Þjóðviljinn - 02.07.1987, Page 6
FLOAMARKAÐURINN
URRIÐI
(Salmo trutta)
Urriöinn getur bæöi verið staöbundinn, kallaöur
vatnaurriöi cöa gengið til sjávar og þá kallaður
sjóbirtingur. Urriðinn þarf rennandi vatn til aö hrygna
í og nær því ckki að tímgast í vötnum án í eöa úrr-
ennslis. í vötnum og ám lifir urriðinn einkum á stærri
fæðudýrum, svo sem vatnabobbum, homsílum og
stórum lirfúm og púpum. Urriöinn er því cftirsóttur til
stangveiði þar sem tiltölulcga auðvelt cr aö búa til agn
er líkist hans náttúrulegu fæðu. Sjóbirtingurinn elst
upp í fcrsku vatni þar til hann nær göngustærö 20-25
sm og þá 3-4 ára gamall. Sjógönguseiði urriöans ganga
undir samskonar myndbreytingu og laxinn er aö fram
an grcinir. Sjóbirtingurinn gcngur til sjávar sncmma
vors, venjulega í mai. Sjóbirtingurinn fer ekki í langar
ætisgöngur og heldur sig mest í nágrenni við sínar
heima ár. I>aö tekur sjóbirtinginn meira en eitt sumar
t sjó að verða kynþroska. Sjóbirtingurinn er mun verr
aðlagaður að lífi í sjó en laxinn og nær ekki að halda
seltujafnvægi við lágt hitasig, og er það ástæða þess að
hann gengur aftur í árnar að haustinu þar sem allur
stofninn hefur vetursetu. Sjóbirtingsgöngur í árnar
geta staðið fram á jólaföstu a.m.k. á suðurlandi. Stórir
sjóbirtingar hafa oft gengið til sjávar og bæta við sig
vexti á hverju ári ásamt því sem þcir þroska hrogn og
svil. I>að kemur stundum fyrir aö sjóbirtingurinn sé
það lengi að ná sér eftir hrygningu að hann nær ekki
að hrygna að hausti og tekur hann sér þá árs hr^gning-
arhvíld.
Veiðimenn
Nýtileg
stangveiðihandbók
Starfsmann Þjóðviljans
vantar litla íbúð til leigu. Skilvísum
greiðslum og mjög góðri um-
gengni heitið. Uppl. í sima 35236.
Til sölu
Eldhúsborð og 4 stólar úr beyki til
sölu. Uppl. í síma 16671 e. kl. 20.
Óska eftir
3-4ra herb. íbúð eða gömlu húsi í
miðbænum til leigu. Uppl. í síma
25825.
Túnþökur
Gróskumiklar túnþökur úr Land-
sveit til sölu. Sími 99-5040.
Barnapía óskast
til að gæta tveggja barna í Hóla-
hverfi. Aðallega á kvöldin og um
helgar. Uppl. i síma 75875.
Commodore PC 10 tölva
með Epson LX-80 prentara til
sölu. Uppl. i síma 91686856 og
93-2567 á kvöldin.
Fallegt danskt
(barna)garðhús
til sölu ódýrt. Uppl. í síma 32760 á
kvöldin.
Veiðileyfi
Veiðileyfi í Langavatni. Góð að-
staða í húsum og traustir bátar.
Einnig er hægt að fá aðstöðulaus
veiðileyfi. Nánari upplýsingar
gefur Halldór Brynjólfsson í síma
93-7355.
10 gíra karlmannshjól
til sölu. Ný dekk. Sími 14807.
Gamalt virðulegt
vel bólstrað sófasett, fyrirferðar-
mikið og þungt, sófi og 2 stólar
með gulbrúnu áklæði til sýnis og
sölu á kr. 30 þús. að Öldugötu 42,
efstu hæð. Sími 23236 í hádeginu
og eftir kl. 19 á kvöldin.
Stór bakpoki óskast
Mig vantar stóran, sterkan ferða-
bakpoka. Má vera ódýr. Guð-
mundur í síma 681548 eftir kl. 18.
