Þjóðviljinn - 08.07.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.07.1987, Blaðsíða 3
Ríkisstjórnin Karlapólitíkin í fyrirrúmi Þórhildur Þorleifs- dóttir: Loðið orðalag um hitt og þetta sem þurfi að endurskoða Ég kýs fremur að dæma út frá gjörðum en orðum. Þó verð ég að segja að mér þykir sáttmálinn heldur þynnri þrettándi en lengd- in gefur til kynna, sagði Þórhild- ur Þorleifsdóttir þingkona Kvennalistans um stefnu nýju stjórnarinnar. Þórhildur sagöi að tæpt væri á ýmsum góðum málum í sáttmál- anum, en í heildina einkenndist hann af loðnu orðalagi um hitt og þetta sem þurfi að endurskoða í hinum og þessum nefndum. Markmiðin og útfærslan séu hins vegar atriði sem ekki séu tíund- uð. Þórhildur taldi að í sáttmálan- um væru á mörgum sviðum farn- ar troðnar slóðir, s.s. í efnahags- og atvinnumálum. „Þessi mál eru sett ofar fólkinu í landinu. Þau verða að lífrænum sjálfstæðum heildum sem fólkið á að passa inní en ekki öfugt. Mér sýnist t.d. á þessum sáttmála að áður en leitast eigi við að bæta afkomu heimilanna verði lögð áhersla á að bæta afkomu ríkissjóðs.“ Þessa áherslu sagði Þórhildur einkenna pólítík karlmanna. Þá sagði hún að lítið væri um það að konur væru tilgreindar sérstak- lega í sáttmálanum, nema þá í kaflanum urn. fjölskyldu- og jafnréttismál, en þar hefðu samn- ingsaðilar sáttmálans mátt vera mun skeleggari. -K.Ól. FRÉITIR Ríkisstjórnin Þetta er gamla stjómin Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi: Stjórnin efnahagslega veik, skattarnir slæmir ogþversagnarkenndir. Einsog Björn Bjarnason hafi skrifað utanríkiskaflann M ér sýnist Alþýðuflokkurinn hafa gufað upp í þessari stjórnarmyndun, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins í gær um stefnu ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. - Þetta er gamla stjórnin, - og Alþýðuflokkurinn getur eftir þetta ekki gert tilkáll til þess að vera nokkurkonar forystu- eða endurnýjunarafl á vinstri væng stjórnmálanna. Þannigséð mark- ar þessi stjórnarmyndun ákveðin kaflaskil, sagði Svavar. - Þótt lítið sé er rétt að nefna fyrst hið jákvæða í stefnu stjórn- arinnar. Ellilífeyrir er hækkaður uppí lágmarkslaun, barnabóta- auki hækkaður og lýst yfir vilja til kerfisbundinnar styttingar vinnu- tímans. - Efnahagslega sýnist mér stjórnin vera veik, og ekki ráða frammúr viðskiptahalla, verð- bólgu og ríkissjóðshalla. At- vinnumálastefnan er óljós, það er til dæmis sagt að það eigi að efla nýjar greinar, en síðan er settur skattur á tölvur. Þetta er þver- sögn. - Matarskatturinn er sérlega slæmur og kernur þyngst niður á láglaunafólki og öldruðum, og bílaskatturinn er ósanngjarn, - lendir verst á garnla Síberíustá- linu. - í málefnasamningnum er margt óljóst en annað mjög skýrt, til dæmis erlend aðild að atvinnustarfsemi og bankakerfi, sem við erum ekki hrifin af, og það á ekki að stöðva byggða- röskunina. Þá er mjög óljóst hvað á að gera til að draga úr sívaxandi launamuni karla og kvenna. - í utanríkiskaflanum er svo nær lokað á kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd, og hann er raunar allur einsog Björn Bjarnason hafi skrifað hann. Þetta