Þjóðviljinn - 08.07.1987, Blaðsíða 13
ÚTVARP - SJÓNVARP
Túnamaur
Einn bændaskelfírinn enn
Það er sótt úr öllum áttum að
landbúnaðinum þessa dagana.
Að bændum er víða ómaklega
vegið og þeim kennt um eyðilegg-
ingu matvæla í stórum stíl og
legið á hálsi fyrir offramleiðslu
landbúnaðarafurða. Á undan-
förnum árum hefur nýr bænda-
skelfir bæst í hópinn. Þetta er
túnamaurinn, sem valdið hefur
gróðurskemmdum á ræktarlandi
víða um land og virðist fremur
færa sig uppá skaftið en hitt. í
maí-blaði bændablaðsins Freys er
athyglisverð grein um túnamaur
eða grasmaur, eins og hann er
einnig nefndur eftir Bjarna Guð-
leifsson og Sigurgeir Olafsson hjá
Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins, sem rétt er að skyggnast nán-
ar í.
Túnamaur (Penthaleus major)
er talinn útbreiddur um allt land
og mun svo hafa lengi verið. Tún-
amaurinn sem nærist á grösum,
hefur einkum herjað á og valdið
tjóni á túnum á Austfjörðum,
Norðurlandi og Vestfjörðum.
Erlendis er tjón af völdum tún-
amaursins einkum þekkt frá
tempruðum beltum jarðarinnar:
Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður-
Afríku, Bandaríkjunum, Frakk-
landi, Ítalíu og Þýskalandi.
Maurinn hefur í þessum löndum
valdið miklum skaða að haust- og
vetrarlagi og þá einkum á vetrar-
korni.
Á Suður-Grænlandi er maur-
inn búinn að vera til vandræða
undanfarinn áratug eða svo, og
einnig hefur hann gert bændum í
Noregi nokkra skráveifu. Annars
er ekki vitað um mauraskemmdir
á túnum á hinum Norðurlöndun-
um.
Lífshlaup
túnamaursins
Túnamaurinn er fullvaxinn um
1 mm á lengd. Litarraftið er
dökkbrúnt og er skepnan með
átta fætur, sem eru ljósrauðir að
lit. Dýrin eru flest kvenkyns og er
álitið að maurinn fjölgi sér með
svokallaðri kynlausri æxlun.
Hvert kvendýr verpir að jafnaði
um 30 eggjum. Oftast verpir dýr-
ið í blaðslíður grasplatna og niður
við svörð. Eggin eru rauðgul að
lit til að byrja með, en þau upplit-
ast fljótt og taka þá á sig strágulan
lit. Eggin klekjast ekki nema við
tiltekinn hita og raka og út
skríður sexfætt lirfa. Lirfan hefur
hamskipti og stígur þá fram átt-
fætt ungdýr og loksins eftir fjórðu
hamskiptin skríður út fullvaxið
dýr.
Klaktími eggja túnamaursins
er um 25 dagar, lirfustigið tekur
um 12 daga, ungdýrsstigið um 24
daga. Fullvaxið dýr lifir að með-
altali í 38 daga, en ævilengd tún-
amaursins er þó verulega háð
veðurfari.
Við óhagstæða veðráttu, s.s.of
mikinn kulda, forða dýrin sér
niður í jarðveginn. Maurinn forð-
ast einnig sólarljós og er hann því
mest á ferli á næturnar.
Spjöll af völdum
túnamaursins
Helst verða menn varir við tún-
amaurinn af brúnleitri slikju sem
kemur á skófatnað manna og
sláttuvélar og önnur heyvinnu-
tæki, sem fara um tún þar sem
túnamaur er í miklum mæli.
Mergð dýranna í túnum verður
oft gífurleg og á Suður-
Grænlandi hefur fjöldi dýra á
hvern fermetra reynst við mæl-
ingu um 18.000.
Maurinn hefur fundist á nær
öllum grastegundum í túnum hér
á landi. Mest spjöll vinnur
maurinn á breiðblaða tegundum,
s.s. vallarfoxgrasi, háliðagrasi og
hávingli.
Spellvirkin vinnur maurinn .
með því að skafa upp ystu frumu-
lög blaðanna og fjarlægja bæði
grænukornin og frumusafann.
