Þjóðviljinn - 19.06.1987, Page 16

Þjóðviljinn - 19.06.1987, Page 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 LBEHN AÐ Fy\RS€LLI 5KÓIACÖNGU SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Norðurland Grasmítill herjar á tún Bœndur í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu berjast við mauraplágu. Tún verða gráleit og gras sölnar. Slœtti seinkar Við höfum aldrei fyrr orðið vör við þennan roðamaur í svo miklu magni og það er óhætt að segja að þetta sé sannkölluð plága. Það má búast við að slætti muni seinka um a.m.k. tvær vik- ur vegna þessa, sagði Gígja Snæ- dal húsfreyja á Dagverðareyri við Eyjafjörð í samtali við Þjóðvilj- ann í gær, en pínulítil kvikindi sem oftast eru kölluð roðamaur hafa að undanförnu herjað á tún fyrir norðan með þeim afleiðing- um að spretta hefur snar- minnkað. Gígja sagði að þau á Dagverð- areyri hefðu fyrst orðið vör við ófögnuðinn sl. sunnudagskvöld, en síðan hafa margir hektarar verið úðaðir eitri á Dagverðar- eyri og víðar. Bjarni Guðleifsson hjá Búnað- arsambandi Eyjafjarðar sagði í gær að þessi kvikindi væru þekkt víða um Iand en þó aðallega á Norðurlandi. „Þetta hefur ekki áður þekkst í svo miklum mæli en verst er ástandið í Eyjafirði og í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar er þetta mikið vandamál og mun seinka slætti mikið. Og var ekki á bætandi, því nokkuð var um kal- skemmdir í túnum á þessu svæði. Þessi kvikindi hafa oft verið kölluð roðamaur, en einnig grasmaur. En í raun og veru er þetta ekki maur og ég hef haliast að því að kalla þetta grasmítil. Þessi plága veldur því að tún verða gráleit. og gras sölnar jafnvel. Við kunnum engar skýr- ingar á því hvers vegna þetta gýs upp nú, en það getur margt hafa komið til,” sagði Bjarni í gær.gg Bifreiðaeftirlitið Allt í lamasessi Mikil óánœgja starfsmanna embœttisins um allt land. Einar Torfason: Pað er hœgt að gera margt annað en að ráðastá launakjör okkar fyrirvaralaust. Haukur Ingibergsson: Starfsmenn fengu bréffyrir viku þar sem þessar aðgerðir voru boðaðar Starfsmenn Bifreiðaeftirlitsins af öllu landinu komu saman til fundar í húsnæði þess í Reykjavík í gærmorgun. Allir þjónustustað- ir embættisins voru lokaðir og öll starfsemi lá því niðri. Á fundinum samþykktu starfs- menn að ganga á fund dómsmálaráðherra og mótmæla þeim aðgerðum stjórnenda að krukka í launakjör þeirra án þess að samráð væri haft við þá sjálfa. Þá vilja þeir einnig mótmæla þeirri lögleysu að stjórn embætt- isins skuli með aðgerðum sínum stuðla að því að umferðareftirlit falli niður. Skýrt er kveðið á um það hlutverk embættisins. „Það var 15. júní sem stjórn- endur kynntu okkur þessar að- gerðir en þær áttu að ganga í gildi í gær. Það er ekkert nýtt að halli sé á rekstri þessarar stofnunar og þess vegna kemur okkur þetta mjög á óvart að nú á allt í einu að fara nýjar leiðir í því að ráða bót á því,“ sagði Einar Torfason sem starfað hefur hjá Bifreiðaeftirlit- inu í Reykjavík í 20 ár. I „Okkur finnst það fáránlegt að ætla starfsmönnum að bera uppi hallann á rekstri stofnunarinnar. Öll aukavinna á að færast inn á dagvinnutímann og við eigum að hætta klukkan fjögur á daginn. Vaktir vegna umferðarslysa og samvinnu við lögreglu og Vega- gerð falla niður. Þá á að bjóða út tölvuvinnslu á skráningu og skoðun bifreiða fyrst innan stofn- unarinnar en síðan utan hennar," sagði Guðmundur Ólafsson eftir- litsmaður úr Keflavík. Að sögn Hauks Ingibergssonar forstöðumanns hefur fjárveiting til stofnunarinnar aldrei verið hærri en í ár. „Með þeirri ráðstöf- un átti að koma í veg fyrir þann hallarekstur sem hér hefur verið á undanförnum árum. En allar áætlanir fóru úr skorðum m.a. vegna þess að nýskráningar og umskráningar á bílum fóru langt fram úr því sem áætlað var. Þetta var okkur ljóst í maí og sett var nefnd í málið á vegum okkar, dómsmálaráðuneytisins og fjár- málaráðuneytisins. Hún lagði þessar aðgerðir til sem nú er deilt um.