Þjóðviljinn - 24.06.1987, Page 9
Kristín Á. Ólafsdóttir
„Að hjakka í sama fari eða ryðja
nýja braut“ nefnist 16 síðna greinar-
gerð Kristínar Á. Ólafsdóttur. „Til
hvers ætlast fólk af stjórnmálahreyf-
ingu?“ spyr Kristín í upphafi, og svar-
ar í þremur meginköflum: „Að hún
tjái lífssýn", „Aö hún gæti
hagsmuna", Að hún skilgreini
samtíð og vísi fram á veginn".
Sú mynd sem andstæðingarnir
draga upp af Alþýðubandalaginu er
sú, segir Kristín, að þar fari áhuga-
menn um miðstýringu, forræði,
kerfi, - einangrunarsinnar og svart-
agallsrausarar sem haldi sig hafa
einkarétt á stórasannleik og réttlæti
og berjist ákaft gegn nýjungum,
markaði og einstaklingsfrelsi.
Skiigreining flokksmanna sjálfra
sé auðvitað önnur. Kjarni lífssýnar
sósíalista sé jöfnuður, og Kristín
segir að þegar hún kom til liðs við
flokkinn hafi miklu skipt áhersla á
mannleg gildi, uppeldismál,
menntun, listir. Sjálfstæðisbaráttan
og herandstaða séu einnig lykilat-
riði.
Lífssýn sósíalista hefur tekið mikl-
um breytingum síðustu áratugi, segir
Kristín. Frá og með sjötta áratugn-
um hafi menn fallið frá Sovétkerfi
sem fyrirmynd, frá allsherjar þjóðn-
ýtingu og miðstýringu, og hræring-
arnar í lok sjöunda áratugarins hafi
haft enn afdrifaríkari áhrif á stefnu
vinstri manna: valddreifing og
fjöldavirkni verða lykilatriði, forr-
æði er hafnað, hinir óskoruðu leið-
togar teknir niðraf stalli, skrifræði
fordæmt, og fram koma kröfur um
opið þjóðfélag þar sem upplýsingast-
reymi er forsenda skoðanamyndun-
ar og aðhalds.
Svart-hvít mynd á síður við í póli-
tískri sýn, frasar og stórisannleikur
verða hjáróma, segir Kristín, og með
uppkomu „hinnar menntuðu milli-
stéttar“ verða vinstrimenn að endur-
skoða hefðbundna stéttagreiningu
sína. Kvenfrelsishreyfingin hefur
gríðarleg áhrif og aðrir afskiptir hóp-
ar krefjast jafnræðis, - umhverfismál
komast efst á dagskrá.
Tornæmi á
kall tímans
Alþýðubandalagið hefur reynst
tornæmt á kall tímans, segir Kristín,
og þessir straumar fundu sér ekki
eðlilegan farveg í flokknum:
„Lífssýnin gamla er þar enn ríkjandi
og birtist bæði í pólitískum áherslum
og vinnubrögðum", -og þessvegna
hafi andstæðingarnir að ákveðnu
leyti rétt fyrir sér um flokkinn. „Ég
er ekki í minnsta vafa um það að
þetta er ein af ástæðum þess að
Kvennaframboð varð til ‘82 og Þjóð-
arflokkur fyrir kosningarnar í vor.“
„Til að bæta úr þessu þarf pólitík
flokksins að vísa meir á framtíðar-
lausnir. Við verðum að komast upp
úr því neikvæða, klisjukennda and-
stöðufari - oft m jög hrokafullu - sem
einkennirflokkinn“, leggja áherslu á
mannleg gildi, og valddreifing og
fjöldavirkni eiga að vera einkenni
flokksins í áherslum og vinnu-
brögðum: „Á það skortir mikið nú.
Fáir móta stefnuna. Örfáir einstak-
lingar birtast þjóðinni sem talsmenn
Alþýðubandalagsins. Svo til ein-
göngu karlmenn." Enda fáar konur
fulltrúar flokksins á þingi, - líklega
verði að koma upp kvóta- og endur-
nýjunarreglu á þingflokk og
sveitarstjórnir.
Flokkurinn á að vera opinn, segir
Kristín, og þar á að berjast harðast
gegn samtryggingu, upplýsinga-
einokun og spillingu.
„Með opnari flokki á ég við að
óttanum við fjölmiðla - og þar með
fólkið í landinu - verður að linna,“
segir Kristín. „Það er misskilningur
að halda að styrkur felist í því að
Opnari f lokkur - opnara samfélag
.a —.. „u—: ..arUniiiA — hvftrrfl hapsmnnir <skuln varfSir'? P.r f
viðurkenna aldrei veikleika." Menn
þurfi að temja sér að taka á ágrein-
ingsmálum „í stað þess að sópa þeim
undir teppið eða bregðast við með
ofstopa og svikabrigslum þegar fólk
talar öðruvísi en foringjunum líkar“.
Menn kvarti yfir að gagnrýni sé illa
tekið og að hlustunarhæfni forystu-
manna sé í öfugu hlutfalli við talfimi
þeirra.
Það verði einnig að hætta að líta á
það sem „helgispjöll“ að einn bjóði
sig fram gegn öðrum, og leggja af þá
afstöðu til flokksins og forystu hans
sem lflrist „viðhorfum trúaðra til
safnaðar og helgra manna“.
