Þjóðviljinn - 19.06.1987, Side 15

Þjóðviljinn - 19.06.1987, Side 15
ÍÞRÓTTIR Handbolti Ætlum okkur sigur Segir Bogdan. Þrír leikirgegn Dönum „Við ætlum okkur að sjálf- sögðu sigur og það kæmi sér mjög illa fyrir okkur að tapa þessum leikjum, sagði Bogdan Kow- alczyk landsliðsþjálfari og átti þar við leiki gegn Dönum um helgina. „Það er lágmark að vinna tvo af þremur leikjum.“ Fyrsti leikurinn er á Akureyri í kvöld kl. 18.30. Annar leikurinn á Húsavík kl. 16 á morgun og loks sá þriðji í Laugardalshöllinni á sunnudag kl. 20. „Þessir leikir skipta allir mjög miklu máli fyrir okkur og reyndar allir undirbúningsleikir okkar, sagði Bogdan. Það er mikil sam- keppni um sæti í liðinu og leik- menn munu leggja sig alla fram. Allir leikmenn hafa fengið leyfi Körfubolti Kanarí heimsókn Körfuknattleiksmenn ættu að fá eitthvað fyrir sig nú um helg- ina. Þá kemur hingað úrvalslið frá menntaskóla í Kentucky og leikur gegn íslenska unglinga- landsliðinu. Fyrri leikurinn verður í Selja- skóla á laugardag kl. 19 og síðari leikurinn í Njarðvík á sunnudag kl. 19. Það er íslenska unglingalands- liðið sem leikur gegn liðinu frá Kentucky, en til að styrkja það leika með eldri unglingalands- Iiðsmenn. Þetta er í 4. sinn sem þetta lið kemur hingað og hefur sigrað í öllum leikjunum, að einum und- anskildum. -lbe frá sínum félögum til undirbún- ings fyrir ólympíuleikanna, að Alfreð Gíslasyni undanskildum, en það stendur til bóta. Þessir leikir eru síðasti hlutinn í undirbúningi fyrir mjög sterkt mót í Júgóslavíu, þar sem sterk- ustu þjóðir heims mæta til leiks. Þess má geta að okkur hefur gengið mjög vel gegn Dönum að undaförnu. Ekki tapað í 10 síð- ustu leikjum. Lið íslands er þannig skipað: Einar Þorvarðarson Brynjar Kvaran Guðmundur Hrafnkelsson Þorgils Óttar Mathiesen Júlíus Jónasson Bjarki Sigurðsson Karl Þráinsson Sigurður Gunnarsson Alfreð Gíslason Páll Ólafsson Guðmundur Guðmundsson Kristján Arason Geir Sveinsson Sigurður Sveinsson Atli Hilmarsson Jakob Sigurðsson Árni Friðleifsson Birgir Sigurðsson Þorbjörn Jensson Þorbjörn Aðalsteinsson Danska liðið er þannig skipað: Karsten Holm Jens Kristensen Hans Munk Andersen Fleming Hansen Erik Veje Rasmussen Hendrik Hattesen Frank Jörgensen Morten Stig Christensen Bjarne Simonsen Lars Lundbye Otto Mertz Michael Fenger Ola Lauridsen Lars Gjöls-Andersen Claus Bo Munkedal Þjálfari Dana er Anders Dahl Nielsen, sem þjáfaði KR fyrir nokkrum árum og er þetta fyrsta verkefni hans með liðið. -lbe Matthías Hallgrímsson sækir hér að marki „Útlendingahersveitarinnar", en Þorsteinn Bjarnason lokar markinu. Mynd: E.ÖI. Knattspyrna Jafnt í stiömuleik Gott kast „Heimavarnarliðið“ og „Út- lendingahersveitin“ gerðu jafn- tefli, 7-7, í stjörnuleiknum á 17. júní. Úrslitin voru samt ekki aðal- atriðið, heldur það að með leiknum söfnuðust 433.000 krón- ur sem Halldór Einarsson afhenti Jónu Gróu Sigurðardóttur, for- manni Verndar, í leikslok. Leikurinn var skemmtilegur á köflum og mátti oft sjá skemmti- leg tilþrif hjá gömlu mönnunum. Einar Vilhjálmsson reyndi við Norðurlandametið í spjótkasti í hálfleik, en það tókst ekki. Hann náði þó að kasta spjótinu 79 hjá Einari metra. „Þetta var þokkalegt. Brautin var mjög laus og