokks og Verkamannaflokks
dagsins ljós.
Einsog vera ber hjá höfuðand-
stæðingum í pólitískum og sið-
ferðilegum efnum vísa stefnu-
skrár Verkamannaflokks Neils
Kinnocks og íhaldsflokks Mar-
grétar Thatcher Bretum á tvær
alls ólíkar leiðir.
Járnfrúin ætlar að bjóða þegn-
um sínum áframhaldandi „frið og
farsæld" einsog stjórnarstefnan
er nefnd á höfuðbóli hennar. í
efnahagsmálum verður áhersla
lögð á hagvöxt, aukinn útflutn-
ing, litla verðbólgu, hærri laun og
einkaneyslu.
Ennfremur vill hún takmarka
völd bæjar- og sveitarstjórna sem
margar hverjar lúta forystu fé-
laga Verkamannaflokksins og
hafa verið henni óþægur ljár í
þúfu á umliðnum árum. Sérstak-
lega er henni hugstætt að rífa úr
höndum þeirra ákvarðanavald í
menntamálum.
Flvað Iandvörnum viðvíkur
setur Thatcher endurnýjun
kjarnflaugakerfisins efst á blað.
íhaldsmenn hafa ítrekað hamrað
á því að Polaris-raketturnar
bresku séu úreltar og að brýna
nauðsyn beri til að láta þær víkja
úr sessi fyrir bandarísku Trident-
eldflaugakerfi.
Thatcer segir að Bretland eigi
að vera öflugt og ógnvekjandi og
eiga náið samstarf við Sám
frænda. Það er mál manna er
gerst þekkja til að frúin muni
kosta kapps um að varnarmál
verði efst á baugi í kosninga-
umræðunni.
íhaldsmenn víkja ekki einu
orði að þeirri staðreynd að á þeim
átta árum sem flokkur þeirra hef-
ur setið við stjórvölinn hefur
fjöldi atvinnulausra þrefaldast.
Nú fá þrjár miljónir vinnufærra
Breta ekki handtak að gera sem
láta mun nærri að sé um ellefu af
hundraði alls ’vinnuaflsins.
Nái Verkamannaflokkurinn
meirihluta í fulltrúadeild breska
þingsins munu félagar hans
leggja til atlögu við þetta samfé-
Iagsböl og bæta félagslega þjón-
ustu að miklum mun en þau mál
hafa verið hornrekur í valdatíð
Margrétar Thatcher. Flokks-
menn hafa sett fram ítarlega áætl-
un um aukna samfélagsneyslu og
hyggjast auka útgjöld til velferð-
armála um sex miljarða punda á
tveim árum komist þeir til valda.
Lunganum úr upphæðinni verður
varið til að skapa miljón ný störf.
Einnig hafa þeir í hyggju að
stemma stigu við sölu ríkisfyrir-
tækja, sem er eitt af hjart-
ansmálum Thatchers, og þjóð-
nýta að minnsta kosti tvö þeirra
fyrirtækja er hún hefur selt,
Breska gasfélagið og Fjarskipta-
þjónustuna.
í varnarmálum hefur Verka-
mannaflokkurinn sem kunnugt
er sett fram róttæk nýmæli sem
styr stendur um. Pað er stefna
flokksins að koma öllum kjarna-
vopnum Breta fyrir kattarnef og
gera Bandaríkjamönnum að
flytja kjarnaflaugar sínar burt af
bresku landi. Hinsvegar ætla fé-
lagar flokksins ekki að segja upp
aðild landsmanna að Atlants-
hafsbandalaginu.
í gær voru birtar niðurstöður
fyrstu skoðanakönnunar sem
gerð var eftir að kosningaslagur-
inn hófst formlega í fyrradag. Ef
marka má þær hefur fylgi fhalds-
flokksins rénað nokkuð og örlítið
dregið saman með honum og
Verkamannaflokknum.
41 prósent aðspurðra sögðust
ætla að greiða Ihaldsflokknum
atkvæði sitt en 33 af hundraði
hyggjast kjósa Verkamanna-
flokkinn. Að vanda rak miðju-
bandalagið lestina með 24 pró-
sent.
Ef niðurstaða þingkjörsins yrði
í samræmi við þessar tölur þá
mætti Thatcher vel við una því þá
fengju 344 íhaldsmenn mjúkan
sess á þingi og stjórn hennar 38
sæta meirihluta. -ks.
Stórutjarnaskóli
645 Fosshóll - S.-Þing.
Lausar stöður
1. Kennarastaða. Kennsla yngri barna.
2. Forstöðumaður mötuneytis.
3. Húsvörður V2 staða.
íbúðir á staðnum. Nánari upplýsingar hjá skóla-
stjóra, sími 96-43325 og formanni skólanefndar,
sími 96-43308.
Umsóknarfrestur er til 5. júní.
Félag þroskaþjálfa
Aðalfundur félagsins verður haldinn að Grettis-
götu 89, fimmtudaginn 21. maí kl. 17.00.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Kenndu ekki
ÖðrUm Um. Hver bað
þig aö hjóla í myrki og hálku?
lUMFEROAR
Irád
Fólksfjölgun
5 milljarðar í júlí
Tœp íslandsbyggð bœtist við daghvern. Fólksfjölgunin örust
í Afríku
Fólksfjöldinn í heiminum nálg-
ast nú óðfluga flmm milljarða
og sæta þau tíðindi hóflegum
fögnuði í herbúðum Sameinuðu
þjóðanna.
