Þjóðviljinn - 19.06.1987, Side 7

Þjóðviljinn - 19.06.1987, Side 7
Víetnam Nýir leiötogar Víetnamska þingið kaus í gœr nýja menn í embœtti forseta og forscetisráðherra Breytingar hafa verið örar í Víetnam að undanförnu, nýir menn hafa verið að taka völdin í kommúnistaflokknum og boða þar nýsköpun í efnahagsmálum enda ekki vanþörf á ef marka má orð þarlendra. í gær voru kjörnir nýir menn í tvær æðstu stöður ríkisins, hið valdamikla embætti forsætisráð- herra og heiðursembætti forseta. Nýi forsætisráðherrann heitir Pham Hung. Hann gat sér gott orð í frelsisstríðinu við Banda- ríkjamenn og var yfirmaður sam- eiginlegs herafla Norður- Víetnama og Viet Cong skæru- liða þegar sigur vannst gegn Sai- gonstjórninni árið 1975. Hann tekur við af Pham Van Dong sem gegnt hafði embættinu allar götur frá því snemma á sjötta áratugnum. Hung er sagð- ur næst æðsti maður í fram- kvæmdanefnd kommúnista- flokksins á eftir Nguyen Van Linh formanni. Forseti var kjörinn Vo Chi Cong sem kvað vera númer þrjú að völdum innan flokks. Hann hefur unnið sér það helst til frægðar að hafa átt frumkvæði að efnahagsumbótum seint á átt- unda áratugnum, nýsköpun sem Linh hyggst halda áfram í landinu á næstu árum. Forveri Congs var Truong Chinh. Báðir hlutu þessir herramenn rússneska kosningu í þingi Víetn- ams sem skipað er 496 fulltrúum. Og báðir eru þeir komnir vel til ára sinna, Cong er 74 ára gamall en Hung er 75. Að Hung skyldi hreppa emb- ætti forsætisráðherra kom nokk- uð á óvart, hann er bæði aldinn og lasburða að sögn víetnamskra heimildamanna. Þeir sögðust þeirrar skoðunar að kjör hans hefði verið einskonar málamiðl- un milli gamla lífvarðarins og yngri manna en einn úr röðum þeirra, hagfræðingurinn Vo Van Kiet, hafði þrásinnis verið nefnd- ur á nafn sem væntanlegt forsæt- isráðherraefni. -ks. Lögreglan í Suður-Kóreu þykir hörð í horn að taka en andófsmönnum er heldur ekki fisjað saman. Suður-Kórea Níundi óeirðadagurinn Víða í borgum Suður-Kóreu kom til átaka á milli lögreglu og mótmœlenda í gœr, níunda daginn í röð Ekkert lát er á mótmælum al~ mennings í Suður-Kóreu gegn stjórn Chuns Doo Hwans og hafa ýmsir á orði að ástandið þar nú minni mest á ástandið á Filipps- eyjum skömmu fyrir fall Markos- ar forseta. í gær skarst í odda með mótmælendum og slagsmálalög- reglu í höfuðborginni Seoul og fjölda smærri borga. Slík áflog hafa verið daglegt brauð í Suður- Kóreu síðustu níu daga eða allar götur frá því að Chun greindi frá þeim ásetningi sínum að hætta samningaviðræðum við stjórnar- andstöðuna um aukið lýðræði og útnefndi einn af skósveinum sín- um, Roh nokkurn Tae Woo, sem valderfingja. í Seoul gengu tugir þúsunda námsmanna og óbreyttra borgara fylktu liði um götur og hrópuðu slagorð gegn stjórninni. „Niður með einræðisherrann" og „niður með Roh Tae Woo“ glumdi út- hverfa á milli. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað og beit í skjald- arrendurnar en mátti oft lúta í lægra haldi fyrir herskáum mótmælendum. Fréttamaður nokkur varð til dæmis vitni að því að nokkur hundruð mótmælenda um- kringdu sveit fjörutíu vel búinna lögreglumanna úr slagsmála- deild, afvopnuðu þá, rifu af þeim gasgrímur og börðu þá sundur og saman. Að sögn þeirra sem gerst þekkja til hefur lögreglan farið offari í átökunum og til dæmis notað gas í tíma og ótíma með þeim afleiðingum að fjöldi manna hefur stórslasast. Stjórn- arandstaðan hefur ítrekað mælst til þess að dregið verði úr notkun þess en allt komið fyrir ekki. En það var víðar slegist en í Seoul. Um áttatíu þúsund manns efndu til mótmæla í hafnarborg- inni