Þjóðviljinn - 28.06.1987, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 28.06.1987, Qupperneq 17
Nafn vikunnar zg datt niður d oessa herstöð... Sigurður Snœberg Jónsson Heimildarmyndin „Miðnes- heiði - her í herlausu landi“, sem sýnd var í sjónvarpinu á þriðju- dagskvöldið, vakti mikla athygli. Sigurður Snæberg Jónsson, kvik- myndagerðarmaður, gerði hana upp á eigin spýtur og fjármagnaði hana að mestu leyti sjálfur. Viðbrögð fólks við mynd Sig- urðar hafa verið mjög jákvæð, burtséð frá því hvaða afstöðu það tekur í þessu mikla hitamáli. Pannig lofaði Ólafur M. Jóhann- esson hana í Morgunblaðinu og leiðari Þjóðviljans á fimmtudag var skrifaður í tilefni hennar. Ólafur sagði m.a. í umsögn sinni að nú væri umræðan um her- stöðvamálin komin af „tilfinning- astiginu" sem hún var á; „þá her- stöðin klauf þjóðina í blóðheitar fylkingar, og einnig af þagnarstig- inu, þar sem stöðin varð einskon- ar feimnismál - og á skynsemis- stigið, þar sem frjálsborin alþýð- an ræðir málið frá öllum hliðum. “ Leiðara Þjóðviljans um mynd- ina og herstöðvamálið, lýkur með þessum orðum: „Það er fylli- lega tímabært að ýta við þjóðinni og rífa hana upp úr því værðar- lega og falska öryggi sem hún hef- ur vanist á“. Sigurður Snæberg Jónsson lauk prófi frá Háskóla New-York með leikstjórn og kvikmynda- gerð sem aðalfög. Eftir það fór hann til Hollywood og vann við að klippa heimildarmyndir í eitt ár. Eftir að hann kom heim vann hann um skeið að auglýsingagerð og hefur unnið sjálfstætt, m.a. við nokkrar íslenskar kvikmynd- ir. Síðasta árið hefur Sigurður verið upptökustjóri hjá sjónvarp- inu. Og Sigurður Snæberg Jóns- sonar er nafn vikunnar að þessu sinni. Hver voru tildrög þess að þú gerðir þessa mynd? „Hugmyndin kviknaði fljót- lega eftir að ég kom heim. Mig langaði að gera heimildamynd, en það hefur lítið verið gert af viti í þeim efnum hérlendis enn sem komið er. Þá datt ég niðrá þessa herstöð og fór að kynna mér mál- ið; viða að mér heimildum og svo talaði ég við fjöldann allan af fólki. Það eru núna sex ár frá því að ég byrjaði og eitt og hálft ár síðan myndin var til“. Hversvegna leið svona langur tími frá því að myndin var tilbúin og þangað til hún var sýnd? „Ég hafði ekki efni á því að gera sýningareintak. Ég fór og ræddi málið við Hrafn Gunn- laugsson og hann réð mig um- svifalaust í vinnu. í>að var síðan tekin ákvörðun um að sjónvarpið keypti myndina og hún var búin til sýningar". Höfðu þínar persónulegu skoð- anir á herstöðvamálinu áhrif á gerð myndarinnar? „Ég reyndi að ýta mínum skoð- unum alveg í burtu á meðan ég vann þessa mynd. Þetta er kvik- myndaverk og þarf að vera heiðarlegt sem slíkt.“ Ætlarþúað halda áfram á þess- ari braut; gera fleiri heimildar- myndir? „Ég held nú að ég sé búinn að leggja fram minn skerf til heim- ildamynda. Næst langar mig að gera bíómynd. Það var það sem ég lærði. Mér finnst hinsvegar gáfulegt að taka eina góða æfingu fyrst. Ég er síðan ennþá að sleikja peningasárin eftir þessa mynd, svo ég geri varla mikið á næst- unni“. Var þetta mjög dýrt fyrirtœki? „Þetta er uppá einhverjar milljónir, en ég hef ekki tölurnar alveg á hreinu“. Hvernig viðbrögð hefur þú fengið eftir sýningu myndarinn- ar? „Ég hef eingöngu fengið já- kvæð viðbrögð. Ég varð eiginlega hissa. Þá þótti mér einnig vænt um skrifin bæði í Morgunblaðinu