Þjóðviljinn - 19.06.1987, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 19.06.1987, Qupperneq 4
LEIÐARI OECD-skýrslan: heillaspár og viövaranir I gær kom út skýrsla OECD (Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar) um íslensk efnahagsmál 1986-87. Helstu niðurstööur þessarar skýrslu eru dregnar saman í lokakafla hennar, sem Þjóðhagsstofnun hefur látið þýða og dreifa. Þar segir meðal annars: „Efnahagsframvinda á íslandi á árunum 1985- 1986 var um margt mun hagstæðari en gert var ráð fyrir, vegna óvenjuhagstæðra innri og ytri skilyrða." Þessa setningu kannast lesendur Þjóðviljans mæta- vel við, en hún þýðir að góðærið sé ekki sköþunar- verk fráfarandi ríkisstjórnar. Og skýrslan heldur áfram: „Aukinn fiskafli, lækkun vaxta á alþjóðapeninga- markaði og mikil viðskiptakjarabót vegna lækkunar olíuverðs og hækkunarfiskverðs, stuðluðu að því að jafnvægi náðist í viðskiptunum við útlönd. Á síðustu tveimur árum jókst þjóðarframleiðslan um nálægt 91/2% að raungildi og þjóðartekjur um 121/2%. At- vinnuástand hefur verið gott, en árangurinn í barátt- unni gegn verðbólgu hefur ekki verið jafngóður." Öðru hefur þó verið haldið fram í málgögnum stjórnarinnar, sem byggði kosningabaráttu sína að mestu leyti á því, að hún hefði náð allt að yfirnáttúr- legum árangri í baráttu við verðbólguna! En áfram með skýrsluna: „Verðbólga - á mælikvarða framfærsluvísitölu - var 32,4% milli 1984-1985, en lækkaði í 21 % milli 1985 og 1986. Verðbólga frá upphafi til loka árs lækkaði þó mun meira. Þannig hækkaði framfærslu- vísitalan um 131/2 árið 1986, samanborið við 36% árið 1985. En þessi lækkun verðbólgunnar má að miklu leyti rekja til viðskiptakjarabatans, sem áður var getið, og til ýmissa fjármálaráðstafana sem stjórnvöld gripu til í því skyni að stuðla að hófsömum kjarasamningum." Hér er að sjálfsögðu verið að vísa til ráðstafana sem gerðar voru að frumkvæði A.S.Í. og hafa verið mjög umræddar. í skýrslunni er því spáð að þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur vaxi enn verulega á árinu 1987 og að atvinnuástand verði áfram gott. En skýrslan inni- heldur líka aðvörunarorð: „Þrátt fyrir hagstæð skilyrði á síðustu tveimur árum hefur ekki dregið úr hallarekstri ríkissjóðs. Því má reyndar halda fram, að hallinn í jafnvægisástandi sé mun meiri, þar sem aukin umsvif að undanförnu hafa fært ríkissjóði auknar tekjur. Af þessum sökum er afar brýnt, að upphaflegum markmiðum fjárlaga fyrir 1987 verði náð. Við núverandi aðstæður er þetta raunar lágmarksskilyrði." í skýrslu OECD segir ennfremur: „Skynsamleg stjórn peningamála verður verulegum annmörkum háð, þar til dregið hefur verið til muna úr hallarekstri ríkissjóðs." Einnig stendur í skýrslunni: „Það væri óráðlegt að reikna með, að alþjóðlegar aðstæður héldu áfram að vera jafnhagstæðar og undanfarin tvö ár. Þótt nokk- uð hafi áunnist í því að efla nýjar undirstöðugreinar, er atvinnulíf (slendinga fremur fábreytilegt og svig- rúm til að renna fleiri stoðum undir það takmarkað. Af þessum sökum er íslensku efnahagslífi nokkur hætta búin af ytri áföllum. Frekara gengisfall dollar- ans, lækkun fiskverðs, aflabrestur, lítill hagvöxtur í heiminum eða hækkun alþjóðlegra vaxta gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagvöxt og viðskipta- jöfnuð Islendinga. Þetta gæti orðið til þess, að er- lendar skuldir í heild, þ.e. bæði einkaaðila og hins opinbera, sem nú nema um 50% af þjóðarfram- leiðslu, færu úr