Pusan og í Kwangju, Taegu og Taejon kom til átaka. -ks. Indland Gandhi niðurlægður Útlitfyrir algert hrun Kongressflokksins ífylkisþingkjörinu í Haryana. Enn einn ósigurflokksins frá þvíRajiv Gandhi tók viðforystu Persaflóastríðið íranir sigra en írakar vinna írakar segjasthafa hrundið árás írana ísuðri ogfellt fjölda manns. írani.r fullyrða að dátarþeirra og kúrdneskir skæruliðar hafi unnið lönd í norðri og stráfellt hermenn óvinarins p réttastofur stríðsaðila beggja megin víglínunnar sögðu frá átökum herja Irana og Iraka í gær. Blaðafulltrúi yfirstjórnar hers íraka fullyrti að íraskir dátar hefðu með fulltingi stórskotaliðs og skriðdreka hrundið sókn ír- anskra kollega sinna snemma í gærmorgun skammt austan Misanhéraðs. Hann sagði að orrustan hefði staðið yfir í 11 klukkustundir og óvinurinn verið malaður mélinu smærra og misst mörg þúsund menn í valinn. í Teheran kvað við annan tón. Fréttastofan Irna greindi frá því að her landsins hefði hrundið í framkvæmd áætluninni „Fath-6“ sem gekk út á það að íranir, í samvinnu við aðskilnaðarsinnaða Kúrda, hafi lagt til atlögu við óvinaherinn norðan Arbil um 120 kílómetra innan landamæra ír- aks. Uppskeran hafi verið einsog best verður á kosið, heil herdeild hafi verið upprætt og þýðingar- mikil svæði gengið úr greipum andstæðingsins. Ekki þarf að taka fram að hvor- ugur stríðsaðila vill nokkuð við ávinninga mótherjans kannast. -ks. Þegar búið var að úthluta tæp- um helmingi af 90 sætum á þingi Haryanafylkis eftir kosn- ingarnar í fyrradag var Ijóst að Kongressflokkurinn hafði beðið mikinn ósigur. Úrslitin eru síð- asta áfallið í samfelldri röð slíkra fyrir Rajiv Gandhi formann flokksins og forsætisráðherra en síðan hann komst til valda hefur fylgi Kongressflokksins minnkað jafnt og þétt. Af þessum 42 sætum hafði Kongressflokkurinn eingöngu hreppt eitt einasta! Höfuðand- stæðingurinn í fylkinu, Lok Dal flokkurinn undir forystu Devis Lal hafði hinsvegar fengið 27 sæti í sinn hlut og Janataflokkurinn 8. Sex sæti höfðu fallið ýmsum smærri flokkum í skaut. Til sam- anburðar má geta þess að fyrir kosningar hafði Kongressflokk- urinn hreinan meirihluta á þing- inu og umráð yfir 63 sætum. Hinn ótvíræði sigurvegari Lal er 73 ára gamall og kom það glögglega í ljós í kosningabarátt- unni að hann er farinn að lýjast. Þegar honum bárust svo til eyrna fréttirnar um velgengnina í gær féll hann kylliflatur og var í snar- hasti fluttur í sjúkrahús. Leiðtogar stjórnarandstöð- unnar á indverska þinginu voru í Rajiv Gandhi með Indiru móður sinni og forvera á valdastóli. Kongressflokkur- inn vann stórsigur í þingkosningum skömmu eftir morðið á henni. Synd væri að segja að sonurinn hafi ávaxtað pundið. sjöunda himni í gær og sögðu úr- slitin í Haryana aðeins forsmekk þess sem koma skyldi í næsta þingkjöri. Kongressflokkurinn væri bersýnilega búinn að missa fótfestuna meðal indversks al- mennings og Gandhi ætti sér ekki viðreisnar von. Hvað sem því líður þá á forsæt- isráðherrann erfiða tíma fyrir höndum. Ljóst er að trú alþýðu manna á hæfni og heiðarleika hans hefur beðið mikinn hnekki á síðustu mánuðum. Hvert spill- ingarmálið hefur rekið annað þar sem félagar Kongressflokksins hafa verið í aðalhlutverki og hapn hefur ekki gengið fram fyrir skjöldu til að uppræta iiðleskjur og mútuþega í valdakerfinu. Ennfremur hefur stjórn hans lítið orðið ágengt í baráttunni ge;gn öfgamönnum sikha í Punjab þrátt fyrir stóraukin umsvif og vöjd ör- yggislögreglunnar í fylkinu. -ks. Föstudagur 19. júní 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.