Þjóðviljinn - 06.06.1987, Síða 13

Þjóðviljinn - 06.06.1987, Síða 13
ERLENDAR FRÉTTIR Vestur-Þýskaland Grænir þingmenn mótmæla kjamaflaugum 30 Græningjar sem sœti eiga á sambandsþinginu í Bonn tóku í gær þátt í mótmælasetu við herstöðþar sem geymdar eru margar af Pershing 1 -A flaugum Þjóðverja Sú ákvörðun vesturþýsku stjórnarinnar að fallast á að risaveldin eyði meðal- og skammdrægum kjarnaflaugum sínum úr Evrópu svo fremi hún fái haldið 72 Pershing 1-A flaugum sinum hefur bögglast fyrir brjósti margra friðarsinna í Vestur-Þýskalandi. Græningjum finnst til að mynda fráleitt að setja slík skil- yrði og í gær gengu um þrjátíu þingmenn samtakanna fylktu liði út af þingfundi og slógust í hóp með fólla sem hafði í frammi mótmæli við flugherstöðina í Geilenkirchen, steinsnar frá landamærunum að Hollandi. Þar kvað vesturþýski herinh geyma um helming Pershing 1-A flauga sinna en kjarnaoddarnir eru í vörslu Bandaríkjamanna. Margt var um manninn í Geilenkirchen. Um 60 ellilífeyr- isþegar úr samtökunum „Gráu hlébarðarnir“ voru mættir til leiks. Mótmælendur hengdu borða á hliðið að herstöðinni og sungu hástöfum baráttusöngva. í gær féllst sambandsþingið á þær tillögur stjórnarinnar að samþykkja eyðingu kjarnaflauga stórveldanna með fyrrnefndum skilyrðum. Græningjar hreyfðu andmæl- um og á mótmælafundinum í gær benti einn þingmanna þeirra, Al-, fred Mechtersheimer, á flugher- stöðina og sagði: „Okkur verður ekki svefnsamt þegar við vitum að samningar um eyðingu kjarna- flauga eru á næsta leiti án þess að Kohl og stálhjálmar hans taki í mál að fórna þessum asnalegu flaugum sínum“. Dómsmálaráðherra Bonn- stjórnarinnar var miður sín af bræði yfir þeirri ósvífni þing- mannanna að taka þátt í mótmæl- unum sem hann sagði að væru vita ólöglegar. Hann sagði ótrú- lega svæsið að þingmenn skyldu misnota friðhelgi sína til að telja almenningi trú um að annað eins og þetta yrði látið órefsað. Þingkonan Angelika Beer svaraði um hæl: „Það er ekki þar með sagt að þótt við eigum sæti á sambandsþinginu séum við hætt að taka þátt í aðgerðum sem þess- um.“ -ks. Amrískar kjarnaflaugar í Vestur- Þýskalandi. Skilyrði sambands- stjórnarinnar fyrir eyðingu þeirra er Græningjum þyrnir í augum. STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu er komið. IUMFERÐAR ’RÁÐ VORI LJÚI J0HNN FISÁÁ . DREGIÐ 10. JÚNÍ Upplag miða 100.000

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.