Kjarastefna
Stjómmálahreyfing á einnig að
gæta hagsmuna, segir Kristín, og
ræðir harðar árásir á launafólk á síð-
asta kjörtímabili. Þróunin í kjara-
málum hafi auðvitað ekki verið AI-
þýðubandalaginu að kenna, en fólk
hafi ætlast til að flokkurinn brygðist
við af meiri krafti en raun varð á.
Ástæður þess séu einkum tvenns-
konar: „Hræðsla við stimpilinn
„verðbólguflokkur“ (...) og, sem
vegur enn þyngra, faðmlag flokks og
ASÍ-forystu.“
Eftir samningana í ársbyrjun ‘84
hafi magnast hjá sumum áhyggjur af
meintu sambandsleysi ASÍ-forseta
og flokksformanns, sem hafði ásamt
Dagsbrún gagnrýnt þá samninga.
„Þrýstingurinn á formann flokksins
um nánara samstarf við ASÍ hefur án
efa verið sterkur í einhverjum bak-
herbergjum vorið og sumarið 1984
þótt ekki væri sú krafa áberandi á
fundum flokksins.“
Undir kaflaheitinu „Faðmlagið“
ræðir Kristín BSRB-verkfallið
haustið 1984, þegar ASÍ-forystan
„varð viðskila“ og samdi á lokuðum
fundum um skattalækkun og niður-
skurð ríkisútgjalda. Eftir verkfallið
hafi komið fram verulegur biturleiki
hjá BSRB-fólki í garð ASÍ þar sem
enginn stuðningur við verkfallið
kom úr þeirri átt. „Fólk tengdi Al-
þýðubandalagið ASÍ-forystunni, og
það ekki að ófyrirsynju“, þar sem
ýmsir helstu áhrifamenn ÁSÍ hafi
verið „þungaviktarmenn" í flokkn-
um, og engin gagnrýni heyrst frá
flokksforystu í garð ASÍ-leiðarinnar.
„Haltu-kjafti-línan“
Eftir þetta verður „tillitssemin“
við ASÍ-forystuna æ ljósari í flokkn-
um, segir Kristín, strekkingurinn
stríðari milli ákveðinna forystu-
manna og Þjóðviljans, sem hafði
gagnrýnt samningana, og hugtakið
„haltu-kjafti-línan“ varð til og túlk-
aði meintan þrýsting forystu á Þjóð-
vilja sem og flokksmenn um að láta
af gagnrýninni. Hinsvegar vex því
byr að flokkurinn móti eigin stefnu í
kjaramálum, og ályktun þess efnis
verið samþykkt á landsfundinum
1985.
Þrátt fyrir þá samþykkt hafi lands-
fundurinn engu breytt. Framkvæmd-
astjórnin sem þá var smíðuð hafi ver-
ið vel mönnuð fulltrúum ASÍ-
forystunnar og fólki sem lítt hafði
andæft „meintri ASÍ-gíslingu flokks-
ins“, og flokkurinn hafi ekki fram-
fylgt kjaraályktuninni. Kjósendur
hafí haldið áfram að skynja flokkinn
á sveif með ASÍ-forystunni, saman-
ber stuðning þingmanna flokksins -
nema Guðrúnar Helgadóttur - og
borgarfulltrúa við „þjóðarsáttina" í
febrúar 1986. Innsiglið hafi svo verið
sett með framboðslistanum í
Reykjavík í vor.
En af hverju eru þessi nánu tengsl
óæskileg? spyr Kristín, og svarar
með öðrum spurningum: Hvernig á
að skilgreina verkalýðshreyfinguna,
- hverra hagsmunir skulu varðir? Er
sjálfsagt að kjarapólitík flokksins sé
samróma forystusveit ASÍ? Á flokk-
urinn að skipta sér af baráttuaðferð-
um verkalýðssamtaka?
í hugum ýmissa flokksfélaga sé
ASÍ hin raunverulega verkalýðs-
hreyfíng, og samtök opinberra
starfsmanna óæðri eða „fölsk“. Þetta
viðhorf hafí kjósendur skynjað í vor,
„það er ein skýringin á fylgistapi
flokksins, sem hefur að stórum hluta
sótt stuðning sinn í raðir opinberra
starfsmanna“. Reynslan frá BSRB-
verkfallinu hafi ekki gleymst, og
raunar verið skerpt í byrjun árs með
þeim tóni frá ASI-forystunni að op-
inberir starfsmenn hefðu sprengt
„þjóðarsáttarrammann“ í kjarabar-
áttu sinni.
Flokksstefna
og málamiðlun
Það er ekki sjálfsagt að flokkurinn
taki undir niðurstöður ASÍ-
forystunnar, segir Kristín: „Þær nið-
urstöður sem þverpólitísk verkalýðs-
forysta kemst að hljóta að vera pólit-
ísk málamiðlun“, og Alþýðubanda-
lagsmenn hafa aðrar skoðanir á ýms-
um þáttum kjaramála en Sjálfstæðis-
menn eða Framsóknarmenn.
