Þjóðviljinn - 02.07.1987, Side 16

Þjóðviljinn - 02.07.1987, Side 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími ■ 681348 Helgarsími 681663 þlÓÐVILIINN Fimmtudagur 2. júlí 1987 140. tölublað 52. örgangur LEON AÐFARS€LLI SKÓLACÖNCU SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Haugakjötið Viltlu kjödðT dýrafóður Steinþór Steingrímsson, framkvœmdastjóri Sambands fóðurverksmiðja: Við vorum aldrei spurðir. Hefðum getað nýttkjötið. Magnús G. Friðgeirsson, hjá SIS: Hagkvœmara að eyðileggja kjötið. Guðmundur Sigþórsson, landbúnaðarráðuneyti: Búvörudeildin kannaði alla möguleika Við vorum ekki spurðir hvort við vildum þiggja kjötið gef- ins, eða kaupa það fyrir slikk til fóðurframleiðslu. Ég veit til þess að einhverjar fóðurverksmiðj- urnar hefðu viljað kjötið, sagði Steinþór Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri Sambands fóður- framleiðenda, aðspurður um það hvort ekki hefði verið hugsanlegt að nýta þau 170 tonn af kinda- kjöti til fóðurframleiðslu, sem undanfarið hefur verið dysjað á sorphaugum Reykjavíkur. Staöhæfingar Búvörudeildar Sambandsins og Framkvæmda- nefndar búvörusamninga að mun hagkvæmara sé aö henda kjötinu en að koma því í refa- og minnkafóður hefur vakið undrun margra. - Ef til þess hefði komið að við hefðum fengið kjötið, þá hefðum við trúlega greitt flutnings- kostnaðinn og annan þann kostn- að sem kjötflutnmgunum og vinnslunni fylgdi, sagði Steinþór Steingrímsson. - Eftir að búið var að athuga alla möguleika, afréð Fram- kvæmdanefnd búvörusamninga að kjötið skyldi eyðilagt. Þetta var talið hagkvæmast og jafn- framt var tryggt að kjötið færi ekki út á markað með ólöglegu móti. Það hefði sjálfsagt verið hægt að setja kjötið í loðdýrafóð- ur, en það hefði verið óhagkvæm- ara, sagði Magnús G. Friðgeirs- son, hjá Búvörudeild SÍS. - Við fengum þær upplýsingar frá Búvörudeildinni, að það væri hagkvæmast að urða kjötið. Það var reynt að selja kjötið sem skepnufóður, en það reyndist enginn áhugi fyrir hendi hjá fóð- urframleiðendum, sagði Guð- mundur Sigþórsson, skrifstofu- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu. -RK Póstur og sími Borið 100 tonn af pósti Guðfreður Guðjónsson hættir störfum hjá Pósti og síma eftir 32 ára starf. Hefur gengið 33 ferðir kringum landið „Eg minnist þess einu sinni að við vorum að bera út póst alla Þorláksmessu og stanslaust fram til sjö á aðfangadagskvöld. I þá daga var alltaf svo mikil auka- vinna," sagði Guðfrcður Guð- jónsson, póstafgreiðslumaður í 32 ár og þar af bréfberi í átján ár, sem hætti störfum hjá Pósti og síma í fyrradag, fyrir aldurssak- ir. Starfsmenn flokkunardeildar póstmiðstöðvarinnar í Ármúlan- um héldu Guðfreði veglega kveðjuveislu síðasta vinnudag- inn. „Það hefur aldrei verið kvartað undan störfum Guðfreðs í öll þau ár sem hann hefur verið undir minni stjórn. Hann hefur ávallt unnið sín störf með stakri prýði,“ sagði Reynir Ármanns- son póstfulltrúi. Samkvæmt lauslegum útreikn- ingum samstarfsmanna Guð- freðs, hefur hann þau átján ár sem hann var við póstútburð, gengið vegalengd, sem samsvarar um 33 hringferðum kringum landið. Á hverju ári bar Guð- freður út 5 tonn af pósti, eða um 100 tonn á 18 árum. „Launin hafa nú aldrei verið góð hjá okkur póstafgreiðslu- mönnum og ekki hafa þau lagast síðustu ár. Það er eins og póstaf- greiðslumenn hafi alltaf verið hornreka í kjarasamningum BSRB við ríkisvaldið. En ein- hvern veginn hefur manni tekist að þreyja þorrann af þessum launum," sagði Guðfreður Guð- jónsson. Aðspurður um það hvort hann myndi ekki sakna gömlu vinnu- félaganna og hvernig hann hygð- ist eyða ellinni, sagði Guðfreður að honum hefði lítt gefist tími til að hugsa um slíkt. „Ég hlýt að finna mér eitthvað til að drýgja tíðina. Það er engin hætta á öðru. ég vil bara skila þakklæti til vinnufélaganna fyrir ánægjulegt samstarf og viðurgjörninginn í þessari stórkostlegu veislu hér í dag, sagði Guðfreður Guðjóns- son. -RK Guðfreður Guðjónsson, póstaf- greiðslumaður og bréfberi í 32 ár. mynd E.