Þjóðviljinn - 08.07.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.07.1987, Blaðsíða 6
Svarta skýið Samsýning 9 listamanna að Kjarvalsstöðum „Hin móderníska blinda leggst æ þyngra á listamenn okkar tíma. Endalok módernismans getur ...borið að með tvennum hætti, annað hvort endað á svörtum vegg eða með því að horft verði svo fast að séð verði í gegnum brögð og tálmyndir módernism- ans, - og svarta skýið sem sækir fram á augum nútíma (lista)- mannsins láti undan síga fyrir sól nýrra sjónarmiða." Þannig kemst Hannes Lárus- son meðai annars að orði í aðfar- arorðum sýningarskrárinnar fyrir sýninguna „Svarta skýið“, sem opnuð var að Kjarvalsstöðum um síðustu helgi. En þarna sýna 9 ungir listamenn verk sín undir sólarmerki hinna „nýju sjónar- miða“ sem lýst er í grein Hannes- ar. Grein hans er að mörgu leyti fróðleg, og þar er áreiðanlega drepið á mörg þau vandamál, sem snerta yngri kynslóð iista- manna hér á landi í dag. En í ofurviðkvæmni sinni verður hon- um á að magna upp drauga sem varla geta talist sú hindrun í vegi góðrar og skapandi listar, sem Hannes vill vera láta. „Hin móderníska blinda" sem Hannes talar um og lýsa má með þeirri sjálfhverfu formdýrkun ab- straktlistarinnar sem ríkjandi var á 6. og 7. áratugnum hér á landi, getur varla talist með réttu vera vaxandi meðal íslenskra lista- manna í dag. Hún er sem betur fer víkjandi fyrir nýrri sjónarmið- um, sem leggja meiri áherslu á tengsl myndmálsins við ytra og innra umhverfi mannsins. Og fyrir utan módernismann sér Hannes andskota góðrar list- sköpunar í umkomuleysi stofnan- anna (Listasafnsins, Myndlista- og handíðaskólans og Há- skólans) og getuleysi þeirra til þess að „amla á móti listvél fjöl- miðla.“ Því eins og síðar segir, þá er „ófræðileg, ólistræn og ábyrgðarlaus umfjöllun- ...(fjölmiðla)..æðsti dómstóll í listum á íslandi í dag“ og „eitt aðalefnið í svarta skýinu sem sækir á augu listamannanna (og annara manna) er síaukin stýring fjölmiðla ...á almennum hugsun- arhætti, lífssýn og listbrögðum.“ Hér fer sem fyrr að Hannes bendir á vissan vanda, sem vissu- lega kann að vera fyrir hendi, en hann miklar vandann fyrir sér með þeim hætti að erfitt verður fyrir lesandann að sjá í gegnum hið svarta ský á þann raunveru- lega vanda, sem í listsköpun felst og er þrátt fyrir allt mestmegnis óháður bæði módernismanum, stofnununum og hinum vondu fjölmiðlum en snertir mun nær- tækari fyrirbæri tilverunnar eins og skilning okkar á veruleikan- um, umhverfinu og okkur sjálf- um og hæfileikann til að miðla þessum skilningi í efnislegu formi. Slegist við ský Þegar Súmmararnir hófu upp- reisn sína gegn hinni sjálfhverfu formdýrkun módernismans á miðjum 7. áratugnum höfðu þeir ekki aðgang að svo glæstum sal- arkynnum sem Vestursalur Kjar- valsstaða er. Fjölmiðlarnir og stofnanir ríkisvaldsins sýndu þeim mestmegnis algjört af- skiptaleysi ef ekki beinan fjand- skap, og sama mátti kannski segja um ýmis samtök lista- manna. Þeir ruddu engu að síður brautina fyrir nýjum skilningi á hlutverki myndlistarinnar í okkar þjóðfélagi, og það er kannski fyrst og fremst það brautryðjend- astarf sem veitt hefur aðstand- endum þessarar sýningar aðgang að svo glæstum salarkynnum sem Kjarvalsstaðir eru. Aðstandend- ur þessarar sýningar eru því að nokkru leyti