Ford Cortina
árg. '70 til sölu
óskoðuð en í vel ökufæru ást-
andi. Selst ódýrt. Uppl. í síma
29371.
Vel uppaldir kettllngar
fást gefins á uppeldis- og með-
ferðarheimilinu Sólheimum 7.
Sími 82686.
Stúlka eða strákur
óskast til að gæta 3ja ára stelpu á
morgnana þrjár vikur í júlí. Búumí
Skipholti. Uppl. í síma 13907.
Notuð föt fást gefins
Eru ekki einhver félagasamtök
eða stofnanir sem vilja þiggja 3
stóra poka af notuðum fötum?
Uppl. í síma 25398.
Vídeótæki
Beta vídeótæki til sölu á ca.
10.000 krónur. Uppl. í síma
79818.
Nikon linsa
Óska eftir Nikon linsu 24 mm.
Uppl. í síma 73679.
Krakkahjól
16 tommu Winters barnahjól til
sölu á kr. 3.500.-. Sími 37865.
Kennaranemi
óskar eftir 2 herb. íbúð. Góðri um-
gengni og skilvísum greiðslum
heitið. Uppl. í síma 83759 eftir kl.
17.
Fyrir skömmu gaf forlagið
Handagagn út litla en snotra
bók fyrir j>á sem vilja helst eyða
öllu sumrinu í að flakka um
landið og renna fyrir fisk. Bókin
er einkar handhæg, full með
notadrjúgar upplýsingar fyrir þá
sem hafa ánetjast stangveiðinni.
Hæfilegt rúm er í bókinni fyrir
skráningu afla í sérstaka afla-
dálka, sem spanna allt veiðitíma-
bilið á þessu sumri, en einnig
hinu næsta. Þessutan er fullt af
skemmtilegum fróðleik í bók-
inni, sem allir veiðimenn hafa
gaman af og gagn. Þannig eru
birtar aflatölur fjölmargra laxáa
síðustu tíu árin og meðalveiðin
líka. f bókinni eru upplýsingar
um sjávarföll á ýmsum stöðum
landsins, lýst veiðistöðum og
-vötnum og sérlega gott framtak
felst í því að birta símanúmer
veiðifélaganna innan Lands-
sambands stangveiðifélaga og
með þeim upptalningu á veiði-
vötnum á svæði hvers félags um
sig.
Veiðitól
Mjög gagnlegur fróðleikur um
flugur, fluguhnýtingar og öll
möguleg veiðitól sem stangveiði
tengjast er að finna í bókinni,
vandaðar litmyndir af fjölmörg-
um helstu veiðiflugunum sem
stangveiðimaðurinn þarf að
þekkja, skýrt frá slysavörnum
sem sjálfsagt er að sem flestir
kynni sér og auk þess er dágott
orðasafn, þar sem veiðislangið er
skyrt.
í bókinni er einnig að finna
knappar og skemmtilega skrifað-
ar lýsingar á helstu þáttum í lífi
laxfiskanna hér á landi. Það er
drjúgur fengur að þessum kafla.
Sannast sagna er nefnilega ótrú-
lega erfitt fyrir stangveiðimenn
að komast yfir gagnyrtan fróðleik
á aðgengilegu formi um líf fisk-
anna sem egnt er fyrir. Að mörgu
leyti mætir þessi litla stangveiði-
handbók Handagagns þeirri
þörf.
Þættirnir um lífsferla islensku
laxfiskanna eru augljóslega skrif-
aður af einhverjum, sem þekkir
vel til líffræðinnar. Þannig er þess
til að mynda getið að „nokkur
hluti“ hængseiða laxins kyn-
þroskist í ánum án þess að ganga
til sjávar. Þetta hafa hins vegar
fáir gert sér grein fyrir hér á landi,
einsog sést á því að í innlendum
kennslubókum er held ég hvergi
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
minnst á þennan sérstæða þátt í
lífsferli laxins.