er gamla stjórnin, sagði Svavar Gestsson. Eftir þingflokkstund Sjálfstæðismanna í gær. Friðrik Sophusson tilvonandi iðnaðarráðherra leggur hönd á arm Matthías- ar Bj'arnasonar fráfarandi viðskipta- og samgönguráðherra, sem sat hjá við atkvæðagreiðslu um ráðherradóm Friðriks og félaga. Mynd: E. 01) Tölvuskatturinn Stöðvar eðlilega þróun Iðnrekendur Verðbólgu- stjóm Félag íslenskra iðnrekenda mótmælir skattahœkkunum Fyrirhugaðar skattahækkanir nýju stjórnarinnar leiða fyrst og fremst til aukinnar verðbólgu og þarmcð erfiðleika fyrir atvinnu- lífið. Þetta er inntak ályktunar frá stjórnar Félags íslenskra iðn- rekenda í gær. Iðnrekendur segja að skatta- hækkanirnar muni auka verð- bólgu á þessu ári um minnst tvö prósent og sé hætta á að hún nálg- ist 20%. Þeir telja suma skattana auka mismunun milli atvinnugreina og fyrirtækja, til dæmis matarskatt- inn, og ýmsir skattar aðrir gangi „þvert á það markmið að efla ís- lenskt atvinnulíf í samkeppni við erlent“. „Þótt fyrirhugaðar skatta- hækkanir muni færa ríkissjóði auknar tekjur er ólíklegt að þær muni hafa mikil áhrif á viðskipta- hallann," segir í ályktuninni. „Hætta er á að þær muni fyrst og fremst valda aukinni verðbólgu og skerða samkeppnisstöðu at- vinnulífsins. Þær vinna því gegn því markmiði ríkisstjórnarinnar að örva hagvöxt og framfarir í at- vinnulífinu og bæta lífskjör.“ -m PállJensson, hjá Skýrslutœknifélagi íslands: Vaxtarmöguleikar tölvu- ogupplýsingaiðnaðargífurlegir. Skattlagning tilmikillar óþurftar. Ríkisstjórnin Hvorki fugl né fiskur Albert Guðmundsson, Borgaraflokki: Sáttmál- inn samtíningur. etta er hvorki fugl né fiskur I heldur samtíningur af því sem efur verið í stjórnarsáttmálum síðustu ára, sagði Albert Guð- mundsson leiðtogi Borgara- flokksins um stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Albert sagðist lítið skilja í þeirri tímalengd sem gerð sáttmálans hefur tekið. Það hlytu að hafa verið önnur vandamál sem menn hafa verið að glíma við, einhver samskiptavandamál. „Annars sé ég ekki betur en að sáttmáli síðustu ríkisstjórnar sitji í fyrirrúmi og breytingin er því ekki önnur en Alþýðuflokkurinn kemur inn til þess að lengja líf- daga hennar“. „Þessi stjórn sýnir að það er alræði hinna fáu sem ræður því hverjir fari með stjórn," sagði Al- bert og útskýrði mál sitt þannig að þeir sem tapa mestu í kosning- um fara með stjórnvöld í landinu. Aðspurður um hvort hann tryði á það að stjórnin yrði langlíf sagði Albert: „Það lifir nú oftast nær lengst sem lýðum er leiðast". -K.Ól. Stjórnvöld hafa talað mikið um nýsköpun atvinnutækifæra og í því sambandi hafa miklar vonir verið bundnar við tölvu- og upp- lýsingaiðnaðinn. Þess vegna koma áform stjórnvalda eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Stjórnvöldum væri nær að styrkja og styðja við bakið á þess- ari nýju atvinnugrein, heldur en að gera henni erfitt fyrir, sagði Páll Jensson hjá Skýrslutæknifé- lagi Islands, er hann var inntur eftir áformum stjórnvalda um að skattleggja tölvu- og upplýsinga- iðnaðinn. „Það eru miklir vaxtarmögu- leikar bundnir þessari atvinnu- grein. Þetta er starfsgrein sem er