Þjóðviljinn - 19.06.1987, Side 10

Þjóðviljinn - 19.06.1987, Side 10
Þótt Jacques Chirac forsætisráðherra og Francois Mitterrand forseta greini á um ýms stórmál þá eru þeir báðir áfram um áframhaldandi kjarnvæðingu Frakklands. Frakkland Kjamorkuandstæöingar rísa úr öskustónni Valdataka sósíalista árið 1981 og stuðningurþeirra við áframhaldandi kjarnvœðingu Frakklands gekk nánast afhreyfingu kjarnorkuandstœðinga dauðri. Eftir Tjernóbýl hörmungarnar ífyrra ogýms slys viðfrönsk kjarnver hefur henni vaxið ásmegin á ný Franskir kjarnorkuandstæð- ingar eru komnir á kreik að nýju eftir nokkurra ára lægð. Tjernóbýlhörmungarnar og þrjú óhöpp í frönskum kjarnverum í vetur og vor hafa ekki látið franskan almenning ósnortinn. En hve öflug hreyfing kjarnorku- andstæðinga er mun koma í Ijós á morgun en þá mun hún efna til mótmælagöngu um París. Einn af leiðtogum hreyfingar- innar er Bidier Anger. Hann segir: „Þann tuttugasta júní mun- um við komast að raun um hve öflugir við erum. Við erum sannfærðir um að fóik hefur tekið sinnaskiptum og hefur samúð með málstaðnum. Hitt er svo annað mál að það er óvíst hvort gangan verður mjög fjölmenn." Kjarnorkan mikilvœgust Frakkar reiða sig að mjög miklu leyti á kjarnorku til orku- öflunar og stjórnvöld hafa ekki í hyggju að snúa af þeirri braut. Um sjötíu prósent af allri raforku í landinu er framleidd í kjarnverum og stefnt er að því að hlutfallið aukist á næstu árum þannig að árið 1993 verði það komið upp í 80 af hundraði. Kjarnorkuandstæð- ingar hafa átt undir högg að sækja Hreyfing kjarnorkuandstæð- inga hefur átt erfitt uppdráttar í Frakklandi á undanförnum árum á sama tíma og Græningjum í Vestur-Þýskalandi, sem eru á móti hverskyns kjarnhyggju, hef- ur vaxið fiskur um hrygg. A Bret- landi, ftalíu og í Hollandi hafa samskonar hreyfingar ennfremur sýnt mátt sinn og megin og staðið fyrir geysifjölmennum mótmæla- aðgerðum hvað eftir annað. Fyrir tíu árum gat franska hreyfingin einnig fylkt fólki þús- undum saman á heljarmikla fundi og í massívar kröfugöngur. En í upphafi áratugarins þvarr máttur hennar og næstu árin fór mjög lítið fyrir kjarnorkuand- stæðingum. Á þessu eru tvær meginskýr- ingar. Stjórnvöld létu mótmælin sem vind um eyrun þjóta og héldu sínu striki við kjarnvæðingu Frakklands. Þegar ljóst varð að andófið myndi eng- um árangri skila misstu margir móðinn. Anger nefnir hina skýringuna. Kjarnorkuandstæðingar höfðu alið þá von í brjósti að ríkisstjórn Sósíalistaflokksins myndi taka tillit til þeirra sjónarmiða ef flokkurinn kæmist til valda. Þeg- ar sósíalistinn Mitterrand var kjörinn forseti árið 1981 og flokk- ur hans vann síðan yfirburðasigur í þingkjöri skömmu síðar töldu ýmsir að nú yrði söðlað um í kjarnorkumálum. Sú varð ekki raunin. Sósíalistastjórnin ákvað að halda áfram kjarnvæðingu Frakklands og andstæðingar hennar hurfu af sjónarsviðinu. í bili að minnsta kosti. Allir helstu stjórnmálaflokkar Frakklands eru áfram um kjarnvæðinguna utan flokkur Græningja en áhrif hans eru sára- lítil. Jafnvel hörmungar á borð við slysið í Tjernóbýl virtust koma litlu róti á ráðamenn í Frakklandi öfugt við kollegana í flestum öðrum