Það er hins vegar miklu meira
en „nokkur hluti“ hængseiðanna
sem kynþroskast í ánum, að
minnsta kosti erlendis. Þar taka
að meðaltali um 65 prósent hæng-
seiðanna út bráðgeran kyn-
þroska, og er þó að líkindum van-
metið.
Lífsferlar
laxfiska
í bókinni er frá því sagt, að
þessir litlu hængar séu einskonar
varnagli náttúrunnar ef svo skyldi
fara að enginn stór hængur gengi
aftui í árnar. Þessi kenning
sænska vísindamannsins Öster-
dahls hefur ef til vill eitthvað til
síns máls. En það má allt eins
rökstyðja, að litlu seiðin sjái um
verulegan hluta frjóvgunarinnar,
og nýlegar athuganir Skotanna
Buck og Youngstone og Kanada-
mannsins Myers styðja það raun-
ar.
Þetta er hins vegar ekki sagt
bókinni til hnjóðs, heldur fremur
til að benda á að hún ergjaldgeng
í umræðu um merkan þátt í lífi
laxins, sem menn eru fyrst á
seinni árum að gera sér grein
fyrir. Og það er vissulega gaman
að sjá vangaveltur um þessa hluti
í bókinni frá Handagagni.
Bókin er að öllu leyti mikill
fengur fyrir stangveiðimenn. Það
lýtir hana helst að ófáar prentvill-
ur er að finna á síðum hennar.
Mér fannst líka heldur klént að
sjá í orðasafninu orðið „sjóreið-
ur“ ekki bara skrifað vitlaust,
heldur líka haldið fram að það
merki sjógenginn urriða.
„Reyður" er vitaskuld gamalt
heiti yfir íslensku bleikjuna, og
„sjóreyður“ ekkert annað en
sióbleikja.
lil/-
Lokafrágangur
áfokheldu húsi
að Litla-Hrauni
Tilboö óskast í lokafrágang á viöbyggingu viö
verkstæðishús Vinnuhælisins á Litla-Hrauni.
Viðbyggingin er fokheld og er um 70 m2
Innifaliö er múrhúöun, málun og pípulagnir úti og
inni. Ennfremur allt annaö er þarf til aö skila
byggingunnifullgerðri (veggir, dúkalögn, raflagn-
ir o.s.frv.)
Verkinu skal vera lokiö 1. febr. 1988.
Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borg-
artúni 7, Reykjavík, gegn 3.000 kr. skilatrygg-
ingu.
Tilboö veröa opnuð á skrifstofu vorri þriöjudaginn
21. júlí 1987 kl. 11.30.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
Borgartúni 7, sími 26844
þJÓÐVIUINN
Höfudmálgagn
stjómarandstööunnar
Áskriftarsími (91)68 13 33
Yfirsjúkraþjálfara
Sjúkraþjálfarar
óskast á Gigtlækningastöðina strax eöa eftir
samkomulagi.
Nýjar hugmyndir eru á döfinni um starfsemi
stöðvarinnar, samráð verður viö þann/þá sem
vilja vinna þar.
Upplýsingar hjá Sigríöi Gísladóttur sjúkraþjálfara
í síma 36421 eða 29000/583.
Gigtarfélag ísiands
Össur Skarphéðinsson.
Frá Bændaskólanum
á Hvanneyri
Búfræðingar athugið
Bændaskólinn á Hvanneyri óskar eftir að ráöa
mann til starfa í fjósi á skólabú Bændaskólans.
Nánari uppiýsingar um starfið veitir bústjóri í síma
93-7502 í hádegi og á kvöldin.
GRUNNSKÓLI
ESKIFJARÐAR
Kennara vantar
Kennara vantar að Eskifjarðarskóla, um er að
ræða kennslu í eftirtöldum greinum:
íslensku, dönsku, líffræöi og íþróttum.
Skólinn starfar í nýju húsnæði og er vinnuaö-
staöa kennara mjög góö. (búðarhúsnæöi er út-
vegað á góöum kjörum og einnig kemur greiðsla
flutningsstyrks til greina.
Nánari upplýsingar gefa skólastjóri í síma 97-
6182 og formaður skólanefndar í síma 97-6422.
Skólanefnd