Þjóðviljinn - 06.06.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.06.1987, Blaðsíða 8
MENNING 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. júní 1987 BenedikTKris^ánsson 9amefndar Graphica Atlantica á Kjarvalsstöðum F.v. Sigurður örlygsson, Ingiberg Magnússon, Eyjólfur Einarsson, Ingunn Eydal og Kjarvalsstaðir Graphica Atlantica -stærsta myndlistarsýning hérlendis Um helgina verður opnuð á Kjarvalsstöðum stærsta sýning sem haldin hefur verið hérlendis. Eitt hundrað listamenn sýna um fjögurhundruð grafíkverk Um helgina veröur opnuö á Kjarvalsstöðum ein stærsta myndlistarsýning sem nokkru sinni hefur veriö haldin hér á landi. Er þetta alþjóðleg graf- íksýning og sýna um eitt hundrað listamenn frá tuttugu og fjórum þjóðlöndum beggja vegna Atlantshafsins um fjögurhundruðgrafíkverk. í tengslum við sýninguna verð- ureinnig haldin alþjóðleg ráð- stefna um grafíklist og verður fyrri hluti hennar á Kjarvals- stöðum nú um helginaen síðari hlutinn á Kirkjubæjar- klaustri dagana 8. -11. júní. Sýningin ber nafnið Graphica Atlantica og má þar kenna þá hugmynd sem að baki hennar og ráðstefnunnar liggur, en hún er sú að kanna hvert stefnir beggja megin N-Atlantshafsins á sviði grafíklistar meðal þeirra aðila sem á einhvern hátt tengjast grafískri listsköpun. Aðstand- endur sýningarinnar eru Reykja- víkurborg og félagið íslensk grafík, og sagði Ingunn Eydal, sem á sæti í sýningamefndinni, þessa sýningu hafa mjög mikið gildi bæði fyrir íslenska grafík- listamenn og áhugafólk um myndlist. „Hér geta menn borið saman myndlist tuttugu og fjög- urra landa á einu bretti og sýning- in er sett þannig upp að slíkur samanburður sé sem auðveldast- ur,“ sagði Ingunn. „Það er einnig ákaflega mikilvægt fyrir lista- menn að geta fylgst með því sem er að gerast meðal listamanna, annarra þjóða og kynnast öðru listafólki, en í tengslum við sýn- inguna og ráðstefnuna koma hingað tæplega sjötíu listamenn og fyrirlesarar. Meiningin er líka að reyna út frá sýningunni og ráð- stefnunni að efla samtök lista- fólks, t.d. með skiptisýningum, útgáfu tímarits og þess háttar.“ Graphica Atlantica er yfirlits- og sölusýning sem á að sýna gott þversnið af þeim stefnum og straumum sem nú eiga sér stað í báðum Atlantsálfum. Vegna legu landsins þótti tilvalið að hafa slíka sýningu hér á landi og hafa erlendir listamenn sýnt því mik- inn áhuga. Við val erlendra listamanna á sýningunni var leitað til ólíkra að- ila erlendis, svo sem safna, galler- ía og einstakra listamanna í mörgum löndum og óskað eftir að tilgreindir væru listamenn sem að þeirra áliti gæfu best yfirlit yfir grafíklist beggja vegna Atlants- hafsins. Var síðan um 100 lista- mönnum boðið að sýna þrjú til fimm verk á sýningunni. Vali ís- lensku þátttakendanna var aftur þannig háttað að öllum lista- mönnum í félaginu íslensk grafík og öðrum listamönnum sem vinna í þennan efnivið var boðið að senda inn verk og úr þeim valdi síðan valnefnd þá íslenska hstamenn sem taka þátt í sýning- unni. 18 íslendingar eiga verk á sýn- ingunni, listamenn frá öllum Norðurlöndunum ásamt Fær- eyjum, frá sextán öðrum Evrópu- löndum bæði austantjalds og vestan, og einnig frá Bandaríkj- unum og Kanada. Sýningin er sölusýning og kosta verkin allt