Þjóðviljinn - 24.06.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.06.1987, Blaðsíða 15
Og þetta Uka... Gornik Zabrze heitir liðið sem um helgina sigraði í 1. deildinni í Póllandi. Peir töpuðu þó síðasta leik sínum. í 2. sæti varð Pog- on Szczecin og í 3. sæti Katowice. Fyrirliði ítalska liðsins Fiorentina, Giancarlo Antog- noni, hefur gert tveggja ára samning við Lausanne í Sviss. Laun Antog- noni hjá Lausanne verða um 20 milj- ónir kr. á ári. Úrslitum í leik Belgíu og írlands í Evrópu- keppni landsliða U-21 árs hefur verið breytt úr 1-1 í, 3-0 frum í vil. Belgar notuðu þrjá eldri leikmenn, en mega aðeins nota tvo. Þeir voru einnig dæmdir í 80.000 króna sekt. Tyrkir voru einnig sektaðir, fyrir slæma hegðun áhorfenda, í leik þeirra gegn Englendingum sem lauk 0-0. Tyrkir þurfa að punga út 260.000 krónum. Þá voru Svíar og Júgóslavar einnig sektaðir fyrir svipaðar sakir. Tottenham hefur fengið Gary Mabbut til að vera áfram hjá liðinu. Mabbut hafði áhuga á að fara til Manchester United, en féllst á að skrifa undir nýjan samning við Tottenham. Þá hefur Chris Fairc- lough skrifað undir samning við Tott- enham, en hann lék með Nottingham Forest. Dortmund hefur keypt Murdeo MacLeod frá Celtic í Skotlandi. Samningurinn gildir til tveggja ára. Þá hefur félagi hans hjá Celtic, Maurice Johnston gengið til liðs við Nantes í Frakk- landi. Pisa og Pescara heita nýju liðin í 1. deildinni á ftalíu. Pisa sigraði í 2. deild og Prescara hafnaði í 2. sæti. Þrjú lið höfnuðu í 3.-5. sæti og verða að Ieika sín á milli um sæti í 1. deild. Það eru Cremonese, Cesena og Lecce. Marseille náði ekki að vinna deildinni í Frakk- landi og Michel Hidalgo fram- kvæmdastjóri og Gerard Banide, þjálfari hafa nú verið dæmdir í bann. Þeir töpuðu í síðasta leik gegn Paris SG og létu dómarann heyra það með þeim afleiðingum að þeir verða að fylgjast með leikjum liðsins úr áhorf- endastúku í fyrstu leikjum liðsins næsta keppnistímabil. Stuttgart hefur gefið Karl Allgöwer lokafrest til sunnudags til að ákveða hvort hann verður áfram hjá liðinu. Þrátt fyrir að samningur Allgöwers renni ekki út fyrr en 1988, hefur hann margoft lýst því yfir að hann vilji fara eitthvað annað. Hann hefur m.a. átt í við- ræðum við austurríska liðið Sturm Graz. ítalska félagið AC Milan hefur gengið frá samning- um við Frank Rikjaard, varnarmann Ajax. Hann getur þó ekki leikið með liðinu nema lögum um fjölda útlend- inga verði breytt. Ruud Gulllit og Marco Van Besten eru fyrir hjá Milan og ef reglunum verður ekki breytt getur Milan ekki notað Rikjaard. ítalir hafa verið útilokaðir frá þátttöku í Heimsmeistarakeppni landsliða undir 16 ára í knattspyrnu. ftalir sig- ruðu í Evrópuriðlinum, en leikmenn liðsins voru of gamlir. Það verða því Sovétmenn og Frakkar sem keppa fyrir hönd Evrópu í HM, auk Tyrk- lands eða Vestur-Þýskalands, en liðin eiga eftir að leika sín á milli um 3. sætið. Landsliðsmaðurinn frá Argentínu, Jorge Valdano, hefur endurnýjað samning sinn við Real Madrid. Hann datt úr liðinu í fyrra sökum veikinda. Hann er þriðji út- lendingurinn hjá Real Madrid, en þeir mega aðeins vera tveir. Frjálsar íþróttir / A Grand Prix móti í Prag Einar í 4. sæti Elnar Vllh jálmsson náði sér ekki á strik í Prag í gær og var