ein- beitingin ekki nógu góð,“ sagði Einar í samtali við Þjóðviljann í gær. Ég er í mun betri æfingu núna heldur en á sama tíma í fyrra og geri mér vonir um mun betri ár- angur. Ég hef náð góðum tökum á spjótinu, enda fengið meiri tíma til æfinga og árangurinn fer að koma í ljós. Þá var vítaspyrnukeppni í hálf- leik. Arnór Guðjohnsen sigraði þar, en kempurnar voru með bundið fyrir augu. -Ibe KR-ingar sækja hér að marki Þórs, eins og svo oft í leiknum, en Baldvin tókst að bægja hættunni frá. Mynd:E.ÓI í ♦ * 4 ’ *> l.deild Kennslustund í knattspymu Stórsigur KR-inga og fimm glæsileg mörk KR-ingar tóku Þórsara í kennslu- stund í því hvernig á að spila knatt- spyrnu og hvernig á að skora mörk. Stórsigur KR-inga, 5-0, var verð- skuldaður og leikurinn mjög skemmtilegur. Leikurinn var þó jafn framan af. Bæði liðin sóttu, en KR-ingár heldur sprækari við markið. Á 8. mínútu kom það fyrsta eftir laglegt spil. Will- KR-Þór 5-0 (1-0) * * * * KR-völlur 18. júní Áhorfendur:968 Dómari: Eysteinn Guömundsson * 1-0 Björn Rafnsson (8.mín), 2-0 Andri Marteinsson (57.min), 3-0 Pétur Pét- ursson (71.mín), 4-0 Pétur Pétursson (86.mínj, 5-0 Björn Rafnsson (87.mín) Stjörnur KR: Rúnar Kristinsson * Þorsteinn Halldórsson * Björn Rafnsson * Andri Marteinsson * Pétur Pétursson * Stjörnur Þórs: Baldvin Guðmundsson « Nói Björnsson * um Þórsson gaf á Rúnar Kristinsson. Hann renndi boltanum á Björn Rafnsson og hann skoraði auðveld- lega fram hjá Baldvin í markinu. Þórsarar áttu einnig þokkaleg færi. Kristján Kristjánsson átti skot yfir úr aukaspyrnu og Hlynur Birgisson skaut framhjá eftir að hafa komist einn innfyrir. Hinum megin varði Baldvin vel frá Birni og Rúnari. Fyrri hálfeikurinn var í jafnara lagi og með smá heppni hcfðu Þórsarar átt að geta lætt inn marki. En í síðari hálfleik voru það KR-ingar sem réðu ferðinni. Annað markið kom snemma í síðari hálfleik. Pétur sendi boltann inná Björn og hann renndi honum út á Andra sem skoraði með þrumuskoti. Fallegt mark og vel að því staðið. Þriðja markið kom ekki fyrr en síðari hálfleikur var rúmlega hálfnaður og enn var það fallegt spil KR-inga sem lagði grunninn. Andri sendi boltann út á Rúnar og hann gaf frábæra sendingu á Pétur sem skoraði með góðum skalla, 3-0. Það var svo ekki fyrr en rétt undir leikslok að síðustu tvö mörkin komu. Pétur bætti öðru marki sínu við með því að lyfta boltanum snyrtilega yfir Baldvin í markinu. Mínútu síðar kom svo síðasta markið og var það stór- glæsilegt. Björn fékk boltann við víta- teigshorn og sneri boltanum í hornið fjær, framhjá Baldvin í markinu, lag- lega gert. KR-ingar sýndu það í þessum leik að þeir geta spilað stórskemmtilega knattspyrnu. Liðið náði mjög vel saman og sóknarieikurinn. sem byggðist upp á stuttu og hröðu spili gekk mjög vel. Vörnin gerði sig seka um smávægileg mistök. en stóð sig þó vel. KR-ingar hafa enn ekki fengið á sig mark á heimavelli og hafa leikið mjög vel. Þórsarar byrjuðu leikinn vel, en liðið virðist vanta stöðugleika. Smált og smátt dró úr liðinu og þegar annað markið kom var eins og allt loft væri úr þeim. Þeir hafa náð mjög góðum leikjum gegn Fram og ÍA, en þess á milli dottið niður. Þeir hafa þó góðu liði á að skipa og líklega aðeins