Þjóðviljinn - 08.07.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.07.1987, Blaðsíða 9
FRA LESENDUM Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í þríflokkastjórninni: Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra, Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra, Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra, Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra. (Mynd: EÓI). Um leið og undanþágum frá söluskatti er fækkað verður gert sérstakt átak til að bæta eftirlit og innheimtu. Þetta átak er áfangi í áætlun um að hrinda í fram- kvæmd tillögum nefndar sem kannaði umfang skattsvika um úrbætur til að bæta skattaeftirlit og framkvæmd skattalaga. Ríkis- stjórnin telur aðgerðir gegn skattsvikum meðal brýnustu verkefna sinna. Aðgerðir í peningamálum eru margþættar: í fyrsta lagi verða vextir af spariskkírteinum ríkissjóðs hækkaði um 1,5% til að greiða fyrir sölu þeirra og draga þannig úr lántökuþörf ríkissjóðs erlendis og hjá Seðlabankanum. I öðru lagi verður endur- greiðsla söluskatts til sjávarút- vegs lögð inn á bundna reikninga í vörslu Verðjöfnunarsjóðs og Fiskveiðasjóðs. I þriðja íagi verða settar reglur um fjármögnunarleigu, um notk- un greiðslukorta og afborgunar- viðskipti sem ætlað er að draga úr þenslu. Með þessum ráðstöfunum er komið á betra samræmi milli þjóðarútgjalda og þjóðartekna og þannig sköpuð skilyrði til að draga úr verðbólgu og viðskipta- halla þegar til lengri tíma er litið. Aðgerðirnar miða allar að því að hamla gegn þenslu í efnahagslíf- inu með því að draga úr heildar- eftirspurn. Áætlað er að þær haldi aftur af þjóðarútgjöldum sem nemur 1—1,5% og dragi úr viðskiptahalla um allt að 1% af þjóðarframleiðslu. Aðgerðirnar í ríkisfjármálum, einkum breyting söluskattskerfisins, munu í upp- hafi hafa í för með sér nokkra hækkun framfærsluvísitölu. Þess- ar aðgerðir ásamt ráðstöfunum í peningamálum eru nauðsynlegar til að draga úr verðbólgu þegar fram í sækir svo unnt sé að halda gengi íslensku krónunnar stöð- ugu og að ná jafnvægi í við- skiptum við útlönd. Aðgerðir til kjarajöfnunar Ríkisstjórnin mun móta stefnu, sem miðar að því að bæta kjör hinna tekjulægstu og stuðla að jafnrétti í launamálum. Fyrsta skrefið er hækkun élli- og örorkulífeyris, tekjutrygging- ar og heimilisuppbótar, þannig að þessar greiðslur ásamt greiðslum úr lífeyrissjóðum og öðrum tekjum verði ekki lægri en lágmarkslaun í landinu frá 1. september næstkomandi. Þannig verði lágmarksframfærslueyrir einstaklings tæpar 28 þúsund krónur á mánuði í stað 25 þús- unda nú. Viðbótarkostnaður rík- issjóðs á þessu ári af þessum sökum er áætlaður um 90 milljónir króna. Annað skref er hækkun barna- bótaauka á þessu ári úr rúmum 25 þúsundum króna í 30 þúsundir. Þessi hækkun barnabótaaukans mun fyrst og fremst renna til barnmargra fjölskyldna með lágar tekjur. Kostnaðarauki rík- issjóðs af þessari hækkun er áætl- aður um 100 millónir króna. Ríkisstjórnin telur að almennir kjarasamningar séu í verkahring og á ábyrgð aðila vinnumarkað- arins. Hún vill fyrir sitt leyti stuðla að því, að launahækkanir í þjóðfélaginu geti samrýmst efna- hagslegu jafnvægi jafnframt því sem kaupmáttur lægstu launa batni. En til þess að slíkur árang- ur náist er mikilvægt að fyrstu að- gerðir í fjármálum og peninga- málum dugi til að leggja grund- völl að efnahagslegum stöðug- leika til frambúðar. YFIRLIT YFIR EFNAHAGSAÐGERÐIR UM MITT ÁR 1987 ÁÆTLANIR Innheimta 1987 Álagt 1988 m.kr. m.kr. Fækkun undanþága frá söluskatti: Tölvur, 25% skattur 160 380 Farsímar, 25% skattur 20 50 Auglýsingastofur, 10% skattur, 1. sept 15 60 Lögfræðistofuro.