Þjóðviljinn - 19.06.1987, Page 5
19. JÚNÍ
Ungar konur og kvennahreyfingin
Þráttfyrirvaxandi umfang kvennahreyfingarinnarásíöustu árum um 16-25 ára um kvennahreyfinguna og skort á virkni ungra
hefur þátttaka ungra kvenna á vettvangi hennar verið lítil. Hver er kvenna innan vébanda hennar.
ástæöan? Þjóöviljinn spjallaöi viö nokkrar ungar konur á aldrin-
Kvennapólitask í minni lífssýn
Steinunn Ólafsdóttir: Kvennahreyfingin hefur mikinn stuðning hjá ungum konum
þótt hann skili sér ekki í virku starfi íformlegum samtökum
Steinunn: Konur verða að öðlast meiri kjark til þess að raungera hugarfóstur
sín og láta þau ekki bara enda ísmokknum eins og Guðbergurorðarþað. Mynd
Sig.
Eg er ekki virk í neinutn
ákveðnum kvennapólitískum
samtökum, en ég er kvennapólit-
ískt virk í minni lífssýn og í sam-
skiptum mínum við annað fólk.
Það er ekki minna mikilvægt,
sagði Steinunn Ólafsdóttir 25 ára
gömul, lciklistarskólanemi.
„Ég styð fjöldaaðgerðir
kvennahreyfingarinnar og ég hef
gert tilraun til þess að vera virkari
en það. Fór t.d. einu sinni niður í
Kvennahús þegar Kvennalistinn
var að undirbúa kosningar. Ég
þekkti engan á staðnum og það
var enginn sem maður gat
beinlínis gefið sig fram við. Það
endaði með því að ég ranglaði um
húsið í smá tíma ogfórsíðan út. Á
þessum tíma langaði mig til þess
að vera virk og hafði nægan tíma.
Það er, að ég held, erfitt fyrir
margar konur að komast inní
starfið, hvort sem það er hjá
Kvennalistanum eða annars stað-
ar, ef þær þekkja ekki einhverjar
konur sem eru starfandi fyrir.
Þetta er reynsla margra kvenna
sem ég þekki.“
Hver finnst þér afstaða ungra
kvenna í kringum þig vera
gagnvart kvennahreyfingunni?
„Mér finnst eins og mörgum
konum þyki andrúmsloftið innan
hreyfingarinnar leiðinlegt. Þær
styðja baráttuna en gagnrýna
framsetninguna. Þessum röddum
finnst ákveðin aðskilnaðarstefna
á milli karla og kvenna einkenna
framsetninguna og það fælir þær
frá.“
Finnst þér sjálfri of mikil að-
skilnaðarstefna einkenna
kvennabaráttuna?
„Það er aðskilnaðarstefna til
staðar og að ákveðnu marki
finnst mér hún eiga rétt á sér. í
fræðunum finnst mér t.d.
kvennarannsóknir mjög þarfar.
Ég neita því hins vegar ekki að
„við stelpurnar" mórallinn getur
stundum verið of yfirdrifinn og
leiðinlegur."
Hvernig er hægt að gera starf í
kvennahreyfingunni meira að-
laðandi fyrir ungar konur?
„Ég veit í sjálfu sér ekki hvað
kvennahreyfingin sem slík getur
gert. Tíðarandinn í dag ein-
kennist af einstaklingshyggju og
unga fólkið stjórnast mjög mikið
að því hvað er „inn“ hverju sinni.
Hvað er í tísku og hvað er ekki í
tísku. Ég held hins vegar að ung-
ar konur í dag styðji í ríkum mæli
baráttu kvennahreyfingarinnar í
hjarta sínu og séu kvennapólit-
ískt virkar í sínu daglega lífi þótt
þær séu ekki virkar í formlegum
samtökum. Það er ekki síður
mikilvægt. Það er li'ka mjög
mikilvægt að konur láti að sér
kveða í sínu starfi eða námi þótt
það sé ekki á beinan kvennapólit-
ískan hátt. Því miður þá eru kon-
ur samt hræddari en karlar við að
opinbera verk sín af hvaða toga
sem þau eru. Konur eru t.d. í
minni hluta af starfandi lista-
mönnum í mjög mörgum list-
greinum. Samt búa konur yfir
miklum sköpunarkrafti. Konur
verða að öðlast kjark til þess að
raungera hugarfóstur sín og láta
þau ekki bara enda í smokknum
eins og Guðbergur orðar það.“
Nanna Maja: Allt of margar stelpur endurtaka gagnrýnislaust það sem strák-
arnir-í kringum þær segja. Mynd Sig.
Of margar stelpur á móti sjálfum sér
Nanna Maja Norðdahl: Margar stelpur í kringum mig líta á kvenréttindakonur
sem nöldrandi kerlingar
Imínum huga er kvennahreyf-
ingin nauðsynlegt afl, en ég hef
samt ekki áhuga á starfi innan
hreyfíngarinnar, sagði Nanna
Maja Norðdahl 18 ára starfs-
stúlka á barnahcimili. Nanna
Maja er jafnframt verðandi móð-
ir.
