Þjóðviljinn - 19.06.1987, Síða 9

Þjóðviljinn - 19.06.1987, Síða 9
HEIMURINN að endurheimta sterkari samn- ingsrétt, en þeir hinir sömu hafa jafnframt bent á að ekki sé hægt að sjá neitt samhengi á milli fylgis flokksins og styrkleikastöðu verkalýðshreyfingarinnar á und- anförnum árum. Skýringarinnar á óförunum sé miklu fremur að leita í því annars vegar að flokk- urinn hafi ekki getað lagt fram áþreifanlegar tillögur um lausn atvinnuleysisvandans, lífeyris- sjóðsvandans, húsnæðisvandans og annarra þeirra vandamála sem þrengja að þeim lægst settu í þjóðfélaginu. Hins vegar hafi flokkurinn ekki fundið þann rétta starfsstíl sem sé í samræmi við hugsunarhátt nútímans og sósíal- istar hafa nýtt sér til framdráttar með miklum bravör, ekki síst með notkun sjónvarpsins í áróð- ursstríðinu. Hlutur Græningja Þegar kommúnistar velta því nú fyrir sér hvert fylgi þeirra hef- ur farið, þá virðist sem það hafi farið í fleiri áttir. Natta flokksfor- maður og nánustu fylgismenn hans segja bróðurhlutann hafa farið til Græningja og segja flokkinn þurfa að taka betur á þeim málum er varða umhverfi og lífsgæði. Aðrir forystumenn flokksins, sem hafa verið tals- menn nánara samstarfs við sósía- lista segja flokkinn hafa misst at- kvæði þangað og hugsanlega einnig til Kristilega flokksins. Trúlega hafa báðir eitthvað til síns máls, en kjarni málsins kann þó að vera sá að tæknibylting undangenginna ára og þær þjóð- félagsbreytingar sem henni hafa fylgt, hafa endurspeglast með ól- íkum en skýrari hætti í starfi þess- ara þriggja sigurvegara kosning- anna, á meðan kommúnistar hafa setið eftir með hefðir hinnar gömlu verkalýðsstéttar iðnaðar- þjóðfélagsins á bakinu. Franska hættan En hvað sem öðru líður, þá er ljóst að forystumenn kommún- ista hafa tekið þessum kosninga- úrslitum sem alvarlegri áminn- ingu um þá hættu sem kunni að vofa yfir flokknum að hann ein- angrist smám saman frá þeirri framvindu sem á sér stað í þjóðfé- laginu og veslist upp á sama hátt og franski kommúnistaflokkur- inn hefur gert á síðustu 2 ára- tugum. Má telja fullvíst að flokksforystan sé öll af vilja gerð til að forðast það fordæmi en muni þess í stað leggja enn aukna áherslu á umbótahlutverk flokks- ins í anda jafnaðarstefnu, þar sem umhverfismál og spurningin um lífsgæði hlýtur jafnframt að verða mikilvægari í allri stefnu- mótun. verð á olíu og öðrum hráefnum frá ríkjum þriðja heimsins. Utanríkismál í samræmi við þetta lögðu kommúnistar áherslu á utanríkis- mál í kosningabaráttu sinni: ár- angur í afvopnunarmálum, nauð- syn pólitískrar og efnahagslegrar einingar Evrópu til mótvægis við stórveldin og nauðsyn nýrrar stefnu í málefnum ríkja þriðja heimsins, þar sem iðnríkin létu af einokun sinni á verðlagningu hrá- efna í krafti efnahagslegra og tæknilegra yfirburða. í málflutningi sínum líktu kommúnistar afstöðu norðursins og suðursins til þess misræmis sem ríkjandi er á milli Suður- og Norður-Ítalíu, og gæti ekki gengið til lengdar. Á sama hátt og iðnaðarborgirnar á N-Ítalíu mættu búast við nýrri bylgju at- vinnuleysingja frá suðurhluta landsins á næstu árum ef ekkert yrði að gert, þá mætti búast við flóðbylgjum flóttafólks, styrjöld- um og hungursneyð í ríkjum þriðja heimsins og nýrri efnahag- skreppu á Vesturlöndum ef þess- um ríkjum yrðu ekki sköpuð jafnréttisskilyrði í alþjóðavið- skiptum, sem jafnframt væri fors- enda aukins markaðar í þessum löndum fyrir iðnríkin. Það er vart við því að búast að svo almennur boðskapur nái hlustum kjósenda, allar síst í því fjölmiðlaskrumi, sem einkenndi kosningabaráttuna og kristallað- ist í látunum í kringum fatafell- una Ilonu Staller, frambjóðanda Róttæka flokksins. Þáttur Ilonu Staller Hugmyndafátæktin í kosninga- baráttunni á sér kannski skýringu í þeirri vaxandi tilhneigingu til fjölþjóðlegrar stýringar efna- hagsmálanna, sem kemur best fram í beinum áhrifum banda- ríska fjárlagahallans og gengis- skráningar dollarans á efnahag Evrópuríkja. Áhrifaleysi stjórnmálaflokkanna um þessi mál skapa ráðleysi sem síðan er kjörinn vettvangur fyrir uppá- komur eins og framboð fatafell- unnar Ilonu Staller sem varð helsta stjarna kosningabarátt- unnar og flaug inn á þing sem fulltrúi Róttæka flokksins. Yfirlýstur tilgangur með fram- boði hennar átti að vera andóf gegn tvískinnungshætti í siðgæði