langt f rá sínu besta. Einar Vilhjálmsson hafnaði í 4. sæti á Grand Prix móti í Prag í gær. Hann kastaði 76.54 metra. Það var Sergei Yvesyukov sem sigraði, kastaði 82.28. Nicu Ro- ata frá Rúmeníu hafnaði í 2. sæti með 81.16 og Peter Borglund frá Svíþjóð í 3. sæti, kastaði 76.66. Einar kastaði 79.24 metra á Flugleiðamótinu um síðustu helgi og það hefði fært honum 3. sætið. Aðstæður til íþróttaiðkanna voru hinar verstu. Mikil rigning og árangur eftir því. Þó leit eitt heimsmet dagsins ljós. Sergei Bubka setti heimsmet í stangarstökki. Hann lyfti sér auðveldlega yfir 6.03 metra og bætti sitt eigið heimsmet um tvo sentimetra. Met Bubka var ársgamalt, en hann hafði oft komist nálægt því. Og nú loks í 3. tilraun fór hann yfir. „Þetta var mjög erfitt vegna veðurs og ég hélt að ég gæti það ekki, en strax í fyrstu tilraun fann ég að ég átti möguleika," sagði Bubka. Þetta var 7. heimsmet Bubka, en hann hefur einokað greinina undanfarin tvö ár. Úrslit í öðrum greinum komu ekki ýkja mikið á óvart. Stærstu nöfnin sigruðu í flestum greinum. Alberto Cova sigraði með góðum endaspretti í 3.000 metra hlaupi á Handbolti Erfitt í Júgóslavíu Landsliðið á mjög sterku móti Landsliðið í handknattleik er nú á leið til Júgóslavíu á mjög sterkt alþjóðlegt mót. Liðið var tilkynnt í gær. Róðurinn verður án efa mjög þungur. Með íslendingum í riðli eru Sovétríkin, Noregur og gest- gjafarnir Júgóslavía. í hinum riðlinum er Austur-Þýskaland, Ungverjaland, Spánn og U-21 árs landslið Júgóslavíu. Fyrsti leikurinn er gegn Sovét- ríkjunum á laugardag, því næst gegn Norðmönnum og Júgó- slavíu. Hópurinn sem fer til Júgósla- víu: Markverðir Einar Þorvarðarson Brynjar Kvaran Guðmundur Hrafnkelsson Aðrir leikmenn Þorgils Óttar Mathiesen Þorbjörn Jensson Jakob Sigurðsson Karl Þráinsson Knattspyrna Markalaust ár! Gengi Skallagríms hefur ekki verið með besta móti að undan- förnu, en þeir skoruðu þó tvö mörk um helgina og það voru fyrstu mörkin i deildarkeppninni í tæpt ár, eða nákvæmlega 51 viku! Skallagrímur hefði ekki skorað mark í deildarkeppninni síðan 28. júní 1986. Þá skoraði Þór Daníelsson tvö mörk gegn Þrótti, en Skallagrímur tapaði þeim leik, 2-9. Það var svo loks nú um síð- ustu helgi að Skallagrímur skoraði aftur. Snæbjörn Ottars- son og Bjarni Sigurðsson skoruðu sitt hvort markið gegn Njarðvík. Skallagrímur tapaði samt, 2-3. Þetta voru því fyrstu mörkin í 13 leikjum. Það gerir alls rúmar 1200 mínútur eða 20 klukkutíma. -Ibe Knattspyrna íkvöld árs Islenska landsliðið U-21 leikur í kvöld gegn Dönum. Leikurinn er á Akureyri og hefst kl. 19. 7:53.98 sekúndum. Imrich Bugar sigraði í kringlukasti með 66.20 metra kasti. Það sem mest kom á óvart var að Amelia Nuneva frá Búlgaríu, sem á besta tímann á árinu í 100 metra hlaupi kvenna tapaði fyrir landa sínum Nadeza Georgieva og gæti því misst sæti sitt í landsliðsinu fyrir Evrópu- bikarkeppnina í Portúgal. -Ibe Sigurður Gunnarsson Alfreð Gíslason Páll Ólafsson Guðmundur Guðmundsson Kristján Arason Geir Sveinsson Sigurður Sveinsson Atli Hilmarsson Júlíus Jónasson Þorbergur Aðalsteinsson fer ekki með sökum meiðsla. Hann hefur æft með liðinu að undan- förnu, en meiddist á æfingu nú fyrir skömmu. „Ég tognaði í baki og get ekkert spilað,“ sagði Þor- bergur í samtali við Þjóðviljann. Ég verð líklega góðan tíma að ná mér og lítið annað að gera á með- an en slappa af.