Þjóðviljinn - 28.06.1987, Síða 5
Páskar
\ Parísar-
borg
Hugleiðingar um lífið og tilveruna
f dag er sá dagur er lífið sigraði
dauðann. Jesús.
Ég át brauð Krists í Saint-
Pierre du Gros-Caillou. Horfði á
róna slá annan róna á sjálfan
páskadag 1987. Veikan berja
veikan. Mold skartar fögrum
blómum.
Þar sem ég gekk leit ég í búð-
arglugga, þar var kynntur Blaise
Cendrars, einhver frægur sem ég
þekki engin deili á, en ég hef lítið
lært, hef þó verið að læra um
hjartað, um andlegan veruleika;
um guð í mér. Andlit Cendrars
þessa lýsir dýpt, og hann reykir á
öllum bókakápunum!
Ég sat lengi í sólinni hjá Eiffel
turni og las úr Ilmi skóganna eftir
Grétar Fells, um þýðingu þess að
kunna alveg eins að taka þjáning-
um á sama hátt og gleðinni...
Þegar ég gekk framhjá fólks-
skaranum sem beið þess að kom-
ast upp í turninn fannst mér svo
fyndið að herra Eiffel var maður-
inn sem átti hugmyndina að Eif-
fel. Herra Eiffel! (Svona heimsk
er ég en get þó samt gengið upp-
rétt, hef nefnilega samband inná
við: skil líka að herra Eiffel var
líka í sambandi við sinn æðri
mátt. Guð.)
Ég held ég hafi séð Robert
deNiro hjá Montmartre í fyrra-
dag, rétt eftir að ég sá saltfisícinn!
(Sjá mynd). Hann skaust þarna
um með rauða derhúfu og í stutt-
buxum, og ég dreif mig í annað
sinn að sjá myndina Angel’s he-
art þar sem Lúsífer, djöfullinn
leikur lausum hala. Æ, Robert
deNiro, ill öfl að ráðast á garðinn
þar sem hann er lægstur. Luis-
Iphier (Robert deNiro). Sterk
öfl.
Fjólublátt er litur páskanna.
Fjólubláa peysan mín, leystist af
mér. Liggur nú einhversstaðar í
París, verður aldrei hjá mér fram-
ar. Henni er þökkuð góð sam-
fylgd.
Beinu samskipti dagsins voru
við konuna við hlið mér í kirkj-
unni. Við tókumst í hendur að
beiðni klerks: Gleðilega páska!
Oblátan á tungu mér klístraðist
í munni um stund, um leið og ég
dásamaði styttu af Jósef með son
sinn Jesú: Sko, þetta gat hann,
alið upp barn annars, son Guðs!
Ég kveikti á kerti og setti þar
sem vantaði ljós. Kannski mátti
ekki setja kerti þar sem ég setti
kertið. En þar vantaði einmitt
ljós og ég skil ekki frönsku! - Á
minn hátt bað ég fyrir börnum
mínum, móðurog bræðrum. Vin-
um.
Eins og beljandi fljót var ég í
dag, eins og trjágrein komst ég
yfir og lærði nokkur andlit, lærði
nokkurn fróðleik.
Hvílík heljarorka býr í Parísar-
búum.
Hvílíkt beljandi fljót.
Hér má finna guð - hér má
finna djöfulinn. PLATOON,
óskarsverðlaunamynd eins og
Angel’s Heart, sú sem ég sá í gær í
annað sinn er bæn. Bæn sögu-
persónanna um að þetta verði
lexía sem aldrei þurfi að tyggja
ofan í okkur aftur, því við höfum
meðtekið það að þegar við förum
í stríð erum við ekki að berjast
við óvin, heldur OKKUR
SJÁLF.
Lúsífer skar hjartað úr her-
manninum, sem missti vitið í
stríðinu, notaði hann svo eftir
það til að fremja ódæðisverk. -
Þessar tvær kvikmyndir, Angel’s
Heart og Platoon, eru fyrir mér
tímanna tákn. Mjög áhrifamiklar
og gleymast mér aldrei. Ég sá
báðar tvisvar. Hið illa. Hið góða.
Hvort sigrar? Við svona lítil og
umkomulaus höfum val.
Metró - metró - metró. Æð-
arnar eru háþrýstar í þessari
fornu borg.
Hjartað slær hratt.
Hjörtu opnast eins og brum-
hnapparnir. Önnur lokast.
Mitt hjarta er að styrkjast. Ég
finn fyrir guði í mér og reyni að
bæta mig svo hann fái betur að-
gang. Ég, trjábútur í beljandi
fljótinu, er fertug kona sem veit
að afdrifaríkt getur verið bilið
sem skilur gott og illt. Ef gleymist
að undirbúa vorið, anda að okkur
ilmi skóga, anda út hlýju lofti.