ÓI. Júníþurrkar Sá þurrasti ' ■ r i 7 ar Júnímánuður sá sólríkasti og þurrasti í Reykjavíkfrá 1980. Sólskinsstundir í Reykjavík 143fleiri í júní í ár en á sama tíma ífyrra Nýliðinn júmmanuður var í senn sá sólríkasti og sá þurrasti í Reykjavík frá árinu 1980 og ættu höfuðborgarbúar að geta vel við unað eftir mörg rigningarsumur síðast liðin ár. Sólskinsstundir í júní sl. voru til að mynda 143 fleiri en á sama tíma í fvrra. Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings lágu ekki fyrir tölur um úrkomu og sólskins- stundir í júní á öllu landinu í gær. í Reykjavík voru sólskinsstundir í júní sl.um það bil 223, en sól- skinsstundir í júnímánuði í Reykjavík voru að meðaltali 175 á árunum 1951-1980. f júní 1980 voru þær hins vegar 233. En þurrkar eru ekki bundnir við Reykjavík og þurrara hefur verið víða annars staðar á landinu. Jafnvel svo að mönnum þykir nóg um og er trúlegt að víða hafi verið dansaður regndans í sveitum að undanförnu. Þurrk- arnir hafa haft nokkur áhrif á grassprettu, einkum sprettu á sandtúnum. Þá eru margar ár vatnsminni en ella vegna þurrk- anna. Vert er að geta þess að trjá- gróður er víða skraufþurr og eld- hætta því talsverð. -gg Forseti íslands Danskir heiðraðir Forseti íslands hefur sæmt áhöfn þyrlu danska varðskipsins Vædderen afreksmerki hins ís- lenska lýðveldis úr silfri, fyrir björgun skipverja af Suðurlandi á jólanótt 1986. Ennfremur var skipherrann á Vædderen, Preben A. Andersen særndur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu. Afreksmerkið verður afhent í dag en þeir sem fá það eru Jan Rasmussen liðsforingi, Arne Fröge liðþjálfi, Claus T. Eriksen liðþjálfi og Jörgen Laursen lið- Þjálfi- -Sáf Fjarhitun Vestmannaeyja Vilja rafmagn úr landi Fjarhitun Vestmannaeyja verður að leita nýrra leiða til orkuöflunar. Kaupá afgangsorkufrá Landsvirkjun talin vœnlegasti kosturinn. Hefja viðrœður við Landsvirkjun 14. júlí Handfœri Á sjóinn í sumarfríinu „Það er alveg á hreinu að júlí er mánuður handfæraveiða og þá giska ég á að séu um 1000-1100 bátar af ýmsum stærðum á veiðum á miðunum umhverfis landið,“ sagði Arthúr Bogason í Vestmannacyjum, formaður Landssambands smábáta- eigenda, við Þjóðviljann. Margir nota sumarfríið sitt til að skella sér á handfæri, annað- hvort á eigin bát ef hann er fyrir hendi eða þá ráða sig í skipsrúm hjá öðrum. En strax í ágúst fer handfærabátum fækkandi. grh. að er orðið mjög aðkallandi fyrir okkur að finna nýjar leiðir í orkumálum hér í Vestmannaeyjum og okkur sýnist að vænlegasti kosturinn væri sá að kaupa afgangsorku frá Lands- virkjun og hita vatnið upp með rafskautskötlum. Við hefjum formlegar viðræður við Lands- virkjun um kaup á afgangsorku 14. júlí, sagði Eiríkur Bogason hjá Fjarhitun Vestmannaeyja í samtali við Þjóðviljann í gær, en nú liggur fyrir að Eyjamenn geta ekki reitt sig á hraunvarma nema fram á næsta ár. Tvær holur sem boraðar voru í hraunið nýlega sýndu fram á að hitinn í hrauninu hefur farið ört lækkandi og er ekki grundvöllur fyrir því að nýta hann sem ork- ugjafa nema fram á næsta ár. Eiríkur sagði í gær að ýmsir möguleikar á orkuöflun hefðu verið ræddir, en ljóst væri að kaup á afgangsorku frá Lands- virkjun væri vænlegasta leiðin. Flutningsgeta fyrir rafmagn út í Heimaey er nægileg að sögn Eiríks og er ekki gert ráð fyrir að stofnkostnaður verði mikiíl. Auk þess má jafnvel búast við að orkureikningar Vestmannaey- inga lækki ef af verður. Auk þessa hafa komið upp hugmyndir um að setja upp kola- orkuver eða sorpbrennsluorku- ver, en þær eiga minna fylgi að fagna. -gg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.