Grasplöntur, sem hafa orðið fyrir
skemmdum af völdum túna-
maurs, þekkjast gjarnan á því að ,
blöð plantnanna fá á sig gráan
silfurlitaðan blæ, blaðoddarnir
visna og blöðin hanga meira en
eðlilegt getur talist.
Uppskera af þeim túnum þar
sem túnamaur er í nokkrum
mæli, er allnokkru minni en af
ósýktum túnum. Áætlað er að
uppskerumagnið sé um fjórðungi
til helmingi minni af þeim túnum
sem hýsa túnamaurinn, en hin-
um.
Ráð til varnar
Almennt er talið að túnum sem
beitt er á, sé minni hætta búin af
völdum túnamaurs en þeim tún-
um sem eru friðuð fyrir ágangi
búfénaðar.
Túnamaurinn veldur mestu
tjóni þar sem jarðvegur er þurr
og laus í sér. í vætusömum
sumrum nær túnamaurinn sér
síður á strik en í þurkasumrum.
Maurinn nær sér helst á strik þar
sem er fremur kalt og þurrt og:
kann það að skýra út nokkra út-
breiðslu hans á Norðurlandi.
KRCSSGÁTAN
Lárétt: 1 veg 4 hismi 6 lána
7 hvetja 9 hnuplaöi 12 karl-
mannsnaf n 14 blett 15 fugl
16 muldrað 19 elska 20
mjúkt21 úrgangurinn
Lóörétt: 2 hreinn 3 flát 4
rámu 5 tóna 7 gömul 8
beinið 10 gatan 11 siotaði
13 hamingjusöm 17 skraf
18fæða
Lausnásfðustu
krossgátu
Lárétt: 1 máls 4 loks 6 ýfa
7 makk 9 nafn 12 vindu 14
róa15lúi16rofna19rits
20ónýt21 asinn
Lóðrétt: 2 áma 3 sýki 4
land 5 kif 7 merkri 8 kvarta
10aulann 11 neisti 13nef
17oss 18nón
KALLI OG KOBBI
Jæja Kalli. \
Hvernigfinnst þér ^áhtið loðið
frábrugðið
annars.^
GARPURINN
FOLDA
APÓTEK
Reykjavfk, Helgar og kvöld-
varsla lyfjabúða vikuna
3.-9. júli 1987 er í Laugarnes-
apóteki og Ingólfs Apóteki.
Fyrmefnda apótekið er opið
um helgar og annast nætur-
vörslu alla daga 22-9 (til 10
frfdaga). Sfðarnefnda apó-
tekið er opið á kvöldin 18-22
virka daga og á laugardögum
9-22 samhliða hinu fyrr-
nefnda.
SJÚKPAHÚS
Heimsóknartfmar: Landspft-
allnn: alladaga 15-16,19-20.
Borgarspftallnn: virka daga
18.30- 19.30, helgar 15-18, og
eftirsamkomulagi. Fæðlng-
ardelld Landspítalans: 15-
16. Feðratfmi 19.30-20.30.
Öldrunarlækningadelld
Landspltalans Hátúni 10 B:
Alla daga 14-20 og eftir
samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspftala: virka daga 16-
19, helgar 14-19.30. Hellsu-
vemdarstöðln við Baróns-
stig: opin alla daga 15-16 og
18.30- 19.30. Landakots-
spftali: alla daga 15-16 og
í BIJÐU OG STRÍÐU
Já. Jibbí. Það verður
gaman. Vera með
krökkunum og læra etnsog
vitlaus. Nú ætla ég uð fá A
/_
19-19.30. Barnadeild
Landakotsspftala: 16.00-
17.00. St. Jósef sspftall
Hafnarfirði: alla daga 15-16
og 19-19.30. Kleppsspfta-
llnn: alla daga 15-16 og
18.30- 19. SjúkrahúslðAk-
ureyrl: alla daga 15-16 og 19-
19.30. Sjúkrahúsið
Vestmannaeyjum: alla daga
15-16 og 19-19.30. Sjúkra-
hús Akraness: alla daga
15.30- 16 og 19-19.30.
S|úkrahúslð Húsavfk: 15-16
og 19.30-20.