að plægja þann akur sem til var sáð fyrir meira en 20 árum síðan, og ég þykist vita af þeim athyglisverðu tilraunum sem Hannes hefur sjálfur gert til nýrrar formsköpunar, að hann ætlar hvorki stofnunum né fjöl- miðlum að vinna það verk. En þegar við lítum upp úr að- fararorðum sýningarskrárinnar og virðum fyrir okkur sjálfa sýn- inguna sjáum við betur þann vanda sem við er að etja: hér eru á ferðinni tilraunir til þess að gefa myndlistinni ný veruleikatengsl, opna nýjar tjáningarleiðir og víkka um leið skilning okkar á umhverfinu og okkur sjálfum. Og það er ekki „svarta skýið“ sem ræður því að mönnum verð- ur misjafnlega ágengt við það vandasama verkefni. Grómteknir guðir Það er verk Jóns Óskars, sem hann kallar því framandlega nafni „I tego arcana dei“, sem að mínu mati ber uppi þessa sýn- ingu. Án þess að skilja fullkomlega merkingu titilsins, þá þykist ég vita að hann höfði til þess sem við gætum kallað lang- lífi guðanna. Örninn, konungur fuglanna kominn úr skjaldar- merki Bandaríkjanna og andlit nútímamannsins birtast hér eins og guðalíkneskjur úr grárri forn- eskju, grómteknir eins og víga- mennirnir frá Raice, sem sóttir voru á hafsbotn undan ströndum Sikileyjar fyrir fáum árum eftir að hafa legið þar í yfir 2000 ár. Hvort sem þetta er bandaríski örninn eða sá sem flýgur fugla hæst í forsal vinda, þá er hann orðinn þreyttur á fluginu og guð- inn í mannsmynd andar til okkar af forneskju og fúa. Gullið, sem þeir skreyta sig með er líka gróm- tekið, og forneskjulegt ornam- entið með hakakrossforminu, því gamla sólartákni, sem þekur hægri hluta myndarinnar, er í al- gjörri upplausn rétt eins og sú heimsmynd sem þessir guðir standa fyrir. Þau hugboð sem málverkið gefur okkur um ógnvekjandi guði og heimsmynd í upplausn eru undirstrikuð með áhrifaríkum hætti í markvissri formbyggingu og framsetningu þannig að mynd þessi ein réttlætir heimsókn okkar í Vestursalinn. Jón Óskar er greinilega málari sem á erindi til okkar. Aðrir listamenn sem þarna sýna láta minna yfir sér. Halldór Ásgeirsson og Hannes Lárusson sýna okkur tilraunir sínar með nýtt táknmál, sem þeir hafa reyndar sýnt áður. Sérkennilegar myndir Huldu Hákon lýsa að allt af því bernskri frásagnargleði en segja kannski ekki mikið meira, Kees Visser er greinilega líka að leika sér í akvarellum um „litla prinsinn“, þótt ég skilji ekki til- ganginn með óvenjulegri upp- setningu verka hans. Margt ann- að fróðlegt er þarna að sjá, en trúlega þarf meiri tilþrif til þess að „svarta skýið“, sem sýning- unni er stefnt gegn, verði hrakið á brott. Hins vegar hlýtur saman- burðurinn við þau snilldarverk Kjarvals, sem nú prýða anddyrið og Austursalinn á Kjarvalsstöð- um, að hafa verið þessu unga list- afólki hvatning. Því þrátt fyrir allt er heiðríkjan meiri þeim megin. En meira um það seinna. —ólg 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sumartónleikar Sumartónleikar í Skálholti hóf- ust um síðustu helgi. Þetta ótrú- lega menningarstarf, sem á sín- um tíma hófst með samleik Man- uelu Wiesler og Helgu Ingólfs- dóttur, ber sífellt ríkulegan ávöxt, öllum sem hafa vilja til gagns og gleði. Að þessu sinni eru áætlaðar fjórar tónleikahelgar, hver með tvennum tónleikum. Fyrstu tón- leikarnir, s.l. laugardag, voru einleikstónleikar Hedwig