„Ég veit að fjöldi Alþýðubanda-
lagsmanna, bæði félagar og kjósend-
ur, eru ekki sammála viðbrögðum
ASÍ við kjaraárásum fráfarandi
ríkisstjórnar. Hvorki því baráttu-
leysi sem einkenndi kjörtímabilið,
lágum kaupkröfum né niðurstöðum
samninga. Alþýðubandalagið hefði
því átt að gagnrýna þessa leið ASÍ-
forystunnar opinskátt.“ Áherslur
flokksins hafi hins vegar verið í þver-
öfuga átt.
Þá verði launafólk sjálft að fínna
heppilegustu baráttuleiðir án dag-
Kristín Á. Ólafsdóttir:
framtíð fyrir sér.“
„Með pólitískri umbyltingu getur Alþýðubandalagið átt mikla
skipana frá stjórnmálaflokkum.
Hreyfingum t grasrótinni beri að
fagna, en forðast miðstýringu og
sjónarmið sem mótast af forræðis-
hyggj u, - sem hafi einkennt ýmis við-
brögð við baráttu til dæmis fóstra og
kennara eða kröfum fiskvinnslufólks
um eigin samtök.
Að vísa
fram á veg
í þriðja kaflanum rekur Kristín
stefnu flokksins í ýmsum málaflokk-
um, og telur að í vor hafi Alþýðu-
bandalagið ekki verið „flokkurinn
með ljósið inn í framtíðina“. Það hafi
kjósendur fundið og orðið varir
meiri pólitískrar nýsköpunar hjá
öðrum framboðum.
Flokknum hafí til dæmis ekki tek-
ist að andæfa áróðri um að launa-
hækkanir sem helsta orsakavald
verðbólgu. Þau rök nái langt inn í
raðir flokksmanna, en minna hafi
farið fyrir gagnrýni á vitlausar fjár-
festingar, - mun dýpri rót efnahags-
vandans, og sé ástæðan líklega að
flokkurinn hafí verið „þátttakandi í
fjárfestingarvitleysunni".
Þótt flokkurinn hafí vissulega gert
góðar tilraunir til stefnumótunar í at-
vinnumálum, meðal annars að frum-
kvæði Þjóðviljans, hafi honum ekki
tekist að „ná í gegn“ sem vegvísi til
nýsköpunar í atvinnulífi, enda virðist
gæta fomeskju í skilgreiningu hans á
íslensku atvinnulífi: „í grófum drátt-
um erum við með sjávarútvegi og
landbúnaði, og iðnaði í seinni tíð -
en fjári illa við verslun og „milli-
liði“.“
í sjávarútvegsmálum sé ekki bara
spurning um kvóta eða ekki kvóta,
það þurfi til dæmis að beina sjónum
að nýjungum í vinnslu og setja
stækkunarglerið á stóru sölusam-
tökin og það kerfi sem þau hafa kom-
ið sér upp. Landbúnaðarstefna
flokksins þyki óljós, og löngu sé orð-
ið tímabært að endurskilgreina milli-
liðina, - „við skulum hætta að fjand-
skapast með óljósum frösum um
„milliliðina“. Sá fjandskapur hefur
m.a. orðið til þess að fólk sem vinnur
í verslun, þjónustu og bankakerfi
lítur á Alþýðubandalagið sem svar-
inn óvin sinn. Þarna er um að ræða
örtvaxandi hóp láglaunafólks, að
stórum hluta konur, sem samkvæmt
skoðanakönnunum flykkjast ekki að
Alþýðubandalaginu. “
Kristín segir að í augum fjöldans
sé Alþýðubandalagið ríkisforsjár-
flokkur sen standi vörð um „báknið“
og treysti hinu opinbera best til
flestra verka. Þetta sé meðal annars
afleiðing af því að vörnin gegn ný-
frjálshyggjunni „hefur gert okkur
íhaldssöm og hrædd við gagnrýni“ á
opinbera kerfið. Flokkurinn hljóti
að berjast fyrir aðhaldi og endur-
skoðun í þessum geira, fyrir auknu
frumkvæði og forræði starfsmanna
hins opinbera og endurmeta heppi-
leg rekstrar- og eignarform.
Kristín segir BJ og síðan Kvenna-
lista hafa tekið við því hlutverki
flokksins að vera helsti gagnrýnandi
samtryggingar, spillingar og lokaðs
stjórnkerfis. í þessum efnum verði
flokkurinn að taka sig stórlega á, og
koma sér „úr neti samtryggingar og
spilltrar fyrirgreiðslupólitíkur".
Alþýðubandalagið skorti skýra
stefnumótun í kosningabaráttunni,
segir Kristín, og það átti sinn þátt í
hrakförunum í vor. Ástæðurnar séu
Svavar Gestsson
Út úr pattstöðunni
Svavar Gestsson: „Með miðstjórnarfundinum í haust þarf að Ijúka röntgenmynda-
tökum af sjálfum okkur, og þá þarf með landsfundinum að hefjast nýtt sóknarskeið."
„Greining" Svavars Gestssonar
er 55 síður og skiptist í átta megin-
kafla: Kosningaúrslitin, Samtök
launafólks, Þjóðfrelsisbaráttan,
Áherslur út á við, Vinnubrögð inn á
við, Valdabarátta einstaklinga, Til-
lögur til úrbóta, Út úr pattstöðu - nýtt
sóknarskeið.