LÖGGAN
Reykjavlk.....sfmi 1 11 66
Kópavogur.....simi 4 12 00
Seltj.nes.....sfmi 1 84 55
Hafnarfj......sfmi 5 11 66
Garðabær......sími 5 11 66
Slðkkvlllð og sjúkrabflar:
Reykjavfk.....sfmi 1 11 00
Kópavogur.....sími 1 11 00
Seltj.nes... sími 1 11 00
Hafnarfj......slmi 5 11 00
Garðabær.... sími 5 11 00
Læknavaktfyrir Reykjavfk,
Seltjamames og Kópavog
er f Heilsuvemdarstöð
Reykjavíkur alla virka daga
frá kl. 17 til 08, á laugardögum
og helgidögum allan sólar-
hringinn. Vitjanabeiðnir,
slmaráðleggingar og tima-
pantanir f sfma 21230. Upp-
lýsingar um lækna og lyfja-
þjónustu eru gefnar [ sim-
svara 18885.
Borgarspftalinn: Vaktvirka
daga kl. 8-17 og fyrir þá sem
ekki hafa heimilislækni eöa
náekkitil hans. Landspftal-
Inn: Göngudeildin opin 20 og
21. Slysadelld Borgarspital-
ans: opin allan sólarhringinn
sími681200. Hafnarfjörður:
Dagvakt. Upplýsingar um da-
gvakt lækna s. 51100. Næt-
urvaktlæknas.51100.
Garðabær: Heilsugæslan
Garðaflöts. 45060, upplýs-
ingarumvaktlæknas.51100.
Akurey r I: Dagvakt 8-17 á
Læknamiðstöðinni s. 23222,
hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá
Akureyrarapóteki s. 22445.
Keflavfk: Dagvakt. Upplýs-
ingar s. 3360. Vestmanna-
eyjar: Neyðarvakt lækna s.
1966.
ÝMISLEGT
Hjálparstöð RKl, neyðarat-
hvari fyrir unglinga Tjarnar-
götu 35. Sfmi: 622266 opið
allansólarhringinn.
Sálfræðlstöðin
Ráðgjöf f sálfræðilegum efn-
um.Slmi 687075.
MS-félagið
Álandi 13. Opið virka daga frá
kl. 10-14. Slmi 688800.
Kvennaráðgjöfln Hlaðvarp-
anum Vesturgötu 3. Opin
þriöjudaga kl.20-22, sfmi
21500, slmsvari. Sjálfshjálp-
arhópar þeirra sem orðið
hafa fyrir sifjaspellum, s.
21500, simsvari.
Upplýsingarum
ónæmlstærlngu
Upplýsingar um ónæmistær-
ingu (alnæmi) í sfma 622280,
milliliðalaust samband við
lækni.
Frá samtökum um kvenna-
athvarf, sfml 21205.
Húsaskjól og aðstoð fyrir kon-
ur sem beittar hafa verið of-
beldi eða orðið fyrir nauðgun.
Samtökin '78
Svarað er f upplýsinga- og
ráðgjafarsíma Samtakanna
'78 félags lesbla og homma á
Islandi á mánudags- og
fimmtudagskvöldum kl. 21 -
23. Sfmsvari á öðrum tfmum.
Sfminn er91-28539.
Félag eldrl borgara
Opið hús f Sigtúni við Suður-
landsbraut alla virka daga
milli kl. 14 og 18. Veitingar.
GENGIÐ
l.júlf 1987 kl. 9.15.
Sala
Bandarfkjadollar 39,020
Sterlingspund... 63,271
Kanadadollar.... 29,311
Dönsk króna..... 5,6553
Norskkróna...... 5,8374
Sænskkróna...... 6,1290
Finnsktmark..... 8,7922
Franskurfranki.... 6,4193
Belgfskurfranki... 1,0323
Svissn.franki... 25,8376
Holl. gyllini... 19,0216
V.-þýsktmark.... 21,4213
Itölsk llra..... 0,02955
Austurr. sch.... 3,0467
Portúg.escudo... 0,2736
Spánskurpeseti 0,3090
Japansktyen..... 0,26629
Irsktpund....... 57,389
SDR............... 49,9706
ECU-evr.mynt... 44,4145
Belgískurfr.fin. 1,0296
Miðvikudagur 8. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13