Bil- gram, en hún er einn snjallasti sembal- og organleikari Þýska- lands um þessar mundir. Þó hún hafi ekki komið hér áður, höfum við notið snilldar hennar í gegn- um Helgu Ingólfsdóttur alllengi, því Bilgram var kennari hennar í semballeik og barrokktúlkun á árum áður, þ.e.a.s. í Múnchen, þar sem Hedwig Bilgram er pró- fessor við Tónlistarháskólann og samstarfsmaður t.d. Karls Ric- hters, þess makalausa meistara í túlkun á Bach og þeim bræðrum. Efnisskrá frúarinnar var stór- kostlegur þverskurður á þýskum barrokk, sem hófst með Preludi- um í g moll eftir Buxtehude. Þar lék hún á smáorgel kirkjunnar, en músík meistarans frá Lúbeck er hinsvegar ekki smá í sniðum: hún er margslunginn, magnaður galdur. Og Bilgram náði að skila þeirri kveðju til okkar sem þarna sátum. J. S. Bach fór gangandi yfir holt og hæðir að heyra þessa músík. Undirritaður fór að vísu akandi, nokkurnveginn sömu vegalengd, en áhrifin eru eigi að síður varanleg heilsubót. Svo kom Partita um sálmalagið Jesu, meine Freude eftir frænda og vin Bachs, Johan Gottfried Walter. Ekki er það nú dónaleg músík; frábærar varíasjónir, fullar af tónrænum ævintýrum. Þá sneri frúin sér að sembalnum, og lét hann syngja prelúdíu, fúgu og eftirspil eftir Böhm, ein af fyrir- myndarorganistum síns tíma (1661-1733). En þá kom sjálfur Bach, loksins, sjötta franska svít- an í E dúr. Lengra er ekki hægt að komast í skemmtilegheitum, nema ef vera skyldi í næsta, og síðasta verkinu, sem var prelúdía og fúga í a moll fyrir orgel eftir sama. LÞ Tveir sembalar LEIFUR ÞÓRARINSSON Seinni tónleikar í Skálholti sl. laugardag voru einsog þeir fyrri helgaðir eldgamalli músík. Þar var leikið á tvo dýrlega sembala. Hedwig Bilgram fékk til liðs við sig gamlan nemanda, Helgu Ing- ólfsdóttur, og léku þær saman músík úr enskum og pólskum renesans og þýskum Barrokk. Það var gaman að bera þessa af- bragðs múskanta saman. Bilgram er stílföst, traust og sterk í leik sínum. Helga er það auðvitað líka, en hún hefur meiri sveigjan- leika, meira af póetískum eigin- leikum af keltneskum uppruna. En samleikur þeirra var samt heill og klár, laglínur og rytmar fengu sérkennilegt líf í þeirra höndum, og þó hugarflugið væri hátt, þá var flutningurinn aldrei laus í reipunum. Mikið var gaman að heyra samlanda og samtíðarmenn Shakespeares, þá Carlton og Tomkins. Stíll þeirra, sem auðvitað er fenginn frá ftalíu að einhverju leyti, er samt svo ensk- ur, að mann langar ekkert frekar en syngja með eitthvað í líkingu við: Helgum frá döggvum himna- brunns mun hjartað þiggja fró. Og Pólverjar áttu líka músík í þá daga, ekki síður en í seinni tíð, það sannaði átta danslaga flokk- ur eftir ónefnda annó 1622. En svo lauk þessum traktering- um með C dúr konsertinum eftir Bach, sem maður hafði ekki heyrt fluttan öðruvísi en af píanó og hljómsveit (Serkin, Busch ofl). Og það verður nú að segjast einsog er, að þegar Bach kemur svona í lok tónleika, á eftir yndis- legum meðaltónverkum, þá er einsog allt annað týnist í ljósinu. T.d. var ég núna næstum búinn að gleyma ágætum konsert í a moll, eftir J. L. Krebs eftirlætis- nemanda meistarans. Þær stöllur léku hann, einsog annað, fjörlega og með andans innblæstri. Þetta var mikil Guðs-dýrðarinnar dag- ur. LÞ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.