“ Stjórn Ökukennarafélags ís- lands hefur lýst yfir fullum stuðn- ingi við starfsmenn Bifreiðaeftir- litsins vegna þessara mála allra. Ökukennarar óttast að þessar sparnaðaraðgerðir hafi slæmar afleiðingar í för með sér fyrir um- ferðaröryggi landsmanna og þjónustu við próftaka og öku- kennara. -gsv Starfsmenn Bifreiðaeftirlitsins á fundi um sparnaðinn á vinnustað sínum á Bíldshöfða (Mynd E. Ól.) Afgreiðslutími Meirihluti með frelsinu Meirihluti borgarfulltrúafylgjandiþvíað afgreiðslutími verslana verðigefinn nánastfrjáls Ljóst er að meirihluti er fyrir því í borgarstjórn að gefa opnun- artíma verslana í borginni nánast frjálsan og setja verslunareigend- um þannig í sjálfsvald hvenær þeir hafa verslanir sínar opnar. Tillaga að samþykkt um af- greiðslutíma verslana var til um- ræðu í borgarstjórn í gærkvöldi, en var vísað til annarrar umræðu í borgarráði. Flutningsmenn tillögunnar eru fimm borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, en Magnús L. Sveins- son forseti borgarstjórnar og for- maður Verslunarmannafélags Reykjavíkur hefur lýst sig and- vígan breytingunni. Ekki er vitað um afstöðu annarra borgarfull- trúa flokksins. Borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins eru allir fylgjandi breytingunni og svo er einnig um borgarfulltrúa Al- þýðuflokksins. Sigrún Magnús- dóttir borgarfulltrúi Framsókn- arflokks mun sitja hjá en fulltrúi Kvennalistans er á móti. Samkvæmt tillögunni verður afgreiðslutími verslana frjáls, en með skilyrðum þó. Þau eru í fyrsta lagi að þeir sem vilja hafa opið á tímabilinu frá kl. 23.30 til 7.00 á morgnana verða að sækja sérstaklega um leyfi til þess. í öðru lagi er í samþykktinni ákvæði um að á föstudaginn langa, páskadag, hvítasunnudag og á jóladag skuli vera lokað all- an daginn. í þriðja lagi er svo kveðið á um að nýársdag, skírdag, annan í páskum, annan hvítasunnudag, sumardaginn fyrsta, 1. maí, upp- stigningardag, 17. júní, fyrsta mánudag í ágúst og annan jóla- dag skuli vera lokað allan daginn nema sérstök leyfi séu fyrir hendi til annars. Þá er óheimilt að hafa opið eftir kl. 15.00 aðfangadag jóla og gamlársdag. -gg Reykjavíkurhús Úttekt á brunavörnum Tillögu um úttektá brunavörnum íhúsum í Reykjavík vísað til borgarráðs Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins fluttu á borgarstjórnar- fundi í gærkvöld tillögu um að láta fara fram úttekt á bruna- vörnuni í húsum í Reykjavík. Til- lögunni var vísað til borgarráðs. Á fundinum í gær kom fram að menn telja ástæðu til þess að ótt- ast að brunavörnum í húsum í borginni sé verulega áfátt og voru nefnd dæmi þar um. Hilmar Guðlaugsson vakti at- hygli á því í umræðu um bruna- varnir í húsunum við Hverfisgötu 105 og Tryggvagötu 4-6, Hamars- húsinu, að ástæða væri til að ætla að víðar væri pottur brotinn í þessum efnum. í framhaldi af því fluttu borg- arfulltrúar Alþýðubandalagsins áðurnefnda tillögu og var sam- þykkt samhljóða að vísa henni til umfjöllunar borgarráðs. “gg Fiskmarkaðir Mikil ásókn hjá flotanum Fjórir togarar hafa pantað sölu á afla sínum í Fiskmarkaðin- um í Hafnarfirði á næstu dögum. Mikill áhugi er hjá útgerðum að selja á markaðinum enda hefur það verð sem fengist hefur fyrir aflann verið fyllilega sambærilegt við verð á fiskmörkuðum í Eng- landi og Þýskalandi undanfarnar vikur. Næsta uppboð hjá Fiskmark- aðinum í Hafnarfirði verður á mánudag en þá landar togarinn Víðir. Á miðvikudag verður boð- inn upp aflinn úr Karlsefni og á föstudag aflinn úr Otri. Þá hefur togarinn Ýmir pantað sölu þar- næsta mánudag. Auk þessara togara verður seldur afli fjölmar- gra báta í næstu viku. Faxamarkaðurinn í Reykjavík mun líklega taka til starfa í næstu viku en þar verður aflinn seldur stærðarflokkaður. Sveinn Hjört- ur Hjartarson lögfræðingur LÍÚ sagði í samtali við Þjóðviljann að útgerðarmenn væru ánægðir með útkomuna á fyrstu uppboðunum og verðið ætti trúlega eftir að fara hækkandi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.