Svavar segir almennar ástæður
fyrir niðurstöðum Alþýðubanda-
lagsins fjórþættar: Hugmyndafræði-
legan vanda, taktískan vanda, vinnu-
brögð í flokknum inn á við, og valda-
baráttu einstaklinga innan flokksins.
Svavar ræðir nokkuð óhagstæðar
ytri aðstæður í kosningunum, meðal
annars ný framboð og upplausn
flokkakerfis, góðæri hjálplegt
stjórnarflokkunum, fjáraustur í
auglýsingar, og væringar milli kjara-
hópa rétt fyrir kosningar.
Svavar nefnir hér einnig hug-
myndafræðivanda sem Alþýðu-
bandalagið deili með vestrænum
vinstriflokkum, og meðal annars fel-
ist í að þessir flokkar hafi að undan-
fömu þurft að verja velferðarsamfé-
lagið fyrir nýfrjálshyggjustefnu. Við
hlið stóru vinstriflokkanna spretti
síðan upp aðrir sem yfirtaki „hið
hefðbundna mótmælahlutverk
vinstrimanna gegn íhaldi Vestur-
landa“. Reynslan sýni að þessi vörn
verði einkum erfið fyrir flokka í
stjórnarandstöðu.
Svavar segir Alþýðubandalagið
sækja sóknarafl sitt fyrst og fremst til
tveggja meginstrauma, þjóðfrelsis-
baráttu og verkalýðshreyfingar,
samtaka launafólks. Um þjóðfrelsis-
baráttu í víðasta skilningi (andstaða
við her og Nató, landhelgismál, bar-
átta gegn erlendu fjármagni, áhersla
á náttúruvernd og umhverfismál
o.sv.frv.) sé nær enginn ágreiningur í
flokknum. Stefna hans í þessum mál-
um efli hann og safni honum fylgi,
henni þurfi að halda hátt á lofti.
Vandi í
verkalýðshreyfingu
Kjaramál hafi hinsvegar reynst
flokknum erfið undanfarin misseri
samfara miklum vanda innan verka-
lýðshreyfingarinnar. Samtök launa-
fólks segir Svavar eiga við fyrst og
fremst þrennan vanda að stríða. I
fýrsta lagi koma hagsmunaárekstrar
innan verkalýðshreyfingarinnar þar-
sem andstæður hafi skapast milli
launahópa.
Samtökin séu á mikilli hreyfingu,
þar verði vart hættulegrar upp-
lausnar, sérgreining starfa fjarlægi
launamenn frá félagslegum viðhorf-
um og auki á sundrung milli hópa.
Vinnuþrældómur á íslandi sé einnig
eitt þeirra vandamála sem stendur
launafólki og samtökum þeirra fyrir
þrifum.
í öðru lagi sé verkalýðshreyfingin
nú í vörn fyrir „kerfið“, þá félagslegu
samhjálp sem hún á mestan þátt í að
koma upp, þar hafi verið rekin varn-
arstefna, ekki sóknarstefna. í þriðja
lagi sé skipulag samtaka launafólks
úrelt og úr sér gengið og brýn nauð-
syn á endurskipulagningu allrar
hreyfingarinnar.
Þessi vandi hafi komið vel í ljós í
kjaraátökunum ‘84, og aftur í að-
draganda kosninganna, þegar ASÍ
og BSRB ná ekki saman og flokkur-
inn klemmist á milli.
Svavar rekur síðan annál kjara-
mála síðustu ár, rifjar upp efnahags-
aðgerðir Thoroddsen-stjórnarinnar
sumarið ‘82, sem höfðu í för með sér
nokkra kaupmáttarskerðingu, og
ræðir síðan „höggið“ í upphafi nú-
verandi stjórnar, samningsbann og
gríðarlega kjaraskerðingu, sem að-
eins mættu veikum viðbrögðum sam-
taka launafólks.
Samningarnir í ársbyrjun ‘84 hafi
verið veikir, og hafi hann lýst þá lé-
lega - „í fyrsta sinn sem forystumað-
ur, ibrmaður flokksins, lýsti and-
stöðu við kjarasamninga með þeim
hætti sem ég gerði þá“, sem var óhjá-
kvæmilegt „vegna þess að ég tel að
flokkurinn eigi að hafa sjálfstæða af-
stöðu til kjarasamninga hvenær sem
þeir kunna að vera gerðir.“
Samningarnir uppúr BSRB-
verkfallinu haustið ‘84 hafi einnig
verið vondir. t þá vantaði verðtrygg-
ingarákvæði, enda ávinningar þeirra
teknir til baka með einu pennastriki.
Þrennt gerðist, segir Svavar:
Sundrung samtaka launafólks, engar
kröfur fyrren um seinan um
kauptryggingu, ósvífin ríkisstjórn. í
heild hafi félagsleg sjónarmið beðið
ósigur. Misklíð ASÍ og BSRB hafi
svo leitt til þess að gagnrýni BSRB-
manna hafi beinst að Alþýðubanda-
laginu með ósanngjörnum hætti, og
síðar magnast, og veikt flokkinn sem
„verkalýðsflokk“.
