Þjóðviljinn - 19.06.1987, Síða 2

Þjóðviljinn - 19.06.1987, Síða 2
p_SPURNINGIN_ Hvernig líst þér á tillögur tilvonandi ríkisstjórnar um nýjan skatt á kredit- kort og bíla? Einar Gíslason leigubílstjóri Mér líst vel á skatt á kreditkort, það ætti að vera löngu búið að setja hann, þaö er ekki eðlilegt aö þeir sem greiða með peningum greiði lán annarra. En mér líst illa á skatt á bíla, það eru nægilegir skattar fyrir á þeim. Þórarinn Gíslason handlangari Það er allt í lagi með kreditkorta- skatt, en eignaskattur á bíla er hæpinn. Það er nauðsynlegt fyrir fólk að geta átt bíl og svona skattur auðveldar það ekki. Lára Ásbergsdóttir nemi Þetta ætti í sjálfu sér að eiga rétt á sér. Ómar Jónsson strætisvagnabílstjóri Ég hef ekki kynnt mér þetta mál enn og get þar af leiðandi ekki sagt neitt skynsamlegt um þetta í augnablikinu. Ásta Sigfúsdóttir heimavinnandi húsmóðir Maður er nú nógu mikið skatt- lagður nú þegar, og mér finnst ekki koma til greina að skatt- leggja bíla, það er nógu dýrt að reka þá þó ekki bætist við. En kreditkortaskattur myndi líklega jafna eitthvað bilið á milli þeirra sem nota þau og þeirra sem ekki gera það. fréthr Hátíðahöldin bænum Albert Guðmundsson „kingsar" í víta- spyrnukeppni á Laugardalsvelli. (Myndir: Sig.) Á Tjarnarbakkanum. Drekinn ógurlegi sem krakkarnir í Vinnuskóla Reykjavíkur gerðu fyrir hátíðina. 50 þúsund Gífurlega mikil þátttaka var í hátíðahöldunum, einkum þó sunnan og vestan lands þar sem veðurguðirnir fóru mjúkum höndum um landsmenn.Á Norður- og Austurlandi var þungbúið og víða súld og því má segja að þar hafi allt verið með hefðbundnum hætti á þjóðhátíð- inni. Alls staðar fóru hátíðahöldin vel fram og lítið bar á ölvun að sögn lögreglumanna víðs vegar á landinu.Batnandi fólki er best að lifa. í Reykjavík er talið að um 50 þúsund manns hafi safnast saman í miðbænum og slagar það hátt upp í mannföldann á 200 ára afmælinu í fyrra.Stórar fígúrur settu mikinn svip á yfirbragð samkomunnar og margt ungviðið greip í pabba og mömmu þegar þau létu á sér kræla. Elstu menn muna ekki annað eins fjölmenni á þjóðhátíð í Hafnarfirði og svipaða sögu er að segja af helstu þéttbýlisstöðum sunnan og vestan lands. Útidans- leikir voru víða haldnir og fóru óvenjulega vel fram, var sam- dóma álit allra þeirra sem sam- band var haft við í gær. -gsv I I Hljómskála- garðinum. Þær kunnu að meta veðurblíðunaog góðu stemmninguna þessaryngis- meyjarúrGötu- leikhúsinu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.