þ.h., 10% skattur, 1. sept 35 140 Endurskoðunogbókhald, 10%skattur, l.sept 25 100 Teiknistofur, verkfræðistofur, arkitektar o.þ.h., 10% skattur, 1. sept 70 280 Matvörur, aðrar en mjólk, kjöt, fiskur, kartöflur, nýtt grænmeti og ferskir ávextir, 10% skattur 290 700 Mataraðföng veitingahúsa og fæðissala mötuneyta, 10% skattur, 1. okt 60 360 675 2070 Bifreiðagjald. 4 kr./kg/ár, allt að 2.500 kg og 10 þús. kr. á þyngri bíla- hálft gjald á þessu ári 235 610 Sérstakt kjarnfóðurgjald, 4 kr./kg 80 200 Hækkun rikisábyrgðargjalds 110 Lántökugjald af erlendum lánum 60 230 1.080 3.220 Barnabætur -100 -200 Ellllífeyrir -90 -270 Samtals fjármálaaðgerðir 890 2.750 Frestun endurgreiðslu söluskatts til sjávarútvegs 300 700 Miðvikudagur 8. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Óvönduð blaðamennska Það er því miður algengt að dagblöðin slái upp flennistórum fyrirsögnum, sem eiga sér litla stoð í þeirri frétt sem eftir fylgir. Oftast er þetta gert til að auka sölu blaðanna en stundum til að reyna að styrkja málstað, sem oft er „tilfinningum hlaðinn“. Með þessu má oft ná nokkrum árangri því allur þorri lesenda dagblað- anna rennir augum yfir helstu fyrirsagnirnar, að minnsta kosti yfir þær sem ná yfir þrjá dálka eða fleiri, en lesa síðan aðeins þær fréttir sem liggja á áhugasviði þeirra. Lýsandi dæmi um vafasama fyrirsögn af þessu tagi var fimm dálka fyrirsögn í Þjóðviljanum 30. júní síðastliðinn: Orökstudd- ar vísindaveiðar. Tilefni fyrir- sagnarinnar var viðtal við pró- fessor Agnar Ingólfsson (sem er þá kallaður „virtur íslenskur vís- indamaður“), en hann sat nýaf- staðið þing Alþjóða hvalveiði- ráðsins. í viðtalinu segir Agnar: „Hin opinberu rök hafa hinsveg- ar verið þau, að líffræðileg nauð- syn sé á því að veiða þetta mörg dýr til þess að rannsóknin skili árangri. Náttúruverndarráð telur sig hinsvegar ekki hafa fengið viðhlítandi rökstuðning fyrir þeirri nauðsyn." Þessi orð gefa varla tilefni til framangreindrar fyrirsagnar. Mér er til efs að Þjóðviljinn sé skárri en önnur blöð í misnotkun fyrirsagna af þessu tagi og vafa- lítið hefði ég látið nægja að blóta í hljóði ef Þjóðviljinn hefði ekki bætt gráu ofan á svart daginn eftir. Það er málið tekið upp í leiðara blaðsins undir fyrirsögn- inni: Órökstuddar „vísinda- veiðar“. Leiðarinn hefst á orðun- um: „Umræðan um hvalveiðar íslendinga er tilfinningum hlað- in, og af þeim sökum er á stund- um erfitt að átta sig á kjarna málsins." Síðar í leiðaranum segir „Virtur íslenskur vísinda- maður, prófessor Agnar Ingólfs- son, höndlar kjarna þessa máls í viðtali við Þjóðviljann í gær. Agnar segir: „Það hafa ekki verið færð vísindaleg rök fyrir því að nauðsyn sé á því að veiða þetta marga hvali til rannsókna á hval- astofninum." Náttúruverndarráð