Vinnufriður
Eftir þetta hafi margt verið rætt
um ágreining milli forystu ASÍ og
Alþýðubandalagsins, sem væri
undirrótin að „kreppu“ í Alþýðu-
bandalaginu. Svavar segist þá hafa
rætt við forystumenn í verkalýðs-
hreyfingunni til „að skapa vinnu-
frið“, meðal annars með því að
endurskipuleggja verkalýðsmálaráð
flokksins, og hafi niðurstaðan verið
innsigluð í framkvæmdastjórn vorið
1985.
„Þegar hér var komið sögu var
verkalýðsmálaráðið orðið óstarfhæft
með öllu og stöðugar deilur settu
svip sinn á málfiutning flokksins,
þingmanna flokksins á alþingi (...)
og blaðið var í árásarham andspænis
samskiptum við verkalýðshreyfing-
una og stefndi reyndar vísvitandi að
því að rjúfa þau tengsl.“
Ágreiningur hélt hinsvegar áfram,
og snerist aðallega um þetta: „Hluti
fíokksfélaga heldur því fram að
draga eigi úr hinni hefðbundnu upp-
setningu mála um „flokkinn og
verkalýðshreyfinguna“, aðrir telja
það ekki tímabært nema annað hafi
komið í staðinn, og loks var engu
líkara en hópur manna í flokknum
vildi nota þessi átök til þess að hræra
upp í flokknum og skapa sem víðtæk-
asta óánægju hvað sem það kostaði.“
Flokksmenn hafi þó náð saman á
síðasta landsfundi haustið 1985.
„Mín lína á fundinum var samkomu-
lag. Sú lína sigraði, þrátt fyrir harða
andstöðu þeirra sem þóttust sjá að
samkomulagið yrði reist á sandi því í
raun væri lítill vilji til samstarfs. Því
miður kom það á daginn ótrúlega
fljótt.“
Þetta samkomulag byggðist á að
litið var á flokkinn í þremur hlutum:
„Verkalýðsforystu“, „flokksmiðj u“
og „lýðræðishóp“. Svavar telur að
„flokksmiðjan“ hafi komið of illa út,
samkomulagið verið rétt út af fyrir
sig, „en hlutföllin í framkvæmda-
stjórninni voru vitlaus - hvort sem
litið er á félagatölu flokksins eða
hlutverk flokksins í bráð og í lengd.“
Svavar rekur síðan samningana í
febrúar og desember í fyrra. Alþýðu-
bandalagið hafi gagnrýnt ýmislegt í
þeim samningum, en í heild talið þá í
rétta átt. Eftir árið 1986 hafi verið
ljóst að verkalýðshreyfingin hafði
náð árangri, kaupmáttur kauptaxta
jókst, samið hafði verið um mikla
hækkun lægstu launa, um nýtt kerfi í
húsnæðismálum, um að taka verð-
bólguna niður og um nýtt skattak-
erfi, - allt að frumkvæði verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Hlutur flokksins átti nú, segir
Svavar, að vera „já, en...“, það er
gagnrýninn stuðningur. En um það
„náði flokkurinn ekki saman og það
sem verra var: Blaðið ekki heldur,
sem hélt áfram að keyra gegn niður-
stöðu kjarasamninganna í febrúar
fram eftir því ári.“ Með þessari af-
stöðu hafi Þjóðviljinn í raun undir-
búið jarðveginn fyrir sigur Kvenna-
listans á kostnað Alþýðubandalags-
ins „þegar kenningin um nauðsyn
þess að refsa Alþýðubandalaginu
náði víðtækri útbreiðslu“. Vissulega
hafi orkað tvímælis að semja þegar
verkalýðshreyfingin hefði engin tök
á framkvæmdinni, „en auðvitað var
það ekki hlutverk blaðsins að endur-
spegla fyrst og fremst veikleika
flokksins“.
Fleira hafi þó orðið til þess að
kjaramál urðu flokknum ekki til
framdráttar í kosningunum, - í vor
hafi opinberir starfsmenn knúið
fram launabætur, og ASÍ sagt að
sínir menn yrðu að hækka líka, og
þannig skapast enn á ný væringar
milli mikilvægra launamannahópa.
„Fróðlegt væri að fá uppskriftina
að kosningasigri við þessar aðstæð-
ur,“ segir Svavar. Hann segir hafa
komið fram þá skoðun að höggva
beri á samskipti flokks og verkalýðs-
hreyfingar. Það komi ekki til greiná,
- hinsvegar verði að haga þeim eftir
efni og aðstæðum á hverjum tíma.
Svavar ræðir nokkuð um framboð
Ásmundar Stefánssonar á Reykja-
víkurlistanum, sem hafi verið
gagnrýnt; „það var um það víðtæk
samstaða innan flokksins að Ás-
mundur Stefánsson ætti að verða
einn af frambjóðendum flokksins.“
Aðild Ásmundar að efna-
hagsráðstöfunum hefði átt að „skila
okkur betur inn á miðju kjósenda“ ef
styrkur hans hefði hagnýst, það sé
ljóst að breytt efnahagsstefna að
frumkvæði verkalýðshreyfingarinn-
ar átti hljómgrunn, en Framsókn
hafi hagnast á þessu, ekki Alþýðu-
bandalagið.