kirkjunnar, Kristilega flokksins og annarra sómakærra afla á ít- alska þinginu. Uppákomur fata- fellunnar urðu fjölmiðlum og les- endum þeirra kærkomnar í hug- myndaleysinu, en jafnframt varð tilstandið til þess að önnur mál- efnaleg barátta og aðrir fram- bjóðendur Róttæka flokksins hurfu gjörsamlega í skuggann. „Ég mun færa ástina inn í þing- salina,“sagði Staller þegar hún frétti að hún væri orðin þingmað- ur, en þegar hún var spurð að því hvort hún hygðist hætta fatafell- ustarfinu vegna þingmenn- skunnar, þá sagði hún þvert á móti: nú væri hun að hefja sýn- ingarferðalag með sýninguna “Pervertion" og innan skamms kæmi á markaðinn fyrsta kvik- mynd hennar sem þingmaður: „Háttvirt Cicciolina“, en þar munu meðal annars koma fram menn í dulargervum ítalskra stjórnmálaleiðtoga, sem leggja Cicciolínu í einelti og reyna á endanum að kyrkja hana. Kann- ski á fatafellan einmitt erindi inn á þingið til þess að afhjúpa þá sýndarmennsku, sem þar hefur einkennt valdabrölt hugmynda- snauðra leiðtoga á undanförnum mánuðum, þjóðinni til ama og leiðinda. -ólg LIFIÐ VELTUR Á BELTUNUM! m Kæri lesandi. A ími sumarleyfanna er hafinn. Aliar fréttir benda til þess að við íslendingar ætlum að ferðast mikið í sumar, bæði innanlands og utan. Gott efnahagslíf hefur stuðlað að því að um ellefu þúsund nýir bílar hafa bæst við bílaeign landsmanna frá áramótum. Það er bersýnilegt að flestir nota bíl að einhverju leyti í orlofinu, hvort sem það er innanlands eða utan. Aukinn umferðarþungi eykur slysahættuna. Ekkert bendir enn til þess að umferðarslysum fækki, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir og fræðslu þeirra sem að umferðarmálum starfa. u ið starfsmenn Almennra Trygginga hf. höfum miklar áhyggjur af ótrúlegum fjölda slysa á fólki í umferðinni. Þess vegna ætlum við nú að gefa fólki kost á því að reyna sjálft hvernig það -ynningarátak okkar sem er að hefjast ber yfirskriftina „Lífið veltur á beltunum“ vegna þess að við erum fullviss um að það veltur mest á bílbeltunum hvort fólk sem lendir í umferðarslysi í bíl slasast eða ekki. Það er margsannað að bílbeltin eru einn veigamesti öryggisbúnaður hvers farartækis, sama hvort það er lítið eða stórt. ugir þúsunda Dana reyndu bílveltu í þessum bíl í fyrra og sannfærðust um að það er nauðsynlegt að nota bílbeltin að staðaldri. Nú gefum við þér kost á að velta í bíl og ganga úr skugga um að lífið veltur á beltunum í umferðinni. Ef þú getur ekki notfært þér þetta tækifæri, mundu þá samt að það er lífsnauðsynlegt að nota beltin. Daufleg kosningabarátta Undirritaður átti þess kost að fylgjast með kosningabaráttunni á Italíu síðustu vikurnar fyrir kosningar. Ekki verður um hana sagt að hún hafi verið tilþrifa- mikil, eða að þar hafi verið tekist á um stór mál. Almenn hug- myndakreppa virtist ríkjandi, bæði meðal hinna borgaralegu og sósíalísku afla, og almenningur sýndi kosningabaráttunni tak- markaðan áhuga. Deilur sósíalista og kristilegra, sem settu mikinn svip á kosninga- baráttuna, snerust frekar um völd en málefni. Kommúnistar lögðu áherslu á samstarf við sós- íalista um myndun rfkisstjórnar eftir kosningar, en höfðu fá og almenn orð um hvernig leysa ætti þau vandamál sem brýnust væru. Þeir höfðu það þó fram yfir stjórnarflokkana, sem gerðu lítið annað en að stæra sig af bættri efnahagslegri afkomu ítala, að benda á að þessi bætta afkoma ítalska þjóðarbúsins var að miklu leyti tilkomin vegna utanaðkom- andi áhrifa, sem ítalir réðu sára- litlu um og vörðuðu gengi dollar- ans, alþjóðlega vaxtapólitík og er að fara í bílveltu með bílbeltin á sér. Við höfum fengið lánaðan til landsins Toyota fólks- bíl frá Danmörku, sem festur er á sérstakan vagn með veltibúnaði. Bíllinn verður til sýnis á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. ið hjá Almennum sendum þér bestu sumarkveðjur. Ollum ætti að vera það ljóst að tryggasta leiðin til að forðast meiðsl í umferðaróhöppum er sú að vera með bílbeltin spennt, hvort sem ekið er innanbæjar eða utan, hratt eða hægt. Vissir þú að ef bíl er ekið á vegg á 50 kílómetra hraða fjörutíufaldast líkamsþunginn og meðalmaður verður á við 3000 kíló við höggið. Með bestu kveðju, / Ólafur B. Tl) ors & \\ur ® 6r> e> A % B ÆITrírnm? % \ TRYGGINGAR studagur 19. júní 1987 ÞJÓÐViLJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.