í ákaflega örum vexti. Gera má ráð fyrir að um 1000 ársverk séu í greininni og þeim á án efa eftir að fjölga mikið, fái þessi grein að þróast óhindrað. Nokkur fyrir- tæki hafa þegar hafið útflutning hugvits í nokkrum mæli og fram- haldið lofar góðu,“ sagði Páll Jensson. Kostinn við tölvu- og upplýs- ingaiðnaðinn taldi Páll vera þann helstan að lítið áhættufjármagn væri bundið í fjárfestingum í þessari grein iðnaðar og hann væri mengunarlaus með öllu. „Skýrslutæknafélagið hefur mótmælt þessurn áformum og ég býst fastlega við að fleiri muni mótmæla. Mér hefur dottið í hug að skora á stjórnvöld að leita um- sagnar hjá ýmsum þeim aðilum sem málið er skylt og vit hafa á, eins og Háskólanum, iðnrekend- um og Rannsóknaráði ríkisins," sagði Páll Jensson. Blaðamenn um blaðamenn Heiðarleiki helsti kosturínn Fjölmiðlakönnun:Tímaskorturinn verstur. Fréttastofa útvarps besti fréttamiðillinn Góður blaðamaður er heiðar- legur, áreiðanlegur, vand- virkur, fróðleiksfús, hugmynda- ríkur og óhlutdrægur samkvæmt niðurstöðum spurningalista sem háskólastúdentar á fjölmiðla- námskeiði lögðu fyrir íslenska blaðamenn í vetur. Um helmingur allra starfandi blaðamanna, á blöðum, sjón- varpi og útvarpi, svaraði skrif- legum spurningalista stúdent- anna og hafa svörin nú verið lögð saman. Fram kemur meðal annars að rúm 90% svarenda telja að „flest- um“ eða „mörgum“ blaða- mönnum sé áfátt um þekkingu á þeim efnum sem þeir fást við og 84 prósent segja málfari áfátt hjá flestum eða mörgum kollega sinna. Tímaskortur háir svarendum mest í starfi, og sögðu 94% að tímaskortur setti þeim „nokkrar“ eða „verulegar“ skorður. 91% krossuðu við „skort á tækifærum til að setja mig vel inn í tiltekin mái“ og 66% nefndu fjárhagss- töðu miðils síns. Spurt er hvað yrði helst til bóta í íslenskri fréttamennsku og nefna svarendur einkum meiri og betri upplýsingar, betri menntun, hærri laun, minni áhrif stjórnmálaflokka, en fáir telja til bóta að fjölmiðlum fjölgi frá því sem nú er. Þegar spurt er hvernig einstak- ir fjölmiðlar standi sig sem „al- mennir fréttamiðlar" er frétta- stofa ríkisútvarpsins efst á blaði með 4,5 stig af 5 mögulegum. Starfsbræðurnir á sjónvarpi eru næstir (3,8), síðan Morgunblaðið (3,6), Stöð tvö (3,4), DV (3,0), Bylgjan, HP og Dagur (2,9), Þjóðviljinn (2,6), Tíminn (2,3) og síðast Alþýðublaðið (1,5). I þessum tölum vega ekki svör blaðamanna um eigin miðil. Einnig er spurt um áhrif „flokkspólitíkur" á fréttaflutn- ing, og er útvarpið talið óháðast þeirri tík með 8,1 óhæðisstig af tíu. Næst koma Bylgjan, Sjón- varpið, Stöð tvö og Helgarpóst- urinn með rúm sjö stig. DV fær 5,3 stig, en neðan við miðju eru Morgunblaðið og Dagur (3,4), Tíminn (2,4), Þjóðviljinn og Al- þýðublaðið (1,6). Þá er spurt um launakjör, og reynast meðallaun blaðamanna, að öllu samanlögðu, vera um 79 þúsund á mánuði. Konur hafa síðri heildarlaun en karlar (85 á móti 65 þúsund) og launin eru hærri á ljósvakamiðlunum en á blöðunum. Þá kemur í ljós að 48% svarenda eru „mjög“ eða „fremur“ ósáttir við launakjör sín, 52% „fremur" eða „mjög“ sáttir. -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.