I niðurstöðum sínum um flokk og
verkalýðshreyfingu segir Svavar
meðal annars að flokksmenn eigi að
beita sér fyrir endurskipulagningu á
samtökum launafólks. Flokkurinn á
að leggja áherslu á efnahagstillögur
sem skapa almenn skilyrði fyrir betri
launum, en hann á ekki sem slíkur að
skipta sér af einstökum útfærsluat-
riðum samninga. Og hann á að
styðja liðsmenn verkalýðshreyfing-
arinnar, en hann verður að þora að
gera greinarmun á forréttindahóp-
um og almennu launafólki.
I kafla um áherslu út á við segir
Svavar almennt álit að stjórnarand-
staðan á þipgi hafi verið slöpp, og
það komi niður á flokknum sem
stærsta stjórnarandstöðuflokknum.
Þingmenn hafi leyft sér að snúast
gegn stefnu flokksins eða tala hver
með sínu nefi, og hafi ekki skapað
tiltrú kjósenda. Þá hafi aðdragandi
síðasta landsfundar haft neikvæð
áhrif, þarsem í fjölmiðlum hafi til
dæmis birtst það álit mæðranefndar
að flokkurinn þætti staðnaður, ólýð-
ræðislegur og leiðinlegur. „Hver
kaupir „vöru“ sem sölumennirnir
sjálfir stimpla óæta?“
Sundurþykkis-
ímynd
Átök í forvali fyrir borgarstjórn-
arkosningarnar hafi ekki sýnt sam-
starfsvilja innan nýrrar forystu þegar
tveir forystumenn buðu sig fram
gegn tilteknum einstaklingum, og
ekki hafi bætt úr skák þegar Þjóðvilj-
inn hafi frá því snemma árs 1985 snú-
ist gegn taktík flokksins gagnvart
samtökum launafólks. Ekki hafi
„lekar“ úr helstu flokksstofnunum í
fjölmiðla bætt ástandið. Ein meginá-
stæðan fyrir ósigrinum í vor sé án efa
að flokkurinn „birti af sér mynd sem
sundurþykkur flokkur þar sem alltaf
logar allt í innbyrðis átökum, þar
sem einstakir forystumenn níða
flokkinn niður með alls konar orða-
leppum hver um annan og þar sem
fátt sé aðhafst til frjórrar stefnuum-
ræðu.“
Um vinnubrögð inn á við segir
Svavar að flokkstarfið sé of lítið, og á
ábyrgð varaformanns flokksins að
halda þar á spöðum, þótt ekki sé við
hann einan að sakast. Hann segir
kvennapólitík og samstöðu kvenna
hafa verið lamaða innan flokksins,
„því miður af konum sem kusu að
taka valdabaráttu eftir öðrum línum
fram yfir kvennapólitík flokksins“.
Svavar segir að málefnastarf í
flokknum hafi sumt verið öflugt, en
harmar sérstaklega afdrif álits vinnu-
hóps um efnahags- og atvinnumál,
sem „fékkst ekki birt“ í tæka tíð fyrir
kosningar.
Sem betur fer hafi valddreifing og
lýðræði orðið einn grunntóna í
flokknum. Þessi orð hafi hinsvegar
innávið reynst krafa um stjórnleysi,
og gagnrýnir í framhaldinu vinnu-
brögð formanns framkvæmdastjórn-
ar (Ólafs Ragnars) og miðstjórnar
(Kristínar Á. Ólafsdóttur). Þá hafi
verið litið á þingflokkinn sem ein-
angrað fyrirbæri, og störf hans ekki
nýst flokknum sem heild.
Svavar ræðir síðan um Þjóðvil]-
ann. Blaðið hafi þangað til á síðustu
misserum alltaf lagt áherslu á tvennt:
„fyrst að vera blað sem gefur tóninn,
„línuna“ fyrir hönd flokksins og ef
„línan“ var ekki til þá að geta í
eyðurnar, og í annan stað að vera
vopn féiaganna gegn andstæðingun-
um“. Þjóðviljinn hafi alltaf verið
umdeildur innan flokksins, og í sinni
ritstjóratíð segir Svavar ágreininginn
yfirleitt hafa stafað af afstöðu blaðs-
ins til verkalýðsmáia „en þar var sú
meginlína höfð uppi að láta ekki í
blaðinu, í skrifum ritstjóra, skerast í
odda við forystusveit flokksins“.
Þetta verkefni hafi vissulega orðið
vandasamara síðustu misseri. „En
um skeið var ljóst að blaðið var ekki
vanda sínum vaxið að þessu leyti, þar
sem það kom fram sem málgagn lítils
hluta flokksins gegn flokknum, sem
er stimplaður af sama hópi sem
flokkseigendafélagið ægilega sem er
vont við hin algóðu lýðræðisbanda-
lög.“
Þetta kom fram, segir Svavar, í
þögn um störf borgarfulltrúa á síð-
asta kjörtímabili, og að auki hafa
þingmenn flokksins „haft misjafna
þingfréttaþjónustu af hendi blaðs-
ins“, - verra sé þó að ritstjórar hafi
ekki „litið á það sem skyldu sína að
koma því á framfæri sem þingmenn
flokksins gera og þess vegna hefur
þingflokkurinn svip deyfðar og
drunga gagnvart flokksmönnum“.
Ritstjórn blaðsins líti ekki á sig sem
hluta af liðssveit flokksins, og blaðið
ekki skilað sér sem málflytjandi gegn
öðrum flokkum.