Nú er páskadagskvöld, fugl-
arnir á trjánum fyrir utan Hotel
Splendid syngja og tveir hundar
gelta. (Guð minn lifnandi tré, ég
brumhnappur.)
Dagurinn í dag var löngu á-
kveðinn, einhversstaðar, þótt ég
hafi ekki vitað um það. Hann
bara kom, og hér er ég: hugdetta
um nýjan ísskáp að engu orðin!
Hér er ég ein, týnd. Virði fyrir
mér lífið, sé ástina, sé hana
stundum sem tvær „hálfar"
mannverur. Kannski það sé gott.
Sé hana í pari í Louvre-safninu:
Maðurinn vildi skoða styttuna af
La Scribe accraupi, rithöfundin-
um frá 4. öld e. Kr. með augu úr
gegnsæjum kvarts, bergkristalli
og fílabeini. Hún vildi skoða
NORMA E.
SAMÚELSDÓTTIR
RITHÖFUNDUR
SKRIFAR
djásn gyðjanna. Hann fylgdi
henni, því hendur þeirra voru
klemmdar saman, og hann
gleymdi Forn-Egyptanum. Ást-
in.
Ég er ein í París og fer lítið út á
kvöldin. Ég fór þó að hlusta á
Páskaóratóríu eftir J. S. Bach í
Eglise St.-Germain-des-Prés, og
svo bíóferðirnar mínar. Sit við
opinn svalagluggann, hlusta á
Variations Enigma op. 36 eftir
Edward Elgar, og bíð eftir guð-
dómlega kaflanum, þreytt, en
geysilega frjáls. Ef Hr. Robert
deNiro væri raunverulega í París,
og vissi af mér, tæki hann mig
örugglega með sér á Maxim’s. Og
ef hann vissi að ég er blönk, fá-
tækur rithöfundur (hvað er fá-
tækt?) frá íslandi að safna
reynslu, í leit að styrk (en ég fékk
nefnilega styrk!) þá væri hann nú
búinn að hringja! Maxim’s væri
flottur reynslubanki fyrir skáld-
söguna „Mærin fagra úr Fellun-
um“ ungu stúlkuna sem...
í hugleiðslu sá ég tákn. Gula
sóley. Kannski það sé mitt hlut-
verk að segja sóleyjunum fín-
gerðu að þær geti líka gert gagn.
Verið gleðigjafar, sterkar. En
þurfa þær að vita það? Eru þær
ekki sér sjálfar? Eru. í sambandi
við gróandann, lifna við aftur, og
aftur. Er kannski táknmynd mín
um sóleyjuna KONAN? Má
vera.
í dag er dagur páskaliljunnar,
sóleyjarinnar, rósarinnar. Kær-
leikans. Dagurinn þegar lífið
sigraði dauðann.
Ég er að hugsa um lífið og
dauðann. Verður hæna aftur
egg? Fæðumst við aftur og aftur
af móðurkviði? Er það ekki
óþarfi? Ungi stækkar áfram.
Petta eru mínar spurningar. Fyrir
mig æðislega spennandi viðfangs-
efni. Karma, endurholdgunar-
kenningar, frumlífsorka sem við
köllum guð, fræið sem við látum
blómstra inni í hjartanu, guð...
Þú betlari á Saint-Michelgötu.
Gamall. Það var fallegt friðar-
merkið á handarbakinu á þér.
Góða nótt. Gleðilega páska.
Ég er ekki lengur til nema í
hjörtum ástvina minna. Enginn
þekkir mig hér. Öllum er sama
urn mig. Reynslutilfinning mín
nú er sú: Maður er ekki til nema
að vera elskaður.
Sendi bænarósk út í nóttina:
Bið frelsis og grósku.
Ég
sem er ekki neitt án
vitundar
frelsis
kærleika
styrks...
(frá guði mínum - og annarra -
sem er að gæta mín alla tíð ef ég
loka ekki á.) Ég gæti barna minna
eins og mér er unnt og vanda mig
sem ég má. Því þau krefjast þess
að ég sýni þeim leið; nokkuð svo
greiðfæra.
Dagarnir í París urðu tíu.
Ég sá vorið
tignarleg musteri.
Orti ljöð í Notre Dame
sat lengi í Sacré Coeur,
þar sem ég fann frið.
Ég sá vorið var komið.
Kom síðan heim og sé að
vorið er að koma
hægt og gætilega. íslenska vorið
án mikils hundasaurs með fögr-
um fuglasöng í nóttinni.
P.S. Ég sendi kveðju mína þyrstu
dúfunni, sem vætti kverkar sínar
hundshlandi í Parísarborg. Reyni
að senda henni hugskeyti um að
það hljóti að finnast betri „vötn“.
í alvöru talað, ég hræðist þessa
mengun. Hún er raunverulegt,
jarðbundið vandamál, sem kem-
ur okkur öllum við.
N. E. S. 8/5 1987.
Sunnudagur 28. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5