“ Þetta mót er mjög sterkt og heimamann ætla sér stóran sigur. En Sovétríkin og Austur- Þýskaland eru með mjög sterk lið og munu líklega setja strik í reikninga heimamanna. -Ibe Körfubolti Sigur gegn íslenska unglingalandsliðið lék um helgina tvo leiki gegn úrvals-, liði frá Kentucky. Islendingar höfðu sigur i fyrri leiknum, en töpuðu þeim síðari. íslenska liðið lék mjög vel í fyr- ri leiknum og var yfir allan tím- ann. í hálfleik var staðan 39-33 og leiknum lauk með sigri íslands, 78-76. Herbert Arnarson átti mjög góðan leik og skoraði 25 stig, Guðjón Skúlason skoraði 15 og Falur Harðarson 10. íslensku strákarnir byrjuðu mjög vel í síðari leiknum og leiddu framan af. í hálfleik var staðan 50-42 íslandi í.vil. En í síðari hálfleik gekk ekkert upp og Kanarnir sigu framúr og sigruðu 76-71. Guðjón var stigahæstur í leiknum með 15 stig, Herbert 13 og Guðmundur Bragason 9,-Jbe Knattspyrna Dregiö í bikamum Búið er að draga í 3. umferð Mjólkurbikarkeppninnar. Lið úr 2. deild leika saman í tveimur leikjum. ÍR og Víkingur leika saman og Leiftur og KS. Öruggt er a.m.k. eitt lið úr 3. deild kemst í 16-liða úrslit. Reynir Sandgerði og Stjarnan leika saman og það lið sem sigrar leikur í 16-liða úrslitum, en þá koma lið úr 1. deild til sögunnar. Þessi lið lentu saman í 3. umferð: iR-Víkingur Grindavík-Selfoss Leiknir-ÍBV Reynir-Stjarnan Leiftur-KS ÞrótturN/Huginn-Höttur/Einherji Sigurvegararnir komast áfram í 4. umferð, auk liðanna úr 1. deild. -Ibe Punktar úr 6. umferð Hinrik Þórhallsson, KA, lék á föstudagskvöldið sinn 150. leik í 1. deildarkeppninni, gegn Völsu- ngi. Hann lék 67 leiki með Breiða- bliki, 31 með Víkingi og hefur nú leikið 52 leiki með KA í 1. deild. Þrír leikmenn léku í fyrsta skipti í 1. deild á föstudagskvöld- ið. Pétur Óskarsson með Fram gegn FH, Árni Þór Freysteinsson með KA gegn Völsungi, og Steinn Magnússon með FH gegn Fram. Tveir skoruðu sitt fyrsta 1. deildarmark fyrir nýtt félag, Andri Marteinsson fyrir KR, gegn Þór, og Björgvin Björgvins- son fyrir Víði, gegn ÍBK, sem hann lék áður með. Björgvin var reyndar leikmaður með Víði áður en félagið komst í 1. deildina. Helgi Bentsson lék á ný með ÍBK eftir ársdvöl hjá Víði og skoraði, gegn Víði! Þorvaldur Örlygsson, KA, skoraði sitt fyrsta 1. deildarmark, gegn Völsungi. Haraldur Ingólfsson, fA, skoraði sitt fyrsta 1. deildarmark, gegn Val. Ingi Björn Albertsson skoraði sitt fyrsta 1. deildarmark fyrir Val í 4 ár. Það var hans 126. mark í 1. deildarkeppninni en enginn ann- ar íslenskur knattspyrnumaður hefur náð 100 mörkum. KR vann sinn stærsta sigur í 1. deild í 10 ár, 5-0 gegn Þór. Fyrir 10 árum unnu KR-ingar einmitt Þórsara með 6-0, en þá féllu bæði liðin í 2. deild. ÍBK hefur unnið alla 1. deildarleiki sína gegn Víði, 5 tals- ins, og er eina liðið sem getur státað af slíkri sigurgöngu gegn Garðsbúum. Reyndar fékk Víðir 3 stig frá ÍBK með kæru í fyrra. Þorsteinn Halldórsson, KR, fékk sitt þriðja gula spjald í 6. umferðinni en áður hafði Ian Fleming, FH, unnið sama afrek. Eitt spjald í viðbót þýðir eins leiks bann fyrir þá félaga. -VS ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.