Þetta hefur leitt til þess, segir
Svavar, „að það er yfirgnæfandi
meirihlutasamstaða um það innan
flokksins að gera verður ráðstafanir
til þess að breyta stöðu Þjóðviljans“.
Svavar segir síðan að meðal annars
„Guðmundarmál“ hafi komið í veg
fyrir það í fyrrasumar að hann gerð-
ist aftur ritstjóri á blaðinu, en í um-
ræðunum það sumar hafi komið í ljós
sá þverbrestur af hálfu ritstjórnar-
innar að krefjast þess að ritstjórnar-
stefnan yrði mótuð innan veggja rit-
stjórnarinnar en án samráðs við
flokkinn. „Þetta er lýðræðið - eða
hvað: Að 30 manna starfslið blaðsins
ráði ritstjórnarstefnu blaðs sem er í
8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN! Mlftvlkudagur 24. júní 1987
fyrst og fremst tvennskonar: „1.
Menn hafa staðið gegn nýjum hug-
myndum og ekki opnað fyrir
strauma breytinga (...). 2. Flokks-
menn hafa verið vanfærir um að
ræða ágreiningsmál á fordómalausan
hátt, þeim hefur ýmist verið sópað
undir teppi eða persónugerð og
þarmeð frosið í pattstöðu „arm-
anna.“
Tökum á
ágreiningnum
í lokaorðum greinargerðarinnar
segir Kristín meðal annars að hún
hafi ekki nefnt óeiningu innan
flokksins sem eina af ástæðum kosn-
ingaúrslitanna, og sé ósammálaþeim
sem benda á ágreininginn sem eina
helstu höfuðmeinsemdina. Kristín
bendir á úrslit borgarstjórnarkosn-
inganna í fyrra, þarsem G-listinn
fékk rúm 20 prósent en þá hafi átök
verið mun opnari, meðal annars
vegna hörku í forvali. Þótt ljóst hafi
verið um ágreining innanflokks í
kosningunum í vor hafi kjósendum
ekki verið gefin tilefni til að beina
augum að þeim, þvert á móti reynt
að breiða yfir. Samt sem áður hafi
Reykjavík hrapað í rúm 13 prósent
og afhroð einnig orðið í öðrum kjör-
dæmum, „þar sem friður hefur verið
sagður ríkja“.
Hinsvegar hafi ástandið dregið úr
getu og krafti, og annað útilokað en
að taka á ágreiningnum og skera úr
um meginmál. Kristín segir að fé-
lagar „í andófinu“ hafi verið sakaðir
um að setja sjónarmið sín ekki skýrt
fram, og eigi sú gagnrýni rétt á sér,
„líklega hefði okkur verið nær að op-
inbera óánægju okkar og andstæðar
skoðanir við gjörðir flokksins miklu
oftar (...). Við létum skammirnar
um óeiningu hafa of mikil áhrif á
okkur.“
Mönnum hljóti þó að vera ljóst að
andófsöflin vildu að flokkurinn ræki
aðra verkalýðspólitík, tæki öðruvísi
á samtryggingu og spillingu, legði
áherslu á valddreifingu og opin vinn-
ubrögð. Þetta hafi flokkurinn ekki
gert: skipan í Útvegsbankaráð í árs-
lok ‘85, hert tengsl flokks og ASÍ-
forystu þráttfyrir landsfundarsam-
þykkt, atkvæði greidd með þjóðar-
sáttmni, vanhæfni flokksins að taka á
„Guðmundarmáli“, tilraun til að
gera flokksformanninn að Þjóðvilj-
aritstjóra.
Þessi dæmi hafi einmitt verið
nefnd af þeim sem nú létu vera að
kjósa flokkinn eða gerðu það með
hundshaus; og sé full ástæða til að
ætla að þau viðhorf sem verið hafa í
minnihluta í helstu flokksstofnunum
séu meirihlutasjónarmið meðal fé-
laga og kjósenda.
Pólitísk
umbylting
Sé það rétt, spyr Kristín, að þessi
pólitík hafi valdið mestu um hrakfar-
irnar, eru þá þeir sem stýrt hafa ferð-
inni reiðubúnir til að endurskoða af-
stöðu sína? „Eða ætlar þessi meiri-
hluti, sem mest hefur kvartað um
óeininguna, að beita sér fyrir því að
hinn óánægði minnihluti þegi meira
eða komi sér burt úr flokknum?“
Kristín telur að verði haldið áfram
á sömu pólitísku vegferð geti fylgi
flokksins minnkað enn. „Með póli-
tískri umbyltingu held ég hins vegar
að Alþýðubandalagið geti átt mikla
framtíð fyrir sér.“ Þá verði það að
vera „uppreisnarafl gegn niðurlæg-
ingu sem fólki er sýnd með smánar-
launum, vinnuþrælkun og óþolandi
félagsaðstæðum“, að „skynja
þjóðfélag sem breytist mjög ört og
sanna hæfni sína til að móta opið,
lýðræðislegt framtíðarsamfélag“, að
verða „trúverðugur boðberi mann-
réttinda, menningar og
mannræktar“.
Á landsfundinum í haust sýni mál-
efnaáherslur, og val á fólki til að
fylgja þeim eftir, hvort flokkurinn
ætlar að sigla sama sjó eða taka ann-
an kúrs.
eigu 3000 manna flokksheildar!“
Að lokum þessa kafla fjallar Svav-
ar um „valdabaráttu einstaklinga“.