„Fólk á mínum aldri virðist
hafa lítinn áhuga á pólitík yfir-
höfuð. Umræðuefnið þykir
leiðinlegt vegna þess að venju-
lega lendir allt í háarifrildi. Fólk
reynir að forðast það. Mér finnst
líka undarlegt hversu lítil áhrif
öflug kvennabarátta síðustu ára
hefur haft á stelpur á mínum
aldri.Sumumaf kunningjakonum
mínum finnst t.d. ennþá sjálfsagt
að þær sjái um öll störf innanhúss
og karlmaðurinn komi þar ekki
nálægt. Það er líka undarlegt að
konur á mínum aldri sem eru
komnar út á vinnumarkaðinn séu
ekki meðvitaðri því á þessum
aldri finnur maður mikið fyrir
launamisréttinu.
Þegar ég horfi í kringum mig
finnst mér allt of margar stelpur á
móti sjálfum sér. Þær endurtaka
orðrétt og gagnrýnislaust það
sem strákarnir í kringum þær eru
að segja."
Hvaða afstöðu hafa þær stelp-
ur sem þú hefur mest saman við
að sæída gagnvart kvenna-
hreyfingunni?
„Það er misjafnt. Sumar eru
henni mjög hlynntar, en það er
algengara að þær líti á kvenrétt-
indakonur sem nöldrandi kerl-
ingar. Ein kunningjakona mín
hefur svo fjandsamlega afstöðu
gagnvart Kvennalistanum að
þegar að ég sagði henni fyrir síð-
ustu kosningar að ég ætlaði að
kjósa listann varð hún stjörnuvit-
laus og hefur reyndar ekki talað
við mig síðan“.
Er eitthvað hægt að gera til
þess að kvennahreyfingin höfði
meira til ungra kvenna?
„Ég veit það ekki. Hreyfingin
höfðar til mín. Með starfi sínu
hafa konur áorkað miklu. Gert
góða hluti, t.d. í kvennaathvarf-
inu. Ef til vill væri það ráð að
skipuleggja fleiri uppákomur
sem höfðuðu beinlínis til unga
fólksins. Með því myndi ein og
ein kona tínast inn í virkt starf.
Kvennapólitísk meðvitund
kvenna er alltof lítil
Álfheiður Jónsdóttir: Ungar stelpur ídag viljafrekar eyða orkunni íað mála sig en
að starfa í kvennapólitík
Frá því í fyrra vor hef ég verið á
kafí í kvennahreyfíngunni,
sagði Álfheiður Jónsdóttir 21 árs,
afgreiðslumaður.
„Amma mín var í eina tíð for-
seti Kvenréttindasambandsins og
hún hefur alið sínar dætur upp í
því að vera virkar á vettvangi
kvennabaráttunar. “
En hvað finnst þér um afstöðu
jafnaldra þinna gagnvart
hreyfingunni?
„Mér finnst konur yfir höfuð
mjög lítið meðvitaðar um nauð-
syn á kvennapólitísku starfi.
Margar stelpur sem ég þekki lesa
ekki einu sinni blöðin hvað þá
annað. Þær hafa því oft rangar
hugmyndir um starf kvenna-
hreyfingarinnar. Lífsviðhorf
ungra kvenna í dag einkennist
líka mikið af kæruleysi. Að fara á
Gaukinn er sett í forgang fyrir allt
annað.
Flest allar jafnöldrur mínar
skilja ekkert í mér að ég skuli
vera að brölta þetta í Kvennalist-
anum þar sem ég ver kröftum
mínum. Þær kjósa frekar að eyða
kröftunum í að mála sig, jafnvel
þótt þær styðji kvennahreyfing-
una.“
Af hverju heldur þú að starf í
kvennahreyfingunni höfði svona
lítið til þeirra?
„Kannski vegna þess að þar
eru mjög fáar ungar konur virk-
ar. Starfandi konur eru mest allt
konur nokkuð eldri en ég. Þær
eru dáldið mömmulegar og kann-
ski finnst ungum konum ekki
eftirsóknarvert að fara úr for-
eldrahúsum á kvöldin til þess að
umgangast aðrar mömmur. Mér
hefur hins vegar þótt það mjög
lærdómsríkt og ég hef þroskast
mikið eftir að ég fór að starfa í
Kvennalistanum.
Kvennalistinn hefur verið orð-
aður við stjórnmál og það getur
verið ein ástæðan fyrir því að
ungar konur hafa ekki áhuga á
starfi þar. Konur eru hræddar við
þá tegund af ábyrgð sem orðuð er
við stjórnmál."
Hvað er til ráða?
„Ég held að t.d. Kvennalistinn
þurfi að skipuleggja dagskrá sem
höfði fyrst og fremst til ungra
kvenna. Síðan þyrfti helst að vera
Álfheiður: Við höfum áorkað miklu en mér finnst að kvennabaráttan sé komin á
tímabil ákveðinnar stöðnunar. Mynd Sig.
kona í fullu starfi sem fylgdi í dag? Hefur barátta kvenna-
áhuganum eftir.“ hreyfingarinnar skilað sér þar?
Hvað finnst þér um unga menn „Allt of lítið! Strákar eru alveg
Föstudagur 19. júní 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5