og Þjóðviljanum. Þau báru með sér að menn skildu það sem ég hafði verið að reyna að gera“. LEHDARI Blikkdósir og fjórhjól Mengun! Nei á íslandi þekkist ekki mengun nema ef vera skyldi peningalyktin í nokkrum sjávarpláss- um fáeina mánuði á ári. Við sættum okkur við hana vegna þess að hún heldur þjóðarskútunni á floti. Gott ef grútarfýlan er ekki bara holl. En mengun einsog í útlandinu? Nei ísland er hreint land, loftið tært og menn geta lagst niður við hvaða lækjar- sprænu sem er og sötrað fjallavatnið. Varast skal þó að nefið rekist ekki beint ofan í ropvatnsdós, sem hent hefur verið í lænuna. Og vissara er að aðgæta hvort við sjóndeildarhringinn sé reykmökkur, sem gefur til kynna fjórhjól að tæta upp landið. Það er aldrei að vita nema það komi æðandi út úr óbyggðunum og bruni yfir lappirnar á manni. Því miður er umgengni okkar um landið fyrir neðan allar hellur. Meðfram þjóðvegum og á fjölsóttum án- ingarstöðum þar sem undur náttúrunnar eru öllum til sýnis má finna allskyns úrgang sem fleygt hefur verið í hugsunarleysi. Verstar eru þó hinar nýju gos- drykkjaumbúðir, sem eru þeim eiginleika búnar að brotna ekki niður í náttúrunni með tíð og tíma. Umbúðirþessareru nýjarámarkaðinum héren nú er svo komið að nær allar tegundir svaladrykkja má kaupa í áldósum. Þessar umbúðir þykir mörgum þægilegt að hafa með sér í ferðalagið, bæði er það að þær taka minna pláss en glerflöskurnar sem og að ekki þarf að muna eftir upptakara í farteskinu. Það er ekki bara á íslandi sem farið er að flokka þessar umbúðir undir umhverfisvandamál, því víðar eru sóðar en hér. Margar þjóðir hafa gripið til þess ráðs að leggja á dósirnar skatt sem síðan er endur- greiddur þegar að þeim er skilað, á svipaðan máta og við gerum með glerflöskurnar. [ einstaka fylkjum Bandaríkjanna munu umbúðir af þessu tagi vera bannaðar með lögum. Vissulega væri best ef hægt væri að breyta hug- arfari þjóðarinnar á þann veg að virðing hennar fyrir náttúrunni kæmi í veg fyrir að dósunum sé hent út um víðan völl. Því miður verðum við samt að viður- kenna þá staðreynd að sóðar eru og verða til staðar þótt meirihluti þjóðarinnar hafi þann þroska að sýna umhverfi sínu þá virðingu sem það á skilið. Hitt fyrirbærið sem varast ber í inngangi þessa stúfs eru fjórhjólin svokölluðu, en þau hafa haft álíka viðkomu og kanínur á undanförnu ári. Fyrir ári síðan vissi tæpast nokkur maður um tilveru þeirra en nú skipta fjórhjólin þúsundum og þeir sem unna náttúr- unni komast ekki hjá því að verða varir við þau spor sem þessi hjól hafa skilið eftir sig jafnt í byggðum sem óbyggðum. Vissulega er ekki hægt að setja alla fjórhjóla- eigendur undir einn hatt. Margir þeirra passa sig á því að eyðileggja ekki náttúruna með hjólunum, en spjöll hinna eru samt það mikil að grípa verður til alvarlegra aðgerða gegn þeim. Séu menn staðnir að verki við náttúruspjöll ber að taka hjólin af þeim og skikka þá hina sömu til að lagfæra skemmdirnar. í Svartálfadansi orti Stefán Hörður Grímsson um bifreiðina sem hemlar hjá rjóðrinu í líki svartrar pöddu og hvílir heit hjól sín á meðan fólkið streymir í skóginn og fyllir loftið blikkdósahlátri í dag eru það fjórhjólin sem druna hjá og spæna upp rjóðrið á meðan fólkið fyllir náttúruna blikkdós- um. -Sáf Sunnudagur 28. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.