Nöfn eru ekki nefnd, enda þekki allir
flokksmenn hvaða vandi hér sé á
ferð, en „ég fullyrði hins vegar að
þessi þáttur mála er ein meginástæða
þeirra deilna“ sem uppi hafa verið.
Nýtt sóknarskeið
í kaflanum „Tillögur til úrbóta“ er
fyrst rætt um málefnastarf, sem með-
al annars beindist að hinum almenna
hugmyndafræðilega vanda vinstri-
flokka. Flokkurinn þurfi að brýna
stefnu sína í kjaramálum, efna-
hagsmálum, atvinnumálum o.s.frv.
Á þeim grunni eigi síðan að ákveða
starfsstíl og málflutning, „það væri
rangt að byrja á stflnum en enda á
stefnunni“.
Gagnvart verkalýðshreyfingunni á
flokkurinn að haga áherslum sínum
þannig að hann „verði sem minnst
fyrir barðinu á innri vanda verka-
lýðshreyfingarinnar og samskipta-
erfiðleikum samtaka launafólks“. í
þeim efnum þarf líka, segir Svavar,
að ná til „hinnar nýju tæknivæddu og
skólagengnu verkalýðsstéttar ekki
síður en hinna sem vinna við fram-
leiðsluna“.
Flokknum ber að leggja áherslu á
kvennastarf með þeim hætti að starf
að jafnréttismálum sé forgangsverk-
efni flokksins, meðal annars með
sérstökum starfsvettvangi kvenna í
tengslum við flokkinn.
Svavar telur að þrátt fyrir allt sé
hægt að jafna ágreining í verkalýðs-
málum á skömmum tíma. Hinsvegar
geti í öllum flokkum orðið „hvöss
deila um þróun landsbyggðarinnar“.
Flokkurinn verði að „taka á byggð-
amálunum í heild, bæði stjórnkerfi
landsbyggðar og atvinnumálaþróun
þar“, ella geti illa farið.
Það þarf að kynna nýjar áherslur í
flokksstefnunni og halda uppi
fræðslustarfi um sósíalisma, og
leggja þó einkum áherslu á hinar
sjálfstæðu áherslur sósíalísks flokks í
því sem „sameinar okkur íslend-
inga“.
Um starfið inn á við og út á við:
„Þessu næst vil ég draga það fram
sem meginatriði að flokksmenn leysi
vanda flokksins innan flokksins en
ekki með upphlaupum og lekum í
fjölmiðla. Slík vinnubrögð á að for-
dæma einum rómi.“ Flokkurinn á að
auki að skipuleggja kerfisbundið
flokksliðið til starfa í félagsmála-
hreyfingum sem eiga skylt við máls-
taðinn.
f þriðja lagi er óhjákvæmilegt að
endurmeta samskipti flokksins og
Þjóðviljans. f þeim efnum eru tveir
kostir: „1. Að blaðið verði með
skýrari hætti en verið hefur málgagn
flokksins, til dæmis á því stigi sem
Sjálfstæðisflokkurinn stendur
gagnvart Morgunblaðinu. 2. Að
blaðið og flokkurinn losi enn frekar
um tengslin en orðið er.“ Svavar
hallast að fyrri kostinum og telur
óhjákvæmilegt að blaðstjórn taki
róttækar ákvarðanir, - miðstjórn,
eða landsfundur, eigi einnig að
marka þá stefnu sem flokkurinn tel-
ur rétt að fýlgt verði.
Endurskipulagning skrifstofu er
líka á dagskrá, og síðast en ekki síst
breytingar á forystusveit flokksins í
því skyni „að þar verði til flokks-
miðja sem haldi saman um velferð
flokksins númer eitt, hvað sem á
dynur“. Þeir sem „merktir eru af inn-
anflokksátökum síðustu ára“ eiga að
skipta um starfsvettvang, og ber að
líta svo á að nú séu sæti trúnaðar-
manna opin.
í síðasta kafla greiningar sinnar,
„Út úr pattstöðu - nýtt sóknarskeið“
segir Svavar meðal annars að
„röntgenmyndatökunum“ þurfi að
ljúka með miðstjórnarfundinum í
september, og nýtt sóknarskeið að
hefjast með landsfundinum. Á því
skeiði leysi flokkurinn sinn eigin
vanda og móti skýrar línur um fram-
tíð samfélagsins. íslenskt þjóðfélag
þurfi að eignast sterkt Alþýðubanda-
lag, og jákvæð áhrif af skýrum vinstri
málflutningi síðustu dagana fýrir
kosningar hafi sýnt að grundvöllur-
inn sé fyrir hendi.
„Niðurstaðan er sú“ segir Svavar
að lokum „að þrátt fyrir allt sé má-
lefnalegur ágreiningur minni en
margir vilja vera láta, að það sé unnt
að gera mál upp með eðlilegum
hætti, og að það sé unnt að sækja
fylgi, enda komi Alþýðubandalagið
allt fram sem heill flokkur - eini
flokkur íslenskra vinstri manna.“
Miftvlkudagur 24. Júni 1987 ÞJÓÐVIUINN - StÐA 9