Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Þjóðviljinn - 02.07.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.07.1987, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 2. júlí 1987 140. tölublað 52. órgangur Verslunin Veltan hefur stóraukist Um ogyfir40% veltuaukning íheildverslun ogþjónustu á sama tíma ogframfœrsluvísitalan hœkkaði uml6%. Mikil útlánaþenslaí bankakerfinu. Seðlabankinn grípur ítaumana ensla í verslun á höfuðborgar- svæðinu hefur verið langt um- fram aimenna verðlagsþróun það sem af er þessu ári. Veltu- aukningin í heildverslun á fyrsta ársfjórðungi var tæp 40%. í byggingavöruverslun var veltu- aukningin 44% miðað við sama tima í fyrra og 42% í þjónustu- greinum. Á þessum sama tíma hækkaði framfærsluvísitalan um 16% eða nær þriðjungi minna en veltuaunkningin varð í verslun og þjónustu. Samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar voru tæplega 53% af heildarveltunni í smásölu- verslun í Reykjavík en það er töluvert hærra en hlutfall íbúa borgarinnar af heildarfjölda landsmanna. Þá vekur einnig at- Stjórnarmyndun Ráðherralist- inn í höfn Framsókn ogíhaldfáfjóra, kratarþrjá. Þorsteinn forsœtisráðherra. Deilt um kaupleiguíbúðir ígœr Steingrími Hermannssyni hef- ur tekist það ætlunarverk sitt að fá jafn marga ráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn. Niður- staðan af tveim maraþonfundum formannanna þriggja aðfaranótt gærdagsins og síðdegis í gær var að Framsóknarflokkurinn fengi fjóra ráðherra einsog Sjálfstæðis- flokkurinn en kratar þrjá. For- sætisráðherra þríhjólsins verður Þorsteinn Pálsson. Ráðherrastól- unum á þingi fjölgar því um einn og verða nú 11 í stað 10. Krafa krata um kaupleiguíbúð- ir er það mál sem mest hefur vaf- ist fyrir formönnunum ef stóla- skiptingin er undanskilin. Sjálf- Síld Svilgegn eyoni Síldarsvil innihalda efni, sem mun verða notað til framleiðslu á lyfi gegn eyðni. Tilraunir meðþað hafa lofað góðu Allt frá því að sjúkdómurinn eyðni varð að þeim faraldri sem við þekkjum í dag, hafa vísinda- menn úti um allan heim lagt nótt við dag við að flnna lyf sem að gagni mætti koma í baráttunni við hann. Svo virðist sem einhver árang- ur sé að líta dagsins ljós, því í nýlegu fréttablaði norska utan- ríkisráðuneytisins Norinform kemur fram að síldarsvil (sæðis- kirtlarnir) innihalda efni, sem mun verða notað til framleiðslu á lyfi gegn eyðni. {blaðinu kemur fram að norsk- ir aðilar munu bráðlega hefja framleiðslu á þessu lyfi, en heiti þess er skammstöfunina AZT, sem stendur fyrir azidothymidin. Tilraunir með þetta lyf hafa hing- að til lofað góðu. grh. stæðisflokkurinn er andvígur hugmyndinni og hún fær einnig dræmar undirtektir hjá Fram- sókn. Það stóð því upp á Jón Baldvin í gær hvort hann sliti við- ræðum á þessari kröfu. Auk þess að deila með sér stól- um var í gær gengið frá stefnuyf- irlýsingu þríhjólsins sem og fyrstu aðgerðum í efnahagsmálum. Þingflokkar flokkanna þriggja hittust kl. 18 í gær þar sem fjallað var um niðurstöðu viðræðnanna. Mun málamiðlun Þorsteins í kaupleiguíbúðunum . hafa mætt talsverðri andstöðu hjá þing- mönnum Alþýðuflokksins og frestuðu sjálfstæðismenn þing- flokksfundi þar til hreinar línur væru komnar í því máli. Ráðherraskiptingin er sú að auk forsætisráðuneytisins fær Sjálfstæðisflokkurinn samgöngu- mál, - Friðrik Sophusson, menntamál, - Birgir ísleifur Gunnarsson og iðnaðarráðú- neyti, - Ólafur G. Einarsson. Ráðherrar Framsóknarflokks verða Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra með utanríkis- viðskipti, Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, Jón Helgason landbúnaðarráðherra og Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra. Þrír efstu menn Reykjavíkur- lista Alþýðuflokksins verða ráð- herrar krata. Það eru þau Jón Baldvin Hannibalsson með innanríkisviðskipti, dóms- og