Þjóðviljinn - 24.06.1987, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 24.06.1987, Qupperneq 11
ÖRFRÉTTIR Prestfæð er tekin að hrjá kaþólsku kirkj- una. Samkvæmt tölulegum upp- lýsingum úr Vatíkaninu deyja um sjö þúsund prestar drottni sínum árlega, og þeirsem læratil prests eru ekki nándar nærri nógu margir til að fylla í skörðin. Ef marka má tölfræði páfagarðs voru prestar á snærum kirkjunn- ar 403.480 í hittifyrra, en voru 433.089 árið 1973. Og það þó þeim fækki með hverju árinu sem yfirgefa prestskapinn; árið 1973 voru þeir 3.690, en 1.002 árið 1985. Miklar róstur urðu í Leeds á Norður-Englandi í gær er hundrað svartir unglingar réðust gegn klámbúllu einni og jöfnuðu hana við jörðu með bensínsprengjum. Félagi þeirra einn hafði verið handtekinn á sunnudaginn var og gefið að sök að hafa unnið spjöll á lögreglubíl. Honum hefur verið sleppt úr haldi. Frammámönnum í hverf- inu þar sem sprengjuárásin var gerð tókst að stilla til friðar, en loft er mjög lævi blandið. Yfirmenn í Suöur-Afríku liggja nú yfir hljóð- ritunum af ræðu sem Desmond Tutu erkibiskup hélt nýlega í Mozambique, og bræða með sér hvort hann hafi gerst brotlegur við „öryggislöggjöf" apart- heidstjórnarinnar. I ræðu sinni sagði Tutu að sá tími kynni að renna upp að grípa yrði til ofbeld- is til að velta óréttlátum vald- höfum úr sessi. „En ég held að það sé enn ekki tímabært," sagði Tutu. Hann er væntanlegur til Suður-Afríku á mánudaginn. Löggjafarþingið á Taiwan samþykkti umdeild lög um þjóðaröryggi í gær, og líta svo á að með þeim sé stigið skref í þá áttina að afleggja herlögin sem eru í gildi í landinu. Stjórnarand- staðan stóð fyrir setuverkfalli til að mótmæla lagasetningunni, en hann telur hún aðeins andlitslyft- ingu á herlögunum, en ein klásúl- an kveður á um að allir stjórn- málaflokkar verði að afneita kommúnisma. Herlög hafa verið í gildi allt frá ’49 er Guomindang (þjóðernissinnar) hrökkluðust frá völdum í Kína og flúðu til eyjar- innar. Chun Doo Hwan forseti Suður-Kóreu hyggst hitta höfuðfjanda sinn í pólitíkinni að máli í dag. Kim Young Sam heitir hann og er formaður Lýðræðis- lega sameiningarflokksins. Þetta eru mikil tíðindi í flokkapólitíkinni í Suður-Kóreu, en Chun lét sig haf það að ákveða að hitta Kim og leita leiða til að lægja ófriðaröldur innanlands, eftir að tugþúsundir námsmanna og annarra mót- mælenda hafa barist dögum saman við óeirðalögregluna. Leonard Bernstein hefur fallist á að stjórna Concert- gebouwhljómsveitinni í Amster- dam seinna í vikunni. Þetta verða góðgerðartónleikar, og er meiningin að ágóðinn renni óskiptur til læknastöðvar þar sem rannsóknir á eyðniveirunni fara fram. Bernstein hefur áður stjórn- að hljómsveitum í Bandaríkjun- um í sama skyni. Miðinn kostar ríflega tvöþúsundkall, og auk þess að leggja góðu málefni lið fá hljómleikagestir að hlýða á fimmtu sinfóníu Schuberts og fjórðu sinfóníu Mahlers. ERLENDAR FRETTIR Pershing II meðaldræg skammflaug Bandaríkjamanna sett saman í Vestur-Þýskalandi Afvopnunarmál Shullz og Shevardnadze funda í júlí Utanríkisráðherrar risaveldanna munu hittast í Washington um miðbik nœsta mánaðar. Að sögn Edwards nokkurs Rowny, eins helsta ráðgjafa Ronalds Reagans Bandaríkjafor- seta í afvopnunarmálum, hafa þeir Shultz og Shevardnadze, utanríkisráðherrar risaveldanna, mælt sér mót í höfuðborg Banda- ríkjanna ásamt sérfræðingafans þeim sem ber hita og þunga af samningaviðræðum landanna í Genf í því augnamiði að ryðja úr vegi ágreiningsefnum sem sam- komulag um meðaldrægar kjarnflaugar í Evrópu strandar á. Fundur þeirra mun eiga sér stað um miðbik næsta mánaðar þó ná- kvæm dagsetning hafi ekki verið ákveðin. Frá því að samningaviðræður risaveldanna hófust að nýju þann þrettánda apríl síðastliðinn hefur nokkuð miðað og báðar samning- anefndir vinna nú út frá sömu drögum þar sem kveðið er á um mikinn niðurskurð meðaldrægra kjarnaflauga vítt og breitt um heiminn og algera eyðingu þeirra og skammdrægra flauga úr Evr- ópu. En Rowny bendir á að vinnu- plaggið sé uppá „130 síður og enn hefur ekki náðst samkomulag um eina einustu þeirra". Það hefur nefnilega að geyma öndverð við- horf aðila og starf samninga- nefndanna í Genf er í því fólgið að reyna að samræma sjónarmið- in. Að sögn Rowny er ágreining- ur um fjögur grundvallaratriði og „erfiðleikar við að leysa þann ágreining er helsti vandinn í vegi samkomulags“. Reaganstjórnin vill að ákvæði um mjög strangt gagnkvæmt eft- irlit aðila verði í samningi þannig að öldungis ógjörlegt verði að fara á bak við mótherjann. Rowny fullyrðir að Sovétmenn fallist á að risaveldin hafi hvort sína eftirlitsmenn í herbúðum andstæðingsins en þeir hafni hinsvegar hugmyndum Banda- ríkjamanna um hvernig best sé að haga slíku eftirliti og láti jafn- framt undir höfuð leggjast að færa fram tillögur sjálfir um þetta efni. Annar ásteytingarsteinn er ákvæði í drögunum um að hvor aðili um sig megi eiga 100 meðal- flaugar svo fremi þær séu utan seilingar Evrópu. Rowny segir Sovétmenn leggja á það mikla áherslu í Genf að fá haldið að minnsta kosti 33 meðalflaugum með þrem kjarnoddum hverri í Asíuhluta ríkisins. Hann kvað þessa stífni Kremlverja flækja samningamálin að mun. Sjálfir segja Sovétmenn brýna nauðsyn bera til að þeir fái haldið þessum flaugum þar sem þær séu eina mótvægi þeirra gegn kjarnflota Bandaríkjamanna á Kyrrahafi. Rowny gat um tvö önnur mál sem væru þrándur í götu samkomulags. Þau snertu skammdrægu flaugarnar og 72 Pershing 1-A flaugar í eigu Vestur-Þj óðverj a. Fyrr í þessum mánuði söðlaði Reaganstjórnin um í skamm- flaugamálinu og krafðist þess að ekki væri látið staðar numið við eyðingu þeirra úr Evrópu heldur yrðu þær allar að fokka, hvar sem risaveldin hefðu holað þeim nið- ur. Krafan er náttúrlega einkenni- leg því Sovétmenn eiga um 120 slíkar flaugar, 80 í Evrópu en 40 í Asíu, en Bandaríkjamenn standa á því fastar en fótunum að þeir eigi enga slíka flaug. Það er alkunna að Gorbatsjof hefur fyrir löngu fallist á að eyða öllum skammflaugum úr Evrópu en Shultz er einn til frásagnar um það að hann hafi, á fundi þeirra í Shultz og Shevardnadze. Þeir hyggjast freista þess að ná samkomulagi um að flaugarnar verði teknar í sundur aftur. Moskvu nýskeð, einnig sam- þykkt eyðingu Asíuflauganna. Samningamenn Kremlverja í Genf hafa enn ekki fengið fyrir- mæli um að fallast á eyðingu skammdrægra flauga úr Asíu, að sögn Rownys, en þess væri vart langt að bíða að þau bærust. Hvað viðvíkur þýsku flaugun- um þá hafa Sovétmenn sagt sem svo að ekkert geri til þótt Bonn haldi þeim áfram svo fremi um kjarnoddana verði samið í Genf en þeir eru nú í vörslu bandaríska setuliðsins í Vestur-Þýskalandi. -ks. Zimbabwe Foiréttíndi hvítra afnumin Forseti landsins gerðiþinginu ígœr greinfyrir tveim veigamiklun nýmœlum sem ganga ígildi íár, afnámiforréttinda hvítra áþingi og stofnun valdamikils forseta- embœttis Ráðamenn í Zimbabwe hafa látið það boð út ganga að þingforréttindi hvíta minnihlut- ans verði afnumin i ár og í sam- tímis verði deildaskipting þings- ins látin fokka og allir fundir haldnir í einni málstofu. Hvítir íbúar Zimbabwe eru nú um 100. 000 talsins. en alls eru landsmenn um átta miljónir. Þeg- ar stjórnarskrá landsins var sett saman árið 1979 höfðu Bretar hönd í bagga og studdu dyggiiega þá kröfu hvíta minnihlutans að fá myndarlegan kvóta þingsæta til ráðstöfunar á þingi í að minnsta kosti sjö ár frá gildistöku stjórn- skipunarlaganna. Þeir hafa nú til ráðstöfunar 20 af 100 sætum í fulltrúadeild þings Zimbabwe en 10 af fjörutíu í Oldungadeild. Það var forseti landsins, Cana- an Banana, sem gerði grein fyrir breytingunum í gær við setningu þingsins. Honum mæltist á þessa lund: „í fyrri stjórnarskrá var kveðið á um misrétti kynþátta í sjö ár. Þau sjö ár eru nú liðin. í samræmi við þau fyrirheit sín að afnema þessa mismunun við fyrsta tæki- færi hyggst stjórn mín færa til betri vegar ýms ákvæði stjórnar- skrárinnar þannig að allir þegnar sitji við sama borð þegar fulltrúar eru valdir til setu í báðum deildum þings.“ Ennfremur sagði Banana frá þeim ásetningi stjórnarinnar að sameina báðar deildir þingsins í eina málstofu, að stofna valda- mikið forsetaembætti sem hefði framkvæmdavald með höndum og að liðsinna eftirleiðis sem hingaðtil ráðamönnum í Mó- sambik í baráttu þeirra við hægri- sinnaða skæruliða. -ks. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.