Evrópulöndum. Blekkingar stjórnvalda og sinnaskipti almennings Stjórnin lýsti því yfir í fyrra að Frakklandi stafaði engin ógn af sovéskættuðu geislaúrfelli og gerði engar ráðstafanir, bannaði til dæmis ekki sölu á grunsam- legum matvælum né hvatti hún þegna sína til varúðar. En franskur almenningur vaknaði ekki af værum blundi fyrr en tók að spyrjast að geisla- virkni hefði aukist í ýmsum hér- uðum landsins. Anger fullyrðir að andvaraleysi stjórnarinnar og rangfærslur í þessu máli hafi vald- ið því að fólk gjaldi nú varhuga við hverju og einu sem yfirvöld láti frá sér fara um kjarnorku- mál og sá efi gerist áleitinn að máski sé kjarnorka ekki það lausnarorð í orkumálum sem ráðamenn vilji vera láta. Lítið hefur verið gert að því að kanna ítarlega viðhorf Frakka til kjarnorkunnar. En skoðana- könnun á vegum tímaritsins L'Express, sem gerð var í októ- ber síðastliðnum, leyddi í ljós að trú almennings á ágæti kjarnvæðingar fer minnkandi. Þar kom fram að 52 prósent Frakka eru andvíg því að reist verði ný kjarnaver en aðeins 37 af hundraði þeirra hlynntir. Árið 1984 var gerð könnun um sama efni og þá voru 62 prósent spurðra miklir kjarnorkusinnar. Það er engum blöðum um það að fletta að Tjernóbýlslysið á mestan þátt í sinnaskiptum lands- manna en einnig hafa tíð óhöpp við frönsk kjarnver haft sitt að segja. Óhöpp við kjarnver í Frakklandi í vetur fóru veðurguðirnir oft hamförum víða í Evrópu og fóru Frakkar ekki varhluta af því. í tveim kjarnverum frusu leiðslur með þeim afleiðingum að stór svæði urðu rafmagnslaus um langa hríð. f apríl bilaði öryggiskerfi í kjarnveri með þeim afleiðingum að eitraður en lítt geislavirkur úr- aníumúrgangur lak út í andrúms- loftið. Loka varð verinu meðan viðgerð fór fram. A þessar staðreyndir benda kjarorkuandstæðingar þegar þeir hamra á því að öryggi kjarnvera sé mjög ábótavant. Þeir hafa enn- fremur lagt áherslu á að kjarnvæðingin sé óskaplega dýr og það virðist standa heima því rafmagnsveitur ríkisins í Frakk- landi skulda hvorki meira né minna en 200 miljarða franka eða um 1320 miljarða króna! Tillögur kjarn- orkuandstœðinga Kjarnorkuandstæðingarnir vita sem er að þeir ná því aðeins settu marki að þeir bendi á leið til öflunar orku sem leyst gæti kjarn- orkuna af hólmi. Nefnd á vegum hreyfingarinnar hefur sett saman áætlun þar sem sýnt er fram á að Frakkar geti losað sig úr viðjum kjarnorkunnar á sjö árum án þess að efnahagurinn bíði tjón. Hryggjarstykkið í áætluninni er fullyrðing um að með aukinni notkun eldri orkugjafa, svo sem kola, olíu og jarðgass, samfara sparnaði og þróun nýrra orku- gjafa þá gangi dæmið upp. En ráðamenn yppa öxlum. Þeir fullyrða að áætlunin sé tómir draumórar, orkuverð sé hið lægsta á byggðu bóli í Frakklandi, landið sé ákaflega snautt af hrá- efnum og því muni þeir hvergi hvika frá kjarnvæðingaráform- unum góðu. En væntanlega mun skýrast á næstunni með hvorum aðilanum almenningur hefur samúð í þessu máli og verður mótmælagangan á morgun því þýðingarmikill prófsteinn fyrir hreyfingu franskra kjarnorku- andstæðinga. -ks. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 19. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.