kirkjumál, Jón Sigurðsson með fjármál og Jóhanna Sigurðardótt- ir með félagsmálin. Auk þessa var deilt um helstu embætti þingsins og er nú ljóst að Þorvaldur Garðar Kristjánsson verður áfram forseti sameinaðs þings en Alþýðuflokkurinn fær formann fjárveitinganefndar og Sjálfstæðisflokkurinn formann utanríkismálanefndar. Þessi niðurröðun getur þó breyst á síðustu stundu en einsog málin stóðu er blaðið fór í prent- un í gærkveldi, benti flest til þess að ný ríkisstjórn taki við í dag eða á morgun. -Sáf hygli að í öllum greinum verslun- ar er veltubreytingin mun meiri í Reykjavík og á Reykjanesi en í öðrum landshlutum og að hlut- deild höfuðborgarsvæðisins í heildarveltunni hérlendis fer síf- ellt vaxandi. Þessi stóraukna velta hefur ekki síst sýnt sig í stórauknu pen- ingamagni í umferð og aukningu útlána í bankakerfinu sem m.a. hefur orsakað um 2.5 prósentus- tiga hækkun meðalútlánsvaxta síðustu tvo mánuði. Til að sporna gegn þessari þenslu greip Seðlabankinn í gær til þess ráðs að hækka lausafjár- hlutfall innlánsstofnana úr 7% í 8% en í tilkynningu frá bankan- um kemur fram að þessi aðgerð sé til þess að stemma stigu við útlánaþenslu og efla öryggi bankakerfisins. -Jg- Hæstur á hæsta tindi Eyjólfur Óskarsson starfsmaður Landsvirkjunar keyrði félaga sína í Jökla- rannsóknafélaginu uppá Hvannadalshnjúk, hæsta tind landsins, á dögun- um. Eyjólfur tók með sér tröppustiga, sem hann setti upp á hábungunni og klifraði uppí efsta þrepið, öruggur um að vera efsti maður á tindinum. Frá v.: Gissur Símonarson, Eyjólfur, Sólveig Kristjánsdóttir og Leifur Jónsson. - Mynd: Árný Sveinbjörnsdóttir. Þríhjólsaðgerðir Matar- skattur, vaxtahækkun, tölvugjald Tíu prósent skattur á ýmsar matvörur. Þríflokkarnir œtla að rétta við ríkissjóð á þremur árum Alþýðuflokkur, Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa komið sér saman um að afla ríkissjóði 1030 milljóna viðbótar- tekna á þessu ári með auknum söluskatti, og ýmsum gjöldum. Um fjórðungur þessarar upp- hæðar á að fást með söluskatti á mat. Flokkarnir þrír höfðu komið sér saman um að taka upp 10% söluskatt á matvörur aðrar en kjöt, fisk, mjólk, ávexti og græn- meti, og á þessi skattur að hala inn 250 milljónir á þessu ári, 600 á næsta ári. Þennan típrósentskatt á einnig að leggja á veitingar í veitingahúsum, og verk arkitekta og endurskoðenda, en 25% sölu- skattur á að koma á tölvur, aug- lýsingar, sólbaðstofur, heilsu- ræktarver og farsíma, - sein raun- ar er þegar komið á. Samtals á aukinn söluskattur að afla ríkissjóði rúmra 600 milljóna út þetta ár og á næsta ári tæpra 2 milljarða. Bílagjald, - 4 krónur á hvert bílkíló, með 10 þúsund króna þaki - á að afla 200 milljöna á þessu ári og 600 næsta ár, og kjarnfóðurgjald, sem neytendur borga með hærra verði svínakjöts og kjúklinga, á að hala inn 80 milljónir frammað áramótum, 200 milljónir á næsta ári. Gjald á ríkisábyrgðir og erlend fyrirtækjalán á svo að afla 90 milljóna á þessu ári og 360 milljóna næsta ár. Af rúmum milljarði í auknar tekjur á árinu á síðan að verja 100 milljónum til að hækka trygging- abætur og öðrum 100 til að „milda“ áhrif af matarskattinum. Væntanleg stjórn ætlar að auki að hækka vexti af spariskírt- einum ríkissjóðs, sennilega uppí 9%, og til að draga úr þenslu á að hækka innlánsbindingu banka- stofnana hjá Seðlabanka um 3-5 prósent. Ennfremur á að fresta endur- greiðslu söluskatts til sjávarút- vegs og iðnaðar og frysta féð í Verðjöfnunar-, Fiskveiða- og Iðnlánasjóði.

x

Þjóðviljinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
16489
Gefið út:
1936-1992
Myndað til:
31.01.1992
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 140. tölublað (02.07.1987)
https://timarit.is/issue/225209

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

140. tölublað (02.07.1987)

Aðgerðir: