Þjóðviljinn - 08.07.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.07.1987, Blaðsíða 2
-SPURNINGIN- Hvernig líst þér á fyrir- hugaðan söluskatt á ýmsar nauðþurftir? Sigrún Haraldsdóttir, húsmóðir: Það líst mér engan vegin á. Nóg kostar matvaran samt, þó það sé ekki farið að leggja á hana sölu- skatt að auki. Eiríkur ísaksson, skrifstofumaður: Mér líst ekki nógu vel á það, en það er ekki víst að annað hafi verið til ráða fyrir nýju ríkisstjórn- ina. Anna Karlsdóttir, húsmóðir: Líst illa á það. Slíkur skattur kem- ur hart niður á þeim efnamninni og stærri fjölskyldum. Sonja Smith, húsmóðir: Nei, ekki nógu vel. Þetta snertir mig nú ekki svo. Ég er orðin full- oröin og börnin upopkomin. Ólafur Sigurðsson: Líst mjög illa á slikt. Sjálfsagt vantar peninga í ríkiskassann. Þessum herrum væri nær að setja stóreignaskatt á þá efna- miklu. FRÉTTIR Gosdrykkjaverksmiðjur Harður dósaslagur Sólh/f framleiðiríslenskt gos. Mannshöndinkemurþarhverginœrri. Dósirnarúrplasti Samkeppnin á gosdrykkja- markaðinum hér á landi fer sífelit harðnandi og í gær bættist nýr samkeppnisaðili inn á mark- aðinn með nýjar gosdrykkja- vörur. Er það fyrirtækið Sól h/f sem hefur byrjað framieiðsiu á íslenskum gosdrykkjum, fram- leitt í plastdósum, undir vöru- heitinu Sól-gos. Verksmiðjan er í nýju húsnæði Sólar h/f við Þverhoít í Reykja- vík, sem er samtals 8.400 fer- metrar að stærð. Til að byrja með verða framleiddar fimm bragð- tegundir af nýja gosinu með og án sykurs en búnaðurinn veitir möguleika til framleiðslu hvers konar drykkjarvöru þar með tal- ið vatn til útflutnings. í verk- smiðjunni eru 100 tölvur þar af 18 forritunarlegar og starfsmenn við gosdrykkjaframleiðsluna verða aðeins fimm. Um leið verða tekn- ar í notkun umbúðavélar, sem eru þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Hér er um að ræða plastdósa- skurðar- og miðavélar frá Japan. Ásamt vélunum er tekin í notkun framleiðslukeðja með vélbúnaði frá samtals tólf löndum og býr íslenskt hugvit að baki samsetningar og vali búnað- ar. Á sama tíma og þessi nýja gos- drykkjarverksmiðja er tekin í notkun bera samkeppnisaðilarnir sig vel sem fyrir eru á markaðin- um. Ragnar Birgisson forstjóri Sanitas segir að sala fyrirtækisins hafi þrefaldast á síðustu mánuð- um. „Salan í apríl, maí og júní var rosaleg og lætur nærri að við höf- um 20-25% af markaðinum hér,“ segir Ragnar forstjóri Sanitas. Sagði hann að það væri vissulega ákveðinn höfuðverkur að vera með áldósir í gosdrykkjafram- leiðslunni, en fyrirtækið hefur í samráði við Náttúruverndarráð lagt í kostnað við auglýsinga- og kynningarátak til að efla hrein- læti og góða umgengni meðal landsmanna, vegna áldósanna. grh Davíð Sch. Thorsteinsson forstjóri Sól h/f ásamt einum starfsmanni fyrirtækisins við eitt af mörgum færiböndum hinnar nýju gosdrykkjaverksmiðju sinnar. f verksmiðjunni er meðal annars framleiðslukeðja með vélbúnaði frá tólf löndum, en gosdrykkirnir sem framleiddir eru þar eru íslenskir. Mynd: Loftur. - Húsavík Mikil þensla á vinnumarkaðinum Stöðvarstjóri Pósts & síma: Erfittaðfáfólk í vinnu. Finnstað ríkið borgi ekki nógu hátt kaup. Ferfrekarannað. Nógað gera. Póstur & sími hefur opið um helgina í tengslum við Fandsmótið. Verið að setja upp síma- sjálfsala í bœnum Það hefur reynst mjög erfitt að fá fólk í vinnu hjá okkur í sumar, vegna mikillar þenslu á vinnumarkaðinum hér. Skólafólk hefur til dæmis ekki skilað sér til okkar og er ástæðan fyrst og fremst sú að þeim fínnst ríkið ekki borga nógu hátt kaup miðað við aðra vinnuveitendur, segir Ragnar K. Helgason, stöðvar- Minkur Aukning í minkaveiði „Það varð aukning í minka- veiðinni í fyrra og einnig árið á undan. Að vísu höfum við ekki tiltækar tölur frá því í fyrra en árið 1985 voru 4200 dýr veidd og af þeim upplýsingum sem þegar eru komnar fram um veiðina í fyrra má gera ráð fyrir að hún sé innan við fimm þúsund dýr og verði álíka í ár,“ segir Páll Her- steinsson, veiðistjóri. Að sögn Páls eru alltaf að ber- ast kvartanir undan ásókn minks hvarvetna af landinu. Sagði Páll að minkurinn væri kominn alls- staðar á landinu þar sem hann hefði einhverja von um æti. Þó væri hægt að tala um hálendið sem jaðarsvæði því þar sæist minkur ekki nema árferði væri sérstaklega gott. grh stjóri Pósts & síma á Húsavík. Sagði Ragnar að þetta kæmi sér afar illa nú þegar sumar- leyfistíminn væri í algleymingi. Ekki kemur þó til þess að það þurfi að draga úr þjónustu stofn- unarinnar, heldur verður álagið meira á þá sem fyrir eru. Um helgina verður opið hjá Pósti & síma og er það til þess að koma til móts við væntanlega landsmótsgesti. Að auki er þessa dagana verið að setja upp síma- sjálfsala í bænum. Sagði Ragnar að bæjarbúar biðu spenntir eftir að landsmótið hæfist og vonuðust allir eftir því að veðurguðirnir yrðu hagstæðir en í gær rigndi mikið á Húsavík og taldi Ragnar það vera góðs viti því þá væri hann væntanlega búinn með rign- ingarkvótann þessa vikuna. grh H Hagkaup Hætta rekstri sauma- stofunnar agkaup í Reykjavík hafa ákveðið að loka saumastofu sinni og hafa sagt upp 37 manns. Uppsagnirnar taka gildi í október næstkomandi. Starfsfólki sauma- stofunnar hefur þegar verið boð- in önnur vinna hjá fyrirtækinu. Að sögn Þorsteins Pálssonar, hjá Hagkaupum var starfsfólkinu tilkynnt um þessa ákvörðun fyrir skömmu. Sagði Þorsteinn að meiningin væri að reyna að fá kaupanda að saumastofunni og jafnvel myndu Hagkaup kaupa eitthvað frá saumastofunni ef af kaupum yrði. „Hér er ekki um neina skyndi- ákvörðun að ræða hjá Hag- kaupum. Fyrirtækið er fyrst og fremst smásölufyrirtæki og hefur í nokkurn tíma verið rætt um það að losa sig við saumastofuna. Við höfum verið í vandræðum með að manna hana og einnig hefur framleiðslan verið einhæf, svo til eingöngu buxur,“ sagði Þor- steinn Pálsson. grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. júli 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.