böndunum.1' Það er komið víða við í skýrslu OECD, en þó hvergi minnst á þann möguleika að verðlauna Þor- stein Pálsson fráfarandi fjármálaráðherra fyrir við- skilnaðinn í góðærinu með því að gera hann að forsætisráðherra. - Þráinn KUPPT OG SKORHE) Ókurteisi á Natófundi Einsog áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu sá Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sér ágætt færi á að koma sér í sviðsljósið í kringum Nató- fundinn sem hér var hafður í síð- ustu viku, - einmitt þann fund sem Matthías utanríkisráðherra hafði vonað að vekti athygli al- mennings á sjálfum sér og þeirri upphefð sinni að fá að taka í höndina á erlendu stórmenni. Á meðan Matthías sagði sem fæst og það allt í gamalkunnum kaldastríðsstíl tókst Steingrími að beina að sér augum áhorfenda með ávarpi við setninguna. Eng- inn bjóst við öðrum tíðindum í því ávarpi en að gott væri nú blessað veðrið, vestrænn hernað- ur stæði sem betur færi í blóma, og hérlendis mætti kaupa bæði lopapeysur og lambalæri, - en Steingrímur notaði tækifærið til að minna Nató-ráðherrana á að á íslandi væri andstaða við herset- una, íslendingar vildu ekki kjarn- orkuvopn á landi sínu, og að þeir væru áfram um stofnun kjarna- vopnalauss svæðis með grann- þjóðunum. Þetta þóttu íslenskum blaða- mönnum nokkur tíðindi, en Nató-vinum ósmekkleg ókurt- eisi. Steingrímur bætti svo um betur í sjónvarpsþætti um síðustu helgi þarsem hann sagði það sína túlk- un á yfirlýstri stefnu ríkisstjórna og alþingis í afvopnunar- og ör- yggismálum að hér yrðu aldrei sett niður kjarnorkuvopn, hvorki á friðartímum né á ófriðartímum. Stríð og friður Þetta framtak Steingríms má skilja og túlka á ýmsa vegu, ekki síst í ljósi stjórnarmyndunarvið- ræðnanna, en því er ekki að leyna að sú reisn sem þrátt fyrir allt var yfir forsætisráðherra um síðustu helgi er nokkuð á skjön við lín- una sem ráðuneyti hans hefur fylgt síðustu fjögur árin með gríð- arlegri hernaðarútþenslu hér á landi og sífellt stærri þætti hersins í atvinnu- og efnahagslífi. En batnandi manni.... Það er líka athugunarvert fyrir Steingrím að stokka upp hjá sér orðaforðann um þessi efni. Ann- arsvegar segir hann réttilega að á sínum tíma hafi því verið lofað að á íslandi yrði ekki her á friðartím- um. Þarsem hér sé ennþá her hljóti því að ríkja ófriðartímar, sem staðið hafi alltfrá Kóreu- stríðinu. Hinsvegar segir hann að hér séu ekki kjarnorkuvopn á friðar- tímum - nú og undanfarið - og lætur í ljósi skoðun sína og ríkis- stjórnarinnar væntanlega um slík vopn á ófriðartímum einhvern tíma í framtíðinni. Þannig lifum við á tvennum tímum í huga for- sætisráðherrans, á friðartímum þegar rætt er um kjarnorkuvopn, en á ófriðartímum þegar rætt er um annarskonar hersetu. En einsog menn vita eru fram- sóknarmenn margfaldir íslands- meistarar í þeirri íþrótt að vera tvöfaldir í roðinu. Fisléttar skoðanir Ef til vill hefur Steingrímur með þessum utanríkismálaballett einkum haft hugann við að hressa uppá leiksýninguna langdregnu sem Jón Baldvin hefur verið að halda að þjóðinni síðustu vikur. Framsókn ætlar sér ekki kaup- laust í stjórn með krötum, og þessvegna gæti reynst hentugt að búa til ágreining eða áherslumun í til dæmis utanríkismálum, til að geta náð lengra annarsstaðar. Hinsvegar gætti Steingrímur sín ekki á því að í síðustu viku var hann að tala við Nató frænda sjálfan. Nató var ekki ánægður, og á þjóðhátíðardaginn kaus hernaðarbandalagið að viðra álit sitt