hefur formlega tekið sömu af- stöðu og prófessor Agnar. Það telur að „vísindaveiðarnar" séu órökstuddar." Hér er unnið býsna frjálslega úr fréttinni. Tilvitnun leiðarans í orð Agnars er ekki að finna í fréttinni, afstaða Agnars kemur þar ekki fram, né kemur þar neitt fram um formlega afstöðu Nátt- úruverndarráðs. Agnar segir að- eins að ráðið hafi ekki fengið við- hlítandi rökstuðning fyrir veiðun- um. Vinnubrögð af þessu tagi eru blaðinu til skammar og eru því miður alltof tíð. Meðal starfsmanna blaðsins eru traustir hvalavinir, sem hafa verið iðnir á síðustu misserum að skrifa gegn hvalveiðum og skrif þeirra hafa ekki hjálpað lesend- um blaðsins til að mynda eigin skoðanir. Eftir öll þessi skrif Þjóðviljans finnst mér það billegt að spyrja eins og gert er í leiðar- anum: „Hvar eru þeir óháðu sér- fræðingar sem fallast á staðhæ- fingar íslenskra stjórnvalda? Þjóðviljinn býðst tii að ljá þeim rúm fyrir skoðanir sínar.“ Með síendurteknum einhliða skrifum sfnum um hvalveiðimálið er Þjóðviljinn ekki álitlegur vett- vangur fyrir vitræna umræðu um málið. Nú vil ég skora á Þjóðviljann að birta grein um hvalveiðarnar sem getur hjálpað lesendum „að átta sig á kjarna málsins". f þessu skyni ætti blaðið að leita til manna, sem vel þekkja til hval- veiðanna, og fræða lesendur frekar en að predika, gera góð skil þeim rökum sem fram hafa verið sett fyrir veiðunum og þeim sem ganga gegn þeim og láta okk- ur lesendur síðan um að draga ályktanir. Þetta mundi vafalítið gleðja lesendur blaðsins sem eru langþreyttir á að fá frá blaðinu fullmótaðar skoðanir á ýmsum málum frekar en lýsingu á mála- vöxtum, sem geta hjálpað þeim til að draga eigin ályktanir. Páll Theódórsson, eðlisfræðingur Um leið og Páll skulu þökkuð skrifin verður að taka fram þetta: Hverjum og einum er auðvitað frjálst og sjálfsagt að finna að fréttaflutningi og fyrirsögnum Þjóðviljans sem annarra fjöl- miðla, og túlkun á orðum viðmælenda blaðsins er sjaldan einhlít. Hinsvegar verður fullyrð- ingum um „einhliða skrif' og „fullmótaðar skoðanir" sem blaðið haldi að lesendum sínum um hvalveiðamálið ekki látið óm- ótmælt. Þjóðviljinn hefur ein- mitt, jafnvel í meira mæli en önnur blöð, gert góð skil að rök- um með og á móti í þessari deilu, og á síðustu vikum, mánuðum og misserum birt um þessi efni marghliða „lýsingu á málavöxt- um“, eins og lesendur blaðsins geta sjálfir best borið um vitni. Þessu mun Þjóðviljinn halda áfram, auk þess sem blaðið ítrek- ar að það býður sérfræðingum og áhugamönnum rúm fyrir skoðan- ir þeirra í þessum málum. Ritstj. Jarðvinna vegna stækkunar Háskólabíós F.h. byggingarnefndar Háskóiabíós óskast tilboö í jarðvinnu, holreesalagnir og fleira vegna fyrir- hugaörar viöbyggingar viö Háskólabíó viö Haga- torg. Helstu magntölur eru: Gröftur 14.600 m3 og hol- ræsi, 100, 150 og 200 sm í þvermál - 350 m. Verkið skal unnið á tímabilinu 14. ágúst til 16. október 1987. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavík, gegn 3.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudag- inn 21. júlí 1987 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, simi 26844

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.