tíma- spursmál hvenær þeir fara í gang. -Ibe V-Þýskaland Arie Haan til Stuttgart Methjá Gladbach. Stuttgartí 12. sæti Frá Jóni H. Garöarssyni, fréttamanni Þjóðviljans í V-Þýskalandi: Arie Haan, þjálfari Anderiecht mun taka við liði Stuttgart næsta keppnistímabil. Haan samdi ekki ýkja vel við forráðamnenn Anderlecht, þrátt fyrir góðan árangur með liðinu og sagði upp nú fyrir skömmu. Hann tekur við af Coordes, sem skildi við Stuttgart í 12. sæti eftir 7 tap- leiki í röð. Síðasta umferöin í Bundeslig- unni var leikin í fyrradag. Glad- bach sló met Kölnar með því að vinna sinn 10. leik í röð. Það var Nurnberg sem varð nú fyrir barð- inu á Gladbach og tapaði 0-4. Uwe Rahn skoraði tvö marka Gladbach og tryggði sér marka- kóngstitilinn með 24 mörk, einu marki meira en Fritz Walder hjá Mannheim. Stuttgart tapaði sínum síðasta leik og þarmeð 7. leiknum í röð, gegn Leverkusen, 4-1. Lið Stutt- gart hefur valdið miklum von- brigðum og hafnaði í 12. sæti. Gladbach, Dortmund og Bremen eru örugg í Evrópu- keppni, auk Hamburger og Bay- ern Munchen. Ef að Hamburg sigrar Stuttgarter Kickers í úr- slitaleik bikarkeppninnar þá fer Leverkusen einnig í Evrópu- keppni. Uerdingen hafnaði í 8. sæti eftir sigur gegn Mannheim í síð- asta leik, 3-2 á útivelli. Þetta var jafnframt fyrsta tap Mannheim á heimavelli. Berlin og Dússeldorf falla í 2. deild og Homburg þarf að leika aukaleik gegn St.Paulen um sæti í Bundesligunni. Úrslit í síðustu umferð: Bayem Múnchen-Schalke............1-0 Bochum-Dússeldorf................2-2 Bremen-Köln......................2-2 Homburg-Berlin...................2-2 Kaiserslautern-Hamburg...........0-4 Frankfurt-Dortmund...............0-4 Leverkusen-Stuttgart.............4-1 Gladbach-Núrnberg................4-0 Mannheim-Uerdingen...............2-3 Sund tslandsmet Ingibjargar Sundfélagið Ægir sigraði með yfir- burðum á sundmeistaramóti Reykja- víkur. Eitt íslandsmet var sett á mót- inu. Ægir hlaut 212.5 stig. Ármenning- ar höfnuðu í 2. sæti með 76 stig og KR í 3. sæti með 73.5 stig. Ingibjörg Arnardóttir setti fslands- met í 1500 metra skriðsundi á 18.27.68. Gamla metið var 18.30.10. Ingibjörg keppti í fjórum einstak- lingsgreinum og sigraði í þeim öllum. Hún var einnig í sigursveit Ægis í 4x100 metra skriðsundi. Ólafur Einarsson keppti í fimm einstaklingsgreinum og sigraði í öllum. Hann var einnig í sigursveit Ægis í 4x100 metra skriðsundi. Ólafur Einarsson sigraði í 800 metra skriðsundi (9.26.65), 400 metra fjórsundi (5.23.10), 100 metra baksundi (1.12.14), 200 metra skriðs- undi (2.13.48)og 100 metra flugsundi (1.04.46). Ingibjörg Arnardóttir sigraði í 1500 metra skriðsundi (18.27.68), 400 metra fjórsundi (5.34.45), 100 metra skriðsundi (1.04.53) og 100 metra flugsundi (1.12.02). Gunngeir Friðriksson sigraði í 200 metra bringusundi á 2.44.29 og í 100 mctra bringusundi á 1.15.68. Þórunn Gunnarsdóttir sigraði í 100 metra bringusundi kvenna á 1.27.34. og í 200 metra bringusundi á 3.10.40. Lóa Birgisdóttir sigraði í 100 metra baksundi á 1.16.33. A-sveit Ægis sigraði í 4x100 metra skriðsundi karla á 4.02.34 og í 4x100 metra skriðsundi kvenna á 4.29.82. -Ibe Föstudagur 19. júni 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.