á ummælum Steingríms í gegnum penna Björns Bjarna- sonar aðstoðarritstjóra Morgun- blaðsins. Þar eru sjónvarpsmönnum sendar harðvítugar áminningar fyrir að leggja óháð fréttamat á tíðindi af her og hernaðarbanda- lagi, samkvæmt venju Moggans að telja sjálfan sig lögbundinn rétthafa slíkra frétta hérlendis. Og Nató-Björn skammar framsóknarmenn fyrir að hafa „fisléttar skoðanir“ í utanrfkis- og öryggismálum, og þeir Björn og Nató senda stjórnar- myndunarmönnum þau boð að ef Steingrímur eigi að verða utan- ríkisráðherra verði að halda vel í höndina á honum, - „til að forða honum frá því að verða tví- eða margsaga um jafn viðkvæm mál og þau, sem hér hafa verið reifuð". Þetta á að gera með því að „orða stjórnarsáttmála um öryggis- og varnarmál með þeim hætti að enginn þurfi að vera í vafa um, hvað þar stendur". Hlýðir Steingrímur? Nató hefur talað, og skipar svo fyrir að það verði sett munnkarfa á forsætisráðherra íslands. Og er nú að sjá hvort Steingrímur hlýð- ir, og setur sjálfur upp þennan andlitsbúnað. Hitt er auðvitað rétt hjá Nató, að Steingrímur og aðrir framsóknarmenn hljóta að taka skýrari afstöðu í þessum málum. Menn greinir á um það hvort Bandaríkjaher geymi hér kjarn- orkuvopn á hverjum tíma. Áftur er staðreynd að herbúnaður Bandaríkjanna á fslandi miðast við beitingu kjarnorkuvopna. Grunsemdir hafa vaknað um að væntanleg stjórnstöð á Vellinum sé byggð til að þola kjarnorku- árás, og Orion-flugsveitirnar sem hér eru settar niður eru búnar til að bera kjarnorkuvopn, - hvort þær gera það veit ekki utanríkis- ráðherra og ekki forsætisráð- herra. Eina endanlega tryggingin fyrir því að hér séu ekki kjarn- orkuvopn er sú að hér sé ekki herstöð. En það er einnig hægt að stíga skemmri skref í rökréttu framhaldi af yfirlýsingum Stein- gríms, með því að banna hér allan búnað til móttöku kjarnorku- vopna, og krefjast þess af Banda- ríkjaher að hann komi ekki hing- að með slík vopn á sjó eða í lofti. Enn er hægt að tryggja sig gegn kjarnavopnum með því að taka af einurð þátt í norrænu samstarfi um að setja á stofn kjarnavopna- laust norrænt svæði, sem að minnsta kosti sumir framsóknar- þingmenn hafa hingaðtil stutt ásamt 90% þjóðarinnar. Steingrímur á annarra kosta völ en að þegja samkvæmt Nató- skipun, og næstu daga kann að koma í ljós hver var hin raun- verulega merking orðræðna hans um þessi mál í síðustu viku: ís- lenskur málstaður, stöðuleikur í stjórnarmyndunartafli eða bara venjulegt blaður. -m þlÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritatjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörfeifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ólafurGíslason, RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta-og prófarkaleatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndara r: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlf8tofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsingastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Baldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðlr: Soffía Björgúlfsdóttir. Ðflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumonn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, síml 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmlðja Þjóðvlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarb!öð:60kr. Á8kriftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓOVILJINN Föstudagur 19. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.