Þjóðviljinn - 08.07.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.07.1987, Blaðsíða 10
ERLENDAR FRETTIR Brasilískur smábóndi og fjölskylda frammi fyrir hreysi sínu. Upplausn. Hina metnaðarmiklu áœtlun Joses Sarneys um skiptingujarðnœðis meðal landlausra fjölskyldna hefur dagað uppi í kerfinu Arið 1985 boðaði ríkisstjórn Joses Sarneys forseta, sem þá var nýsest að völdum, miklar um- bætur í jarðnæðismálum brasilí- skra berfætlinga og skyldu þær hafa algeran forgang fram yfir önnur stefnumál stjórnvalda. En tveim árum síðar hefur nánast ekkert gerst. Jarðnœði og stjórnarskrá Embættismenn viðurkenna að árangurinn sé í lágmarki en bar- áttumenn fyrir jarðnæðisskipt- ingu fullyrða að ástand í sveitum hafi hríðversnað þar sem margir smábænda hafi þurft að súpa seyðið af misheppnuðum efna- hagsaðgerðum ráðamanna og selt stórjarðeigendum skika sinn. Skipting jarðnæðis er mál mál- anna í Brasilíu og hafa vanefndir Sarneystjórnarinnar bakað henni miklar óvinsældir alþýðu manna. í ráði er að setja landinu nýja stjórnarskrá í ár og hefur stjórnlagaþing þegar hafið störf við samningu hennar. Umbóta- sinnar segja að nú séu síðustu forvöð fyrir stjórnina að hrista af sér slenið í jarðnæðismálunum. Verði ekki að finna ákvæði um róttæka landdeilingu í stjórnskip- unarlögunum þá sé hætt við miklu umróti í landinu og að landtökum fjölgi að mun. Áœtlun sem dagaði uppi Um 4,5 milljónir fjölskyldna til sveita eiga ekki svo mikið sem lófastóran blett af landi og búa við hreina örbirgð. Sumstaðar hefur fólk þetta numið land og á í útistöðum við gráðuga óðals- bændur sem ásælast allt ræktað jarðnæði. Samkvæmt áætlun Sarneys frá 1985 áttu 1,4 miljón fjölskyldna að hafa eignast jarðskika árið 1989. Nýta átti frjósamar en niðurníddar eða ónumdar jarðir í þessu skyni. Árin 1985-86 áttu 150 þúsund fjölskyldur að hafa hreppt jarðnæði, 300 þúsund áttu að eignast skika í ár, 450 þúsund á næsta ári og 500 þúsund árið 1989. En allt hefur þetta farið í handaskolum. Aðeins 20þúsund fjölskyldur hafa fengið einhverja úrlausn sinna mála og ráðherrar viðurkenna niðurlútir að stefnan hafi beðið skipbrot. Pann 23. júní tilkynntu þeir að reynt yrði að verða 80 þúsund fjölskyldum úti um jarðnæði í ár en fæstir trúa lengur aukateknu orði úr þeirri átt. Svo aumt er ástandið að jarð- næðisdeilingin gengur nú hægar fyrir sig en á síðustu valdadögum herforingjanna sem voru forver- ar Sarneys á valdastóli. Gagnrýnendur stjórnarinnar benda að auki á að flestir nýbýl- inganna hafi sjálfir numið land án fyrirgreiðslu stjórnvalda og því eigi hún trauðla heiðurinn af því sem þrátt fyrir allt hefur áunnist. Einn þeirra fullyrðir: „Sjálf hefur ríkisstjórnin ekki útvegað nema innan við 500 fjölskyldum jarð- næði“. Landbúnaðarverkamenn mótmæla vanefndum stjórnvalda í jarðnæðismálum. En landleysingjar hyggjast ekki leggja árar í bát þótt á móti blási. Snúi stjórnin ekki við blað- inu mun landnám stóraukast á næstunni. „Það þarf enginn að fara í grafgötur um áform okk- ar,“ segir Joao Pedro, leiðtogi baráttuhreyfingar jarðnæðis- lausra landbúnaðarverkamanna, „landnám er lausnarorð verka- manna, aldrei í sögunni hafa orð- ið nokkrar umbætur í jarðnæð- ismálum nema landleysingjar hafi tekið frumkvæðið fyrst og helgað sér blett.“ Og áhættan er mikil. Óðals- bændur og stórjarðeigendur ótt- ast fátt meir en að leiguliðar og berfætlingar sveitanna færi sig uppá skaftið og því berjast þeir gegn sjálfstæðishreyfingu þeirra með oddi og egg. Á síðasta ári féllu 278 manns fyrir hendi leigumorðingja á þeirra vegum, vítt og breitt um landið. Minna hefur verið um víg á þessu ári en engu að síður hefur ekki dregið úr ofbeldisverkum. „Peir drepa minna nú en misþyrma mönnum í staðinn" staðhæfir Leo nokkur Huber einn af forvígismönnum landlausra í nágrenni iðnborgar- innar Sao Paulo. Huber greinir frá sorgarsögu jarðnæðisstefnu stjórnarinnar á þessu svæði. Hún hafi ætlað að þjóðnýta 19 stórjarðir í órækt í fyrra en aðeins komið höndum yfir eina þeirra. 50 fjölskyldur hefðu sest þar að en ættu það á hættu að vera flæmdur í burtu því fyrri eigendur hefðu farið í mál við ráðamenn. „Réttarkerfi okk- ar er slíkur frumskógur að mál sem þetta gæti velkst um í dóms- kerfinu í þrjátíu ár áður en niður- staða fæst.“ Efnahagsstefnan jók eymdina Og ekki er ein báran stök. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórn- Jose Sarney forseti. Efnahagsmistök bitna á þeim sem síst skyldi og ekkert miðar í skiptingu jarðnæðis. arinnar hafa mistekist gersam- lega og aukið enn eymd í sveitum Brasilíu og var vart á bætandi. í syðri héruðum landsins hafa 100 þúsund smábændur flosnað upp af skikum sínum á síðustu 12 mánuðum af þessum sökum. Sarney hugðist ráða niður- lögum verðbólgu. í fyrra voru verðhækkanir bannaðar með lögum og bitnaði það mest á smá- bændunum. En mörgum þeirra tókst að skrimta með því að slá lán. En um áramótin sprakk stjórnin á verðstöðvunarlimminu og þá flóðu hækkanir yfir allt, einkum þó afborganir og vextir af lánum. Og bændum var nauðug- ur einn kostur: að selja blettinn sinn og bregða búi. Og flytja á mölina þar sem atvinnuleysi er landlægt eða gerast daglauna- menn á heimaslóð. Daglaunamaður nefndur þrœll í raun Fyrrnefndur Huber kvað dag- launamenn eiga mjög illa ævi. Þeim hefur fjölgað úr 300 þúsund í 400 þúsund á fimm árum og vinna flestir á sykurekrum. Kaupið er smánarlega lágt og vinnuharka mikil. Ekki sé óal- gengt að vopnaðir seggir plant- ekrueigenda fylgist með störfum þeirra og gangi í skrokk á þeim af minnsta tilefni. Það er því síst undrunarefni þótt vanefndir stjórnar Joses Sarney í jarðnæðismálum hafi valdið mikilli ólgu meðal berf- ætlinga í Brasilíu og hætt við að sjóði uppúr söðli hún ekki um hið bráðasta. -ks. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Mlðvlkudagur 8. júlf1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.