Meðalaldur hefur hækkað
jafnt og þétt og eins hefur stór-
dregið úr ungbarnadauða og eru
þessar ástæður helstar fyrir fólks-
fjölguninni í heiminum eins og
kunnugt er. „En fyrir dæmigert
þróunarland varða þessir annars
merku áfangar ekki endilega
neinn himnasæluveg,” segir í ár-
legri fólksfjöldaskýrslu Samein-
uðu þjóðanna. „Níu af hverjum
tíu barnsfæðingum eiga sér nú
stað í þriðja heiminum og fjölg-
unin í Afríku er slík að annað eins
hefur hvergi þekkst á byggðu
bóli,” segir í skýrslunni.
Fimm milljarða markið og
gömul álitamál í þessum efnum
kalla á nýtt mat. Fólksfjöldafræð-
ingum Sameinuðu þjóðanna
finnst líklegt að markinu verði
náð um miðjan júlí. Frá því sögur
hófust og allt fram til nítjándu
aldarinnar voru jarðarbúar innan
við milljarð talsins. Annar
milljarður bættist við á rúmri öld
þaðan í frá, en sá þriðji var aftur
innan við hálfa öld á leiðinni,
segir í skýrslu Sameinuðu þjóð-
anna. Samkvæmt upplýsingum
fólksfjöldafræðinganna fjölgar
mannfólkinu um 220.000 á dag,
en það samsvarar ríflega áttatíu
milljónum á ári. Vilja skýrslu-
gerðarmenn Sameinuðu þjóð-
anna meina að færra fólk jafn-
gildi færri vandamálum sem við
er að kljást í þessum efnum.
Því er oft haldið fram að fólks-
fjölgun hafi í för með sér efna-
hagsþróun, þar sem aukinn fjöldi
fólks knýi á um hvers konar
endurbætur og uppfyndingar, en
samkvæmt ársskýrslunni er þessi
röksemd að mestu leyti út í hött;
„nú á tímum eru mikilvægustu
uppfyndingarnar og nýsköpunin
á þeim svæðum jarðarinnar.þar
sem fólksfjölgun er mjög hæg og
viðkoman lág,” segir þar. Ekki á
sú skoðun heldur upp á pallborð
fræðinganna að fólksfjölgun
skipti ekki máli í efnahagslegu til-
liti og segir í skýrslunni að hátt
hlutfall ungmenna undir fimmtán
ára aldri víða um lönd, sem séu
þar með á framfæri sér eldra
fólks, liggi eins og mara á efnahag
viðkomandi landa og skerði
möguleika þeirra á að efnahags-
þróunin geti tekið við sér.
í Kenýa er fólksfjölgunin örust
í veröldinni og er til þess tekið að
þriðjungur fjárlaga þar í landi fari
til menntamála, heilbrigðismála,
vatnsveitna út um sveitir og hús-
næðismála í borgum. Ef fólks-
fjölgunin í landinu hægir ekki á
sér verða stjórnvöld að verja níf-
aldri upphæð til framangreindra
málaflokka á fyrsta áratug næstu
aldar, ef halda á sambærilegum
standard og nú.
Vikið er að áhrifum sívaxandi
fólksfjölgunar á umhverfið í
skýrslunni og segir þar að meira
en helmingur allra trjáa sem
höggvin eru í veröldinni fari til
upphitunar og eldamennsku.
Eyðing skóga hefur valdið
auðnarbeltum umhverfis borgir
eins og Dakar í Senegal og Niam-
ey í Nígeríu.
í>á er drepið á að fjölmargar
dýrategundir séu nú útdauðar
vegna eyðingar regnskóga. f
Suður-Ameríku einni eru nú í út-
rýmingarhættu 11% af liðlega
3.300 fuglategundum, 11% af um
1.200 spendýrategundum og 5%
af rúmlega 2.400 skriðdýrateg-
undum. Á Madagaskar var
landið áður regnskógi vaxið milli
fjalls og fjöru en hann þekur nú
ekki nema um 7% landsins. Ör
fólksfjölgun gerir það að verkum
að þessi 7% eru nú í stórhættu.
í fólksfjöldaskýrslu Samein-
uðu þjóðanna er á það bent að
fólksfjölgunarvandamál komi
öllum við og að fimm milljarða
markið hafi hvorki í för með sér
að framtíðin verði tilviljunum
undirorpin í þessum efnum né að
ekkert verði að gert. „Það er
mögulegt að skapa jafnvægi milli
náttúrunnar og mannfólksins og
það kæmi komandi kynslóðum til
góða. Annar og ófrýnilegri
möguleiki er sá að erfiðleikarnir
ummyndist í stóráföll, ef of
langur tími líður uns hægt verður
að stemma stigu við fólksfjölgun-
inni,” segir þar.
HS
12 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 20. maí 1987
Aðalheimild: REUTER