frá 50 dollurum upp í 3200 dollara. Fyrir sýning- una verður gefin út stór og vönd- uð sýningarskrá með einni mynd eftir hvern þátttakanda sýningar- innar og ásamt greinum um for- sendur sýningarinnar og sögulegt yfirlit grafíklistarinnar. Á ráðstefnuna koma fjölmarg- ir fyrirlesarar bæði austan um haf og vestan og munu þeir fjalla um stöðu grafíklistar í dag, þróun hennar og framtíð. Allflestir fyr- irlesaranna munu sýna litskyggn- ur með fyrirlestrum sínum. -ing Listasafn ASÍ Fislétt sumarsýning Samsýning ellefu listamanna á veggmyndum og skúlptúrum unnum í blandaðan efnivið Guðrún Svava Svavars- dóttir sýnir í FÍM salnum og lýkur sýningu hennar þann 7. júní. Um sýning- una var Þjóðviljanum send eftirfarandi umsögn: Hughrif- Umsögn Landiðteygirúrsér, hlykkjast og bylgjast, rís og sígur. Straumar vatns og vinda forma það að vild sinni. Mannsandinn líkamnast og náttúruöflin togast á um hans guðlega „sjálf" Pólitískir vindar og strangir lífsstraumar taka að móta „hann“ óspart. „Land og fólk“ er yfirskrift sýningar í FÍM salnum Garða- stræti 6, þessa dagana og ber nafn með rentu. Myndir Guðrúnar Svövu Sva- varsdóttur, kvenlegar, látlausar, ljóðrænar en þrungnar af ást og huglægri orku, snerta mann djúpt. Ándi ljóðsins er hennar aðals- merki. Matthías Ólafsson Guðrún Svava Svavarsdóttir Það er sumarsvipur á myndlistarsýningunni sem opnuð verður í salarkynnum Listasafns ASÍ við Grensás- veg nú um helgina. Sýningin sem kallast Áning, er sam- sýning ellefu listamanna sem sýna glerlist, leirlist, textíl, málmsmíði og fatahönnun. Markmið sýningarinnar er að gefa gestum safnsins tækifæri til að kynnast listgreinum og lista- mönnum sem ekki eru aðgengi- leg á söfnum í sama mæli og hefð- bundnari listgreinar, svo sem málaralist og höggmyndalist. Sólveig Georgsdóttir forstöðu- maður Listasafns ASÍ segir stjórn safnsins hafa verið sammála um að vera með sýningu sem ólík væri stóru grafiksýningunni sem er að koma upp á Kjarvalsstöð- um. „Þetta er fislétt sumarsýning og verkin mjög mismunandi, enda unnin í ólík efni. Þó kemur á óvart hve verkin eru samstæð, sérstaklega í litaskala, og þetta gefur sýningunni sérstæðan heildarsvip. Mikill hluti af gestum safnsins á sumrin eru erlendir ferðamenn og við vildum líka gefa þeim kost á að sjá hve mikil gróska er í þess- um listgreinum hér á landi,“ sagði Sólveig. Nokkrir listamannanna sem sýna í Listasafni AS(. F.v. Gestur, Ófeigur, Rúna, Guðný, Sigrún Guðmunds, Guðrún og Ása á bak við leirskúlptúra Guðnýjar. Eins og áður sagði sýna ellefu listamenn á sýningunni. Ása Ól- afsdóttir sýnir myndvefnað, Gestur Þorgrímsson sýnir syrpu af leirvösum undir nafninu „Rhapsody in Blue“, Guðný Magnúsdóttir sýnir massífa leirskúlptúra, Guðrún Gunnars- dóttir sýnir myndvefnað, Halla Haraldsdóttir sýnir glerglugga, Jens Guðjónsson sýnir járnskúlp- túra, sem og Ófeigur Björnsson. Sigrún Einarsdóttir sýnir skúl- ptúra úr handunnu gleri, Rúna sýnir veggmyndir úr steinleir og skálar og Sigrún Guðmundsdótt- ir sýnir föt sem veggskreytingar. Eins og sjá má er sýningin mjög fjölbreytt og markast af sérstæðu samspili andstæðna og hlið- stæðna. Sýningin stendur til 19. júlí. _j„„ Frá lesendum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.