Þjóðviljinn - 08.07.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.07.1987, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 8. júlí 1987 145. tölublað 52. árgangur Matarskatturinn Matthías seigur á enda- sprettinum. Þorsteinn 19. forsœtisráðherrann í28. ráðuneytinu Um hádegi í dag tekur ráðu- neyti Þorsteins Pálssonar við stjórnartaumum á landinu, og verður fyrsti ríkisráðsfundurinn haldinn í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Sjálfstæðismenn gerðu útum ráðherramál sín á klukkutíma- Iöngum þingflokksfundi í gær, og verða ráðherrar flokksins auk Porsteins þeir Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráð- herra og Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra. Matthías er auk formannsins eini ráðherra flokksins úr gömlu stjórninni sem heldur völdum sínum, og mun á endasprettinum hafa reynst ötulli en Ólafur G. Einarsson. sem áður var helst nefndur til. I Sjálf- stæðisflokknum gætir óánægju með wáðherravalið, og kvarta helst konur og landsbyggðar- menn. Matthías Bjarnason og Egill Jónsson sátu hjá þegar ráð- herratillaga Þorsteins var sam- þykkt í þingflokknum. Frá Framsókn koma Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra, Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra, Jón Helgason landbúnaðarráðherra og Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, en úr Alþýðuflokki Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Jón Sig- urðsson dóms-, kirkju-, viðaskipta- og Hagstofuráð- herra. Ríkisstjórnin sem við tekur í dag er 28. ráðuneytið sem sest að völdum í Reykjavík, og Þor- steinn Pálsson 19. forsætisráð- herrann síðan sá titill varð til árið 1917, og sá 25. ef taldir eru með hinir fyrstu sex „ráðherrar ís- lands“. Þetta er þriðja ríkisstjóm Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks, hinar sátu 1938-42 og 1947-49. Ríkisstjórnin Fæðingunni ekki fagnað Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar mœta andstöðu. Asmundur Stefánsson: Skattar ánauðsynjar stríða gegn almennum vilja. Kristján Thorlacius: Matarskatt- urinn kemur verst við þá lœgstlaunuðu. Iðnrekendur segja skattana auka verðbólgu Viðbrögð almennings, samtaka launafólks og samtaka at- vinnurekenda benda tii að fæð- ingu nýrrar ríkisstjórnar sé ekki tekið með fagnaðarlátum. Mestri andstöðu mæta fyrirhugaðar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar, en samtök launafólks segja ákveðna liði hennar rýra kjör þeirra tekjulægstu og iðnrekend- ur segja skattheimtuleiðir þær sem hún hefur valið verðbóigu- hvetjandi. Á miðstjómarfundi ASÍ í gær var samþykkt ályktun þar sem það er harmað að ekki skuli í skattheimtu stefnt að því að knýja þá efnameiri til aukins fra- mlags til sameiginlegra þarfa. Þá er því mótmælt sérstaklega að ák- veðin skuli ný skattheimta á ma- tvöru. Slík ákvörðun gangi þvert á stefnu verkalýðshreyfingarinn- ar að bæta kjör þeirra tekju- lægstu. „Það er ljóst að við erum á móti aukinni skattheimtu á matvöru af sömu ástæðum og við erum á móti virðisaukaskatti. Við teljum það út í bláinn að breyta skatta- kerfinu þannig að skattheimta á brýnustu nauðsynjum verði aukin. Við erum að vona að menn íhugi það að þessar aðgerð- ir stríða gegn almennum vilja landinu og þeir láti þær því ekki koma til framkvæmda," sagði Ás- mundur Stefánsson forseti ASÍ um þann lið efnahagsaðgerðanna sem felst í 10% skattlagningu á matvörur aðrar en kjöt, fisk, grænmeti, ávexti og mjólk og virðisaukaskattinn sem ríkis- stjórnin stefnir að að koma á. „Ég tel söluskattinn vera af hinu illa. Hann kemur verst niður á þeim sem lökust hafa kjörin og samtök launafólks hljóta að vera honum mjög andvíg,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB um væntanlegan söluskatt á matvæli. „Launafólk mun ekki sætta sig við kjararýrnun sem verður rakin til ráðstöfunar ríkis- valdsins. Það mun mótmæla kröftuglega“. Félag iðnrekenda hefur sent frá sér harðorða ályktun þar sem efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar- innar er mótmælt og telur félagið ,skattheimtuleiðirnar verðbólgu- hvetjandi. Þá hafa fulltrúar stjórnarandstöðunnar lýst því yfir að þeim þyki lítið til stjórn- arsáttmálans koma. -K.Ól. Sjá síðu 3 og leiðara „Með góðærið í heimanmund'' er heiti þessarar myndar sem hinn sannspái Ámi Ingólfsson teiknaði fyrir Þjóðviljann áður en landsmenn gengu að kjört»rðinu í april. I því tölublaði var spurt: „Ætlar þú að borga veisluna?" Kópasker Draugagangur á línunni Reimleikar í rafmagnsgirðingum Töluverðar símatruflanir hafa verið í nokkurn tíma f Öxar- firði og í sveitunum í nágrenni Kópaskers. Er jafnvel talið að rafmagnsgirðingar bænda í sveitinni geti átt þar hlut að máli. Að sögn Kristveigar Árnadótt- ur, stöðvarstjóra á Kópaskeri, hafa samtöl slitnað í miðju kafi og smellir heyrst í símtólum, eins og einhver draugagangur væri á lín- unni. Eru símnotendur orðnir langþreyttir, en í gær fór viðgerð- arflokkur frá Húsavík til að reyna að kveða niður draugana. -grh Tíu þúsund á meðal fjölskyldu 10% söluskattur Aformaður söluskattur nýrrar ríkisstjórnar á nauðþurftir, kostar hverja meðalfjölskyldu f landinu um 10 þúsund krónur, aukalega á ári. Þetta þýðir að matarreikningur heimilanna verður að meðaltali um 278 þús- und í stað 268 þúsund á ári. Þessi bakreikningur ríkisstjórnarinnar á hendur fjölskyldum mun vera liður í aðgerðum nýju stjórnar- herranna til að hamla gegn verð- bólgu og jafnvægisleysi í efna- hagsmálum. I stjórnarsamningi ríkisstjórn- arinnar er boðað að 10% sölu- skattur verði settur á nauðþurftir og matvæli. Matvörur eins og kjöt og fiskur, mjólkurvörur og nýtt grænmeti og ávextir verða áfram undanþegnar söluskatti. Á ársgrundvelli jafngildir þessi söluskattur á matvæli um 10 þús- und króna útgjaldaauka fyrir hverja meðalfjölskyldu í landinu, á ýmsar nauðþurftir. Matarreikningur meðalfjölskyldu hœkkar Neytendur skattlagðir til að rétta af hallann á ríkissjóði sem telur núna 3.66 einstaklinga meðaltali úr 268.623 krónum í hyggst ríkisstjórnin láta almenn- samkvæmt upplýsingum Hag- 278.262 krónur á ári. ing greiða niður ríkissjóðshall- stofunnar. Það þýðir að matar- Til viðbótar þessari gjaldtöku ann, með því að leggja sérstakt reikningurheimilannahækkarað ríkissjóðs af nauðþurftum, þyngdargjald á bifreiðir lands- um 10.000 á ári. tnanna, sem nemur um 4 þúsund krónum á meðal-fólksbifreið. -RK Ráðuneyti Stjóm Þorsteins tekur við -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.